Dagur - 04.01.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGVR 4. JANÚAR 2001 - S
FRÉTTIR
Orð Kristins vekia
ðlgu hj á starfsfóÚd
Starfsfólk Byggðastofnunar vill ekki á Krókinn þrátt fyrir ad illa gangi að fá
aðra vinnu. Orð Kristins H. Gunnarssonar vekja reiði.
Starfsmenn Byggða-
stofminar segja að
ein opinber stofnun
hafi haft samhand og
hoðið starf við síma-
vörslu. Þeim var
aldrei hoðið starfhjá
fj ármálafyrirtækinu
Kaupþingi.
Aðeins einn starfsmaður á nú-
verandi aðalskrifstofu stofnunar-
innar í Reykjavík ætlar að flytja
með stofnuninni til Sauðárkróks
á þessu ári, aðrir hætta störfum
hjá Byggðastofnun. Gerður hef-
ur verið starfslokasamningur við
suma en flestum var einfaldlega
sagt upp störfum.
Kristinn H. Gunnarsson, al-
þingismaður og formaður stjórn-
ar Byggðastofnunar, sagði fyrir
áramót að reynt hefði verið að
hlutast til um það að starfsmenn
Byggðastofnunar féngju önnur
störf, m.a. með því að láta vita af
lausum, opinherum störfum.
Boð hafi komið frá einni ríkis-
stofnun um störf en starfsfólk
Byggðastofnunar hafi afþakkað
boðið. Einnig hafi fjármálastofn-
un óskað eftir fólki sem hefði
svipaðan hakgrunn og starfs-
menn Byggðastofnunar, en því
tilhoði hafi einnig verið hafnað
af starfsfólkinu. Kristinn sagðist
hafa orðið verulega hissa á því.
Vekur reiði
Þessi orð hafa vakið reiði hjá
starfsmönnum. Þeir vilja ekki
korna fram undir nafni, en einn
starfsmanna sem rætt var við í
gær sagði mikla ólgu meðal
þeirra vegna orða stjórnarfor-
mannsins. Sannleikurinn væri sá
að ein opinber stofnun hefði
haft samband og boðið starf við
símavörslu. Það væri ekki það
starf sem starfsmenn Byggða-
stofnunar hefði unnið við gegn-
um árin og auk þess bæri fólk
mun lægri laun úr bítum við að
svara í síma. Að sögn starfs-
manna Byggðastofnunar var
þeim aldrei boðið starf hjá fjár-
málafyrirtækinu Kaupþingi,
heldur var það látið herast til
þeirra að þar vantaði fólk í skrán-
ingu. Elsti starfsmaðurinn, for-
stjórinn, væri fertugur, og því
ætti fólk um fimmtugt, eins og á
Byggðastofnun, enga möguleika
á að fá þar atvinnu við sitt hæfi.
Einn starfsmanna Byggða-
stofnunar hefur sótt um starf á 9
stöðum, fengið afsvar á 7 stöð-
um en ekki fengið svar á tveimur
stöðum. Auk þess mætti starfs-
maðurinn í \iðtal hjá fjármála-
stofnun, en fékk aldrei svar. Eins
og staðan er í dag verða starfs-
menn aðalskrifstofu Byggða-
stofnunar í Reykjavík atvinnu-
lausir I. júní nk. þegar stofnun-
in llytur til Sauðárkróks, utan
þess eina sem flytur til Sauðár-
króks. - CG
Samiagsstjóraiaust hjá KEA.
Enn vantar
stjóra
Enn hefur enginn verið ráðinn í
starf framkvæmdastjóra Norður-
mjólkur, fvrirtækis sem varð til
við samruna mjólkursamlag-
anna á Akureyri og Húsavík í lok
nóvembermánaðar 2000.
Tryggvi Þór Haraldsson, stjórn-
armaður í Norðurmjólk og ein-
nig KEA, segir að frá því verði
vonandi gengið á næstunni.
Stjórn Norðurmjólkur fól stjórn-
arformanni, Eiríki S. Jóhanns-
syni, kaupfélagsstjóra, og vara-
formanni stjórnar, Hauki Hall-
dórssyni, að ræða við tiltekna
aðila um að taka starfið að scr.
Bændur eiga aðild að Norður-
mjólk gengum félag sem heitir
Granir, og er gert ráð fyrir því að
sögn Tryggva Þórs að ailir eða
allflestir bændur á félagssvæð-
inu verði með. Hlutfall eignar-
aðildar þeirra að Norðurmjólk
ræðst af fjölda þeirra og mjólk-
urinnleggi. - GG
Flugvallarkostir
ákveðnir 9. janúar
Borgarráði er ætlað að fjalla um
framtíð innanlandsflugvallar á
höfuðborgarsvæðinu þann 9,
janúar og um leið ákveða hvenær
borgarhúum verður gefinn kost-
ur á að kjósa um leiðir - og þá
hvaða leiðir. Á fundi borgarráðs
verður m.a. fjallað um niðurstöð-
ur þeirra 3ja ráðgjafarf\'rirtækja
sem samið var við um athugun á
breyttu flugvallarstæði; Línu-
hönnun, Ramböll í Danmörku
og Airport Research Center í
Köln, sem unnu saman að mál-
inu. Samkvæmt bréfi borgar-
verkfræðings til borgarráðs verða
jafnframt lagðar fram aðrar til-
lögur sem fram hafa komið, m.a.
ný tillaga sem gengur út á nýja
AV aðalbraut á fyllingu í Skerja-
firði, auk þess sem farið vcrði yfir
eldri hugmyndir að flugvelli á
Löngufjörum.
