Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 9

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 9
32- LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 - 33 FRÉTTASKÝRING L. FRÉTTIR Harðnandi áróðiirsstríð GUÐMUNDUR RÚNAR " . r HEIÐARSSON '!■ / SKRIFAR Framtíð Vatiismýrar. Þverpólitískt. Ekki einkamál borgarbúa. Ný samtök gegn flug- vellmum. 70% far- þega uiii völlinu eru laudsbyggðarfólk og 20% Reykvíkingar. Aróðursstríðið um framtíð Reykjavíkurllugvallar harðnar með degi hverjum, enda styttist óðfluga í að greidd verði atkvæði um jiað hvort völlurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni eða ekki. Meðal annars verða stofnuð ný samtök gegn flugvellinum í dag, laugardag í Ráðhúsinu. Samkvæmt skoðanakönnun DV virðast flestir velja völlinn í Vatns- mýrinni af jteim valkostum sem fram hafa komið, eða 48,6% kjós- enda á landsvísu. Athj'gli vekur jtó aðeins 35% höfuðborgarbúa eru fý'lgjandi núverandi stöðu vallar- ins og 33% vilja flytja hann á Löngusker sem bæjarstjóri Sel- tjarnarnesbæjar telur að séu í eigu bæjarins. Skoðanir landsbyggðar- fólks eru þó meira afgerandi þar sem 54,3% vilja hafa hann áfram í Vatnsmýrinni. Ilinsvegar virðist enn vera ein- hver tími í að endanlegt útlit at- kvæðaseðilsins verði ljós, en stefnt er að því að flugvallarkosn- ingin verði rafræn þann 17. mars n.k. Það er því ekki enn vitað hvaða möguleika fólk hefur um að velja fyrir nýja staðsetningu á vell- inum ef það vill hann hurt úr Vatnsmýrinni eða hafa hann þar áfram í breyttri mynd. MiMir hagsmunir Eins og gefur að skilja eru gríðar- lega miklir hagsmunir í húfi í þessu máli. Ekki aðeins fyrir borg- ina heldur einnig fyrir lands- byggðina, flugrekendur og ýmsa aðra hagsmunahópa eins og t.d. ferðajjjónustuna og nágranna- sveitarfélög. Síðast en ekki síst hefur ríkið mikilla hagsmuni að gæta sem þegar hefur lagt umtalsvert fjár- magn til uppbyggingar á Reykja- víkurflugvclli. Það er því viðhúið að flugvallarmálið eigi eftir að verða fyrirferðarmikið í fjölmiðl- um næstu vikur hvort sem fólki líkar betur eða verr. Málefnið er ekki aðeins þverpólitískt og sjóð- heitt heldur líka tilfinningalegt fyrir marga. Pólitískir andstæðingar R-list- ans sjá líka sæng sína útbreidda til að koma á höggi á borgaryfirvöld í þessu máli, enda telja þeir að væntanlegar kosningar séu algjör skrípaleikur og illa staðið að öll- um undirbúningi þar sem engin veit eitt eða neitt. Þeir benda m.a. á að samkvæmt aðalskipulagi eigi völlurinn að vera í Vatnsmýrinni til 2016 og því sé til lítils að kjósa um framtíð hans árið 2001. Þess- ari gagnrýni vísa borgaryfirvöld á bug og benda á að atkvæðagreiðsl- an sé vísir að því að fleiri stór borgarmál verði sett undir dóm borgarbúa í almennum atkvæða- greiðslum. Keinur á óvart Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir að jtað komi sér ekki á óvart að í skoðanakönnun DV séu flestir scm vilji Reykjavíkur- flugvöll áfram í Vatnsmýrinni. Það sé vegna þess að fólk hafi oft til- hneigingu til að velja það sem það þekkir. Hún vekur þó athygli á því að í könnuninni kom fram að að- eins 35% höfuðborgarbúa vilja völlinn áfram í Vatnsmýrinni. Það komi sér á óvart að það skuli ekki vera hærra hlutfall. Borgarstjóri segir að hin 65% vilji eitthvað annað þótt þeir séu ekki búnir að ákveða hvað það sé. Þá sé stuðningur við flugvöll á Lönguskerjum staðfesting á því hvað kvikmyndin