Dagur - 17.01.2001, Blaðsíða 4
4 - MIÐVIKUDAGU R 17. JANÚAR 2001
Ð^ur
FRÉTTIR
Leiga tveggja herbergja íbúðar þarfað hækka um 16.300 kr. á mánuði við vaxtahækkun úr 1% upp í 4,9%, en um 7.800 kr. á
mánuði hafi vextirnir verið 3,2% fyrir hækkunina.
„Ráðimeytisleiga“
53.000 á mánuði
Leiga 2ja herbergja 60
fermetra íbúðar þarí að
vera 52.700 kr. á mánuði
skv. útreikningum í
Félagsmálaráðuneyti.
Leiga tveggja herbergja íbúðar þarf að
hækka um 16.300 kr. á mánuði við
vaxtahækkun úr 1% upp í 4,9%, en um
7.800 kr. á mánuði hafi vextirnir verið
3,2% fyrir hækkunina. Þessa útreikn-
inga er að finna í riti frá Félagsmála-
ráðuneytinu um húsnæðismál frá apríl
2000. Þar er komust menn að þeirri
niðurstöðu að 2ja herbergja íbúð, sem
kostar tæpar 7,7 milljónir, þurfi að
Ieigja fyrir 52.700 kr. á mánuði til að
standa undir kostnaði, miðað við 4,9%
vexti í stað 36.400 kr., miðað við 1%
vexti. Til að jafna þennan mun með
stofnstyrk, það er niðurgreiðslu á bygg-
ingakostnaði, þyrfti hann að vera um
þrjár milljónir króna.
67.000 kr. á almeraium markaði
A almennum markaði þyrfti leiga sömu
íbúðar því að hæklía í allt að 67.000
FRÉTTAVIÐTALIÐ
krónur til að standa þar á ofan undir
fjármagnstekjuskatti af leigunni og
eignaskatti, ætti eigandinn íbúðina
skuldlausa, - þar af færi hátt í þriðj-
ungur síðan í skatta til ríkisins, þar af
tæpar 15 þús. kr., auk fasteigna- og
brunabótaiðgjöld.
Um 8,3% íbúðaverðsins á ári
Athygliverðir útreikningar, meðal ann-
ars um áhrif og samspil mismunandi
vaxta, hugsanlegra stofnstyrkja og
mögulegra húsaleigubóta, voru gerðir í
Félagsmálaráðuneytinu í tengslum við
störf nefndar sem falin var úttekt á
Ieigumarkaðnum. Forsendur í dæminu
eru 60 fermetra íbúð, 2ja herbergja,
sem mátti að hámarki kosta 7.650
þús.kr.
Viðhald var áætlað 2% á ári, fast-
eignagjöldin 0,9% og vextir af 10%
framlagi framkvæmdaaðila rúm 0,5%
af íbúðaverðinu. Þetta þrennt þýddi
um 21.800 krónur í húsaleigu á mán-
uði. Heildarleigan veltur síðan fyrst og
fremst á vöxtunum af 90% láninu. Við
aðeins 1% vexti bættust við 14.600 kr.
á mánuði, við 3,3% vexti 23.150 kr. og
færu vextirnir í 4,9%, eins og gerðu
núna um áramótin, fer upphæðin í
rúmlega 30.900 krónur - og þar með
leigan öll í nær 52.700 krónur á mán-
uði sem lýrr segir. Arsleigan er þá rúm-
ar 632 þús.kr., nær 200.000 kr. hærri
en við 1% vexti, eða sem svarar 8,3%
íbúðarverðsins á ári.
Um 8 milljóna munur á 40 árum
Þegar áhrif 18.750 kr. húsaleigubóta,
sem eru I i.560 kr. eftir skatt, eru tek-
in með í dæmið er nettóleiga íbúðar-
innar 24.800 krónur miðað við 1%
vexti, sem við 4,9% vexti hækkar upp í
41.100 krónur - eða um 66%. Þetta
þýðir nær 8 milljóna mun á 40 árum.
