Dagur - 23.02.2001, Page 6

Dagur - 23.02.2001, Page 6
6 - FÖSTVDAGUR 2 3. FEBRÚAR 2001 Oagur ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elIas snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Slmar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: valdemar@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Simar auglýsingadeildar: (REYKJAVfK)563-i6i5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK) 563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6191 Valdemar valdemarsson. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVlK) Foringj akreppan í fyrsta lagi Foringjakreppa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tekur á sig furðulegar myndir. Ymsir áhrifamenn innan flokksins í höfuð- borginni sjá fram á ósigur í þriðju borgarstjórnarkosningunum í röð nema einhver foringja flokksins taki að sér forystuhlut- verkið í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Þessi öfl hafa í örvæntingu leitað til Björns Bjarnasonar, menntamálaráð- herra, um að hann taki að sér að leiða kosningabaráttu Sjálf- stæðisflokksins sem borgarstjóraefni. í öðru lagi Það ætti ekki að koma neinum á óvart að sjálfstæðismenn í borginni leiti út fyrir raðir borgarfulltrúa sinna til að fá not- hæfa forystu. Þvert á móti er slíkt rökrétt afleiðing þeirrar for- ingjakreppu sem einkennt hefur borgarstjórnarflokk sjálfstæð- ismanna allt frá því Davíð Oddsson lét af embætti borgar- stjóra. Hvert borgarstjórnaefnið hefur tekið við af öðru án þess að ná hylli meirihluta kjósenda. Ráða má af svörum mennta- málaráðherra við fyrirspurn Dags og annarra ijölmiðla, að sú tilhugsun lokkar að koma flokknum í Reykjavík til bjargar sem frelsandi engill. Samt er með öllu óvíst að Björn Bjarnason hefði árangur sem erfiði, þótt honum myndi vafalaust takast að skerpa mjög pólitískar andstæður í borginni. t þriója lagi Pólitísk framtíð Reykjavíkur er fyrst og fremst í höndum þeir- ra stjórnmálaafla sem standa að baki Reykjavíkurlistanum. Ef Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin- grænt framboð bera gæfu til að endurnýja framboð R-listans fyrir næstu kosningar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, eru litlar líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihluta á kjördag. Fari hins vegar svo að einhver þessara flokka skorist úr leik og standi að sérstöku framboði, þá væri sá hinn sami um leið að afhenda sjálfstæðismönnum lyldlinn að borginni. Farsæl endurnýjun R-listasamstarfsins skiptir því meira máli en það hvernig sjálfstæðismenn bregðast við for- ingjakeppu sinni. Elías Snæland Jónsson Bjössi á mjólkiirbílmun Það hefur óneitanlega komið blóði Garra á nokkra hreyf- ingu að sjá að reykvískir sjálf- stæðismenn eru nú komnir af stað með að skrifa sína sérís- lensku útgáfu af sögunni um Súpermann eða Ofurmennið. I íslensku útgáfu sögunnar er Ofurmennið dagfarsprúður skrifstofumaður eins og í upp- runalegu útgáfunni, en þar með eru beinar samsvaranir milli upprunalegu útgáfunnar og þeirrar reykvísku upp tald- ar. Reykvíska sjálfstæðisútgáf- an er að ýmsu leyti þjóðleg, því hún er tilbrigði við gamla lagið um Bjössa á mjólkur- bflnum, sem hann Haukur Morthens gerði ódauðlegt á sínum tíma. Og Of- urmaðurinn heitir einmitt Björn, eða Bjössi, og hann á að koma og bjarga vandræðaástandi Björn sem skapast hefur — hjá borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna. Kona í vandræðum Já, það má kannski líkja ástandinu í