sé sterkt áróð- urstæki fremur en eitthvað annað. Borgarstjóri telur því að |tessi könnun bendi til þess að atkvæða- greiðslan geti farið á hvorn veginn sem er. Þverpólitískt Þá finnst Ingibjörgu Sólrúnu jtað vera eðlilegt að umræðan um framtíð vallarins fari vaxandi með áhugaverðri umfjöllun. Þá finnst henni það einungis vera fagnaðar- efni að borgarbúar taki þetta mál í sínar hendur og stofni til samtaka til að snúa öðrum á sitt band. Hún segir að niðurstaða úr at- kvæðagreiðslunni verði notuð bæði við vinnu við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og aðal- skipulag borgarinnar. Hún segist jafnframt reikna með að afstaða borgarfulltrúa og kjósenda R-Iistans sé þverpólitísk til flugvallarins, þótt hún hafi ekki gert neina könnun á því. Hinsveg- ar sé órofa samstaða meðal borg- arfulltrúa R-listans um það að leyfa borgarbúum að ákveða fram- tíð vallarins í atkvæðagreiðslu. Kópavogur í fjölmiðlum Aftur á móti finnst borgarstjóra aðferðafræði bæjaryfirvalda í Kópavogsbæ vera dálítið sérkenni- leg í sambandi við þá kröfu þeirra að fá að taka þátt í kosningunni. I það minnsta segist hún ekki hafa fengið neitt formlegt erindi um það frá Kópavogsbæ né hafibær- inn óskað eftir viðræðum um það mál. Hún segir að þessi krafa Kópsvogs sé meira í fjölmiðlum. Aftur á móti bendir margt til þess að það muni einungis borg- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri segir að það komi sér óvart að aðeins 35% höfuðborgarbúa skuli vilja völlinn áfram í Vatnsmýr- inni, samkvæmt könnun DV. arbúar fá að kjósa en afstaða ann- arra verði fengin með skoðana- könnun. Það sé þó háð því hvern- ig spurningin verður lögð upp. Hún minnir einnig á að sveitar- stjórn Vartnsleysustrandarhrepps hafí samþvkkt fyrir sitt leyti að Hvassahraun verði einn af val- kostunum. Hagsmunahópar Aðspurð um gagnrýni sjálfstæðis- manna í borgarstjórn á R-listann í flugvallarmálinu segir borgarstjóri að það sem geti kannski sameinað þá, þótt þeir hafi sem einstakling- ar margar skoðanir á málinu, sé andstaða þeirra við atkvæða- greiðslu. Það sé m.a. vegna jtess að þeim líki það ekkert óskaplega vel að verið sé að taka málið úr höndum hagsmunahópa og setja það í hendur almennings. Hún bendir á að eftir þessa at- kvæðagreiðslu þá muni fólk í auknum mæli gera meiri lýð- ræðiskröfu til þess að fá að greiða Gunnar I. Birgisson formaður bæjarráðs Kópavogs segir að framtíö Reykjavíkurflugvallar sé ekkert einkamál borgarbúa. atkvæði um stór mál sem varða allt samfélagið með einhverjum hætti, borgina eða allt landið. Hinsvegar segir hún að Sjálfstæð- isflokkurinn kunni alltaf best við það að málin séu í höndum hags- munahópa sem þeim séu þóknan- legir. Ekki faglegt A fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld gagnrýndi Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri flugmálayfir- völd fyrir það að afskrifa flugvöll í Hvassahrauni í Vatnsleysustrand- arhreppi á grundvelli einhverra rannsókna sem gerðar voru í Kapelluhrauni fýrir 30 árum. Borgarstjóri segir að Jjetta séu ekki fagleg vinnubrögð. í því sam- bandi bendur hún t.d. á að flug- málayfirvöld hafi ekki gert at- hugasemdir á sínum tíma þegar þýskir sérfræðingar voru að vinna með stýrihópnum um hugsanlega valkosti fyrir nýjan flugvöll og m.a. í Hvassahrauni. Erna Hauksdóttir stjórnarmaður í Hollvinasamtökum Reykjavikur- flugvallar segir að atkvæðagreiðsl- an