Þótt ríkissjóður legði fram 2ja milljóna
stofnstyrk við byggingu íbúðarinnar
mættu vextirnir aðeins hækka f 3,9%
til að leigan héldist sú sama og með
1% vöxtum án styrks. En með 4,9%
vöxtum verður Ieigan 30.000 krónur á
mánuði þrátt fyrir tveggja milljóna
styrkinn. Allt eru þetta glögg dæmi um
hve gífurleg áhrif hvert vaxtaprósent
hefur á greiðslubyrði lána og leigu.
Auðvitað einnig um hvað það kostar
ríkið að taka lán á 5-6% vöxtum og
endurlána á l-3%vöxtum. - HEl
Þórunn
Valdimars-
dóttir.
Skammt er í að dóm-
nefnd bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs
taki ákvörðun um hver
liljóti þessi cftirsóttustu
norrænu verðlaun í ár, en það cr
vcnjulega tilkynnt í hyrjun febrú-
ar. Það hefur ekki farið fram lijá
pottverjum að frændur okkar
Norðinenn fara mikinn í fjölmiðl-
um þessa dagana og telja liggja við
samnorrænu hneyksli ef þeirra
maður verði ekki hinn útvaldi í ár.
Þar er um að ræða Jan Kjærstad og þá fyrir skáld-
sögu sem lieitir Oppdageren og kom út árið
1999. Hann hcfur að sögn norskra blaða mikinn
stuðning bókmcnntafólks í Danmörku og Sví-
jijóð. íslensku tilnefningaraar sem nú koma til
álita hjá norrænu dómnefndinni cru Stúlka með
fingur eftir Þórunni Valdimarsdóttur og Sumariö
hakvið hrckkuna cftir Jón Kalman Stcfánsson...
1 heita pottinum á Akureyri hafa
menn rætt þaö nokkuö hver komi
til með að taka við scm fréttamað-
ur Stöðvar 2 á Norðurlandi, en sem
kunnugt er mun Óskar Þór Hall-
dórsson hætta því starfi fljótlega
og fara að snúa sér að PR störfum
hjá upplýsingafyrirtækinu Athygli. Tvær kenn-
ingar hafa einkum heyrst. Annars vegar er að það
muni koma maður af fréttastofunni í Reykjavík
norður til að taka við starfinu. Hins vcgar að gerð-
ur verói samstarfssamningur við Aksjón, staó-
hundna sjónvarpið á Akureyri, um að sinna frétta-
þjónustu fyrir Stöð 2 á Norðurlandi. Aksjón er
með tvo frétta- og dagskrárgerðarmenn í fullu
starfi, þá Þráin Brjánsson og Ilarald Ingólfsson...
í heita pottinum kom ákvörðun Sighvats Björg-
vinssonar uin að hætta í pólitík ekki á óvart, en
Sighvatur hefur sem kunnugt er sótt um starf for-
stjóra Þróunarsamvinnustofnunar. Baráttufélag-
ar hans úr Alþýðuflokknum eru allir horfnir á vit
cmbættismennskunnar og Sighvatur orðinn síö-
asti móhikaninn eða síðasti pólitíkusinn - Eiður
Guöna, Karl Steinar, Jón Sigurðsson, Jón Baldvin,
allir orðnir embættisinenn...
Úskar Þór
Halldórsson.
Sjöfn Sigurgísla-
dóttir
forstöðumaðurheilbrigðissviðs hjá
Hollustuvemd ríkisins.
Fleirí ogfleirí virðastsnð-
ganga nautakjötþessa dag-
ana til að tryggja siggegn
smiti afkúaríðu.
Eftirlitskerfið margflókið
- Dctgur varð vitni að þvt' úti í búð að irntð-
ttr henti pylsupakka aflur t liæliborðið eft-
ir að lesa innihaldslýsinguna þar setn
fram hom nautahjöi. Er kúariðuhræðslan
kutinski að gatiga út í öfgar?
„Vonandi er óþarft að óttast íslenskar
pylsur. OII matvara getur svo sem verið
stórhættuleg ef út í það er farið, en þetta er
ámóta og komið hefur upp með alifugla
öðru hverju."
