Dagur - 16.12.2000, Page 10

Dagur - 16.12.2000, Page 10
3é-LAUGARl)AGUR 16. DESEMBF.R 2000 FRÉTTIR Allt að 450% verðmimur Hársnyrtistofur. Samkeppnisstofnun. Verðhækkanir og mis- brestur á reglum Allt að 450% verðmunur er á hárþvotti með hárnæringu hjá hársnyrtistofum á höfuðborgar- svæðinu. Odýrust er þessi þjón- usta á 200 krónur en dýrust á 1 100 krónur. Þetta kemur fram í verðkönnun Samkeppnisstofn- unar. Minnsti munur á lægsta og hæsta verði er 122% þegar sett er permanent í stutt hár. I>á leið- ir könnunin í ljós að verð á þjón- ustuliðum hefur hækkað að meðaltali um 6% frá því sam- bærileg könnun var gerð í fyrra. Verðhækkanir Hins vegar var meðalverðbreyt- ing mjög mismunandi hjá ein- stökum stofum. Hjá 25 stofum var verð óbreytt frá fyrra ári, en hækkað um 1 - 10% hjá 97 stof- unt. Hjá 38 stofum hafði verð hækkað um 1 1 - 20% og meira en 20% hjá 8 stofum. Þá reynd- ist töluverður misbrestur á því að verðskrár séu til staðar við inngöngudyr og afgreiðslukassa eins og reglur kveða á um. Brot á þessum rétti neytenda getur varðað sektum. I þessari könnun var kannað verð á þjónustu 209 hársnyrti- stofa á höfuðborgarsvæðinu. Kannaðir voru 14 þjónustuliðir og m.a. klipping karla, kvenna og bara, hárþvottur. Iagning, lit- un, permanent og strípur. — GBH Gróði á Odda á Patreksflrði Fiskverkunar- og útgerðarfyrir- tækið Oddi á Patreksfirði var rekið með 40,5 milljón króna hagnaði á sl. starfsári sem lauk 31. ágúst sl. á móti 66,1 milljón króna árið á undan. Fréttir frá Vesturbyggð hafa alloft verið neikvæðar á síðustu misser- um og segja sumir heima- menn þessar fréttir af Odda því ánægjulega mótsögn við það og sýni að þrátt fyrir allt sé byggilegt á suðurhluta Vest- fjarða. Heildartekjur fsrirtækis- ins námu 614 milljónum króna og var hagnaður f\'rir vexti og af- skriftir um 131 milljón króna á móti 144 milljónum króna árið á undan. A aðalfundi félagsins kom fram að jákvæða afkomu fyrir- tækisins megi rekja til nokkurra þátta, s.s. hagkvæmni í útgerðar- rekstri eftir endurbætur á skipi télagsins fyrir tveimur árum og breytingu á afurðasamsetningu og fjárfestingar sem gerðar voru til að auka framleiðni og nýtingu s.s. flokkun alls hráefnis og ná- kvæmari stýringu þess í fram- leiðslunni. Fjármagnskostnaður jókst nokkuð vegna veikingu íslensku krón- unnar á síðustu mánuðum rekstrarársins. Ytri skilyrði hag- stæð, afurðaverð hélt áfram að hækka á helstu mörkuðum, þrátt fyrir breyt- ingar og óróa á gjaldeyrismörk- uðum. Félagið naut þess að gæftir voru þokkalegar mestan hluta starfsársins, en sumarafli á Núpnum var minni en áður. Hin góða afkoma hefur gert það að verkjum að eiginfjárstaða félags- ins er nú um 198 milljónir króna í stað 149 milljóna króna árið áður. Eiginfjárhlutfall er 31% og veltufjárhlutfallið hækkaði úr 0,73 í 0,81. — GG Fiskeldi Eyjafjarðar er með starfsemi sína á Hjalteyri, m.a. í gömlu vinnsluhúsunum þar sem breytt hefur verið þannig að þau henti starfseminni. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segist ekki trúaður á að þorskeldi geti orðið gullnáma í fiskeldinu. Ekkert gullæði í þorskeldinu Kostnaður við þorsk- eldi er ærinn, bragðið er gott en fiskuriim er lausari í sér en viHtur. Vert að halda málinu á dagskrá en Hafrannsóknastofnun horfir til næstu ára- tuga í þeim efnum. Björn Björnsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, varar við öllunt gullæðishugmyndum um möguleika þorskeldis hér á landi. Hann segir brýnt að halda rannsóknum áfram og ýmislegt lofi góðu. Hins vegar sé Ifklegra að þorskeldi eigi framtíð fyrir sér á næstu áratugum, fremur en að menn geti vænst árangurs í misserum talið. 