Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 - 35
VAtíur_
ERLENDAR FRÉTTIR
Sharon ætlar að
vinna friðinn
með hörku
Hreintrúaðir Gyðingar eru helstu stuðningsmenn Sharons, en í skoðana-
könnunum mælist fyigi hans 15-2 7 prósentustigum hærra en Baraks.
Fátt sýnist geta komið
í veg fyrir að harðlínu-
maðurinn Sharon verði
kosinn forsætisráð-
herra ísraels á þriðju-
daginn. Hann lofar að
ekki verði gengið að
neinum kröfum Palest-
ínumanna og er friðar-
ferlið aQt í uppnámi.
Allt útlit er á að Ariel Sharon verði
kosinn forsætisráðherra Israels
næstkomandi þriðjudag. I skoð-
anakönnunum mælist fylgi hans
15 til 21 prósentustigum meira en
keppínautarins Ehud Baraks, nú-
verandi forsætisráðherra. I Israel
er forsætisráðherra kosinn beinum
kosningum en þingið kýs valdalít-
inn forseta.
Flestir spá því að verði Sharon
kosinn forsætisráðherra muni
átökin milli Palestínumanna og
ísraela harðna og jafnvel enda í
styijöld. Róstutímabilið sem staðið
hefur yfir í fjóra mánuði og kostað
hundruð manna lífið, hófst þegar
Sharon fór á Musterishæðina í
Jerúsalem á helgum degi
Múslima. Það var tekið sem stork-
un og síðan hefur látum ekki linnt.
Hið mikla fylgi sem Sharon nýt-
ur meðal kjósenda sýnir að svo-
kallað friðarferli og friðsamleg
sambúð á ekki upp á pallborðið
meðal kjósenda í Israel. Ekki virð-
ast Palestínumenn heldur kæra sig
um samninga og frið, því þeir ögra
Israelum við hvert tækifæri og
hvenær sem einhveijar horfur eru
á sáttum fara hermdarverkamenn
og friðspillar á stúfana og allar
friðarumleitanir fara út um þúfur.
Sharon lofar Israelum því að
Palistínumönnum verði aldrei af-
hent meira land en þeir hafa þeg-
ar, sem þýðir að ekki verði hróflað
við landnemabyggðunum sem
þegar er búið að reisa á landi sem
tilheyrði Palestínumönnum. Þá
lofar hann að Jerúsalem verði ekki
skipt og að Palestínumenn muni
aldrei frá yfirráð austurhlutans,
eins og Barak hefur gefið vilyrði
um.
Þessi kosningaloforð taka
Palestínumenn sem hreina stríðs-
yfirlýsingu. Sharon heldur því aft-
ur á móti fram að leiðin til friðar
sé að mæta Palestínumönnum og
kröfum þeirra af fullri hörku. Því
blæs ekki byrlega hvað varðar frið-
arferlið, sem nú hefur staðið í ára-
tugi án sýnilegs árangurs.
Margir þjóðaleiðtogar hafa sleg-
ið sig til riddara með því að segjast
ætla að koma á sættum milli Isra-
ela og Palestínumanna. Clinton
reyndi fram á síðustu stundu for-
setaferlis síns að koma á friðarvið-
ræðum og einhvers konar sáttum,
en án árangurs. Boðaðir voru
maraþonfundir í Egyptalandi fyrir
nokkrum vikum en þeir voru aldrei
nema stuttir og snubbbóttir og
gjörsamlega árangurslausir.
Fyrir örfáum dögum risu upp
tveir friðarpostular og létu berast
út um heimsbyggðina að nú ætl-
uðu þeir að koma á sáttum milli
stríðandi aðila. Kofi Annan fram-
kvæmdastjóri SÞ og Göran Pers-
son forsætisráðherra Svíþjóðar
boðuðu Barak og Arafat til fundar
í Stokkhólmi um helgina til að
hefja friðarviðræður á síðustu
stundu. Sú tilraun fór snarlega út
um þúfur.