verði óttalegur skrípaleikur. Allir fái að kjósa Gunnar I. Birgisson formaður bæjarráðs Kópavogs áréttar þá kröfu bæjarins að fá að taka þátt í kosningu um framtíð flugvallarins og einnig allir landsmenn. Hann segir að þetta sé ekkert einkamál Reykvíkinga þótt völlurinn sé inn- an borgarmarka. Völlurinn sé tenging landsbyggðar við höfuð- borgarsvæðið og því hefur borgin ákveðnum skyldunt að gegna í þessu máli. Sjálfur tclur hann að þarna sé aðeins unt tvo kosti að velja, þ.e. að völlurinn verði áfram í Vatns- mýrinni eða í Keflavík sem yrði verulega dýrara fyrir landsbyggð- ina. Hinsvegar sé flugvöllur í Hvassabrauni bara „bull“. Hann bendir á að gríðarlegir hagsmunir séu í þessu máli fyrir höfuðborgarsvæðið. Þarna sé um að ræða fjöldann allan af störfum sem tcngjast flugvellinum svo ekki sé minnst á ferðajtjónustuna. Hann undrast því að R-listinn vilji Andrés Magnússon í Samtökum gegn flugvellinum undrast að Flug- málastjórn sé að auglýsa eftir kynn- ingarstjóra. helst „slökkva" á jæssum flugvelli og skuli í raun ekkert annað hafa fyrir stafni en að standa fyrir svona „leiksýningum." Sjálfur telur hann að fólk verði að taka því þótt ein- hver ójtægindi kunni að stafa af vellinum í Vatnsmýrinni vegna þeirra hagsmuna sem í húfi eru. Þá sé viðhúið að allt önnur tækni verði kominn til sögunnar í flugi árið 2016. Hvar eru uinhverfissiimariiir? Gunnar segir að jrað komi til álita ef eitthvert vit sé í því að hafa völl- inn áfram í Vatnsmýrinni en í breyttri mynd. Hann undrast þó að menn skuli vilja taka Vatnsmýrina undir byggð og bendir á að hún sé m.a. griðland fugla. „Hvar eru þessir umhverfissinnar, Olafur F. Magnússon og allt þetta vinstra- gengi? Það heyrist ekkert í því þeg- ar á að slátra griðlandi fuglanna. Þeir flýja kannski í Kópavog þar sem jieir eru velkomnir," segir Gunnar I. Birgisson sem telur sig Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi segir að fullkomið ósamræmi sé í málflutningi bæjaryfirvalda Kópa- vogs í skipulagsmálum. ekki vera minni umhverfissinna en marga aðra. Ósamræmi Ólafur F. Magússon borgarfulltrúi sjálfstæðismanna vísar þessum ummælum samflokksmanns síns til föðurhúsanna. Hann segir að til- raunir forystumanna Kópavogsbæj- ar til að koma höggi á sig séu grát- broslegar í ljósi j)ess að fullkomið ósamræmi sé í afstöðu þeirra til skipulagsmála við Elliðavatn og skipulagsmála í Vatnsmýrinni. Sjálfur segist hann líta á höfuð- borgarsvæðið sem eina skipulags- lega heild og málflutningur sinn hafi verið samkvæmur þeirri skoð- un allt frá því hann hóf störf í borg- arstjórn fyrir 10 árum. Óttalegur skrípaleikur Erna Hauksdóttir stjórnarmaður í Hollvinasamtökum Reykjavíkur- flugvallar sem vilja völlinn áfram í Vatnsmýrinni segir að það sé degin- um ljósara að áróðursstríðið um framtíð flugvallarins muni fara stigvaxandi á næstu viku. Hún tel- ur að atkvæðagreiðslan sé „óttaleg- ur skrípaleikur" þar sem verið sé að etja borgarbúum saman. Síðast en ekki síst bendir hún á að það Iiggi ekki einu sinni fyrir um hvað eigi að kjósa þótt verið sé að leggja fram hinar og þessar skýrslur. Hún gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir að bafa lítið samráð við flug- rekendur sem eiga að nota völlinn. Þessutan séu flugrekendur búnir að benda á mörg flugtæknileg at- riði sem koma í veg fyrir að hægt sé að nota aðra kosti eins og t.d. í Hvassahrauni í Vatnsleysustrand- arhreppi