Dagur - 17.01.2001, Side 9

Dagur - 17.01.2001, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 17. JANUAR 200 1 - 9 Dagur. ÍÞRÓTTIR KRí Keppni í 1. deild kveima hófst aftur um helgina eftir rúmlega mánaðarfrí ylir jól og áramót. KR-stelpur koma vel undirbunar til leiks og hoppuðu strax í toppsæti deildarínnar eftir góðan sigur á Stúdínum í fyrrakvöld. KR-stelpur komust í toppsæti 1. deildar kvenna í körfuknattleik, eftir átta stiga sigur á Stúdínum, 40-48, í köflóttum leik sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans í lyrrakvöld. Leikurinn var jafn og spennandi og eftir fyrsta leikhluta var staðan jöfn 13-13, eftir að lið- in höfðu skipst á forystunni, en í hálfleik hafði KR forystuna 12-23. Stúdínur léku án þeirra Hafdísar Helgadóttur, sem er meidd og Kristjönu Magnúsdóttur, sem er ófrísk og munar um minna, þar sem þær hafa.veriö helstu máttar- stólpar liðsins að undanförnu og Kristjana stigahæsti Ieikmaðurinn í vetur. Þær stöllur spiluðu aðal- hlutverkin hjá Iiðinu, þegar IS vann KR, 60-50, í fyrstu umferð Islandsmótsins og var því frekar búist við auðveldum sigri Vestur- bæjarliðsins að þessu sinni. En Stúdínur, með Stellu Rún Krist- jánsdóttur í broddi fylkingar, mættu grimmar til leiks og höfðu þær í fullu tré við KR-inga og höfðu á tímabili náð fimm stiga forystu í þriðja leikhluta, en eftir hann var staðan 32-31 fyrir ÍS. En lengra komust þær ekki gegn reyndum KR-stelpunum, sem nú tóku til sinna ráða og skoruðu þær fyrstu tíu stigin í fjórða leikhluta og breyttu stöðunni þar með í 32- 41, sem var meira en Stúdínur réðu við á lokakaflanum. Þar lék Gréta Grétarsdóttir stórt hlutverk hjá KR-ingum, en hún var besti leikmaður Iiðsins og stigahæst meðl3 stig, tók 11 fráköst, átti 4 stoðsendingar, fiskaði 4 bolta og varði 3 skot. Þær Hanna Kjartans- dóttir og Hildur Sigurðardóttir áttu einnig góðan leik og voru þær næststigahæstar með 12 stig hvor, auk þess sem þær voru grimmar undir körfunni og tók Hildur alls 9 fráköst en Hanna 8. Hjá Stúdínum var Stella Rún best í sókninni og var bún stiga- toppsætið |M|| ! . > Úr leik IS og KR í fyrrakvöld. hæst með 13 stig, en langbestan leik átti þó Lovísa Guðmundsdótt- ir, sem varð næststigahæst með 11 stig, en hún tók 9 fráköst, átti 5 stoðsendingar, fiskaði 3 bolta og varði alls 10 skot. Það vakti athygli hjá KR-ingum að Guðbjörg IVoröfjörð, fyrirliði liðsins til margra ára, var kominn á bekkinn, en hún hefur verið í barneignarfríi og mun nýbyrjuð að æfa aftur. Stórsigur Keflvíkinga í Grindavík Fyrsti leikurinn í deildinni eftir áramót fór fram á sunnudaginn, en þá tóku Grindavíkurstelpurnar á móti Keflavík í íþróttahúsinu í Grindavík. Þar fór fram leikur kattarins að músinni og unnu Is- lands- og bikarmeistarar Keflvík- inga þar 53ja stiga stórsigur, 34- 87. Heimaliðið átti aldrei mögu- leika í leiknum og var staðan í hálf- leik, 5-43, eftir að Grindavíkurlið- ið hafði ckki skorað eitt einasta stig í öðrum leikhluta. Sigríður A. Olafsdóttir var best og stigahæst í liði Grindvíkinga með 11 stig, en