borgarstjórnar- flokknum við það að þar sé kona með stóran krakkahóp kominn út í miklar ógöngur og þurfi nauðsynlega á aðstoð að halda. Inga Jóna virðist ekki hafa náð upp dampi, kannski vegna þess að það eru svo margar barnastjörnur í borgar- stjórnarflokknuni, sem líka viija vera foringjar. Þegar for- inginn nær ekki óumdeildu forræði yfir hópnum eru vand- ræði á næsta leiti, svo ekki sé talað urn Jregar annar hver maður í borgarstjórnarflokkn- um gengur með steinbarn í maganum - og dreymir á nótt- unni um að þeir verði sjálfir foringjar ef þeir bara verða nógu óþekkir við Ingu Jónu. Nema hvað í svona stöðu þarf að höggva á hnútinn og senda einhvern með myndugleika á vettvang og þar er komið að þætti Ofurmannsins Bjössa á mjólkurbílnum, sem kemur úr menntamálaráðuneytinu með aðra hönd á stýri. Fataskiptin En Bjössi er ekki bara með aðra bönd á stýri, því bann stígur líka bensínið í botn í fyrsta gíri og slíkt er ekki ónýtt þegar vinna þarf sjálfa höfuðborgina úr höndum óvinar- ins. Garra er ekld alveg Ijóst hvort Bjössi verður látinn taka ofan gleraug- um og fara úr jakka- fötunum í símaklefa utan við ráðuneytið, eða inni á baðher- bergi í Ráðhúsinu eða hvort hann fer bara í bílstjórabún- inginn áður en hann leggur af stað. Enda gildir það einu því reikna má með að við brúsa- pallinn bíði reykvískir kjósend- ur, jafnt karlar sem konur, eft- ir Jivf að Ofurmennið leysi ]rá út fjötrum. Og það er jú Jrá sem Bjössi á mjólkurbílnum kemur með lúðrablæstri fram á sjónarsviðið, syngjandi bar- áttusönginn sinn: „hann Bjössi, Bjössi, Bjössi kvenna- gull!“ Garri sér síðan fyrir sér lokasenu í þessari niiklu Súpermanssögu, Jregar þakk- Iátir kjósendur og borarstjórn- arflokkur Sjálfstæðisllokksins (ýlgja Mjólkurbíla - Bjössa út í sólarlagið! Spurning hvort Jrað ætti ekki að fá Hrafn Gunn- laugsson til að kvikmynda Jressa snilld! -GARRI Bjarnason JÓHANNES SIGURJÓNS \ <fw.' SON l- SKRIFAR Sá sem þetta skrifar rámar í að bafa lcsið fyrir ekki löngu um lög á Ítalíu sem banna lán sem bera hærri vexti en 9-10% og að taka hærri vaxta sé skilgreind scm ólögmæt okurlánastarfsemi. Og ekki eru heldur óskaplega ntörg ár síðan okurlánari var dæmdur á Islandi fyrir að Iána einstaklingum fé með 10-15% vöxtum eða þar um bil. Með þetta í huga er kannski ekki undarlegt þó Jóhanna Sig- urðardóttir alþingismaður leyfi sér að tala um okur í tengslum við yfirdráttarlán banka á Is- landi, en Jiessi lán bera 22-23% vexti. Og raunar hefðu ríkjandi 14% skuldabréfavextir einnig fallið undir okur (ýrir fáum árum hér á landi og gera ugglaust víða erlendis. Skammtimareddmgar Jóhanna segir að bankarnir oti- okurlánunum ótæpilega að ein- Er okrað á íslenskuin hokmnun? staklingum og auðveldi Jieim mjög að taka slík Ián. A móti má segja að bankarnir neyði engan til að taka þessi lán. En |iví mið- ur eru margir neyddir til þess og notfæra sér þennan möguleika til að bjarga fjármálun- um fyrir horn í nokkra mánuði. Síendurteknar skammtímareddingar eru enda reglan fremur en undantekningin í fjármálum einstaklinga á Islandi. Og niður- staðan oftar en ekki sú að heildarvandinn vex Jiar til við ekkert verður ráðið og hús og aðrar eignir lántaka og ábek- inga fá að fjúka á upp- boðum. Siðleysi uppáskrifta er jafnvel meira vandamál en meintir okur- vextir og verður að afnema. Það er útilokað annað en að banka- stjórar viti það á stundum að til- teknir lántakar eru ekki og verða aldrei borgunarmenn viðkom- andi lána og þau muni