Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 7 6. DESEMBER 2000 - 35 VMpur. ERLENDAR FRÉTTIR ES kvóti skomui Sá guli er eftirsóttur í Evrópusambandinu núna. Sjávarútvegsráðherrar Evrópu- sambandsins hafa ákveðið að skera verulega niður fiskveiði- heimildir á Norðursjó, einkum í Jrorski og skyldum tegundum. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar vísbendinga og spádóma vísinda- manna um stofnhrun og er ákvörðunin talin ígildi fjölda- gjaldþrota í hreskum sjávarút- vegi. „Þetta er mesti niður- skurður veiðiheimilda síðan kvótakerfið var tekið upp sagði framkvæmdastjóri landhúnaðar- og sjávarútvegsdeildar ES, Frans Fischler á blaðamannafundi í gærmorgun. Fleimildir í þorski verða skorn- ar niður um helming á næsta ári og svipaður niðurskurður hafði einnig verið boðaður í öðrum tegundum. Hins vegar tókst Bretum að draga aðeins úr nið- urskurðinum þar þannig að hann er minni, þótt hann sé verulegur. „Þetta er skelfileg niðurstaða,'* sagði Barrv Deas leiðtogi breska sjómannasambandsins. Og hann bætti við „Það getur verið að tek- ist hafi að draga úr fyrirhuguð- um niðurskurði í einhverjum tegundum en staða sjómanna í dag gefur okkur því miður ekkert svigrúm til niðurskurðar. Fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins tekur greinilega ekkert tillit til þess sem vísindamenn segja og hún tekur heldur ekkert tillit til þess hvað sjávarútvegurinn þolir." En eins og sést á þessum orðum túlka sjómenn óvissuna sem kemur frarn hjá vísinda- mönnum, sem merki um að eng- in hætta sé á ferðum, þveröfugt við það sem ráðherrarnir gera. Sáttatónn hjá Bush I von um að athafnir séu áhrifa- meiri en orð fór Ge- orge W. Bush og hitti að máli einn af leiðtog- um demókrata í gær og var það fyrsta opinbera athöfn hans eftir að Ijóst var að hann yrði næsti for- seti Bandaríkjanna. Bush stefnir að því að ná sem víðtækustum sáttum við Demókrataflokkinn í von um að sér gangi betur að stjórna ríkinu, en hann hefur til þess lítinn meirihluta í þinginu. konditorí itofnað 1982 Sælkera sósur, krydd og olíu Innfluttar sælkeramatvörur Sérvalið og unnið Kálfakjöt, Nautakjöt, Lambakjöt, Svínakjöt og Villibráð Hátíðarmatseðlar frá Gallerý Kjöti og Mosfellsbakaríi á Grensásvegi 48 Búrgundarsniglar í skel Reykt og grafin gæs á salatbeði með valhnetusósu Nautalund fyllt með gæsalifur á koníakssoði Grand Marnier parfaitbomba með hindberjasósu Vínarkaffi og truffelkúlur Heimalagað hreindýrapaté Grafið naut á stökku salati Kofareyktur hamborgarahryggur með rauðvínssósu Viðar-drumbur fylltur með súkkulaði- og vanilluís á créme anglais sósu Sparikaffi jónasar og nougatfyllt marsipansprengja Sjávarfangspaté með dillsósu Grafið lamb með piparrótarsósu Hreindýramedalíur með villisveppum og heimalöguðu rauðkáli Manjari súkkulaðimús með mangó coulie og appelsínukanilsósu að hætti ólympíu- landsliðsins Kaffi hússins os flórentínur Tilsögn og uppskriftir eru að sjálfsögðu á staðnum GRENSASVEGUR 48

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.