hjá Kellvíkingum bar mest á þeim Birnu Valgarðs- dóttir og Erlu Þorsteinsdóttur og varð Birna stigahæst með 17 stig og Erla næst með 16, auk þess sem hún tók 12 fráköst. Sigríður Guðjónsdóttir átti einnig góðan leik og skoraði 10 stig, tók 12 frá- köst og átti 4 stoðsendingar. Lið Keflvíkinga mætti nú til leiks með nýjan þjálfara, sem er Kristinn Óskarsson, betur þekktur sem köruknattleiksdómari eftir að hafa dæmt um 900 leiki á ferlin- um, en hann hefur þjálfað stúlkna- flokka í Keflavík undanfarin tvö ár með góðum árangri og mun leiða meistaraflokkinn það sem eftir lit- ir þessarar leiktíðar. Forvcri hans, Kristinn Einarsson, sem náði mjög góðum árangri með liðið í fyrra, er hættur vegna ágreinings innan liðsins og kaus hann því sjálfur að láta af störfum, en skilur þó við fé- lagið í fullu bróðerni. Staðan: KR 9 7 2 567:448 14 Keflavík 9 6 3 590:478 12 KFÍ 8 5 3 483:421 10 ÍS 9 4 5 510:484 8 Grindavík 9 0 9 359:678 0 Næstu leikir: Föstud. 19. jan. Kl. 20.00 KFÍ - KR Lauganl. 20. jan. Kl. 13.30 KFÍ - KR Sunnud. 21. jan. Kl. 20.00 Keflavík - ÍS GSÍ flytiLr inn stóra tjaldhvelfingu Þegar forystumenn íþróttahreyf- ingarinnar voru á Olympíuleik- unum í Sydney í Astralíu í haust, var þeim boðin að gjöf stór tjald- hvelfing sem þarlendir notuðu til að tjalda yfir æfingalaug þá sem sundfólkið okkar fékk til afnota, þegar það dvaldi í æfingabúðum í bænum Wollongong dagana fyrir leikana. Sú kvöð fylgdi þó gjöf- inni að þiggjandi skyldi flytja hana á eigin vegum til íslands og með þeim formerkjum var málið kynnt á Golfþingi í nóvember sl. I framhaldi af því tók Golfsam- bandið þá ákvörðum að skoða málið nánar og hefur nú verið ákveð- ið að vel skoðuðu máli að sambandið þiggi gjöfina. Á vefsíðu GSI kemur fram að sambandið muni standa straum af flutningskostnaði við innflutning hvelfingarinnar, sem Ástralir kalla „The Bubble", eða sápukúluna, en ætlunin mun að nota hana sem þak yfir aðstöðu til inniæfinga. „Boðið var þegið og hefur GSf ákveð- ið að nýta það til að koma upp langþráðri aðstöðu til vetraræfinga, þar sem hægt verður að stunda fjölbreyttari æfingar en verið hefur. Samhandið er vongott um að þetta framtak rnuni valda straumhvörf- um í þróun vetraræfingaaðstöðu á Islandi og að það skili sér í fleiri frambærilegum kylfingum innan skamms," segir í frétt á vefsíðunni. Umrædd hvelfing mun þekja svæði sem er 20 x 66 m, eða um 1320 fermetrar að flatarmáli og er lofthæð þess um 8 metrar. Hvelfingunni er síðan haldið uppi með loftþrýstingi, sem myndast með hjálp þar til gerðra mótora. Fyrirbæri þessi munu þekkt víða á Norðurlöndunum og eiga að þola allt að 42 m vind á sekúndu, sem mun flokkast und- ir fárviðri. Edu loksins til Arsenal Brasilíumaðurinn Edu er nú loksins kominn til Arsenal frá brasilíska félaginu Corinthians, eftir að Lundúnafélaginu mistókst að kaupa kappann fyrr í sumar. Þá voru kaupin nær í höfn, en gengu til baka eftir að Edu hafði komið til Englands með falsað vegabréf og var því vísað úr landi. Nú munu vegabréfsmálin aftur á móti komin í lag og er kappinn, sem er 23ja ára, þegar mættur á Highbury, þar sem hon- um er ætlað að fylla skarð Emmanuel Petit á miðjunni. 