Jjvi' óhjá- kvæmilega falla á uppáskrifara. Bankastjórarnir eru sem sé ávallt í betri aðstöðu til að afla upplýs- inga um fjárhags- stöðu lánþega en þeir sem skrifa upp á. Lánveiting við sli'kar aðstæður er siðleysi og óafsak- anleg. Lágvaxtaokui? Margir notfæra sér ágæta ráðgjafajijón- ustu bankanna í fjármálum og hafa komið skikki Jóhanna Sigurðardóttir. a sm ntál með Jreim hætti, a.m.k. þeir sem kunna fótum sínum forráð í þessum efnum. En viðkomandi [rjónustufulltrúar bankanna cru á vissan hátt í dálítið undarlegri aðstöðu og raunar ofiar en ekki báðum megin borðsins. Hagur bankans og viðskiptavinarins fer sem sé ekki alltaf saman og þjón- ustufulltrúarnir geta auðvitað ekki Jijónað tveimur herrum frekar en aðrir. Og hvað skyldi nú vega þyngra í ráðgjöfinni, þegar hagsmurtir bankans og við- skiptavinarins stangast á? Og meðal annarra orða og aft- ur að okurmálum. Væntanlega er okur skilgreint í lögum sent vaxtataka sem er verulega um- fram ríkjandi markaðsvexti út- lána. Menn voru dæmdir fyrir okurlán fyrir að taka 9-10% vexti fýrir fáum árum. Ilvað ef (jár- sterkir einstaklingar fara nú af stað og hefja að lána úr eigin vasa með 12-20% vöxtum? Er hægt að dæma mann fyrir okur sem undirbýður bankavexti? Er ekki einhver „Pálmi" á sveimi sem getur stolnað „lána-bag- kaup" til hagsbóta fyrir íslenska alþýðu? snuitla svairaið Er rétt aðflytja RAIUK noríkir? Jakob Bjömsson, hæjarfulltníi Framsóknatflohhs á Ak- ureyri. „Miklar breyt- ingar eru að verða á skipan orkuniála í land- inu og rekstur RARIK verður ekki óbreyttur áfram. Samein- ing fyrirtækisins og Norðurorku bér á Akureyri gæti fallið vel saman og þannig náðst mikil hagræðing. Minni hagsmunir verða að víkja fyrir meiri og ég vil alls ekki gera lítið úr því að starfsmannamálin eru í þessu sambandi erfið viðfangs, en þau verða menn hins vegar að leysa með þeim bestu meðölum sem bægt er að nota við svona að- stæður." Jens Andrésson, fonnadurStaifsmamiafélags ríkis- stofna. „Innan okltar vé- banda er fjöldi starfsmanna RARIK í Reykja- vík og þeirra hagsmuna mun- um við gæta. Miðað við nýja tækni þarf þessi starfsemi ekki endilega að vera hér í borginni, en Ijóst er óöryggi starfsmanna raskar starfseminni. Menn skulu li'ka hafa í huga að starfsmenn sem komnir eru yfir miðjan starfsaldur eru ekki endilega til- búnir að rífa sig upp með rótum og flytja norður í land. Eg vil að við horfurn á hagsmuni starfs- fólks RARIK í þessu sambandi, en ekki endilega hlutverk stofn- unarinnar eða orkupólítíkina í Iandinu." Guðmimdur Gunnarsson, J'onnaðitrRSÍ. „Rafiðnaðarsam- band Islands starfar á lands- vísu og hefur ekki skoðun á þvi' hvar skrifstofur RARIK eru stað- settar. Það er stjórnar íyrirtækisins að ákveða með tilliti til hagsmuna fyrirtæk- isins. Langflestir rafiðnaðar- mcnn hjá fyrirtækinu sem eru innan okkar vébanda eru búsett- ir úti á landi, en skrifstofufólkið niðri á Rauðárstíg er í öðrum stéttarfélögum." Einar Már Sigurðarson, þingmaðitrSamJylkiiigar. „Þó það nú væri. RARIK er eitt af þeim ríkisíyrir- tækjum sem fýrir löngu ætti að vera búið að flytja út á land því svo skemmtilega vill til að fýrirtækið á ekki einn einasta viðskiptavin innan borgar- marltanna. Þegar við bætist hag- kvænti við samruna við Norðurorku á Akureyri er flutningur norður ein- boðinn og mun fálla vel að þeim markmiðum að efla Eyjafjarðar- svæðið sem mótvægi við Reykjavík í byggðamynstri Iandsins."

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.