Dagur - 17.01.2001, Page 6
6 - MIDVIKUDAGV R 17. JANÚAR 2001
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elIas snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði
Lausasöluverð: iso kr. OG 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýs/ngadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Sfmar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i615 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir.
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Mikíar fylgissveifLiir
í fyrsta lagi
Niðurstöður skoðanakönnunar sem DV gerði fyrir helgina sýna
miklar fylgissveiflur frá ríkisstjórnarflokkunum til Samfylkingar-
innar og VG. Sérstaka athygli vekur að óánægja kjósenda bitnar
nú í fyrsta sinn í langan tíma líka á Sjálfstæðisflokknum, en fylgi
hans hrapar úr 44.2 prósentum atkvæða í síðustu könnun í 37.4
prósent nú. Ekki er að efa að þar geldur flokkurinn furðulegrar
íramkomu forsætisráðherra í garð Oryrkjabandalagsins í kjölfar
dóms Hæstaréttar. Þótt forsætisráðherra komist upp með að vera
einræðisherra í eigin flokki, er verulegur hluti kjósenda ekki
reiðubúinn að líða honum hvað sem er.
í öðru lagi
Önnur merkileg niðurstaða skoðanakönnunar DV er að Sam-
fylkingin tekur forystu fyrir stjórnarandstöðunni og mælist
með 27 prósenta fylgi, en VG fær 24.1 prósent atkvæða. Sam-
anlagt eru þessir tveir flokkar með meirihluta fylgis í könnun-
inni, en það eru mikil umskipti. Þótt mikil fylgisaukning Sam-
fylkingarinnar skýrist vafalaust að hluta til af óánægju með
viðbrögð ríkisstjórnarinnar við öryrkjadómi Hæstaréttar, kem-
ur þar líka til árangur af skeleggri og hvassri stjórnarandstöðu
Össurar Skarphéðinssonar að undanförnu. Hann hefur síð-
ustu mánuðina tekist af fullri hörku á við forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins, bæði á þingi og í fjölmiðlum, og haft betur.
Það er farið að skila sér í auknu fylgi Samfylkingarinnar.
í þriöja lagi
Fylgi Framsóknarflokksins mælist í fyrsta sinn innan við tíu
prósent. Það hlýtur að valda forystumönnum flokksins alvar-
legum áhyggjum þótt enn sé langt til næstu þingkosninga.
Enginn þarf að efast um að undirrót fylgistapsins er vandasöm
sambúð ráðherra Framsóknarflokksins við ofurfrekan for-
mann Sjálfstæðisflokksins. Það telst vafalaust dyggð í stjórnar-
samstarfi að láta allt líta fellt og slétt út á yfirborðinu og í íjöl-
miðlum, er slík staða er áróðurslega séð afar veik fyrir minni
flokkinn, í þessu tilviki Framsóknarflokkinn.
Elías Snæland Jónsson
Hæstaréttarsfysið
Auðvitað hafði Davíð rétt íyrir
sér. Eins og alltaf! Auðvitað var
hæstaréttardómurinn slys.
Hann var auðvitað meiriháttar
pólitfskt umferðarslys. Dómur-
inn hafði til að bera alla eigin-
leika slyss, hann kom eftir að
ÖBÍ hafði keyrt málið áfram af
offorsi og ekki nokkur einasti
maður ríkisstjórnarmegin var
undirbúinn undir að hann gæti
fallið á þennan hátt. Hann
kom mönnum því gjörsamlega
í opna skjöldu. Menn voru ekki
einu sinni búnir að spenna sín
pólitísku öryggisbelti og líknar-
belgirnir blésu ekki
upp við höggið. Þess
vegna þurfti líka að
kalla til tækjabíl
slökkviliðsins og sér-
sveit vaskra lögmanna
til að klippa menn út
úr flalánu. Öryrkjarnir
sluppu hins vegar með
skrekkinn, enda vel
undirbúnir að mæta
slysinu.
Þótt fjúld í Davíö
Og nú þegar lögfræðingar
slökkviliðsins eru búnir að
skila af sér frumvarpi til laga
um hvernig best sé að bregð-
ast við slysinu, þá virðist ætla
að ganga illa að koma hinum
slösuðu inn á Slysadeild Al-
þingis. Þar sitja í fleti fyrir
þrjóskir stjórnarandstöðu-
þingmenn sem koma í veg fyr-
ir að hægt sé að hefja viðeig-
andi læknis- og hjúkrunar-
meðferð. Og Garra þykir það
ekki skrýtið þótt fjúki dálítið í
Davíð þegar menn blokkera
með þessum hætti innganginn
á Slysadeildina og í því ljósi er
bara eðlilegt að hann sýni
Ingibjörgu Pálmadóttur lítils-
virðingu með því að ryðjast
fram fyrir hana og afturkalla
óskina um að málið verði tek-
ið á dagskrá með afbrigðum.