og á Lönguskerjum. Hún segir að í Hvassahrauni sé veðurlag með þeim hætti að þyrlu- flugmenn Gæslunnar fari þangað til að æfa sig í að fljúga í miklum vindi og á Lönguskerjum sé mikið særok sem valdi tæringu flugvéla. Hún telur að þetta mál sé allt ein „vitleysa" af hálfu borgaryfin'alda, enda séu þau búin að gera sam- komulag við yfirvöld samgöngu- mála að völlurinn verði í Vatnsmýr- inni til 2016. Nær sé að skoða bet- ur þær hugmyndir sem flugmálayf- irvöld hafi sett fram um að færa þungann af starfsemi flugvallarins nær Öskjuhlíðinni. Þá sé afstaða ferðaþjónustunnar alveg skýr urn það að vilja ekki völl- inn til Keflavíkur. Það sé m.a. vegna þess að þá mundi innanlandsllugið hreinlega detta niður. Hún vekur jafnframt athygli á því að Reykvík- ingar séu ekki nema 20% af farþeg- um í innanlandsflugi. Hlutur lands- byggðarinnar sé um 70% og erlenda ferðamanna um 10%. Ný samtök I Ráðhúsinu í dag, laugardag, verða stofnuð ný samtök sem hafa á stefnuskrá sinni að berjast gegn veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Andrés Magnússon einn af að- standendum þessara nýju samtaka segir að þau verði að safna pening- um til að standa straum af kostnaði vegna birtingu auglýsinga og öðru efni sem þau muni senda frá sér til upplýsingar á stefnu sinni. Hann vekur jafnframt athygli á því að flugmálastjórn hafi verið að aug- lýsa eftir kynningarstjóra. 1 því sambandi bendir hann að fljótt á litið sé ekki hægt að sjá það í lögum um Flugmálastjórn að gert sé ráð fyrir því að stofnunin þurfi að stan- da fyrir einhvcrjum gífurlegum kynningarmálum. Högni Hoydaf varaforseti Lögþingsins, ráðherra sjálfstæðismála og fulltrúi Færeyja i norrænu samstarfi, segir að nauðsynlegt sé að Færeyingar hafi fullt pólitískt og efnahagslegt sjálfstæði í sínu eigin landi og í kjölfarið eigi að byggja upp nýtt og betra samstarf milli Færeyja og Danmörku þar sem komið er fram við Færeyinga á jafnréttis- grundvelli. Færeyingar munu kjósa iiiii fuUveldi Þjóðaratkvæða- greiðsla um sjálfstæði Færeyinga á að fara fram í Færeyjum þann 26. inaí næstkomandi, samkvæmt ákvörðun meirihluta lands- stjómar, Þjóðveldis- flokks og Fólkaflokks sem alls fengu 45,1% atkvæða við síðustu kosningar 1998. Um 60% Lögþingmanna greiddu tillögunni atkvæði. Stjórnarand- staðan er á móti því að kosið verði um málið. I maí verður kosið um stefnu færeysku landstjórnarinnar í sjálf- stæðismálum, en samkvæmt hcnni taka Færeyingar við stjórn í öllum sínum málunt í áföngum til ársins 2012. Þá er stefnt að því að efna til til jtjóðaratkvæðagreiðslu um að Færeyjar verði sjálfstætt ríki. 1 kosningunum munu kjós- endur svara fjórum spurningum, það er að að öll yfirráð yfir fær- eyskurn málum sem eru í hönd- um Dana verði í höndum Færey- inga í síðasta lagi 2012, hvort stofna eigi sjóð sem á að tryggja að að ekki skapist annað kreppu- ástand í Færeyjum og að þar ríki efnahagslegt sjálfstæði, jafnvel þótt t.d. verði samdráttur í fisk- veiðum; hvort Færeyingar geti verið án milljarðs króna stuðnings Dana samkvæmt núverandi sam- kontulagi og að lokum hvort kjósa eigi um fullkomið sjálfstæði Fær- eyja árið 2012. Þannig munu fær- eyskir kjósendur ganga tvisvar að kjörhorðinu til að ákveða hvort Færeyjar segi sig úr ríkjasam- bandinu við Dani, og þá hvenær. Högni Hoydal, varaforseti Lög- þingsins, ráðherra sjálfstæðis- mála og fulltrúi Færeyja í nor- rænu samstarfi, segir