Dagur


Dagur - 23.02.2001, Qupperneq 4

Dagur - 23.02.2001, Qupperneq 4
4 - FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 FRÉTTIR ro^ur ílugstarfsemi Gæsl- unnar óhagkvæm RíMsendurskoðandi sem leggur til að flngstarf- semi Landhelgisgæslunn- ar verði boðin út en ella verði að gera úrbætur í stjómun hennar. Flugstarfsemi Landhelgisgæslunnar er óhagkvæm að því leyti að nýting tækja- búnaðar, aðstöðu og mannafla er tak- mörkuð og stjórnunarkostnaður hár, segir Ríkisendurskoðun í skýrsu um Landhelgisgæsluna. Ætti hún að skoða hagræðingarmöguleíka í að bjóða flugþjónustuna út að hluta eða öllu leyti eða þá að gera samstarfs- samninga, t.d. við Flugmálastjórn - sem gæti þá orðið grunnurinn að sam- einingu á flugstarfsemi hins opinbera. Endalaus togstreita Ríkisendurskoðun telur að flugstarf- semin hafi aldrei náð að aðlagast Landhelgisgæslunni sem heild. Akveðin togstreita hafi tekið á krafta yfirstjórnarinnar, þar sem ýmis kjara- tengd atriði hafi vegið þungt. Launa- r FRÉTTA VIÐTALIÐ kjör flugmanna og flugvirkja séu t.d. allt önnur en allra annarra starfs- manna sem leitt hafi til óánægju sem aftur geti virkað hamlandi á samstöðu og myndun liðsanda. Kaup leiðang- ursstjóra í flugvél (stýrimenn) sé t.d. aðeins hluti af kaupi flugmannsins. Af skýrslunni má t.d. ráða að launakostn- aður áhafna flugvélanna slagi hátt í helming af Iaunakostnaði áhafna skip- anna, sem eru þó 4 sinnum fjölmenn- ari. Betri stjómun eða útboð Verði starfsemín ekki boðin út verður, að mati Ríkisendurskoðunar, að gera úrbætur í stjórnun. Tryggja verði stjórnunarleg tök yfirstjórnar á flug- rekstri þannig að verkefni verði leyst af hendi í samræmi við markmið og hags- muni stofnunarinnar. Verði flugstarf- semin áfram innan vébanda Gæslunn- ar fælist hugsanlega hagræðing í því að taka að sér önnur flugrekstrarverkefni ríkisins „. En flugstarlsemin þurfi þá að vera stjórnunarlega undir það búin. Ein leiðin gæti falist í því að aðgreina flugstarfsemi og skipa henni sérstakan yfirmann: „Accountabel manager" samkv. reglum Flugmálastjórnar. Slík flugdeild gæti svo víkkað út þjónustu sína til annarra ríkisaðila eins og Flug- málastjórnar og e.t.v. haft hlutverki að gegna vegna sjúkraflugs. Um 280.000 kronur á flugtímaim Ríkisendurskoðun segir dýrt að hafa ávallt reiðubúna dýra flugkosti og mannskap til að sinna afmörkuðum flugverkefnum. Nýtingarhlutfall véla sé lágt og flugvirkjar séu ekki að fullu nýttir. Bent er á að hjá Flugmálastjórn sinni flugvirkjar og flugmenn, að ein- um undanskyldum, öðrum störfum samhliða hjá stofnuninni. Flugfloti Gæslunnar er 1 flugvél og 2 þyrlur. Verkefni flugvélarinnar 1999 var um 540 klukkustundir (105 færri en 1996) þ.a. tæpar 490 stundir í gæslu, 23 fyrir opinbera aðila og 11 stundir í ískönnun. Þyrlurnar flugu 504 klukkustundir (45 færri en 1996), þ.a. 188 í þjálfun/reynsluflugi, 120 í sjúkraflugi, 56 í gæslu, 44 í sjómanna- fræðslu og færri í öðrum verkefnum. Rekstur og viðhald flugflotans kostaði um 300 milljónir 1999 (um 280.000 kr. á flugtíma), þ.a. 157 milljóna kr. launakostnaður, vegna 25 starfs- manna. -HEl Það mun ekki hafa geng- ið þrautalaust fyrir Val- gerði Sverrisdóttur að koma í gegn í ríkisstjóm tillögu sinni um viðræður um sameiningu Rarik og Norður- orku og strandaði þar á efasemd- um sjálfstæðisráðherra, sam- kvæmt því sem heyrist í pottin- um. Fullyrt er að tveir memi hafi beitt sér nokkuð gagnvart ráð- herrunum, en það voru þeir Pálmi Jónsson á Akri og Ámi Johnsen. Pálmi og Vaigerður eiga Pálmi Jónsson. Arni Johnsen. sem kunnugt er í köldu stríði en Ámi Johnsen hefur gælt viö að fá Rarik á Suöurland. Þá er fullyrt að ákveðnir háttsettir starfs- memi Rarik í Reykjavík hafi rætt við borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins sem hafi aftur röið í sínum mönnum í ríkis- stjóm...... Og Valgerður er með jámin í eld- inum víða þessa dagana. Nú heyrist í pottinum að framsókn- armemi í Reykjavlk séu margir orðnir alveg fjúkandi illir vegna yfirlýsinga Ólafs Amar Haralds- sonar þar sem hami veitist að Valgerði Sverrisdóttur fyrir að hafa lýst yfir stuðningi við konu í varaformannsembætti flokksins. Ólafur vitn- aði til þess að óþekkt væri í flokknum að annar maður á lista íhugaði framboð í svona stöðu þeg- ar fýrsti maður á sama lista hefði þegar lýst yfir framboði. Óánægðir frammarar í höfuðborginni segja að í fyrsta lagi séu engar svona reglur