Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 8
32- LAUGARDAGUR 16. DESEMBEli 2000 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 20 0 0 - 33 FRÉTTASKÝRING FRÉTTIR tækið verði auglýst til sölu, og segir hann heimamenn lulla áhuga á að ná þessu til sín. „Það þurfa að koma að rekstrinum menn sem þekkja hann vel, en við verðum að byrja með litlar skuldir þannig að í þetta sinn verði reksturinn til framhuðar, en ekki rekstur sem hangir bara í eitt til tvö ár. Starfsfólkið hefur verið í óvissu allt síðan 1993 er fyrir- tæki Einars Guðfinnssonar varð gjaldþrota, og það er algjörlega ólíðandi fyrir fólkið,“ segir Lárus Aðspurður um hvort Bolvíking- ar muni leggja hlutafé til endur- reisnar rækjuverksmiðjunnar, standi þeim það til boða segir Lárus: „Það var gert er Einar Guðfinnsson varð gjaldþrota 1993. Þá komu Bolvíkingar sam- an í félagsheimilinu og stofnuöu útgerðarfélagið Osvör og lögðu margir fé í það hlutafélag. Það hlutafélag var síðan selt til Aðal- björns Jóakimssonar í Hnífsdal og síðan var það fyrirtæki selt út- gerðarfyrirtækinu Þorbirni í Grindavík, og þar með var kvót- inn horfinn og togararnir farnir úr plássinu,“ sagði Lárus. Snör viðbrögð Einars En það eru líka góðar fréttir seg- ir Lárus. „Jákvæðu fréttirnar eru þær að ég hafði samband við Abyrgöa- sjóð launa á miðvikudag og fékk þau svör að fólkið fengi bara dag- vinnutaxtana borgaða auk fasts bónuss. Ég var ekki sáttur við það og sendi suður greinargerð með útreiknuðum launum eins starfs- mannsins með bónus, álagi og næturvinnu. Mismunurinn var 42 þúsund krónur, svo mismun- urinn var gríðarlegur. Einar Guð- finnsson þingmaður gekk í málið, talaði við félagsmálaráðherra, sem síðan tjáði mér að fólkið fengi frá Abyrgðasjóði launa sömu laun og það hefði unnið fyrir þegar vinnsla stöðvaðist. Verkalýðsfélagið ætlar síðan að borga mismun á atvinnuleysis- bótum og útborguðum launum þegar þar að kemur verði verk- smiðjan ekki farin aftur í gang. Ég vona því að fólkið sé svolítið vonbetra. Mér er því skylt að flytja þakkir frá Verkalýðsfélaginu til Einar Kristins Guðfinnssonar þingmanns og Páls Péturssonar, félagsmálaráðherra, fyrir að hafa komið þessu máli á hreint. Þeirra afskipti eru góð jólagjöf til fólks- ins nú svo skömmu fyrir jól,“ seg- ir Lárus. Skeyti frá Vestmannaeyinguin „Við höfum fengið stuðnings- kveðjur frá Vestmannaeyingum, en verkalýðsfélögin þar eru þau einu sem það hafa gert. Okkur finnst skrýtið að önnur verkalýðs- félög og aðrir þingmenn Vest- fjarða skuli ekki hafa samband. Það eru margir sárir og jafnvel reiðir yfir því. Það kann að vera að þeir hafi talað við bæjarstjór- ann, en það þarf líka að tala við fólkið," segir Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Bolungarvíkur. Vonbrigði frekar en vonleysi Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að gjaldþrot Nasco-Bolungarvík sé endurtekn- ing á því sem hafi gerst í þrígang á tiltölulega fáum árum. Vonleys- ið sé kannski ekki svo mikið, en vonbrigðin þeim mun meiri. Því Afar slæmt ástand í atviimumálum á Bol- ungarvík veldur áhyggjum og kvíða á jólaföstimni. Atvinnu- leysið er farið að hafa slæm áhrif á fjárhag Boluugavíkur sem breytt hefur tekju- áætluu sinni. OIl vinnsla liggur niðri hjá rækju- verksmiðju Nasco-Bolungarvík sem lýst var gjaldþrota fyrir sköm- mu og engar líkur á að þar verði unnin rækja á næstunni. Lítið hráefni er fyrirliggjandi óunnið, en það verður auðvelt að selja það til annarrar