Dagur - 16.12.2000, Qupperneq 5

Dagur - 16.12.2000, Qupperneq 5
LAVGARDAGVR 2 9. DF.SEMBER 2000 - 29 D&jur- FRETTIR Sammna synjað Viðskiptaráðherra: Vonast eftir annarri niðurstöðu en dreg ekki niðurstöðu Sam- keppnisráðs í efa. Löðrungur, kjafts- högg og magalending íyrir rikisstjómina sagði stjómarand- staðan. Alþingi var kallað saman til fundar klukkan 16.00 í gær eftir að fundi hafði verið frestað um hádegisbilið. Á síðdegisfundin- um tilkynnti Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra að Sam- keppnisráð hefði hafnað ósk hennar og ríkisstjórnarinnar um að sameina Landsbanka og Bún- aðarhanka vegna þess að það leiði til of mikillar samþjöppunar og markaðsráðandi stöðu á til- teknum mörkuðum. Það eru markaðir fyrir innlán, útlán, greiðslumiðlunarmarkaði og markaðir fyrir verðbréf og gjaldeyrisviðskipti. Samkeppnis- ráð kemst að þeirri niðurstöðu að samruninn hafi skaðleg áhrif á samkeppni og brjóti í bága við 18. grein samkeppnislaga. Valgerður sagist fagna því að niöurstaða væri fengin. Hún sagðist hafa talið að samruni þessara banka væri besta leiðin til að stuðla að hagræðingu á fjármálamarkaðnum. „Hins vegar hafði ég efasemd- ir um samkeppnisþátt málsins og kaus því að leggja til við ríkis- stjórn að fenginn yrði forúr- skurður Samkeppnisráðs í stað þess að ganga til sameiningar og fá úrskurð Samkeppnisráðs eft- irá. Það var rétt leið,“ sagði Val- gerður. Hún sagðist hafa vonast eftir annarri niðurstöðu en að hún muni ekki draga niðurstöðu Samkeppnis- ráðs í efa. Næstu skref ríkisstjórnar- innar verða að sögn Valgerðar að leggja fram frumvarp á vor- þinginu um heimild til að selja hlut ríkis- ins í Lands- banka og Bún- aðarbanka. Kjaftshögg eða löðrung- u r „Eg veit ekki hvort réttara er að kalla niður- stöðu Sam- keppnisráðs kjaftshögg eða rokna löðrung á ríkisstjórnina, ekki er það rninna,1' sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður VG í umræðunum í gær. Stjórnarandstaðan talaði mjög í þessum tón. Hún hældi og þakkaði Samkeppsnisráði fyrir framniistöðuna og fyrir að láta þrýsting frá ríkisstjórninni ekki buga sig. Niðurstaðan væri sigur fyrir Iýðræðið og þjóðina í land- inu. Jóhanna Sigurðardóttir sagði niðurstöðuna magalendingu fyr- ir ríkisstjórnina og að Davíð Oddsson hefði með henni fengið sína lexíu. Hún sagði það hins vegar alvarlega staðreynd að virði bankanna tveggja hefði rýrnað um á annan tug milljarða króna. „Það sem hér gerðist er mikill ósigur fý'rir ríkisstjórnina. Þetta er ósigur fyrir viðskiptasráð- herra. Þetta er hins vega sigur fyrir neytendur f landinu, fyrir lýðræðið í landinu og ekki síst fyrir Samkeppnisráð, sem lét ekki kúga sig. Þetta er hins vegar feigðarflan sem er ósigur fyrir skattborgarana í landinu vegna þess að ríkisbankarnir hafa hríð- fallið í verði við þetta. Eg dreg forsætisráðherra og viðskiptaráð- herra til ábyrgðar fý'rir það að hafa rýrt eigur skattborgaranna svo milljörðum skiptir," sagði Ossur Skarphéðinsson og bætti því við að Samfylkingin hefði sagt þessi úrslit fý'rir en á það hefði ekki veriö hlustað. Stjórnarsinnar höfnuðu því al- farið að um ósigur fyrir rfkis- stjórnina væri að ræða. Hún hefði farið