Dagur - 23.02.2001, Side 5
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2 OOQ - 5
FRÉTTIR
Hæstíréttur ómcrkti
Bláhvammsdómiim
Hæstiréttur tætti í sig
undirréttardómtnn í
Bláhvammsmáliiiu.
Sjálfsvígssaga hins
ákærða tortryggileg.
Blóðslettur mæla
gegn frásögn hins
ákærða. Undirréttar-
dómari hlustaði ekki
á lögregluna.
Hæstiréttur hefur ómerkt dóm
Héraðsdóms Norðurlands eystra
í máli Þórðar Braga Jónssonar og
vísað málinu á ný til héraðs til
frekari gagnaöflunar og nýrrar
dómsuppkvaðningar. I málinu
var Þórður ákærður fyrir að hafa
orðið föður sínum að hana á
bænum Bláhvammi nærri Húsa-
vík og í undirrétti var komist að
þeirri niðurstöðu að um slysa-
skot hafi verið að ræða sem ban-
aði föðurnum og fékk Þórður að-
eins fjögurra mánaða skilorðs-
bundið fangelsi.
Hæstiréttur sér ýmsa agnúa á
dómi undirréttar. Hæstarétti
þykir hafa skort á það við með-
ferð málsins í héraði að öll atriði
til sönnunarmats hafi verið at-
huguð sérstaldega, eins og tilefni
var til. Ekki hefði verið nægilega
stuðst við myndir frá vettvangi,
úr því ákærði hafði spillt vett-
vangi. „Skýrslur og vætti lög-
reglumanna, þar sem settar voru
fram rökstuddar efasemdir um
að frásögn ákærða stæðist, hlutu
hér einnig að vega þungt".
Frekari gagna sé aflað
Héraðsdómur átti að hlutast til
um, áður en dómur yrði lagður á
málið, að afla frekari gagna „um
ýmis þau atriði, sem fram höfðu
komið og gátu varpað skýrara
ljósi á málið. Er hér meðal ann-
ars átt við rökstutt sérfræðilegt
mat á því hvort eða hvernig ætl-
aðar staðsetningar ákærða við
rúm hins látna geta komið heim
og saman við frásögn hans um
slysaskot og við skotáverka á hin-
um látna. I því sambandi þyrfti
að gera sérstaka athugun á því,
hvort unnt sé að meta út frá
blóði á líkinu og umhverfis það,
hver staða höfuðs hins látna hafi
verið þegar skotum var hlevpt
af‘.
Einnig þykir Hæstarétti rétt
„að kanna til þrautar, hvort unnt
sé með tæknilegum rannsóknum
að fá fram frekari vísbendingar
af Ijósmyndum, sem teknarvoru
á vettvangi 18. mars 2000. Þá er
eðlilegt að rökstuddar niðurstöð-
ur skýrslu Bjarna J. Bogasonar
séu metnar sérstaklega af sér-
fræðingum, svo sem frekast eru
föng á. Eins og atvikum máls
þessa er háttað þykir óhjákvæmi-
legt að gögn sem þessi og önnur,
er skipt gætu máli, komi fram
áður en það er til lykta leitt'1.
„ÓmöguleiM lýstrar frá-
sagnar“
Hæstarétti þykir vitnisburðir sér-
fræðinga og lögreglumanna
benda eindregið gegn því að
slysaskot hafi hlaupið í höfuð
föðurins í átökum vegna fyrirætl-
unar sonarins um að svipta sig
lífi. Þvert á móti bendi öll
verksummcrki til þess að faðir-
inn hafi legið í rúminu með höf-
uðið á koddanum þegar skotum
var hleypt af. Þetta vill Hæsti-
réttur að sé kannað gaumgæfi-
lega og sættir sig ekki við það
mat héraðsdómsins að vitnis-
burður um „ómöguleika lýstrar
atburðarásar" væri ekki byggður
á óhrekjanlegum staðreyndum
eða reynslu.
