Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 7

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 - 31 RITSTJÓRNARSPJALL Ftjótt að breytast „Það verður vafalítið heitt á Alþingi næstu vikur og mánuði. Langt er frá að öryrkja- og Hæstaréttarmál séu útrædd á þeim vettvangi. Og svo kemur sala Landssímans fljótlega fyrir þingið og mun óhjákvæmilega valda háværum deilum," segir greinarhöfundur. Það var Harold YVilson, tyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands, sem lét fyrstur svo um mælt aö vika væri langur tími í pólitík. iVIeð ]rví var hann að vekja at- hygli á því að óvæntir atburðir geta á svipstundu breytt afstöðu almennings til stjórnmálamanna og flokka. Þetta hefur heldur betur sann- ast í íslenskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Tíðar skoðanakannanir bæði um f\'lgi stjórnmálaflokka og vinsældir einstakra forystumanna bera með sér að miklar sveiflur á f\'lgi á örskömmum tíma einkenna nú stjórnmálaharáttuna. Það segir okkur jafnframt að engin tök eru á því að ráða af skoðanakönnun- um nú hvernig úrslit muni verða í þingkosningum sem ekki stend- ur til að halda íyrr en vorið 2003. Utkoman þá kann að vera gjörólík því sem nú mælist í könnunum. Staða stjómarílokkanna Það er augljóst að öryrkjamálið svonefnda hefur haft veruleg áhrif á afstöðu rhargra til flokk- anna og einstakra forystumanna. Mikill meirihluti þjóðarinnar var strax, og er enn samkvæmt nýj- ustu skoðanakönnuninni, alfarið á móti viðbrögðum rfkisstjórnar- innar í málinu. Davíð Oddsson, forsætisráðhcrra, gekk manna harðast fram í opinberum skömmum á forystu Öryrkja- bandalagsins og dómsniðurstöðu Hæstaréttar og uppskar að laun- um meiri óvinsældir en nokkru sinni fyrr. Fylgi Sjálfstæðis- flokksins féll einnig verulega og hélst í aðeins 37 prósentum tvær kannanir í röð. Líklega má skrifa þá fylgislækkun alfarið á fram- komu forsætisráðherra í öryrkja- málinu. Forvitnileg breyting varð hins vegar á fylgi hins stjórnarflokks- ins. Framsóknarflokkurinn fór mjög illa út úr könnun sem gerð var snemma í janúar, en hafði rétt nokkuð úr kútnum sam- kvæmt annarri könnun hálfum mánuði síðan. Það er vafalaust rétt, sem ýmsir hafa haldið fram, að hluti af þeirri fylgisaukningu hafi verið samúðarfylgi vegna aðsvifs Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra, og aðdáun- arverðs dugnaðar hennar í fram- haldi af því. En margt bendir til þess að málflutningur Halldórs Asgrímssonar, formanns flokks- ins, í fjölmiðlum og á mörgum fundum með flokksmönnum hafi líka haft sitt að segja. Hitt er athyglisvert að um þriðjungur þeirra sem lýstu yfir stuðningi við Framsóknarflokk- inn í seinni könnun DV, var um leiö andvígur þeirri ríkisstjórn sem flokkurinn er þátttakandi í. Og yfirgnæfandi meirihluti f>'lg- ismanna Framsóknarflokksins segist enn vera andvígur aðgerð- um ríkisstjórnarinnar í öryrkja- málinu. Samkvæmt því hefur forystu (lokksins ekki enn tekist að sannfæra fjölmarga stuðn- ingsmenn sína um aö þeir hafi staðið rétt að málum. Örlagarlkar sekúndur I fylgisumróti síðustu vikna hef- ur útkoma stóru stjórnarand- stöðullokkanna tveggja þó vakið mesta athygli og umtal, og er það að vonum. Sveiflurnar á fylgi Samfylkingarinnar eru líklega einstæðar á svo skömmum tíma. Enn er deilt um skýringarnar. Það fer auðvitað ekki á milli mála að hluti skýringarinnar á fylgistapi Samfylkingarinnar felst í afstöðu almennings til við- bragða formanns Samfylkingar- innar við yfirliði Ingibjargar Pálmadóttur í beinni sjónvarps- útsendingu. Margir vilja trúa því að afstaða kjósenda til flokka og foringja byggist fyrst og fremst á málefnalegum grunni. En á tím- um fjölmiðlastjórnmála, þar sem ímyndin skiptir öllu máli, eru það einmitt augnablik eins og þetta sem geta skipt sköpum. Núna geta örfáar sekúndur í sjónvarpi verið langur tími í póli- tík og haft gífurleg áhrif á al- nienningsálitið. Vafalaust er hægt að dcila endalaust um það hversu mikið af fylgishrapi Samf\'lkingarinnar í umræddri skoðanakönnun var beinlínis vegna þessa einstaka atviks. En það er út í hött að líta fram hjá því að það réði miklu. Þcir sem halda öðru fram hafa augljóslega ekki fylgst með ]rví um hvað og hvernig fólk talaði á vinnustöðum daginn eftir. Sókn VinstrihreyfLngariimar Sókn Vinstrihreyfingarinnar í skoðanakönnunum