rækjuverksmiðju þar sem frekar ber á hráefnisskorti en ofgnótt í rækjuiðnaðinum. Tryggvi Guðmundsson lögmaður á ísafirði sem er skiptastjóri þrotabúsins, segir að næst liggi fyrir fundur veðhafa þar sem rætt vcrði um næstu skref. Sá fundur var í gær. Gerist ekkert á næstu misserum helur það neikvæð áhrif á íbúaþróunina, því fyrir- vinnur flytja burt í atvinnuleit og síðan fylgir fjölskyldan með síðar ef ekkert rætist úr í heimabyggð. „Það hefur ekkert verið rætt um leigu eða kaup á verksmiðj- unni en eðlilega eru Bolvíkingar með væntingar um að allt fari á besta veg. En það er ekkert í spil- unum ennþá scm gefur tilefni til þess, því miður. Afstaða veðhafa segir til um næstu skref í þessu máli. Prestur til að lýsa kröfum í þrotabúið eru tveir mánuðir frá auglýsingu en auglýsing þess efn- is mun birtast í Lögbirtingablað- inu strax á nýju ári,“ segir Tryggvi Guðmundsson, skiptastjóri. Veðhafar ráða ferðínni Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur segir að liðlega 90 manns sé nú á atvinnuleysisskrá í Bolungarvík, en fý'rír hafi verið 12 manns, eða um 20% allra vinnufærra manna í Bolungarvík. „Hljóðið í fólki hér er eðlilega dauft, en það vill taka þátt í því að hjól atvinnulífsins fari aftur að snúast, eigi það þess einhvern kost. Það hefur verið opið hús hérna í Verkalýðshúsinu síðan á mánudag eftir starfsmannafund og það hefur alltaf verið slæðing- ur af fólki hér, þó mest hafi verið fyrsta daginn, eða 50 til 60 manns, „ segir Lárus. Þrátt fyrir allt var góð stemning í hópnum að sögn Lárusar og margir höfðu í frammi gamanmál. „En ég þyk- ist vita að mörgum hefur ekki ver- ið eins létt í sinni og þeir vildu vera láta. Það hefði verið heppi- legra að halda starfsmannafund- inn strax á laugardeginum, dag- inn eftir að fjölmiðlar skýrðu frá gjaldþrotinu og ég er því sann- færður um að fólkinu íeið mjög illa alla þá helgi,“ segir Lárus. Veðhafar ráða nú ferðinni og kveðst Lárus reikna með að íyrir- Afturhvarf til fortíðar í útgerð - Hafa stjórnvöld sýnt atvinnumál- um Vestfirðinga lítinn álmga? „Stjórnvöld hafa sýnt því áhuga að leysa vandann, en það hefur bara ekki lánast vel. Þeir sem fengu t.d. hvað mest af Vestfjarða- aðstoðinni notuðu fjármagnið til að kaupa kvóta, seldu hann síðan og fluttu fjármagnið burt. Þessar byggðir urðu til vegna nálægðar við fengsæl fiskimið og hag- kvæmara var að stunda útgerð frá þessum stöðurn á þau mið. Þegar veiðiheimildirnar eru farnar hafa menn ekkert gagn af nábýlinu nema fyrir smábátana. Segja má að útgerðin á Vestfjörðum, ekki síst öryggismálin, séu komin 30 ár aftur í tfmann þegar mcnn eru að berjast um hörðustu vetrarmán- uðina á litlum bátum. Það er mik- il öfugþróun. Nýju og stóru skipi var fagnað því það tryggöi (iryggi sjómanna og aukna sókn á miðin. Það er því kraftaverk að það skuli ekki hafa orðið stórkostleg slys síðustu misseri þegar menn eru að róa á þessum hornum í alls konar veðrum," segir Sighvatur Björg- vinsson, þingmaður Vestfirðinga. Ráðstafanir í atvinnumálum mistekist Birna Lárusdóttir, forseti bæjar- stjórnar ísafjarðarbæjar, segir að forsendur fjárhagsáætlana sveitar- félaga hrynji að miklu leyti þegar stór hópur fólks fer á atvinnuleys- isskrá. Þannig sé ekki hægt að ganga út frá útsvarstekjum ein- staklinga og tekjum og gjöldum þeirra fyrirtækja sem verði gjald- þrota, eins og nú hefur átt sér stað í Bolungarvík. „Við höfum of oft lent í þessu hér á lsafirði, og það gerir alla áætlanagerö mjög ómarkvissa. Astandið í Bolungarvík hefur vissulega áhrif hér á Isafirði, t.d. nú í jólavertíðinni. Bolvíkingar verða að hugsa sinn gang þegar þeir skreppa til Isafjarðar í versl- unarleiðangur þó það sé einnig töluverð verslun hjá þeim. Það eru ekki sömu fjárráð og þeir höfðu gert ráð fyrir til jólaundir- búnings, og það hefur áhrif á verslun og þjónustu á lsafirði, samverkandi áhrif í svona Iitlu samfélagi.