Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 4
28 - LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 X)ggur FRÉTTIR Flugfélag íslands og Samvinnuferðir- Landsýn hafa gert samning um að meðlimir í nokkrum stéttarfélögum fái töluverðan afslátt á fargjöldum innanlands. Stéttarfélög fá afslátt á flugi Allt að 30% afsláttux á fargjöldiun FÍ til stéttar- félagaima. Samningar gengu vel þrátt fyrir að skammt sé síðan að flug- félagið sagði samningnum upp. Flugfélag Islands og Samvinnuferðir Landsýn hafa gert samning uin að meðlimir í nokkrum stéttarfélögum fái töluverðan afslátt á fargjöldum innan- lands. Sem dæmi verður hægt að fljú- ga milli Akureyrar og Reykjavíkur fv'rir innan við 10.000 krónur og lýsir Þrá- inn Hallgrímsson, fulitrúi ASI í samn- ingnum mikilli ánægju með að samn- ingurinn sé í höfn. „Þetta er mjög góður samningur fyr- FRÉTTAVIÐTALIÐ J ir okkar félagsmenn, við erum að tala um mun lægra verð. Annars vegar 1 I- 15% mun á ódýrari verðklössum og hins vegar 20-30% mun á hærri far- gjöldum. Þetta er sérlega hagstæður samningur fyrir þá sem hafa nýtt sér þessi fargjöld og gott að takast skyldi að semja þetta fljótt," segir Þráinn. Gagnkvæmur áviuiiiiigur Flugfélag Islands sagði upp samningn- um við verkalýðsfélögin fyrir skömmu en Þráinn segir að FÍ hafi áttað sig á að um mjög stóran markað væri að ræða. „Þetta er líka markaðsöflun fyrir þá. Eg held að þeirra hagur sé auðsær líkt og okkar af þessu.“ Gera má ráð fyrir að um 100.000 manns muni hafa rétt á afsláttarfar- gjöldunum og gildir samningurinn ekki eingöngu fyrir félagsmenn aðildarfé- laganna heldur einnig fyrir sambýlis- fólk og börn þeirra. Samkvæmt samn- ingum verður fjölskyldufólki veittur sérstakur afsláttur fyrir börn og borga þau hálft barnafargjald. Talið er að 5000-10.000 félagsmenn muni nýta sér þennan samning á næsta ári. Samvinnuferðir sömdu fyrir hönd Alþýðusanibands Islands, Bandalags háskólamanna, Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimannasambands íslands, Sam- bands ísl. bankamanna, Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, Blaða- mannafélags íslands, Kennarasani- bands Islands, Vélstjórafélags Islands, Félags bókagerðarmanna, Verkstjóra- sambands íslands, Lyfjafræðingafélags Islands, Félags tanntækna og aðstoðar- fólks tannlækna, Félags íslenskra stjórnunarstarfsmanna á Keflavíkur- flugvelli ogLandssambands aldraðra. - BÞ Arni Johnsen á forsíðu Dags f gær I pottinum ræða menn mitóð samkeppnina milli þeirra Kristjáns Pálssonar og Árna Johnsen sem báðir eru sagðir vilja veita lista flokksins í nýju Suðurkjör- dæmi forustu eftir að kjör- dæmabreytingin hefur gegnið í gegn. Nú síðast voru þeir félagar á öndverðum meiði í Reykjanes- brautarmálinu sem frægt varð. Nú heyra pottverjar að menn hafa almennt tetóð eftir nýjasta útspili Áma sem var með á öllurn myndum af verðlaunaveitingu Ferðamálaráðs. Þaó voru Sunnlendingar sem hrcpptu verðlaunin sem kunnugt er. eigendur Geysisstofu og Vestmanna- eyjabær vegna Stafkirkjunnar. í raun átti Árni þvl ekkert að vera á myndunum en glöggir sjönvarps- áhorfcndur sáu hann smokra sér upp að verð- launahöfunum á réttu augnablitó, enda á hann stóran þátt í hingaðkomu Staftórkjunnar. Og bingó! Árni var þarna skyndilega orðinn einn af verölaunahöfunum og baðaði sig í sviösljósinu - og í pottinum segja menn að þarna hafi Árni skor- að eitt stig á KristjánL. í heita potíinum á ÁkurejTi vom menn að ræða mál Ako-plastos og lýsa áhyggjum yiir framvindu inála. Eins og lesa iná f Degi í gær, liggur fyrir að skrifstofufólkinu á Akureyri veröur sagt upp og er markaðsdeildin í Reykjavík undir hnífnum ein- nig. Þetta gcrist skömmu eftir yfirtöku Plast- prents á fýrirtætónu, en cngin önnur leið er talin hafa verið fær til aö bjarga rckstri Ako-plastos. Hiris vegar bentu sannleikselskandi pottverjar á að ranglega hefði verið farið með í Degi í gær þeg- ar staöhæft var að Ako hefði keypt Plastos í Garða- bæ fyrir ári. Hiö rétta er að