að nauðsyn- legt sé að Færeyingar hafi fullt pólitískt og efnahagslegt sjálf- stæði í sínu eigin landi og í kjöl- farið eigi að byggja upp nýtt og betra samstarf milli Færeyja og Danmörku þar sem komið er fram við Færeyinga á jafnréttis- grundvelli. Færeyingar þurfi ein- nig að skapa sér sess í samstarfi Jrjóðanna. Aætlun sé uppi um að skrifað verði undir milliríkja- samning milli Færeyja og Dan- merkur Jtar sem Danir viðurkenni að Færeyingar ráði yfir sínú eigin landi. „Það eru margar ástæður fyrir því að Færeyingar sækja eftir sjálfstæði. Þar vegur þungt svo- kallað „bankamál" Jiar sem dönsk yfin'öld ákváðu að stórt tap banka skyldu Færeyingar einir bera,“ segir Högni í samtali við Dag. En málið dró frant í dagsljósið Jrá Þóra Þóroddsdóttir: En margir vilja að hér og nú verði sagt við Dani takk og bless og unnið að færeyskum framfaramálum í sam- vinnu við aðrar þjóðir. staðreynd betur en margt annað að í kreppunni sem yfir Færeyjar kom í byrjun síðasta áratugar höfðu Færeyingar enga pólitíska eða efnahagslega málsvara í Dan- mörku. „Færeyjar hafa ekki orðið neitt sjálfstæðari eftir heima- stjórn, jivert á móti orðið háðari dönsku fjármagni til þess að halda samfélaginu gangandi. Færeysku og grænlensku heima- stjórnarlögin hafa eldd fært íbú- unum rétt á yið Dani í Danmörku og t.d. höfurn við engin áhrif á ut- anríkisstefnu Ðana enda ekki tal- að um dansk-færeyska-græn- lenska ríkið. Það er ekki verið að rísa sig lausan úr einhverju ríkja- sambandi, það er misskilningur að það sé til ríkjasamband þriggja ríkja með sömu réttindi og sjálf- stæði. Það er líka nauðsynlegt að úrelt þjóðerniskennd stöðvi ekki þróunina, en rnargir danskir stjórnmálamenn hafa sagt að vilji Færeyingar sjálfstæði, muni efna- hagsleg aðstoð hætta strax og ekki neinnar hjálpar þaðan að vænta til okkar," segir Högni Hoydal. Mál málanna Þóra Þóroddsdóttir er gift Færey- ingi, Martin Næs landsbókaverði. Hún segir að ákvörðun lands- stjórnarinnar sé mál málanna til Færevjum í dag, og meginatriðið sé að Færejingar taki smátt og smátt Ijárhagslega ábvrgð á jní sem fram fer í landinu. Stefnt sé að því að tekið verði við málefn- um kirkjunnar og dómsmálunum árið 2005 og síðan við heilbrigðis- kerfinu nokkru seinna, en |jannig að við öllu hafi verið tekið árið 2010. A móti jjví verði Ijárhags- styrkurinn frá Dönum skorinn niður í áföngum. Meginforsendur dönsku aðstoðarinnar telur Þóra vera stuðning við félagsmála og skólakerfið auk heilhrigðismála, þó Færeyingar ráðstafi þeim fjár- munum sjálfir. Viðbrögð Dana Hversu tnikil úhrif hefur væntan- legur olíuauður á þessa ákvörðun? „Olíuiðnaðurinn mun hafa gríðarleg áhrif hér en það er ekki reiknað með því í þessu. Það verður bvrjað að bora næsta sum- ar af þremur aðilurn. En undir- búningur þess hefur jiegar haft jákvæð efnahagsleg áhrif hér í Færeyjum. Það fiskast vel og gott fiskverð og þá er hér blómstrandi búskapur með talsverðum hagn- aði á fjárlögum. Paul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, segir að ákvörðun Færey- inga skapi alvarlegt ástand, og það kæmi mér ekki á óvart að Danir tækju ekkert mark á niður- stöðu kosninganna í maí ef tillag- an verður samjiykkt. En margir vilja að hér og nú verði sagt við Dani takk og bless og unnið að færeyskum framfaramálum í samvinnu við aðrar þjóðir," segir Þóra Þóroddsdóttir. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.