Dagur - 17.01.2001, Page 20

Dagur - 17.01.2001, Page 20
20- MIDVIKUDAGVR 17. JANÚAR 2 001 ^KUJ^HB^ÐIÐ Fyrsta þorrablót ársins Kvenfélag Húsavíkur stendur jafnan í ársbyrjun fyrir fyrsta þorrablóti í Þingeyjarsýslu og hugsanlega á landinu, enda er um þjófstart að ræða því blótið er haldið nokkuð áður en þorri gengur í garð. Þorrablót Kvenfé- lagsins var haldið á Hótel Húsa- vík s.l. laugardagskvöld og var metaðsókn, en um 370 manns mættu á staðinn með trog sín troðfull af súrmeti og öðru góð- gæti. Og það ríkti gríðarleg stemning á staðnum. Veislustjóri var hinn Iandskunni húmoristi Einar Ge- org Einarsson, bctur þekktur sem Dengsi á heimaslóðum og fór á firna kostum og reitti af sér brandara og skarplegar athuga- semdir og stundum samtímis. Stjórnandi fjöldasöngs var lækn- irinn Asgeir Böðvarsson, sér- fræðingur í meltingarsjúkdómum og þurfti ekki að hafa nokkur af- skipti af gestum á því sviði, þrátt fyrir að margir tækju hraustlega til matar síns. En Asgeir hafði þann háttinn á að láta menn ekki éta uppstyttulaust, heldur gera reglulega hlé á átinu til að syngja og hefur áreiðanlega verið hollt fyrir meltingarfærin. Eistinn Val- mar Valjaots Iék undir fjöldasöng af alkunnri snilld og hakkaði í sig súrsuð hrútseistu á milli laga. Kvenfélagskonur fluttu gaman- bragi, sérstaklega samda fyrir blótið af landsþekktum hagyrð- íngum og var gerður góður róm- ur að. Og fluttur var Ieikþáttur eftir norðlenskan blaðamann þar sem kvenfélagskvenfólk og ýmsir nafntogaðir Þingeyingar voru sproksettir nokkuð. Þáttinn flút- tu stórleikararnir Friðfinnur Her- mannsson og hjónin Sigurður Hallmarsson og Herdís Birgis- dóttir. Var þctta fyrsta hlutverk Sigurðar eftir fálkaorðu. Að skemmtiatriðum og áti af- loknu dunaði dansinn og þar Iéku Jósi hróðir og synir Dóra og dætur Steina og Emmu sungu við raust. Var þetta mikill fagnað- ur sem lengi verður í minnum hafður. JS Þeir bíða spenntir eftir að sagt verði: Gjöriði þið svo veli Dísa og Diddi fóru á kostum á sviðinu eins og s.i. 50 ár. Þórunn Birna nartar í kjammann. Þorrablótsnefndin hvetur menn tii stuðs. Dóra, Gulli og Ármann gera harða hríð að trogunum. Bæjarstjóri glottir en frúin gæðir sér á laufabrauði.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.