Barak hefur verið tiltölulega eft-
irgefanlegur í samningviðræðum
við Arafat og hans menn. Hann
hefur ljáð máls á því að afhenda
sv'æði sem tsraelar hafa lagt undir
sig á Vesturbakkanum í trássi við
fyrri samninga, og hann hefur ein-
nig samþykkt að ganga að kröf-
unni um að afhenda Palestínu-
mönnum austurhluta Jerúsalem,
sem þeir líta á sem sína höfuð-
borg.
Sem fyrr segir ætlar Sharon ekki
að afhenda neitt eða ganga að
neins konar kröfum Palestínu-
manna um endurheimt Iands-
svæða sem þeir gera kröfur til eða
veita þeim meira sjálfstæði en þeir
njóta þegar.
Þetta virðist falla kjósendum vel
í geð sé mið tekið af skoðanakönn-
unum, sem undantekningarlaust
sýna mun meira fý'lgi með harð-
línustefnu Sharons en sáttatónin-
um sem einkennir málflutning
Baraks.
Hvað við tekur í samskiptum
ísraela og Palestínumanna eftir
kosningarnar á þriðjudaginn er
ábyrgðarminnst að spá um, en því
miður kemur gamalt máltæki upp
í hugann; að Iengi getur vont
versnað. — oó
Verðhrun á norskum laxi
OSLO: - Verð á norskum eldislaxi hefur hrapað að undanförnu. Að sögn
norska dagblaðsins Norsk Næringsliv féll v'erðið um sjö prósent í janúar í
26 krónur norskar sent er nálægt því lágmarki sem Evrópusambandið setti
sem viðmiðun í’yrir að leggja sérstakan refsitoll á norska laxinn. Norski
sjávarútvegsráðherrann hvetur Iaxeldismenn að fara ekki undir verðvið-
miðun ESB.
Lykilmaður handtekinn í Manila
MANILA: - Lykilmaður í franska fjár-
málahneykslinu, sem nú er til með-
ferðar hjá dómstól í París, var hand-
tekinn í Manila á l ilippseyjum í gær.
Fjármálamaðurinn Alfred Sirven,
sem er 74 ára, var um árabil yfirmað-
ur hjá Elf olíufyrirtækinu. Hann
verður væntanlega afhendur frönsk-
um yfirvöldum um helgina. Sirven,
sem er talinn búa vfir mörgum leynd-
armálum um pólitíska og fjármála-
Iega spillingu í París í valdatíð Mitter-
ands heitins, hefur verið á flótta í tvö ár. Meðal þeirra sem ákærðir eru í
spillingarmálinu er fyrrv'erandi utanríkisráðherra Frakklands, Roland
Dumas.
Ganga gegn kynþáttahatri
OSLO: - Um 40 þúsund manns mætti í mótmælagöngu gegn kynþátta-
hatri í Ósló, höfuðborg Noreg, í gær. Þessi gífurlega fjölmenna ganga er
svar almennings við morði sem nýnasisti framdi á norskum innflytjanda.
Meðal þeirra sem tóku þátt voru forsætisráðherra Noregs og biskupinn í
Ósló.
Lét lifið í tyrkneska þinginu
ANKARA: - Tveir tyrkneskir þing-
menn hafa verið yfirheyrðir eftir átök
í þingsalnum sem leiddu til þess að
einn þingmanna stjórnarandstöðunn-
ar lá í valnum. Því er spáð að þing-
mennirnir verði ákærðir fyrir mann-
dráp af gáleysi. Sá sem lést heit Fevzi
Sihanlioglu og var 56 ára þingmaður
íhaldsflokksins DYP. Hann reyndi að
stilla til friðar í þingsalnum, þegar
slagsmál brutust þar út, og fékk þá
höfuðhögg. Klukkustund stðar lést hann úr hjartaslagi. Ef þingmennimir
verða dæmdir gætu þeir átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér.
Rússar mótmæla
GENF: - Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússa, hefur hvatt George W.
Bush, forseta Bandaríkjanna, til að leggja stjörnustríðsáætlanirnar svoköll-
uðu á hilluna, enda séu þau áform dauðadæmd. Þetta kom fram í ræðu
sem Ivanov hélt á afvopnunarráðstefnu í Genf þar sem hann gagnrýndi
ákvarðanir um sérstakan varnarskjöld yfir Bandaríkjunum.