er sérstæð en samt ekki einsdæmi. Þeir sem muna nokkur ár aftur í tímann minnast þess auðvitað að á vissu tímaskeiði mældist Alþýðullokk- ur Jóns Baldvins Hannibalssonar með mjög svipað fý'lgi og VG núna, það er í kringum þrjátíu prósent. Og eitt sinn gerðist það að Samtök um kvennalista, sem nú heyra sögunni til, komust í álíka fylgi í skoðanakönnunum. Þetta dregur að sjálfsögðu ekkert úr því afreki VG að ná núna slíku „Enginn hinna stj órnmálaílokkaima hefur enn sem koiniö er gert sig líklegaii til að keppa í alvöru við Vinstrihreyfinguna um það fylgi sem hún hefur sópað til sin í skoðanakönnnnnm. “ fý'lgi í skoðanakönnunum. En er aðeins til áminningar um að það kann að reynast vandasamt að halda slíku fylgi út allt kjörtíma- bilið, enda er það tæplega hálfn- að. Sú var að minnsta kosti reynsla Kvennalistans ogAlþýðu- flokksins. Það sem gefur hins vegar vís- bendingar um að veruleg tý'lgis- aukning Vinstrihreyfingarinnar sé ekki endilega byggð á sama sandi og í þeim tveimur fordæm- um sem nefnd hafa veriö, er fyrst og fremst tvennt. Annars vegar hefur fylgisaukn- ing VG verið jöfn og stígandi allt frá því gengið var til Alþingis- kosninga vorið 1999. Það hafa ekki mælst miklar sveiflur fram og til baka - fylgisþróunin hefur öll verið upp á við og það í tæp tvö ár. I litt er auðvitað sú staðreynd að enginn hinna stjórnmála- flokkanna hefur enn sem komið er gert sig líklegan til að keppa í alvöru við Vinstrihreyfinguna um það fý'lgi sem hún hefur sóp- að til sín í skoðanakönnunum. Því þótt hluti af fylgisaukning- unni sé vafalaust óánægjulý'lgi sem getur fyrirvaralítið fundið sér annan farveg, þá er Ijóst að VG hefur náð að höfða til fólks sem telur aðra flokka hafa vfir- gefið sig og sjónarmið sín. Því lengur sem aðrir flokkar láta undir höfuð leggjast að reyna að ná stjórnmálasambandi við þessa kjósendur þeim mun fastar tengjast þeir Vinstrihreyfing- unni. Landssímaslagurinn Það verður vafalítið heitt á Al- þingi næstu vikur og mánuði. Langt er frá að öryrkja- og Hæstaréttarmál séu útrædd á þeim vettvangi. Og svo kemur sala Landssímans fljótlega fyrir þingið og mun óhjákvæmilega valda háværum deilum. Tvennt mun einkenna þær umræður ef að líkurn lætur. Ann- ars vegar þykir mörgum sér- kennilegt að llýta sölu þessa arð- bæra fyrirtækis einmitt á þeim tíma þegar verðmæti Landssím- ans er sagt í lágmarki. Hægt var að fá mun hærra verð fyrir einu ári eða svo, og margir spá því að eftir eitt ár eða svo muni gengi hlutabréfa í símafyrirtækjum hafa hækkað verulega á nýjan leik. Sala einmitt núna er því skrítin leið lil að hámarka það verð sem skattborgararnir fá fyr- ir eign sína, en það hefur lengi verið takmark Framsóknar- manna. Um það vitna fjölmargar yfirlýsingar þingmanna þeirra í fjölmiðlum og annars staðar, svo sem eins og þessi sem birtist í Degi og er valin nánast af handa- hófi: „Þar cr um miklar eignir að ræða sem miklu skiptir að fyrir fáist hæsta verð.“ Hitt stóra deilumálið verður auðvitað salan á grunnnetinu með Landssímanum. Það hefur alltaf verið stefna Sjálfstæðis- flokksins að selja ljósleiðarann Iíka og það hafa ráðherrar hans nú fengið í gegn í ríkisstjórninni. 1 ljósi fyrri yfirlýsinga hlýtur stjórnarandstaðan að inna fram- sóknarmenn rækilega eftir því hvers vegna þeir féllust á rök sjálfstæðismanna í þessu máli. Astæðulaust er að tína til hér og nú dæmi um fyrri yfirlýsingar um hið gagnstæða; þær þekkja allir sem fylgst hafa með fjöl- miðlum það sem af er kjörtíma- bilinu. Sú almenna skýring sem fram hefur komið - að það sé núna í lagi að selja grunnnetið af því að byggða- og jafnræðissjónarmiðin séu tryggð í fjarskiptalögum sem þingið samþykkti árið 1999 - dugar ekki ein og sér. Yfirlýsing- ar þingmanna Framsóknar- flokksins hafa allar vcrið gefnar eftir að þessi lög tóku gildi. Það þarf því mun ítarlegri rök, bæði í því frumvarpi sem ríkisstjórnin mun leggja fram um sölu Lands- símans og í umræðunum sem á eftir fylgja, ef framsóknarmenn ætla að sannfæra fólk úti á landi um að hagsmunum landsbyggð- arinnar sé ekki stefnt í stórfellda hættu með því að selja „byggða- brúna“ sem landbúnaðarráð- herra nefndi svo þegar hann undirstrikaði fyrir ekki löngu andstöðu sína við að selja grunn- net Landssímans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.