Dagur


Dagur - 23.02.2001, Qupperneq 2

Dagur - 23.02.2001, Qupperneq 2
2 - FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2001 Ða^ur FRÉTTIR Óþægindi og rask í Kvosinni Fornleifauppgröfturinn í Aðalstræti er medal þeirra framkvæmda sem unnar eru í Kvosinni. Umíangsiniklar end- urbætur á nokknun götum í vor og sumar. Kostar 230 milljónir. Hitalagnir í götur og gönguleiðir. Malbik og steinlagnir. Miklar framkvæmdir eru áform- aðar við endurgerð gatna í mið- borgarkvosinni í ár, eða fvrir 230 milljónir króna. Þarna er um að ræða nyrðri hluti Aðalstrætis, Hafnarstræti, Pósthússtræti, Ingólfstorg og vesturhluta Aust- urstrætis. Reiknað er með því að framkvæmdir geti hafist jafnvel í næsta ntánuði eða í apríl en verklok eru áætluð í október. Fyrir vikið má búast við að þessi hluti Kvosarinnar verði allur upprifinn með tilheyrandi skurð- um og göngubrúm í sumar. Þörf á úrbótum Hagsmunaðaðilar virðast já- kvæðir fyrir þessum framkvæmd- um eins og t.d. forráðamenn Rammagerðarinnar og Hótels Borgar þótt þeim muni fylgja óþægindi og tímahundnir erfið- Ieikar. Hins vegar þykir mönnum tími kominn á úrbætur á svæð- inu og að það verði fært til hetri vegar. I það minnsta er það mat Einars L. Nielsen hjá Ramma- gerðinni og Olafs Helgasonar hjá Hótel Borg. Þeir bfða þó kynn- ingarfunda hjá borginni um mál- ið. Á fundi miðborgarstjórnar fyr- ir skömmu kom fram að mönn- um þótti framkvæmdatíminn langur. Auk þess sem viðbúið sé að Austurstræti verði allt upprif- ið við hátíðarhöldin 1 7. júní n.k. Erlidar aðstæður Sigurður Skarphéðinsson gatna- málastjóri segir að þessum fram- kvæmdum muni óhjákvæmilega fylgja rask og einhver óþægindi fyrir íbúa, fyrirtæki og viðskipta- vini þeirra, enda séu erfiðar að- stæður til verka á þessu svæði. Meðal annars verður að taka til- lit til fornminja á þessum elsta stað borgarinnar í samvinnu við Arbæjarsafn. Hann segir að verið sé að móta hugmyndir um hvað þarna verður gert sem lagðar verða innan tíðar fyrir sam- göngunefnd og síðan borgarráð til samþykktar. Einnig er verið að huga að útboðsþætti þessara lramkvæmda. Hita- og steiulagnir Gatnamálastjóri segir að sam- kvæmt þeim tillögum sem verið er að vinna að verður haldið áfram með svipað útlit á Aðal- stræti og gert var með syðri hluta þess fyrir nokkrum árum, þ.e. malbikað. Haldið verður áfram með granítlögnina á Ingólfstorgi í átt að Hafnarstræti sem verður hellulagt með innlendum stein- lögnum. Sömuleiðis verður vest- urhluti Austurstrætis steinlagð- ur. I Pósthústræti eru hugmynd- ir um að færa bílastæðin yfir göt- una að Austurvelli. Hann segir að fyrir vikið fáist breiðari gagn- stétt meðfram Hótel Borg og Apótekinu sem skapar mögu- leika á því að vera þar með borð og stóla. Þessar götur og göngu- Ieiðir á svæðinu verða allar með hitalögnum. — GRll Kristinn H. Gunnarsson Kristiim H. studdur Framkvæmdastjórn SUF (Sam- bands ungra framsóknarmanna) fagnar frumkvæði Kristins H. Gunnarssonar, formanns þing- flokks Framsóknarflokksins, í umræðum um sjávarútvegsmál- in. „Hugmyndir hans bera vott um djarfhug og fordómaleysi í að öðru leyti staðnaðri umræðu um stjórn fiskveiða, sem er búin að vera föst í skotgröfum allt of lengi,“ segir í ályktun frá SUF. Framkvæmdastjórnin tekur heilshugar undir áherslur Krist- ins á bagsmuni byggðanna við úthlutun veiðiheimilda og vísar til ályktunar síðasta sambands- þings SUF um þessi mál. „Til að komast út úr þeim Iangvarandi deilum sem hafa ríkt urn framtíð kvótakerfisins er nauðsynlegt að allir aðilar séu tilbúnir að ræða málið með opn- um huga og án hræðslu við nýj- ar hugmyndir. Við verðum að brúa gjána sem hefur myndast meðal þjóðarinnar í þessum málum." — bþ Styrkir Háskólann Þórleifur Stefán Björnsson og Þorsteinn Gunnarsson frá Háskóianum á Akureyri og Kristján Þór Júlíusson frá Akureyrarbæ undirrita samninginn um styrk til HA. Akureyrarbær styrkti Háskólann á Akureyri um eina milljón króna á ári á tímabilinu 2001-2002. Styrk- urinn kemur í stað fjölda smærri styrkja sem Akureyrarbær hefur veitt Háskólanum á Akure\TÍ á ári hverju. Sjóðurinn veitir styrki til smærri verkefna á ýmsum sviðum Háskólans á Akurcyri, samstarfs- stofnana hans og nemendafélaga. Samstarfsstofnanir HA