Dagur - 17.01.2001, Síða 19

Dagur - 17.01.2001, Síða 19
Samið iim ráðgjöf í reykbindindi Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilsustofnunar Þingeyinga og Sigurður Guðmundsson landlæknir handsala samnlnginn. Aðrir á myndinni eru Dagbjört Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur. Þorgrímur Þráinsson frá Tó- baksvarnarnefnd og Ásgeir Helgason læknir. Á dögimiun var geng- ið frá samningi þess efnis að Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga inyiidi starfrækja fyr- ir landið allt síma- þjónustuna „Ráðgjöf í reykbindindi - grænt númer.“ Þetta er samningur milli Heil- brigðisstofnunar Þingeyinga, Landlæknisembættisins, beil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins og Tóbaksvarnarnefnd- ar og voru fulltrúar frá þessum aðilum mættir á Húsavík til að undirrita samninginn. Meðal þess sem fram kemur í samningnum er að Tóbaksvarn- arnefnd stendur straum af kostnaði við þessa þjónustu, allt að 250 þúsund krónur á mán- uði, en frá þessari upphæð drag- ast styrkir sem Heilbrigðisstofn- un Þingeyinga leggur sig fram við að afla fyrir verkefnið. Öll stuðningsmeðferð og stuðnings- efni eru ókeypis fyrir skjólstæð- inga þjónustunnar. Og samning- urinn gildir í eitt ár eða til loka yfirstandandi árs. Sænska módelið Heilbrigðisstofnun Þingeyinga starfrækti þessa símaþjónustu á siðasta ári og byggði þá og bygg- ir enn á ráðgjöf Asgeirs Helga- sonar læknis sem unnið hefur að skipulagningu sams konar þjón- ustu á Norðurlöndunum, eink- um í Svíþjóð. Þessari þjónustu var komið á eftir að gerð var könnun á framlagi heilsugæslu- Iækna til reykingavarna og ráð- gjafar, sem leiddi í ljós að slíkt var á lágmarki. Og í framhaldinu var þessi leið valin til að koma þessum mikilvæga þætti í heil- brigðisþjónustunni inn á sjúkra- stofnanir, þ.e. að auka aðgengi fíkla að sérfræðingum á þessum sviðum í gegnum símaþjónustu. Islenska módelið byggir á því sænska og hefur Heilsugæslu- stofnun Þingeyinga á að skipa sjö hjúkrunarfræðingum með sérþekkingu í tóbaksvörnum, en auk þess tengjast þjónustunni læknar, sálfræðingar og næring- arfræðingar. Starfsfólk þjónust- unnar er fært um að svara flest- um spurningum um meðferð viö tóbaksfíkn og hefur auk þess al- menna þekkingu á sálfræðileg- um og félagslegum stuðningi við fólk sem vill hætta tóbaksnotk- un. 400 inamis á ári Starfsfólk „Ráðgjafar í reykbind- indi - grænt númer" hringir í skjólstæðinginn fjórum sinnum með jöfnu millibili eftir fyrirfram ákveðnu kerfi sem miðast við að- stæður. Skjólstæðingurinn getur sjálfur hringt eins oft og hann hefur þörf lyrir. Miðað er við að símaþjónustan verði opin frá 17- 19 alla virka daga. Að sögn Dagbjartar Bjarna- dóttur, hjúkrunarfræðings, sem starfar við þetta verkefni, er ekki tímabært að nefna neinar tölur urn árangur af símaþjónustunni á s.l. ári, þvf eiginle'gt árangurs- mat lægi ekki fyrir. Asgeir Hclga- son sagði að það væri viðurkennt að engar aðferðir í tóbaksvörn- um skiluðu meira en 40% ár- angri eftir árið og það væri bara plat að halda öðru fram. Hann lagði áherslu á að símaþjónusta af þessu tagi kæmi ekki í staðinn fyrir námskeið eða persónuleg viðtöl, heldur væri þarna um ráðgjöf að ræða og fræðslu um hvaða meðöl, aðferðir og hjálp menn ættu kost á á þessu sviði. Sigurður Guðmundsson land- læknir lýsti yfir ánægju með þessa þjónustu og taldi þeim peningum vel varið sem í þetta færu. Hann