hárrétt að í inálinu, lagt fram spurningar og fengið svör. Svo einfalt væri það nú. Íslandsbanka-BBA færð einokun Sverrir Hermannsson sagði að niðurstaðan kæmi sér á óvart og að rangt hefði verið farið að í þessu máli. Nú bæri að hraða sölu á hlut ríkis- ins í bönkunum. Fyrri ræða for- sætisráðherra fór að mestu í það eitt að skattyrðast við Samfylking- una. Hann sagði hins vegar að rík- isstjórnin hefði getað farið öðru vísi að í málinu. Hún hefði getað sett sérstök lög um sameining- una og komist þannig fram hjá Samkeppnis- stofnun og hún hefði getað sam- einað fyrst og látið síðan Sam- keppnisráð fjalla um málið. En það hefði ekki verið gert og því væri hér ekki um neinn ósigur fyrir ríkisstjórnina að ræða. Hann sagði í síðari ræðunni að Samkeppnisráð hefði með úr- skurði sínum fært Islandsbanka- FBA þá stöðu að vera ekki með neina samkeppni á markaðnum. Tímamótaúrskurður Halldór Ásgrímsson sagði að þetta væri tímamótaúrskuröur og þess vegna ættu menn að taka sér góðan tíma til þess að ákveða næstu skref í málinu. Hann sagði okkur í vanda stödd þegar Valgerdur Sverrisdóttir tilkynnir tíðindin á þingi í gær. mynd: hari staðið væri frammi fyrir stöðu eins og þessari. Annars vegar hvort hugsa ætti fý'rst og fremst um eigur ríkissjóðs og fá sem mest fyrir þær eða hvort hugsa ætti fyrst og fremst um sam- keppnisskilyrðin í samfélaginu. Geir LI. Haarde sagði niður- stöðuna engan áfellisdóm fyrir ríkisstjórnina. Nú væru næstu skref að undirbúa frumvarp sem lagt \TÖi fram á vorþinginu um að selja bankana. Sighvatur Björgvinsson sagði að forsætisráðherra mætti ekki vera svona reiður út af niður- stöðu málsins. Nú bæri mönn- um að stíga varlega til jarðar, bankasameiningin væri endan- lega úr sögunni en gera þyrfti ráðstafanir gegn fákeppni á bankamarkaði. Skammaði Samkeppnisráð Vilhjálmur Egilsson sagði niður- stöðuna engan áfellisdóm fý'rir ríkisstjórnina en hann gagnrýndi Samkeppnisráð harðlega fyrir úrskurðinn. Hann sagði úrskurð- inn óvandaðan og að hann væri áfall fýxir Qármálamarkaðinn í landinu. Hann sagði að það væri eins og „þessir menn þekki ekki debetkort," sagði Vilhjálmur. Hann las síðan upp úr úrskurði Samkeppnisráðs og gagnrýndi hvert paragrafið á fætur öðru. Fyrir þetta var hann skammað- ur meðal annars af Lúðvík Berg- vinssyni og Steingrími J. Sigfús- syni. Menn voru sammála um að nú þyrftu þingmenn og ráðherra að leggjast yfir úrskurð Sam- keppnisráðs, sem er um hundrað blaðsfður, og skoða málin í róleg- heitum. - S.DÓR Skynsamlegt að hafna samnma Heillaskref að mati SÍB að Samkeppnis- ráð hafnaði banka- samninanum. Hlut- hafar hefðu grætt en neytendur ekki. Fram- gangan liggur undir ámæli. Starfsmenn hunsaðir í málinu. Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra banka- manna, segir að það hafi ekki komið honum á óvart að Sam- keppnisráð hafi hafnað samruna Landsbankans og Búnaðarbanka. „Ég var einn örfárra sem hef alltaf haldið fram að þetta samræmdist ekki samkeppnislögum og eins var ég efins um að þetta væri vit- urlegt skref," segir Friðbert. Niðurstaða Samkeppnisráðs kom hins vegar mörgum á óvart í gær og telur stjórnarandstaðan að ríkisstjórnin hafi með viðskipta- ráðherra í forgrunni gengið of hart fram í málinu. Friðbert er ekki heidur hrifinn af aðferða- fræðinni sem viðhöfð var. Hann átelur sent dæmi að ekki skvldi Friðbert Traustason, formaður SÍB: Við vorum hunsuð í málinu. hafa verið gefin út yfirlýsing í upphafi ferilsins, þar sem starfs- menn fengju eitthvað áþreifan- legt í hendur. Venjan sé t.d. á hin- um Norðurlöndunum að gefa út slíka yfirlýsingu, þar sem segi að ekki verði gripið til uppsagna starfsfólks ef af samruna verði heldur gefin 2-3 ár til að ná fram hagræðingu og fækkun starfs- manna. „Ef þetta hefði verið gert, hefði andinn orðið allur annar og betri og ég verð að segja að hvað varð- ar aðkomu stéttarfélagsins, sem fer lögum samkvæmt með kaup og kjör starfsmanna í bönkunum, má segja að við höfum verið hunsuð. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að reyna ekki með öllum tiltækum aðferðum að hafa starfsmennina og samtök þeirra með í ráðum," segir Friðbert. Ekki lækkað vexti Markmiðið með sameiningunni hafa jafnframt verið umdeild og Friðbert sldpar sér í hóp þeirra sem eru efins um að áætlanir við- skiptaráðherra hefðu náð fram að ganga. Hann telur að bankanir hefðu þurft lengri tíma til að sanna sig á markaði. Skammt sé síðan þeir voru hlutafélagsvæddir og það væri markaðarins að taka ákvarðanir um breytingar. „Eg trúi því ekki að þessi sameining hefði leitt til minnkandi vaxta- munar eða minni kostnaðar. I ná- grannalöndunum benda allar töl- ur til að það gerist ekki við svona samruna. Hagur hluthafanna batnar eitthvað, en ekki nevtend- anna." Ein rökin fyrir sameiningunni voru þau að stóran banka þyrfti til að standast samanburð á alþjóð- legan mælikvarða en Friðbert gef- ur lítið fyrir það. "Eg held hrein- lega að við séum of lítil hér á Is- landi til þcss að gera okkur vonir um að spila einhverja stóra rullu á alþjóðamarlcaði." - BÞ Bankaráð Landsbankans kom saman í gær. Gegn þrðuniiuii I tilkynningu frá bankaráði Landsbankans segir m.a.: „Að mati bankaráðs og banka- stjóra er það verulegt áhyggju- efni ef fjármálafyrirtæki hérlend- is geta ekki náð fram hliðstæðri hagræðingu og orðið hefur í ná- grannalöndum okkar. Slíkt skað- ar samkeppnishæfni íslenska fjármálamarkaðarins og getur veikt íslensk fjármálafyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Islenskir bankar búa nú þegar við harðnandi samkeppni erlend- is frá sem verður að taka tillit til þegar lagt er mat á hvað skuli talin markaðsráðandi staða. I þessu sambandi má minna á að vaxtamunur, sem er helsti tekju- stofn íslenskra banka, hefur far- ið minnkandi hlutfallslega und- anfarin ár.“ Virðtr niðurstððima Bankaráð Búnaðarbanka íslands hefur sent frá séryfirlýsingu f til- efni af niðurstöðu samkeppnis- ráðs. I yfirlýsingunni segir: „Búnaðarbanki íslands hf. virðir niðurstöðu samkeppnisráðs og mun áfram vinna að eflingu bankans á öllum sviðum og leita leiða til lækkunar á kostnaði við þjónustu bankans. Bankaráð og bankastjórar hafa einnig f dag þakkað starfsfólki bankans fvrir þá þolinmæði sem það hefur sýnt síðustu vikur rneðan beðið hefur verið niður- stöðu samkeppnisráðs."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.