Á hundavaði yfir Löngusker
Á fundinum verða sýndir yfirlits-
uppdrættir, frumkostnaðaráætl-
anir og Ileira. Og fjallað um
landrými fyrir flugvöll og það
byggingarland sem kann að losna
vegna hvers valkosts um sig.
Umfjöllun um tillögur annarra
en áðurnefndra ráðgjafa verður
þó ekki eins ítarleg að sögn borg-
arverkfræðings, heldur leitast við
að meta hclstu kosti þeirra og
kostnað við þá í grófum dráttum.
Dönsku ráðgjafarnir unnu tillög-
ur að breyttu skipulagi í þrem til-
brigðum. Þeir þýsku gerðu forat-
hugun á flugvelli vestan Hafnar-
fjarðar. Og Línuhönnun sinnti
sérstaklega almennum forsend-
um m.a. veðurfarslegum, m.v.
aðstæður hér á svæðinu. -HEI
Giftar betri á
svæðinu sem fæddar voru árið
Geðheilsa einhleypra miðaldra
kvenna er mun slakari en þeirra
sem eru giftar (31% á móti 14%),
samkvæmt rannsókn sem gerð
var af Kristni Tómassyni lækni
hjá Vinnueftirliti ríkisins og fleir-
um og sagt er frá í fylgiriti
Læknablaðsins (40/2000). í um-
ræddri rannsókn könnuðu lækn-
arnir geðheilsu 50 ára með tilliti
til starfa þeirra.
Áhrifakonur rólegri
Ollum konum á höfuðborgar-
1947 (eða af '68 kynslóðinni),
alls nær 960 konum, var sendur
ítarlegur spurningalisti varðandi
félagslcga stöðu, lífsstíl og heilsu-
far, sem yfir 70% þeirra svöruðu.
Sem fyrr segir reyndist geðheilsa
hinna einhleypu mun slakari en
þeirra sem áttu sér eiginmenn.
„Þetta var eins þegar tekið var til-
lit til starfsgreina, hvort sem slíkt
var byggt á sögu um meðhöndlun
eða á þunglyndis- og kvíðaskala.
Að vísu voru konur í stjórnunar-
geði
stöðum með heldur færri kvíða-
einkenni en aðrar konur,“ segir
Kristinn.
...en drekka oftar en aðrar
Á hinn bóginn sagði hann konur í
stjórnunarstöðum sem og há-
skólamenntaðar konur hafa meiri
áhyggjur af vinnu sinni en konur
í öðrum starfsgreinum. Konur í
stjórnunarstöðum hafi líka drukk-
ið oftar áfengi en aðrar, en aftur á
móti fannst ekki munur á tóbaks-
notkun milli hópanna. - HEI
Fjós brann í Svartáxdal
Gamalt tjós að Stafni í Svartárdal í Austur-Ilúnavatnssýslu brann til
ösku síðdegis í gær. Eldurinn mun hafa kviknað út frá gasi að sögn
lögreglunnar á Blönduósi sem kom á staðinn ásamt slökkviliði hér-
aðsins.
Bóndinn á bænum, Sigursteinn Bjarnason, notaði gasið til þess að
bræða klaka. I gamla fjósinu voru tveir nautgripir og eitthvað af hæn-
um, en þeim tókst að hjarga áður en fjósið hrundi. - GG
Netis og Span sameinast
Tæknifyrirtaekin Netis hf. og Span hf. hafa ákveðið að sameina krafta
sína í uppbyggingu á rafrænum viðskiptavettvangi fyrir íslensk fyrir-
tæki og stofnanir. Fyrirtækin hafa hæði unnið ötullega að þessum
málum undanfarin misseri og forráðamennþeirra telja að saman geti
þau boðið traustar lausnir sem standi undir þeim væntingum sem
gerðar eru til hagkvæmni og öryggis í rafrænum fyrirtækjaviðskipt-
um. I hluthafahópi hins nýja félags eru mörg af öflugustu hátækni-
fyrirtækjum landsins, auk stórra rekstrarvörukaupenda.
Samskip taka við Herjólfi
Samskip tóku við
rekstri Herjólfs um
áramótin og var
fyrsta ferðin undir-
merkjum fyrirtæk-
isins farin í lyrra-
dag. Guðjón Hjör-
leifsson, bæjar-
stjóri í Vestmanna-
eyjum, losaði land-
festar í fyrstu ferð-
inni til Þorláks-
hafnar en þegar
þangað kom, tóku
fulltrúar Samskipa
á móti skipinu.
Herjólfur verður
rekinn undir
merkjum Land-
flutninga Samskipa
og hefur áhöfn-
skipsins verið end-
urráðin. - Bt>
Á myndinni eru Guðrún Gísladóttir deildarstjóri
innanlandsdeildar, Pálmar Óli Magnússon fram-
kvæmdastjóri og Knútur Hauksson aðstoðarfor-
stjóri Samskipa.