1. deild kvenna - Úrslit og leikir Island í 8-liða úrslit á Indkmdi íslenska karlalandslið- ið í knattspymu er komiö í 8-liða úrslit á „Millennium Cup“ á Indlandi. Ekki er enn vitað hverjir mótherj- amir verða, en líkleg- ast að það verði Chile, sem leika um toppsæt- ið í 4. riðli gegn Úz- bekistan í dag Eftir 1-2 tap íslenska karlalands- Iiðsins í knattspyrnu gegn Urúgvæum í fyrsta leik liðsins á „Millennium Cup" á lndlandi á fimmtudaginn, gerði liðið sér lítið lýrir og sigraði gestgjafana, Ind- verja með þremur mörkum gegn engu á laugardaginn. Leikurinn fór fram á Nehru-leikvanginum í Cochin að viðstöddum 23 þúsund áhorfendum og skoraði Eyjamað- urinn Tryggvi Guðmundsson öll mörkin. Það fyrsta skoraði hann á 41. mínútu, eftir aukaspyrnu Guðmundar Benediktssonar og var það nokkuð gegn gangi leiks- ins, því Indverjar hölðu fram að því haft nokkra yfirburði í leikn- um. Islenska liðið mætti ákveðið til leiks í seinni hálfleik og bætti Tryggvi öðru markinu við á 53. mínútu, aftur eftir sendingu frá Guðmundi Benediktssyni, en Tryggvi fékk boltann rétt utan vítateigs og lét vaða á markið í hornið fjær. Tíu mínútum seinna fullkomnaði liygg\i svo þrenn- una, þegar hann komst inn í send- ingu sem var ætluð markverði Indverja og skoraði hann örugg- lega í autt markið, sitt sjötta landsliðsmark á ferlinum og ör- ugglega ekki það síðasta. íslenska Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu gegn Indverjum. liöið sótti stíft það sem eftir lifði leiksins og voru þeir Hreiðar Bjarnason og Gylfi Þór Einarsson þá nálægt því að bæta við mörk- um, en markvörður Indverja sá um að þau urðu ekki fleiri. Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér annað sætið í 2. riðli á eftir Urúgvæum, sem unnu Ind- verja 3-0 í síðasta leik riðilsins í gær og eru Urúgvæ og ísland því komin áfram í 8-liða úrslit móts- ins. Þar mætir íslenska liðið sigur- vegurum 4. riðils, en þar er Chile í efsta sætinu með 6 stig fvrir síð- ustu umferöina, en Uzbekistan og Japan með 3 stig. Chile mætir Uzbekistan í síðustu umferðinni í dag og dugar þar jafntefli til sigurs í riðlinum, en fari svo að Uzbekist- an sigri , þá eru þeir komnir upp fyrir Chile og þá eiga Japanir líka möguleika ef þeir vinna Bahrein með nógu miklurn mun. Lokastaðan í 2. riðli: Úrúgvæ 2 2 0 0 5-1 6 ísland 2 10 14-23 Indland 2 0 0 2 0-6 0 Auk Úrúgvæ og Islands, hafa Bosnía/Hersegóvína, Júgóslavía og Rúmenía einnig try'ggt sér sæti í 8- Iiða úrslitum. Byrjunarlið íslands gegn Ind- verjum: Markvörður: Fjalar Þorgeirsson. Aðrir leikmenn: Gunnlaugur Jónsson, Bjarni Þorsteinsson, Sverrir Sverrisson, Indriði Sig- urðsson, Gylfi Einarsson, Þórhall- ur Hinriksson, Olafur Orn Bjarna- son, Sigurvin Olafsson, Try'ggvi Guðmundsson og Guðmundur Benediktsson. Varamennirnir Val- ur F. Gíslason, Helgi V. Daníels- son og Hreiðar Bjarnason komu einnig við sögu í leiknum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.