er t.d. Orkustofnun, Hafrannsóknastofn- un, Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins og Stofnun Vilhjálms Stef- ánssonar. Styrknum er m.a. ætlað að styðja ráðstefnur eða meiri hátt- ar samkomur, útgáfu- og kynning- arstarfsemi og kynnis- og náms- ferðir sem skipulagðar eru af skól- anum eða einstaka deildum. Ut- hlutun er í höndum þriggja manna stjórnar sem skipuð er af háskóla- ráði til tveggja ára. Styrkir verða ekki veittir þar sem ljóst er að aðrir sjóðir eru betur fallnir til að styrkja viðkomandi verkefni, s.s. rann- sóknir þar scm Rannsóknasjóður HA er bctur fallinn til að styrkja slík verkefni. Sigríður Stefánsdóttir, sviðsstjóri upplýsingasviðs Akureyrarbæjar, sagði af þessu tilefni að á undan- fömum árum hefði oft verið leitað til bæjarins til styrktar atburðum eins og ráðstefnum og kynnisferð- um ncmenda, svo í stað þcss að styrkja þetta á tilviljunarkcnndan hátt hefði verið ákveðið að styrkja HA með þessum hætli. Vonir stæðu til að þetta styrkti ímynd há- skólans og bæjarfélagsins. Þorsteinn Gunnarsson, háskóla- rektor, sagðist þakklátur fyrir þenn- an veglega styrk sem muni nýtast vel í starfseminni. „Það er ýmiss kynningarstarfsemi og ráðstefnur sem háskólinn stendur fyrir og mjög mikilvægar fyrir starfsemi há- skólans. Þetta er líka mikilvægt fyr- ir Akureyrarbæ, vekur athygli á bæjarfélaginu og dregur til sín fólk og fjármagn þannig að hér er um gagnkvæma hagsmuni að ræða. I opnu húsi næsta laugardag hafa nemendur unnið mikið starf til kynningar skólanum og þar gefst öllum Akureyringum sem og ná- grönnum kostur á að skoða það sem fram fer. Þetta opna hús mun sýna styrk háskólans sem og Akur- eyrarbæjar. Þessir peningar hafa ekki verið eyrnamerktir neinu sér- stöku,“ sagði Þorsteinn Gunnars- son. — GG Kosið í Ráðhúsinu Þeir sem ekki geta tekið þátt í atkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflug- völl og framtíðarnýtingu Vatnsmýrinnar 17. mars n.k. geta kosið utan kjörfundar í Ráðhúsinu frá og með fimmtudeginum 8. mars n.k. Þar verður hægt að kjósa alla virka daga frá klukkan 8.20 - 16.1 5 fram að kjördegi. Þetta var samþykkt í borgaráði að fenginni tillögu yfirkjör- stjórnar sem studdist við ákvæði laga um kosningar til sveitarstjórna og sveitarstjórnarlög. - grh Eftirlit með ökumönnum á Norður- landi Lögreglan á Norður- landi mun frá há- degi í dag, föstudag til hádegis á morgun laugardag efna til sérstaks átaks í eftir- liti með ástandi öku- manna á svæðinu. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögregl- unni er hér um sam- hæft átak að ræða hjá norðlenskum lögreglumönnum og þó athyglinni sé fyrst og fremst beint að ökumönnunum sjálfum verður í leiðinni kannað ástand og búnaður bifreiðanna. RiMð selur Eiðaskóla Björn Bjarnason menntamálaráð- herra og Björn Hafþór Guðmunds- son, bæjarstjóri Austur-Héraðs, undirrituðu í gær á Hótel Héraði, Egilsstöðum, afsal þar sem sveitar- félaginu Austur-Héraði eru seldar fasteignir Alþýðuskólans fyrrrver- andi að Eiðum, ásamt jörðum Eiðastóls sem eru Hóll, Hólshjá- leiga, Eiðar, Ormsstaðir, Gröf og Þuríðarstaðir. Með samningi, dags. 7. maí 1999, tók sveitarfélagið Austur- Hérað framangreindar eignir á leigu og hafði leigusamningurinn að geyma kauprétt á þessum eign- um til handa sveitarfélaginu. Akvað sveitarfélagið að nýta sér kaupréttinn, en söluverð eignanna var f\TÍrfram ákveðið í kaupréttar- ákvæðinu kr. 25.000.000.- sem greiðast með skuldabréfi til 25 ára. - BÞ 15 sýningar á Nitoudie Sýningum Leikfélags Húsavíkur á Nitouche er lokið. Að sögn Svavars Jónssonar, formanns Leikfélagsins, urðu sýningar alls 1 5 og um i 500 manns sáu verkið, sem er aðsókn í þokkalegu meðallagi bjá LH. Verkið var frumsýnt í byrjun desember og aðsókn fremur íýr fram- an af en jókst verulega á nýju ári og þá uppselt á margar sýningar. Svavar segir það alveg ljóst að það gangi ekki upp að ætla sér að vera með sýningar svo skömmu fyrir jól. Það sé skynsamlegra að nota des- ember til æfinga og frumsýna milli jóla og nýárs. Hjá Leikfélaginu eru menn að velta fyrir sér næstu verkefnum, m.a. hvort það sé fýsilegur koslur að æfa og setja upp einþáttung á næst- unni. — js

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.