Dagur - 27.01.2001, Side 16

Dagur - 27.01.2001, Side 16
16 - LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 Ðm^ut Fluguveiðar að vetri (203) Geta fiskar hugsað? í vikunni barst fróðleg grein frá slyngum veiðimanni á vefinn flugur.is. Þar segir Geir Thorsteinsson frá atviki sem bendir sterklega til að fiskar geti hugsað. Hugs- að skapandi, dregið ályktanir og brugðist við óorðnu og óséðu atviki út frá því sem þeir skynja á þeirri sömu stundu. Fiskurinn í sögunni tók á sig krók til að ná flugu! Sú saga verður ekki rakin hér, en hún bendir til vitsmunalífs sem byggir á öðru og meiru en þeirri einföldu tilveru sem við kennum við fiska: Að lifa við áreiti. Það væri fróðlegt að heyra sögur um slíkt. Að fiskar geti „reiknað út“, til dæmis hvar flugan kemur næst? iá, var það ekki? Og sem ég sit og skrifa þetta með Goða kött nýkominn inn úr kvöldmyrkrinu og búinn að nudda sér upp við kattamatar- skápinn til að sníkja kvöldskatt riljast upp atvik sem ég var bú- inn að gleyma.. Eg var í Alku, sem er hliðará í Vatnsdalsá. Þar rétt framan við brúna voru fiskar, einn fremstur og stærst- ur. Þeir höfðu verið þar í nokkrar vikur og leiðsögumað- urinn sagt okkur að margir hefðu reynt en engum tekist að sctja í. Þetta stóðst ég ekki. Fór niður brattann og skaut mér út á eyri til að kasta. Mjög var ég óvanur laxveiðiskap. En nú setti ég Blue Charm undir og kastaði nokkur köst. Veiðifé- laginn fór upp á brú og fylgdist með löxunum. Ég áætlaði lengd að þeim fremsta og stærsta, og kastaði alla leið yfir að steinsnös við bakkann hin- um megin. Þar lét ég fluguna aðeins sökkva og slá svo þvert yfir ána. Laxinn var í henni miðri. Þetta var svona fimm metra ferðalag frá bakka að miðju, þar sem laxinn lá, og svo fór hún alveg yfir að bakk- anum mín megin. Sem sagt: Ég kastaði talsvert langt frá laxin- um og lét fluguna koma á rennsli fyrir hann. Margir hefðu nú frekar kastað beint á hann, en ég vissi ekki betur. Nokkur köst. Nokkur köst fóru svona. Fé- laginn á brúnni sagði að ekkert líf væri með fiskununi. Það var eins og þeim kæmi ekki við, þetta með fluguna. Svo ég kastaði meira. Og þegar ég ákvað að ég væri búinn að fá nóg og ætlaði að gefast upp (það myndi ég ekki gera svo fljótt núna), kom kall frá brúnni. „Vá maður! Hann elti alveg yfir að bakkanum niður undan þér!“ Heilagur kúlu- haus! Hvað átti ég nú að gera? Kasta sömu flugu? Ne, ja, ne.. ég vissi það ekki. Minnka? Það segir í fræðunum, en ég átti ekki minni Blue Charm. Skipta um flugu? Já, ég skipti um flugu. Og það gerði ég á 20 sekúndum. Kastaði rauðri Franeis alveg út undir bakkann hinum megin, rétt undir snös- ina þar sem hún átti að fara með straumi í fallegum bug fyrir laxinn sem ég hafði séð liggja í miðri ánni. Og flugan fór út. Um leið og hún lenti og fór í kaf var tekið í. Hann hafði beðið við snösina! Hugsaði hann? Meðan ég hafði íhugað næstu aðgerðir og skipt um flugu halði laxinn fært sig aftur frá bakkanum mín megin. En í stað þess að leggjast þar sem ég hafði séð hann, á bóli sínu í miðri ánni, hafði hann fært sig alveg yfir að hinum bakkanum. Tekið sér stöðu þar sem llugurnar