V
Auðvitað hefði verið eðlilegra
að Ingibjörg gerði þetta sjálf,
enda mun hún hafa verið á
leiðinni til jiess, en Davíð er
nú einu sinni vanur að hafa
þetta svona í sínum flokki
þannig að menn hljóta að sjá í
gegnum fingur við hann þótt
hann geri þetta líka gagnvart
samstarfsflokkn u m.
Bílstjórfnn
Baunar er það líka eðlilegt að
Davíö sé í aðalhlutverki í
þessu mikla pólitíska umferð-
arslysi, því hann var í rauninni
ökumaðurinn sem
mestu réði um það
hversu harður þessi
árekstur varð. Hins
vegar virðist, nú þeg-
ar fyrstu sjúkraskýrsl-
ur berast frá DV, sem
ökumaðurinn sé ekki
sá sem hafi slasast
mest. Það gerði sam-
starfsflokkurinn, sem
sat í framsætinu hjá
Davíð. Framsóknarflokkurinn
mælist nú með minna en 10
prósent atkvæða, minna cn
helming af eðlilegu kjörfylgi, á
meðan Sjálfstæðisflokkurinn
er þó enn í rúmum 37%. Póli-
tískt séð þýðir þetta þó ekkert
annað en skipbrot hjá báðum
flokkum, sérstaklega þó fram-
sókn. Miðað við örorkumatið
sem kemur fram í DV sýnist
Garra að hæstaréttarslysið sé
að skilja stjórnarflokkana eftir
sem hálfgerða pólitíska ör-
yrkja. Það er svo kaldhæðni
örfaganna, að sem pólitískir
öryrkjaflokkar eiga stjórnar-
flokkarnir og Davíð Oddsson
auðvitað beina samleið með
Öryrkjabandalaginu og hinum
baráttuglaða formanni þess,
Garðari Sverrissyni.
GARRI
aODDUR
ÓLAFSSON
Lengi vel var rekinn öflugur áróð-
ur fyrir því að leyfður yrði tak-
markalaus innflutningur á land-
búnaðarvörum, myndi það bæta
lífskjör þjóðarinnar með ómetan-
legum verðlældmnum. Bann við
innflutningi var sagt vera til að
halda uppi úreltum búrekstri á Is-
landi, sem væri af náttúrulegum
orsökum óhæft til neins konar
búvöruframleiðslu. Enda væru
lagasetningar um allar takmark-
anir á innflutningi hvers kyns
matvæla sem framleiddar eru
hérlendis einvörðungu til þess
gerðar að hygla bændum og
halda uppi háu vöruverði á kostn-
að neytenda.
Skjótt skipast veður í lofti.
Framkvæmdastjóri Neytendasam-
takanna sem lengi hefur verið
einn háværasti talsmaður frjáls
innflutnings búvara heimtar allt f
einu að yfirdýralæknir og land-
búnaðarráðherra segir af sér.
Astæðan er að þeir leyfðu inn-
flutning á kjöti, samkvæmt kröf-
Lífskjarabót eða glapræði?
unni miklu um að ekld eigi
að líða einokun íslenskra
bænda á framleiðsluvör-
um sfnum hér á landi.
Svo glymja ótaf raddir úr
ótrúlegustu áttum um hví-
líkt glapræði það sé að
leyfa innflutning á út-
Iendu kjöti til að keppa við
hreinræktaðan bústofn á
ísa köldu landi.
Nýstárleg
sjúkdómaheiti
A síðari árum hafa menn verið að
kynnast sjúkdómaheitum sem
áður voru óþekkt í málinu, en eru
talin til sýkinga úr fiðurfé og öðr-
um búfénaði sem alinn er í verk-
smiðjum. Nú hefur enn eitt sjúk-
dómsheitið bæst við og er kennt
við kúariðu og vekur mikinn óhug
f flestum eða öllum Evrópulönd-
um. Hefur hvert landið af öðru
bannað allan nautakjötsinnflutn-
ing, þvert ofan í alla samninga um
alfrjáls viðskipti sín á milli.
Bændur og dýralæknar
hafa þurft að berjast við
Ijárkláða og mæðiveiki,
sem við lá að útrýmdi
fjárstofninum, og enn er
barist við riðu í sauðfé,
sem er af öðrum toga en
kúariðan illræmda sem
hefur aldrei náð til
landsins.