minnti á að um 400 manns létust árlega vegna reyk- inga eða af völdum reykinga- tengdra sjúkdóma. „Þetta er eins og tíu 40 manna rútur færu í Jökulsá árlega og allir létu lífið“, sagði landlæknir til að undir- strika alvöru málsins. — JS Fyrsti Þingeying- ur ársins Fyrsta barnið á Sjúkrahúsi Þing- eyinga á þessu ári fæddist 13. janúar s.l. Þetta var hraustur og öflugur 17 marka snáði, og annað barn þeirra Þuríðar Þrá- insdóttur og Guðmundar Sig- tryggsonar, en fyrir eiga þau soninn Alikael Arnar. Mæðgin- unum heilsaðist vel þcgar Víkur- blaðið Ieit til þeirra í gær og pabbi og stóri bróðir voru stoltir og himinlifandi með þennan nýjasta fjölskyldumeðlim. Það er ekki nema um þrír mánuðir frá því Þuríður eignað- ist fyrsta ömmubarnið þegar Óskar elsti sonur hennar eign- aðist sitt fyrsta barn, þannig að Þura verður mamma og amma nánast á sama tíma og kvaðst bara vera mjög ánægð með það. -JS Guðmundur Sigtryggsson og Þuriður Þráinsdóttir með fyrsta Þingeying ársins og eldri son sinn, Mikael Arnar. Enn lóðan við höfnina Lóðamál við Húsavíkurhöfn hafa lengi verið uppspretta deil- na og síðast þegar lóðum var þar úthlutað var lögð Iram stjórn- sýslukæra vegna málsins. Ein- hver órói virðist vera í gangi þar neðra nú (lóðarí?), því bygginga- nefnd hefur Iagt til við bæjar- stjórn að bús sem þar stendur verði rifið fyrir 31. janúar á kostnað húseiganda ef hann verður ekki við tilmælum nefnd- arinnar um breytingar á hús- eigninni til viðunandi horfs og réttindi bans til lóðarinnar jafn- framt látin niöur l’alla. Bygginganefnd hafði farið fram á það við Öðinn Sigurðs- son að hann gerði tilteknar breytingar á húsinu eða rifi það fyrir 31. desember s.l. A fundi nefndarinnar 9. janúar kom fram að ekkert hefði verið gert til endurbóta á húsinu og þá lagt til að gefinn yrði frestur til úr- bóta til loka þessa mánaðar. Víurblaðið mun fýlgjast með framvindu þessa máls. — JS Stuttfréttir • Staðan í frárennslismálum á Húsavík er sú að í dag er búið að framkvæma allt sem hannað hefur verið. Nauðsynlegt er að hefja sem fyrst hönnunarvinnu á útrásinni norðan við hafnar- garðinn vegna fyrirhugaðra hafnarframkvæmda. • Fræðslunefnd Húsavíkur fjallaði fyrir skömmu um erindi frá Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga vegna varðveislu á skjölum Sambandsins. Fræðslu- nefnd fagnar þvf að skjalasafn SIS verði varðveitt hér heima í héraði. Og bendir jafnframt á að rekstur héraðsskjalasafns og Safnahúss er á vegum Héraðs- nefndar Þingeyinga. • Sorpsamlag Þingeyinga hefur óskað eftir úthlutun iðnaðarlóð- ar fyrir fy'rirhugaða sorpmóttöku og sorpbrennslu. Lóðin þarf að vera um 3000 m2 að stærð og þannig staðsett að afhending á heitu vatni til Orkuveitu Húsa- víkur sé auðveld. Bygginganefnd hefur lagt til að við bæjarstjórn að Sorpsamlagi Þingeyinga verði boðin lóðin að Hrísmóum 5. • Bygginganefnd Húsavíkur hefur samþykkt að fá Landvist ehf. til að kanna möguleg svæði í landi Húsavíkur sem nýst gætu undir sumarhúsabyggð. Þessi samþykkt kemur í framhaldi af tillögu Sigurjóns Benediktsson- ar um sumarhúsabyggð við fyrir- hugað lón sunnan við bæinn. • Vegagerðin og Náttúruvernd ríkisins hafa sent bæjaryfirvöld- um á Húsavík bréf og lýst áhyggjum sínum af uppsetningu auglýsingaskilta við vegi og vilja að sveitarféiögin taki þátt í að sporna við óæskilegri þróun í þeim efnum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.