tvö ár eru síðan eii eigi að síöur er skammt stórra högga á milli... Sjómcnn scm voru að ræöa niðurskurð þorsk- kvóta Evrópusambandsins í gær sögöu það smart hjá þessum mitóa risa að ráða sem sjávarútvegs- stjóra sambandsins mann sem heitir Fischler. Sögðu þeir slfkt nafriaval varla hafa sést síðan loð- dýraráöunautur hcr á íslandi var Sigurjón Blá- fcld... v_ Hver dagur er skemmd Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautaslwla Garóabæjar ogformaður Skólameist- arafélags íslands Vonir bundnar við sáttajundi um og eftirhelgi. Útskriftar- nemarí uppnámi. Eriendar skólavistiríhættu. Undrast tómlæti þjóðfélagsins. - Bi'iast menn i’ið að samningar takist d næstunni í kennaraverkfallinu? „Það er aldrei að vita. Menn eru að ræða málin og n.k. mánudag á að ræða tillöguna frá Verslunarskólanum. Þannig að menn vona að það geti eitthvað gerst um og eftir helgina og samninganefndirnar nái ein- hverjum árangri. I það minnsta halda menn í þá von." - Finnst uó þér uð tillaga þeirru geti liðk- aðfyrir samningum? „Já, ntér finnst það. Þetta opnar svona nýja leið og ég vænti mikils að það komi eitt- hvað út úr því. Meðal annars sjá menn kosti í því að færa ylirvinnuna yfir í dagvinnuna og einfalda þessa flóknu samninga sem voru." - Bitnar þetta illa d þeini seni dttu að útskrifast fyrir jól? „Það áttu um 50-60 nemendur að útskrif- ast sl. miðvikudag. Það versta í þessu er að allar áætlanir þeirra eru í uppnámi. Þarna voru t.d. nemendur sem voru búnir að tryg- gja sér skólavist m.a. við erlenda háskóla í Bandaríkjunum. Síðan verður það hara að bíða. Eg veit ekki hvort þeir verða af þessum skólum eða hvort eitthvað annað kemur í staðinn. Þannig að þetta er mikið mál fyrir unglínga sem eru að gera einhver framtíð- arplön og verða fyrir röskun." - Verður erfitt jjrir skólana að taka við nýnemum næsia haust ef .ekki semst inn- an ttðar? „Það blasir við. Það sem menn eru að hugsa unt núna er t.d. að ef nemendur taka ákvörðun um að hætta, fara að vinna og ætla sér að koma aftur næsta haust, þá verða náttúrulega þrengsli. Það gefur auga leið. Ef deilan leysist fljótlegá fer maður að sjá stöðuna betur og þá er hægt að kalla nemendur inn." - Það er ekki biiið að afskrifa lmustönn- hm, eða livað? „Nei. Mcnn vilja taka upp jtráðinn strax og hægt er. Byrja með kennslu og Ijúka svo með prófum. Hefja síðan vorönnina strax með krafti. Það yrði eitthvað svoleiðis. Þetta er hins vegar allt háð Jtví hvenær deilan leysist. Hver dagur er skentmd hjá einhverj- um hópi nemenda og menn eru að gefast upp. Það er það versta í þessu. Þá gengur hver dagur á vorönnina og því er þetta allt saman í uppnámi." - Óttast nienn ekki að kentutrar séu búnir að rdða sig í önnur slörfog skili sér þvt' illa aftur t' skólutut? „Það verður nú eitthvað um það. Það bar eitthvað á því í fyrri verkföllum og gctur því gerst aftur núna. Við höfum haft spurnir af því.að menn vilji leita annað og séu orðnir þreyttir á þessu ástandi og þessari stöðugu baráttu fyrir mannsæmandi Iaunum." - Kemur cí óvart hversu li'till þrýstingur virðist verct d lattsn deilunnar i þjóðfélcig- inu? „Já, það kemur mér á óvart og m.a. hver- su lítið hefur heyrst frá foreldrum nemenda og tómlætið í samfélaginu. Eg er dálítið hissa og hef enga skýringu á því nema ef’ vera skvldi að efnishyggjan sé orðin svo yfir- gengileg. Eg segi kannski ekki að gamla máltækið að „bókvitið verði ekki í askana látið" sé aftur í fullu gildi. Það er eins og menn telji að það sé bara allt í lagi að ung- lingar fari að vinna og annaö og hafa ekki þungar áhyggjur af því. Menn höfðu hins vegar meiri áhyggjur af því að ekki yrði boð- ið uppá jólahlaðborð vegna verkfallsboðun- ar hjá Matvís. Annars vcit ég það ekki. Það er engu að síður minni umræða um þetta mál en mörg önnur jtótt um 20 þúsund unglingar séu nánast á götunni." - Segir þelta eitthvað um stöðu fram- haldsskólans? „Ég held bara alls skólakerfisins." - GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.