Hæstiréttur fellst á það með
ákæruvaldinu „að framferði
ákærða gefi ákveðnar vísbend-
ingar um sekt hans“. Frásagnir
hans væru tortryggilegar um, í
fvrsta lagi að hann hafi ákveðið
að svipta sjálfan sig lífi við rúm-
stokk föður síns, í öðru lagi að
faðir hans hafi gripið í hlaup riff-
ilsins með þeim afleiðingum að
skot hljóp í höfuð hans, í þriðja
lagi að hann hafi eftir þetta
slysaskot „tvívegis hlaðið riffil-
inn, sem nokkurt átak þarf til, og
skotið tveimur skotum í enni
föður síns, nær því á sama stað, í
ljóslausu herbergi jafnframt því
sem hann hafi samtímis litið
undan". - FÞG
Hæstiréttur staðfesti að mestu
dóma undirréttar.
Dópdómar
staðfestir
Hæstiréttur hefur að mestu
staðfest þunga dóma yfir þeim
hinum ákærðu í stóra fíkniefna-
málinu svokallaða sem áfrýjuðu.
Sverrir Þór Gunnarsson fær sjö
ára og sex mánuða dóm sem fyrr
og Gunnlaugur Ingibergsson 4
ár og sex mánuði. Dómurinn yfir
Júltusi Kristófer Eggertsssyni er
þyngdur um eitt ár upp í sex ár
og átta mánuði. Dómur Valgarðs
Heiðars Kjartanssonar er mild-
aður úr þremur árum í átján
mánuði vegna misræmis í gögn-
um ákæruvaldsins, en dómur
Ingvars Arna Ingvarssonar
þvngdur úr tveimur og hálfu í
þrjú ár.
Upptökudómar eru að mest
öllu leyti staðfestir. 21,4. millj-
ónir eru hirtar af Sverri Þór og
tæpar 12 milljónir af Gunn-
laugi, 8 milljónir af Júlíusi og
3,2 milljónir af Ingvari Arna.
Júlíus neitaði allri sök, en með
hliðsjón af framburöi annarra
dómfelldra og gagna málsins
þótti sannað að hann hefði verið
viðriðinn málið. Hann naut þess
þó í einhverju að símhleranir
Iögreglu hefðu hafist áður en
liðinn var sá tími sem reynslu-
lausn hans skyldi vara. Alls voru
það 9 sem voru ákærðir í stóra
fíkniefnamálinu, en þessir 5
áfrýjuðu. - FÞG
Ekkert tóbak uitdir 18
„Ekkert tóbak undir 18“ er yfir-
skrift á öllugri fræðsluhcrferð
sem hleyjrt var af stokkunum í
gær, en þetta er átak gegn sölu á
tóbaki til ungmenna undir 18
ára aldri. Markmið herferðarinn-
ar er að hrýna fyrir fólki að sam-
kvæmt landslögum er bannað að
selja og afhenda ungmcnnum 18
ára og yngri tóbak. Að fræðslu-
átakinu standa ýmsir hagsmuna-
aðilar sem hafa það sameiginlega
markmið að það beri að fara að
lögum og að það sé engum til
góðs að unglingar undir 18 ára
aldri geti keypt tóbaksvörur í
smásöluverslunum. Verslanir og
söluturnar, sem selja tóbak,
verða heimsótt af félögum í
Lionshreyfingunni. Eigendum
og/eða verslunarstjórum verður
afhent bréf þar sem þeir eru
hvattir til virkrar þátttöku í átak-
inu. Með bréfinu fylgja límmiðar
sem á er Ietrað „Ekkert tóbak
undir 18“. Tóbaksframleiðendur
og fulltrúar þeirra hérlendis
ásamt SVÞ, LÍV, ÁTVR, um-
hverfis- og heilbrigðisnefnd
Reykjavíkurborgar og Lions-
hreyfingunni á lslandi hafa tekið
höndum saman og standa að
herferðinni.