Páll A. Pálsson fyrrum
yfirdýralæknir varði íslenska bú-
stofninn af miklum skörungsskap
á löngum og farsælum starfsferli
og þar með heilsufar mannfólks-
ins. Hann lét ekki ámæli um
íhaldssemi að þessu leyti á sig fá,
þótt fast væri sótt að losa um allar
innflutningshömlur á erlendum
búvörum eða kynbótaefnum.
En nú heimtar einn ákafasti
talsmaður ótakmarkaðs innflutn-
ings, að núverandi yfirdýralæknir
segi af sér fyrir að verða við kröf-
um sem hann og hans skoðana-
bræður hafa barið fram af miklum
móð.
Miklar búsiíjar
Það er ekkert áhlaupaverk að
halda faraldri smitsjúkdóma í
skefjum, hvort sem þeir herja á
menn cða skepnur. Fyrir nokkrum
árum voru milljónir kjúklinga
drepnir í Hong Kong til að koma í
veg íýrir að úr þeim bærist smit-
andi og mannskæð inflúensa. Til
að varna gin- og klaufaveiki er
gripið til svipaðra ráða. Núna
verða bændur í Evrópu fyrir mikl-
um búsifjum vegna kúariðu, þar
sem allur nautpeningur á stórum
svæðum er aflífaður. Og enginn
veit hvar og hvenær þau ósköp
enda.
Því er vert að halda vöku sinni
og rjúka ekki til að verða við öllum
kröfum um útlendar búvörur eða
erlend búfjárkyn, sem eiga að vera
svo miklu betri en þau íslensku.
Sfst skal gleyma að íslenskir
bændur framleiða meiri landbún-
aðarafurðir en þjóðin nær að
torga. Til hvers á þá að tefla á tvær
hættur?
Margt skrýtið í
kýrhausnum.
Mun almenningurbreyta
neysluvenjum sínum
vegnafrétta um húariðu?
(Fluttarvom til landsins nantalnndir
frá íriandi, en þarí landi hefnrknariða
geisað. Þetta hefnrskapað ttiiJda um-
ræðuhérheima.)
Eiður Guiuilaugsson
framkv.stj. KjamafæðisáAkureyri.
„Fólk er að verða
meðvitaðra um
hvað það lætur
ofán í sig - og ger-
ir sér æ betur ljóst
hver gæði og
hreinleiki ís-
lenskrar landbúnaðarframleiðslu
er. Sá hugsunarháttur hefur verið
við lýði að allt sé best sem kemur
erlendis frá, á sama tíma og fjöldi
fslendinga hefur veikst erlcndis af
matarsýkingum. Kúariðan hefur
skapað umræðu og greinilegt er
að fólk vill hafa vaðið fyrir neðan
sig.“
Laufey Steingrímsdóttir
framkvæmdastjðri Manneldisráðs.
„Fréttir af sýking-
um í matvælum
verða oft til |iess
að neysluvenjur
breytast. Slíkt er
þó oftast tíma-
bundið nema að
vandamálið vari um lcngri tíma og
því gæti umræða um kúariðuna
breytt neyslumynstrinu hér. Hins
vegar vil ég minna á að íslenskt
kjöt er ósýkt og innflutningsreglur
skýrar. Hins vegar geta afurðir úr
kúariðukjöti verið í verslunum hér
og þar nefni ég svo sem prótein-
duftið sem margir neyta í tengsl-
um við íþróttaæfingar."
Þurfður Badunan
þingmaðiirVG.
„Fólk mun gaum-
gæfa betur hvað
það borðar. Ekki
svo að fólk hætti
alfarið að borða
kjöt og fari yfir í
grænmeti, heldur
verði vandlátara á hvaðan kjötið
kemur. Ef fólk hugsar um upp-
runa vöru þá verður það til hags-
bóta fyrir íslenska bændur; hér er
ekki kúariða og íslenska lamba-
kjötið er hreint og sama má segja
um nautakjöt. Flollusta vörunnar
verður neytendum ofar í huga en
hefur ef til vill verið fram til þessa
og það mun gilda um fleiri land-
búnaðarvörur en kjöt og þá cru líf-
rænt ræktaðar landbúnaðarvörur
góður kostur."
Úlfar Eysteinsson
veitingam. á Þremurfrökkum
i Reylijavík.
„Engin spurning
og fólk mun spyr-
ja sig spurninga
um allar innflutt-
ar matvörur sem
hér sjást í verslun-
um. Eg prísa mig
sælan að vera ekki
með nautakjöt nema í óverulegum
mæli á mínum matseðli og er
raunar að spá í að sldpta því út fyr-
ir íslenskt Iambakjöt. Sjálfur legg
ég mesta áherslu á fiskrétti, svo og
hvalkjötið sem ég tel vera hrein-
asta kjöt í heimi og að kúariðuum-
ræðan þrýsti á um að hvalveiðar
verði hafnar að nýju.“