höfðu lent áður. Og þar gómaði hann bráð- ina eins og hann hafði reiknað út að mögulegt yrði. En það hafði hann greinilega gert. Reiknað dæmið. Skynugar skepnur I vikunni birtist frétt um að að rottur sem látn- ar voru þræla og púla í einhverjum hlaupagrind- um allan liðlangan daginn dreymdi það sama á nótt- unni. Við mannfólk könnumst við svona vinnumartraðir á álags- tímum. En rottur? Ætli geti ekki verið að skyn- lausar skepnurnar séu skynugri en við höldum? Ég gluggaði eitt sinn í bók umtilfinningalíf dýra. Og þar benti höfundur á þá merkilegu staðreynd að vís- indamenn væru ekki mikið fyrir að rannsaka hugarheim dýra. „Þetta eru bara taugahnoð" segja þeir um hinar óæðri teg- undir, og eiga við hugbúnað- inn. Ætli svo sé? Víst hefur kötturinn sem nú liggur við tær mér tilfinningar. Það hef ég svo oft séð og útsmoginn er hann stundum. En hvað með fiska? Heimskir fiskar? Hafa veiðimenn sögur af því aðfiskar kunni að reikna, spá fyrir um óorðna hluti, „hugsa" framfyrir sig? Gaman væri að fá frekari heimildir um slíkt. Sendið raf- línu á vefinn, flugur.is, net- fangið er flugur@flugur.is, eða bara með venjulegum pósti á SJH, pósthólf 79, 101 Rvík. Vonandi meira síðar! FLUGUR Stelán Jón Hafstein skrifar TVÆR FLIKUR IEINNL. HEflUR 0G ÞURR THERMO varmanærfötin eru í raun tvær flíkur í einni. Tveggja laga spunatækni flytur rakann frá líkamanum og heldur þér heitum og þurrum. Notaöu Thermo nærfötin í næsta ferðalag, þú sérö ekki eftir þvi. www.sportveidi.is Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahlíd 41, Rvík, sími 562-8383 KAST- LYKKM l TAP T HkAÐfi V OFfJ V~ FUW- l£ 4 HÆÐA Fubm þRÖNd F'IFL RFJð- VER RMA í ( FUGL REI-B SKAfíl N. ÉiÉi’Éi-ÍÍ W$m ■ýWWs ; |(!| lýÉÍÉíí 1111 S'Að- LANOS XiXXXX ÍSÍiíiíxí PÍLUflrí Pj'PiTuP . H FMAIS FLAS SPiL HRvrn T LVFTI V LEIFTRf 8 Mð\ LÉLEGI FÝTUR HR'OP- A-Ðl FÖLSK /?EKU pii FJ OUk- ufiw FÆð- IINN.i ... HYöCcjA FRAM- Arfoi 'HLA-ÐI MáÖG r- þRAm BLAm W* ÆXLUN- AíÍF/tutiA þ/FTTI &ELTI ÆST mð- MQ.L SYEFH Fóðri (O /?YK StiF-Mm ÖHUéB BÖRti KALL k TMiT idáuR HAF A 10 YOTAR ONllO KIHO- iNftt 5KJÓLS ' ST'IA L00ð- ARA KtÆALO ER£ UTAH tl/V6- Hl?0S5 HULfíit- mrW mahhs- flAFH SHO61 Kfjfar 1 ödúófi /V7JUT ýtim SÍR »5 H-.xýáxTv:'-:;: • •:. tilTA &AT STúR F-LSKAR 'oLm ÆVI- SKEIð HÆð TbiA KLítta- N BF | "i HLJPÐl bitma 0FH KUFRA 'A6ÆT- LFRA fyÚF- TR't TOK 5 SKAUTS bSTÓ'fi- U&T ÖRAP EiRl ttM KbVkl HfLði 1111 iviÉiýÉ-ýl ' wtim karl- MfíuR í OV30A EKKl YlTRl H£F- T'OhAK l J TOGA 61 q MÆT Helgarkrossgáta 222 I krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta 222) Strandgötu 31 600 Akureyri, eða í faxsíma sem er 460 6171. Lausn- arorð í krossgátu 221 var ÞORRABLÓT og vinnings- hafi er Helga Reinalds sem býr á Írabakka 30 í Reykja- vík. Hún fær senda bókina Sögur úr týndu landi eftir Ásgeir Jakobsson. Ásgeir Jakobs^on Vinningshafi fær senda bókina Sögur úr týndu landi eftir Ásgeir Jakobsson. .vAOjfö j yö'/9 x /iWjjwl U.yAfsXy/jf tú fj)9& ftOjftgt:. S> ! glf&OW, 0S 0).7A‘> l,:.q2 JU’JJiJUlJJ'J gO ZOID /J/Jí/Oj/i ) T/w/J/tIbj •jjjty/ óiií/l t> í/tqíjyýl

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.