til, og auk þess sé Ólafur því aðeins í fyrsta sæti á lista í Reykjavik að Finnur Ingólfsson hafx hætt. Ólafur sé því síður en svo kjörimi foringi fram- sóknarmanna í Reykjavík. Einn reiður fram- sóknarmaður orðaði það svo við pottverja í gær að Ólafur hafi ekki verið kjörinn forustumaður flokksins í Reykjavík og yrði eftir þetta upp- hlaup ömgglega aldrei kosinn sem slíkur!.... I/algerður Sverrisdóttir. Gríðarleg imiferð kallar á lýsingu Guðmundur Siguiússon, framkvævidastjóri á Selfossi Hafin eráSelfossi, Eyrar- bakka, Stokkseyri og íHvera- gerðiundirskriftasöfnun til stuðnings vegabótwn, lýsingu og breikkun Suðuriandsvegar um Hellisheiði. Það eru óform- leg samtök, Vinir Hellisheiðar, sem aðþvístanda - Ent vegabætur um Hellisheiði nokkuð nauð- synlegri en tun aðrct svipctðti vegi lcmdsins? „Vegurinn austur fýrir fjall um Hellisheiði er annar hættulegasti vegakafli landsins, en þrátt fyrir þá staðreynd er ekki veitt neinum fjárveit- ingum til vegabóta, lýsingar og breikkunar, sem gert gæti veginn öruggari. Þessi samtök hafa líka bent á að ekki þurfi nema brot af þeim peníngum sem nú þegar er búið að festa í Reykjanesbraut til þess að bæta verulega ör- yggi vegfarenda um Hellisheiði. Söfnun undir- skrifta stendur út þennan mánuð, en þá verða þær afhentar stjórnvöldum, líldega í byrjun marsmánaðar. Þetta er ekki bundið við íbúa hér fyrir austan, það geta allir gert, og það er verið að opna heimasíðu þar sem fólk getur skráð sig, en listarnir hafa fyrst og fremst ver- ið á bensínstöðvunum fyrir austan fjall.“ - Afhverju er verið að leggjct cíherslu ú Hell- isheiði nú? „Af hverju ekki nú? Sunnlendingar eru nú frekar hógvært fólk og við hofum ekki mikið haft okkar í frammi í sambandi við þennan veg. Það er sáralítið minni umferð á Hellis- heiði en um Reykjanesbraut en slysatíðni meiri. Hún er mest á Vesturlandsvegi en síðan kemur Hellísheiði og síðan Reykjanesbraut. Umferð um heiðina getur verið alveg svakalega mikil urn helgar, bíll við bíl, vegna fjölda sum- arbústaða sem eru í nágrenni okkar og \ íðar á Suðurlandi. Þegar best lætur er um 10 þúsund rnanns hér í sumarbústöðum. Slysin eru ekki endilega þá heldur fremur vegna ógætilegs aksturs. Við erum fyrst og fremst að tala um að breikka veginn þar sem upp brekkur er að fara vegna þess að urn veginn fer mikil þungaum- ferð, t.d. malarflutningar, svo það yrði til mik- illa bóta að breikka veginn upp brekkurnar og vera þar með lýsingu. Svo er Selfoss og Hvera- gerði orðið sama atvinnusvæðið, margt l’ólk kýs að búa hér og aka til Reykjavíkur til vinnu." - Margir vilja fremur jarðgöng undir heið- ar en hætlcir santgöngttr ofait cí þeim. Þið erttð ekki í þeint hópi, eðct livað? Hellisheiði er sjaldnast ófær og mér finnst það ekki raunhæfur kostur að sækjast eftir jarðgöngum. Vegurinn er vel uppbyggður svo það hefur eldd verið vandamál að halda hon- um í lagi. Eg mundi hins vegár ckki leggjast gegn því ef áhugi yrði fyrir því. Ég hef lýlgst með umræðum um forgangsröðunt jarðganga á íslandi cn ég held hins vegar að við eigurn að að tengja Siglufjörð viö Eyjafjörð. Þetta er spurning um hvernig fjármagninu er forgangs- raðað. Ef menn hafa efni á því er sjálfsagt að grafa eins mörg jarðgöng og talið er nauðsyn- legt, eldd síst eins og þctta var gert í Hvalfirði þar sem ökumenn hafa eftir sem áður valkost." - Hvað kostar ctð frantfylgja þesstint httg- myndunt ykkar?? „Mér er sagt að lýsing alla leiðina rnundi kosta milli 200 og 300 milljónir króna, svo við crum að tala um aðeins lítið brot af þeim kostnaði sem fylgir því að tvöfalda Reykjanes- brautina, eða milli 5 og 10%, því sú fram- kvæmd er ekld undir 3 milljörðum Itróna. Ég veit eldd almennt um afstöðu þingmanna til málsins og hvort þeir standa við bakið á okkur, en Árni Johnsen, þingmaður kjördæmisins og formaður samgöngumálanefndar, hefur gert lítið úr þessu framtaki okkar og mér er sagt að hann kalli okkar skýjaglópa. Þetta er a.m.k. raunhæfara en jarðgöng út í Vestmannaeyjar." - Kemttr til greina ctð leggja af veg unt Hellisheiði og leggja álierslu ú Þrengslin? „Þar er úrleiðis, aðallega fýrir Hvergerðinga, þar sem Þrengslin eru svo miklu vestar og þeir leggja áherslu á fjölförnustu leiðirnar og þurfa að fara inn með fjallinu. Selfýssingar kannski ekld leggja svona milda áherslu á t.d. geta hins vegar farið um Óseyrarbrúna." -GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.