Mefhagnaður hjá Bakkavör
Hagnaður hjá Bakkavör Group
af reglulegri starfsemi árið
2000 var 246 milljónir króna
fyrir skatta en var 183 milljónir
króna árið áður og jókst því um
35% á milli ára. Þetta er lang-
besta afkoma félagsins frá upp-
hafi. Rekstrartekjur félagsins
jukust um 59% og fóru úr
2.104 milljónum króna í 3.352
milljónir króna. Veltufé frá rek-
stri jókst úr 150 milljónum
króna 1999 í 375 milljönir
króna á síðasta ári eða yja*-
148%. Áhrif sölu fastafjár-
muna og hlutabréfa á rekstur
félagsins var innan við^TffiiIljón
króna á árinu 2000.
Efnahagsreikningur félagsins
tók verulegum breytingum á ár-
inu og jukust heildareignir úr
2.808 milljónum króna í 5.290
milljónir króna. Eigið fé eykst
úr 801 milljón króna í 1.255
milljónir en eiginfjárhlutfall
lækkar úr 28,5% í 23,8% í lok
síðasta árs. Arðsemi eiginfjár
var rúm 18% á árinu 2000 og
veltufjárhlutfallið var 1,10.
-RÞ
INNLENT
Merniingarverðlaim DV
Menningarverðlaun DV voru afhent við hátíð-
lega athölh í gær. Þeir sem fengu verðlaun
voru þessir: bókmenntaverðlaunin fékk Vigdís
Grímsdóttir íyrir skáldsöguna Þögnin; tónlist-
arverðlaunin fékk Raf- og tölvutónlistarhátíðin
ART 2000; byggingarlistarverðlaunin fékk
Elín Kjartansdóttir, Haraldur Om Jónsson og
Helga Benediktsdóttir fýrir safnaðarheimili
við Keflaríkurkirkju; leiklistaiverðlauiiin fékk
Hallgrímur Helgason íyrir Skáldanótt; mynd-
listarverðlaunin fékk Guðjón Ketilsson fyrir sýninguna Brot; k\ikmynda-
verðlaunin fékk kvikmyndin 101 Reykajvík; og listhönnunarverðlaunin
fékk Guðbjörg Kristín Ing\'arsdóttir fyrir skartgripahönnun.
Hátæknin léttvæg í útflutningi
„Utflutningur hátækniafurða er \issulega í vexti, en er samt sem áður létt-
vægur í heildarútflutningi. Árið 1999 var útflutningur hátækniafurða rúm
3% útflutningsins eða tæp 1% Iandsframleiðslunnar. Það þarf því afar
hraðan vöxt ef útflutningur hugbúnaðar, erfðaþekkingar o.fl. á að loka 9%
viðskiptahalla (9% af landsframleiðslu) sem myndast hefur á síðustu
árurn." Það er Seðlabankahagífæðingurinn Arnór Sighvatsson sem bend-
ir á þetta í ársfjóröungsriti bankans vegna þess álits ýmissa að ör vöxtur ný-
búskaparins geri það að verkum að mikill viðskiptahalli sé ekki áhyggjuefni
hér fremur en í Bandaríkjunum. -hei
Byggt verður við bókasafii
Á bæjarráðs fundi á Akurc\ri í gær var tekið íyrir erindi Húsfélags verslun-
armiðstöðvarinnar í Sunnuhlíð þar sem óskað er eftir viðræðum við Ak-
ureyrarbæ um framtíð húsnæðisins í verslunarmiðstöðinni og hugsanleg
kaup á hluta húsnæðisins - jafnvel undir starfsemi Amtsbókasafns. í bók-
un bæjarráðs kemur fram að ekki eru uppi áform um að breyta þeirri
ákvörðun að byggja við Amtsbókasafnið þar sem það nú er. Bæjarráð lýsir
sig hins vegar reiðubúið til viðræðna við eigendur Sunnuhlíðar, en telur
nauðsynlegt að fyrir Iiggi nákvæmari upplýsingar um áform þeirra.
Verðlaunahafarnir i gær