“ - Hafa ráðstafanir í atvinnumál- um Vestfirðinga mistekist? „Hvaða ráðstafanir? Undir- stöðuatvinnuvegirnir eru nánast að hverfa við Djúp, aðeins eitt bolfiskxánnsluhús í Hnífsdal, það er verið að vinna sjávarafla í sus- hiverksmiðju og einstaklingar halda uppi rnjög öflugri fram- leiðslu í smærri vinnslum og vinna afla af smábátum. Smábáta- útgerðin er að verða það sem við byggjum á, verða sérstaða okkar. Við höfum töluverðar áhyggjur af því að það virðist eiga að hreyfa verulega viö þessu, þ.e. kvótasetja þær tegundir sem enn standa þar fyrir utan. Þá mun hrikta verulega í undirstöðum þess sjávarútvegs sem enn er hér á Vestfjörðum og forsendum þess að húa hér fækk- ar,“ segir Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar ísafjarðar. neinn aðila upp í erminni sem getur tryggt áframhald atvinnu- reksturs þarna í Bolungarvík. „Ef þú herð þetta skelfilega ástand í Bolungarvík sem og víðar á Vestfjörðum sanran við fréttirnar frá Vestmannaeyjum þar sem ann- að af tveimur stórum frystihúsum brennur og fólk missir vinnuna, þá er ólíku saman að jafna. A ísa- firði hafa bæði fry'stihúsin hætt starfsemi, þar af annað í eigu eins sterkasta útgerðarfyrirtækis á Is- landi á sínum tíma, Norðurtang- ans, svo ástandið þar var eins og bæði Isfélagið og Vinnslustöðin hefði hætt starfsemi. I Bolungar- vík var starfrækt stórt holfisk- frystihús, en ekki Iengur, og hitt stóra sjávarútvegsfyrirtækið á staðnum er orðiö gjaldþrota. Þetta kemur á mjög slæmum tíma því andinn í Bolungarvík var orðinn mjög góður og ég fann það á fólk- inu að það hafði aftur orðið trú á framtíðinni og að erfiðleikarnir væru loks að baki. Þegar syrta tók í álinn í atvinnulífinu á Vestfjörð- um fóru sveitarfélögin út á þá braut að veita fyrirtækjum ábyrgð- ir til þess að þau gætu lifað áfram, en síðan féllu margar þessar ábyrgðir á sveitarfélögin. Oll stærstu atvinnufyrirtækin hafa lagt niður rekstur, skipin eru horf- in og síðan hætist brottflutningur fólks við.“ - Er þetta ekki orðinn vítahring- ur? Það dregur úr tekjum sveitarfé- laganna vegna minnkandi útsvars- tekna, þjónustustigið minnkar og þá eykst fólksflóttinn? „Jú, þetta er svona vítahringur. Það sem hefur komið þessum byggðum til bjargar er að smá- bátaútgerðin hefur eflsl og komið Þetta gjaldþrot veldur því að bæjaryfirvöld í Bolungarvík hafa endurskoðað fjárhagsáætlun hæj- arins og hafa útsvarstekjur verið lækkaðar um 13 milljónir króna, niður í 160 milljónir króna. Ég vil hins vegar gleðjast yfir þeim skilningi sem ég verð var við hjá Sparisjóði Bolungarvíkur og Byggðastofnun um að menn snúi saman bökum. Það ríkti bjartsýni í upphafi ársins þegar bæði Burðarás og Skagstrendingur keypu sig inn í Nasco-Bolungar- vík, og mér finnst t.d. undarlega seint hafa verið gripiö í taumana hjá Burðarási, sem hefur á sínum snærum marga fjárgæslumenn og er fyrirtæki sein er að setja fjár- magn í fyrirtæki sem það vill hafa arð af. Það hefði komið sér af- skaplega vel fyrir okkur ef fyrir- tækið hefði verið gert gjaldþrota fyrr, t.d. í sumar og