1 Degi í gær kom fram að Fisk- eldi Eyjafjarðar hefur náð frá- bærum árangri í lúðueldi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins taldi aðferðafræði félagsins eins geta hentað þorskeldi. Hafrann- sóknastofnun hefur unnið að rannsóknum á þessu sviði en markaðsaðstæður eru ekki sam- bærilegar eins og er. Kílóið á þorski er t.d. selt á 100-200 krónur á heimsmarkaði þessa dagana en kílóið á lúðu á 600- 700 krónur. Hins vegar hefur þorskverð hækkað undanfarið og kann það að velta á afkomu vill- ta stofnsins hvernig möguleikar greinarinnar þróast. Norðmcnn, Skotar og Kanada- menn kanna nú þorskeldis- möguleika af þunga en ekki er vist að aðstæður á Islandi séu samkeppnishæfar. Til að mynda bendir Björn á að sjávarskilyrði nágrannaþjóðanna séu að mörgu leyti heppilegri. Meira skjól og hlýrri sjór. Ymis vandamál „Eg held að það sé sjálfsagt að fylgjast vel og halda rannsóknum áfram en það væri óvarlegt að lofa mönnum gulli og grænum skógum á þessu stigi. Til dæmis er hýsna dýrt að framleiða þorsk- seiði í dag. Honum yrði væntan- lega slátrað í kringum 2 kíló en laxinn er alinn allt upp í 4 kíló. Það eru ýmis vandamál fyrir hendi," segir Björn Björnsson. Eldisþorskur er bragðgóður að sögn Björns en eilítið lausari í sér en villtur sem gæti kallað á vandamál við verkun. Eldislúða getur hins vegar tekið villtu iúð- unni fram, a.m.k. sýnir árangur Fiskeldis Eyjafjarðar að sú vara sé meira en samkeppnishæf. - BÞ FRA DEGi TIL DAGS LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 351. dagur ársins, I 5 dagar eftir. Sólris kl. 11.17, sólarlag-kl. 15.30. Þau fæddust 16. des. • 1770 Ludwig van ileerhoven, austur- ríslft tónsk'áld. • 1775 Jane Austin, enskur rithöfundur. • 1863 George Santaxana, fndverskt skáld og heimspekingúr. • 1899 Noel Coward. enskt leikskáld. • 1901 Margaret Mead, enskur mann- fræðingur. • 1906 Leonid Breshnev, sem hýsna lengi var leiðtogi Sovétríkjanna. •1925 Geir Hallgrímsson forsætísráð- herra. • 1939 Liv Ullmann, norsk leikkona og leikstjóri. • 1940 Egill B. Friðleifsson tónmennta- kennari. • 1945 Bennie Andersson, fjórðungur sænsku hljómsveitarinnar Abha. Þetta gerðist 16. des. • 1 773 fórTram það sem nefnt h.efur-ver- ið „teveisjan í BostoiC, þegar hópur ný- -leTíduDÚa í Boston dulbjuggu sig sem indjána og fóru um horð í þrjú hresk skip og vörpuðu tefarmi þeirra í sjóinn í mótmælaskyni við hresk einokunarlög um tesölu. • 1879 lést í Kaupmannahöfn Ingibjörg Einarsdóttir, kona Jóns Sigurðssonar, aðeins tjíu dögum eftir að Jón lést. 1916 var Framsóknarflokkurinn stoln- aöur, og tórir víst enn. • 1920 lagði gríðarlegur jarðskjálfti Gansu-héraðið í miðvesturhluta Kína í rúst og fórust þá rneira en 200.000 manns. • 1944 fórst bandaríski tónlistarmaðurinn Glenn Miller með flugvél, sem hann var farþegi í, hvarf sporlaust yfir Ermar- sundi. PottasleiMr Pottaslcikir nefnist prakkarinn sá, sem má búast við til byggða í dag. Hann sat um að komast í matarpotta, sem ekki var búið að þvo upp og sleikja skófirnar innan úr þeim. Sá sem þjónar tveimur herrum verður að ljúga að öðrum þeirra. Málsháttur frá Portúgal Vísa dagsins Forlög koma ofan að, örlög kringum sveima, tílögin úr ýmsum slað, en ólögfæðast hehna. Páll Vídalín Heiíabrot Hvað er það, sem veitir öðrum ljós og ljúf- ar stundir en situr sjálft og grætur heitum tárum, og með hverju tárinu eyðist af lífi þess? Lausn á síðustu gátu: Myrkrið Vefur dagsins Urn jólin þykir mörgum gott að dunda sér við leiki og spil. Stundum leikur þó vafi á leikreglunum, en á vefsíðum dagsins má fræðast um leikreglur ýmissa leikja og spila: www.mastersgames.com/rules/rules.htm

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.