Jan Kjærstad hlaut hókmeuntaverðlauum
Norski rithöfundurinn Jan Kjærstad hlaut í gær bókmenntaverðlaun Norð-
urlandaráðs. Verðlaunin verða afhent í Osló þann 2. apríl næstkomandi,
en þau nema um það bil 3,5 milljónum íslenskra króna. Kjærstad hlaut
verðlaunin fvrir skáldsögu sína Uppgötvarinn, sem er hluti af Wergeland-
trílógíunni, sem notið hefur mikilla vinsælda víða á Norðurlöndum. Werg-
eland er guðfræðingur að mennt en gaf út sína fyrstu skáldsögu árið 1990.
Alls voru 14 norrænir rithöfundar tilnefndir til verðlaunanna, þar á meðal
tveir Islendingar.
Tyrkneskir þingmenn takast á.
■ FRÁ DEGI TIL DflGS
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR
34. dagur ársins, 331 dagur eftir.
Sólris kl. 10.01, sólarlag kl. 17.23.
Þau fæddust 3. fehrúar
• 1809 Felix Mendelssohn, þýskt tónskáld
og píanóleikari.
• 1826 Walter Bagehot, enskur hagfræð-
ingur, stjórnmálaskýrandi og ritstjóri
tímaritsins The Economist.
• 1889 Carl Theodor Dreyer, danskur
kvikmyndaleikstjóri.
• 1898 Alvar Aalto, finnskur arkitekt, höf-
undur Norræna hússins í Reykjavík.
• 1904 Luigi Dallapiccola, ítalskt tón-
skáld.
• 1909 Simone Weil, franskur rithöfund-
ur.
• 1944 Sigrún Júlíusdóttir dósent.
• 1947 Melanie, bandarísk söngkona.
• ] 948 Carlos Filipe Ximenes Belo, róm-
versk-kaþólskur biskup á Austur-Tímor
sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið
1996.
Þetta gerðist 3. fehrúar
• 1930 var Islandsbanka hinum eldri lok-
að eftir aldarfjórðungs starfsemi.
• 1944 brann Hótel Island, stærsta timb-
urhús í Reykjavík.
• 1966 lenti sovéska geimfarið Lunik 9 á
yfirborði tunglsins.
• 1975 hlaut Gunnar Þórðarson lista-
mannalaun, fyrstur popptónlistar-
manna.
•1981 var síðasti torfbærinn í Reykjavik
rifinn, en það var Litla-Brekka sem stóð
við Suðurgötu.
Vísa dagsins
Eg hef hrnkist ærna leið
eins ogfis í straumi.
Eflít til haka liðið skeið,
lík erferðin draumi.
Sigurður Breiðfjörð
Afmælisham dagsins
Bandaríski rithöfundurinn Paul Auster
ætti að vera íslenskum bókaunnendum
vel kunnur, en eftir hann hafa verið
þýddar nokkrar bækur, m.a. New York-
trílógían svonefnda. Auster fæddist í
Newark í New Jersey þann 3. febrúar
árið 1947. Rúmlegá tvítugur flutti hann
til Frakklands þar sem hann þýddi verk
franskra rithöfunda og birti jafnfrámt
eigin sögur í bandarískum tímaritum.
Bækurnar hans eru spennusögur með
heimspekilegu ívafi.
Víkingarnir vel sér una í votum öldum.
Gísli Br)'njúlfsson (1827-1888)
Heilahrot
Hvaða fimm stafa íslenskt orð er alltaf bor-
ið fram rangtr
Síðasta gáta var: Hvaða skeið mannsæv-
innar er hægt að nefna með aðeins tveim-
ur bókstöfum, þ.e. 1 og L?
Lausn síðustu gátu: Bókstafirnir LI eru
bornir fram „elli"
Vefur dagsins
Gunnlaugur S.E. Briem leturhönnuður er
með forvitnilegar síður um leturhönnun
þar sem meðal annars er skýrt frá því
hvernig best er að búa til íslensku bókstaf-
ina ‘þ’ og ‘ð’:
www.ismennt.is/not/briem/-
We lcomc.Ice.html