haust, og kannski hefði verið hægt að kom- ast hjá gjaldþrotinu og grípa til róttækra björgunaraðgerða. Ná- Halldór Halldórsson: Það er ekki verjandi að á síðustu 7 árum hafa verið notaöar 8 kennitölur I rekstr- inum. lægð jólanna gerir ástandið líka dapurlegra," segir Ólat’ur Krist- jánsson, bæjarstjóri í Bolungar- vík. Versnandi ástand Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Isafirði, segir að áhrif gjald- þrotsins hafi áhrif á Isafirði þar sem um samtengt atvinnu- og þjónustusvæði sé að ræða. Það sé einnig ekki verjandi lengur að á síðustu 7 árum hafi verið notaðar 8 kennitölur í rekstrinum, sem segir meira um stöðugleikann en mörg ár. Astandið hafi farið versnandi frá árinu 1980 þegar kvótakerfið hafi verið tekið upp, en það hafi komið verst niður á Vestfirðingum. Hann segist raunar svolítið hissa á því að forsætisráðherra skuli ætla að heimsækja Vest- mannaeyjar en ekki Bolungarvík, áhrifin séu hlutfallslega miklu vægari í Vestmannaeyjum en í Bolungarvík. 100 manns hafi t.d. Sighvatur Björgvinsson: Þingmenn hafa ekki neinn aðita upp í erminni sem getur tryggt áframhald at- vinnureksturs í Bolungarvik. misst atvinnuna þegar Básafell hætti, og þá hafi enginn forsætis- ráðherra birst á Isafirði. Störfum ó Isafirði hafi fækkað um nær 300 á síðustu þremur árum og endur- skoða þyrfti tjárhagsáætlun næsta árs, en t.d. séu útsvarstekjur árs- ins nær 20 milljónum króna lægri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætl- un fyrir árið 2000. Bæjarstjóri segir að því megi hins vegar ekki gleyma að margt jákvætt sé einnig að eiga sér stað á Vestfjörðum, s.s. uppbygging í tölvugeiranum og fý'rírtæki á Isa- firði eins og 3X-StáI og Póls-raf- eindatækni séu að gera það mjög gott og 6000 manna samfélag við norðanverða Vestfirði eigi mikla möguleika. I Ijósi þess séu Vest- firðingar kannski að velta sér of mikið upp úr eymdinni. Ástandið orðið vítáhrlngur Sighvatur Björgvinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar á Vestfjörð- um, segir þingmenn ekki hafa Birna Lárusdóttir: forsendur fjár- hagsáætiana sveitarféiaga hrynja þegar stór hópur fólks fer á at- vinnuleysisskrá. fylgi ákveðið öryggisleysi og því sé fullur áhugi á því að flýta gjörð gjaldþrotsins eins og hægt er. Ef fólk veit að fyritækið gæti farið af stað eftir t.d. tvo mánuði vekur það vonir um að það sé ekki svartnætti í framtíðinni. Nýir eig- endur átti sig þá hugsanlega á því við hvað sé að eiga þegar kemur að væntanlegum kaupum og koma íyrirtækinu af stað. Gjald- þrotið kunni hins vegar að gera verksmiðjuna að rekstrarhæfari einingu, þvi' Ijarmagn þurfi að vera til staðar til að komast af stað. „Við vitum hins vegar að hrá- efnisöflun í rækju er ákaflega erf- ið frá miðjum desember fram í febrúar. Æskilegast væri að það væru heimamenn sem hæfu reksturinn að nýju, því við erum orðin þreytt á því að aðkomu- menn stökkvi frá borði þegar illa hefur gengið og sumir jafnvel far- ið með kvóta með sér,“ segir Ólaf- Úlafur Kristjánsson: Gjaidþrot Nasco-Bolungarvík er endurtekning á því sem hefur gerst í þrígang á tiltölulega fáum árum. GEIRA. GUÐSTEINS- SON SKRIFAR Atvtnnuhrestur á Vestíj örd um að nokkru leyti í staðinn fyrir stóru vertíðarbátana og togarana, sem eru horfnir þar sem trillubát- arnir fyrir vestan hafa aukið afla sinn sjöfalt og getað tryggt hráefni til vinnslu. Ef sú breyting, sem búið er að lögfesta, gengur í gegn, þá fer smábátaútgerðin líka.