- En er ekki fullt af öðru innfluttu
tiautakjöti í búðum; hrátt i spægipylsum
og siðan i pissutn, fylltu pasta, kjötkrafti
ogfleiru?
„Það eru önnur lög sem gilda um þessar
vörur heldur en innflutning á kjöti. Eftirlits-
kerfið hjá okkur er margflókið og vefst víst
fyrir ýmsum. Samkvæmt lögum og reglu-
gerðum heyrir innflutningur á kjöti undir
yfirdýralækni, á fiski undir Fiskistofu en eft-
irlit með öllum öðrum matvælum, m.a.
þeim unnu vörum sem þú nefndir, hér hjá
okkur. Heilbrigðiseftirlitið fer svo með aílt
dreifingareftirlitið, á öllum þessum vörum í
verslunum og víðar.
„Um þessar unnu vörur gilda sam-evr-
ópskar reglur, um hvað megi fara í slíkar
vörur og hvernig þær skuli meðhöndla, al-
veg eins og hér á landi. Við fórum þess
vegna í að gera úttekt á þessu s.l. haust, al-
veg ótengt þessu írska kjöti. Og í framhaldi
af því að krefja innflytjendur um uppruna-
vottorð, til að gera okkur grein fvrir hvað cr
í þessum vörum, hver framleiddi þær og aö
tryggt sé að þær séu í lagi. Við hlýðum auð-
vitað Evrópureglunum, en ef við getum sýnt
fram á að heilsu fólks geti stafað hætta af
vörum sem eru á markaðnum þá höfum við
lögin með okkur og getum þess vegna inn-
kallað hana.“
- Hvað getur almenningur gert til að var-
ast innflutt nautakjöt?
„Lesið innihaldslýsingar á matvælum. Sé
nautakjöt þar á meðal verður fólk bara að
meta það sjálft hvort það telur hættulegt að
neita þeirra.“
- Eflir aðfylgjast tneð hvernig staðið er að
útrýmingu kindariðu hér á lattdi, þar sem
hundraða kinda hjörð er útrýmt og allt
brennt og grafið finnist ein riðurolla er þá
ekki tortryggilegt að erlendis virðist talið
nóg að slátra bara elstu gripunum til að
útrýtna kúariðu?
„Þetta er í sjálfu sér dýralæknaspursmál
sem ég hef ekki tekiö afstöðu til. En við vilj-
um tryggja það að matvæli séu f lagi hér á
iandi og vinna að því að allt sé í lagi með
þessi innfluttu matvæli."
- Kom írska kjötið hingað án vilundar
Hollustuveriidar?
,„Já, það var yfirdýralæknir alfarið. Nema
að það er sett hér á markað með því skilyrði
að farið sé eftir settum reglum um merking-
ar.“
- Getur eklii hugsast að einhverjir (s-
lenskir framleiðendur, t.d. pissugerðar-
menn, hafiflutt inn ódýrl nautakjöt í sín-
ar „íslettsku“ fratnleiðsluvörur, þótl það
hafi ekki komist (fréttimar eins og það
írska?
- Það er hugsanlegt. En það væri þá allt
með Ieyfi og vottorðum frá yfirdýralækni ef
svo væri og hann ætti að gera svarað fyrir
það. Allt sem heitir tilbúin matvara á að
vera merkt samkvæmt áðurnefnum Evr-
ópureglum sem eru yfirfærðar til Islands.
Og þar þarf alltaf að koma fram hver er
framleiðslu- og dreifingaraðili.“
- En þarf nokliuð að kotnafratn hvaðan
nautakjötið er upprunnið?
„Nei, það er einmitt það sem menn eru að
vekja athygli á og veldur vandamálum, að
nautakjötið á pissum getur komið hvaðan
sem er úr Evrópu, af því það er frítt flæði
innan Evrópu." - Fjölgar fólki sem leit-
ar til ykkar?
„Það er alltaf mikið hringt. En fólk getur
Iíka fundið ýmsar upplýsingar á matvæla-
sviði heimasíðunnar okkar.“ - HEI