“ Frá fyrsta samlestri félaga í Leikfélagi Akureyrar á Sniglaveislunni í Sam- komuhúsinu í gær. Fyrsta leikna Sniglaveislan Fyrsti samlestur Leikfélags Ak- ureyrar á Sniglaveislunni eftir Ólaf Jóhann Ólafsson fór fram f gær. Um ræðir nýja leikgerð sem unnin er eftir þessari vinsælu skáldsögu Ólafs Jóhanns, sem kom út árið 1994 og vakti rnikla og verðskuldaða athygli. Verkið fjallar um örlagaríkt kvöld í lífi Gils Thordarsens stórkaupmanns. Gils er þekktur athafnamaður og stórbokki. Hann er ekkjumaður og býr einn í glæsilegu húsi. Arsfjórðungs- lega heldur hann mikla átveislu l’yrir sjálfan sig og sparar þá hvergi veisluföng. Þegar sagan hefst stendur slík veisla fy rir dyr- um og ber þá óvæntan gest að garði. Gils býður honum inn, grunlaus um erindi gestsins. Fljótlega kemur í ljós að gestur- inn er ekki allur þar sem hann er séður, spennan hleðst upp, átök vaxa og uppgjör er óumflýjan- legt. Gunnar Evjólfsson leikur Gils Thordarsen, í öðrum hlutverk- um eru: Sigurþór Albert Heimis- son, Sunna Borg og Hrefna Hallgrímsdóttir. Leikstjóri er Sigurður Sigur- jónsson, leikmvnd og búninga gerir Elín Edda Arnadóttir, lýs- ingu hannar Halldór Örn Ósk- arsson og hljóðmynd Hilmar Örn Hilmarsson. Sýningin er samvinnuverkefni \áð Leikfélag Islands. Frumsýn- ing verður í Samkomuhúsinu á Akureyri þann 26. janúar næst- komandi og verður sýningar- fjöldi takmarkaður. Frá og með miðjum marzmánuði flyst sýn- ingin til Reykjavíkur og verður sýnd í Iðnó. — bþ Þjórsárbnx, raílími- vegir og Reykjavík Vegaframkvæmdum fyrir 800 milljómr frestað á næsta ári. Lendir að mestu á Hiöfuðborgarsvæðinu. Gísli S. Einarssonar alþingis- maður sagði á Alþingi í vikunni að í sumar hefði komið fram að frestun vegaframkvæmda á næsta ári myndi aðallega lenda á höfuðborgarsvæðinu. Þá sagði samgönguráðherra að ekkert lægi fyrir um málið. Við 1. um- ræðu fjárlaga í haust hefði sam- gönguráðherra sagt að við 2. umræðu myndi það liggja fyrir hvaða vcgaframkvæmdum yrði frestað á næsta ári. Nú væri húið að afgreiða fjár- lög og enn hefðu engin gögn borist um hverju á að fresta. Þess vegna spurði Gísli hvaða framkvæmdum ætti að fresta fyrir upphæð sem næmi 800 milljónum og hvort það væri rétt sem heyrist nú að hún lendi næstum öll á höfuðborginni. Skortur á imdirbúniagi Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði rétt að fresta framkvæmdum upp á 800 millj- ónir frá því sem vegaáætlun ger- ir ráð fyrir. Hann sagðist gera ráð fyrir að um yrði að ræða framkvæmdir við svokallaða orku- og iðjuvegi, Þjórsárbrú og síðan framkvæmdir á höfuð- borgarsvæðinu. Hann sagðist myndi leggja fram breytingartillögur við vega- áætlunina þegar hún kemur til kasta þingsins. Sturla sagði alveg ljóst, varð- andi framkvæmdir á höfuðborg- arsvæðinu, að þær væru ekld all- ar jafnvel undirbúnar. Það hafi líka verið að koma í ljós síðustu vikurnar að kostnaður hefur aukist verulega við framkvæmdir eins og færslu Hringbrautar, mislæg gatnaniót við Reykjanes- braut og Breiðholtsbraut. Síðan væru Víkur- og Vesturlandsvegar gatnamótin f skoðun núna vegna breytinga á aðalskipulagi. Allt þetta leiðir til þess að framkvæmdum mun seinka. Þær fara seinna af stað á næsta ári en við höfðum gert ráð fyrir," sagði Sturla. Gísli S. Einarsson sagðist hafa um ]rað öruggar upplýsingar frá Reykjavíkurborg að ekkert skorti upp á undirbúning vegafram- kvæmda í höfuðborginni, eins og borgarstjóri hefur margtekið fram. - S.DÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.