Dagur - 23.02.2001, Síða 20
20 - FÖSTUDAGUR 2 3. F E II R Ú A R 2001
Ð^ur
Gamla Kína
Unnur Guðjónsdóttir kynnir einu ferð Kínaklúbbs Unnar á þessu
ári, mánudaginn 26. febrúar á Njélsgötu 33. Ferðin mun standa
frá 15. maí til 5. júní næstkomandi og verður sú yfirgripsmesta
af þeim 15 ferðum sem Kínaklúbburinn hefur staðið fyrir á
þessar slóðir. Farið verður til Beijing, Xian, Kunming, Steinskóg-
arins, Dali, Lijiang, Shanghæ og Kínamúrsins og sex sinnum
verður flogið innanlands í Kína. Á kynningunni verða sýndar lit-
skyggnur úr fyrri
ferðum Kínaklúbbs-
ins. Menningin í Kína
breytist ört og Gamla
Kína er óðum að
hverfa. Á myndinni
sem hér fylgir með
má sjá hvar feðgar
eru að fara með barn
til að láta gefa því
nafn. Drengurinn
heldur á barninu en
faðirinn á svíninu
sem á að hafa í veisl-
una.
Sigrún Eldjárn meö sýningu
Sigrún Eldjárn
opnar sýningu í
Listasafni ASf í
Ásmundarsal
við Freyjugötu
laugardaginn
24. febrúar kl.
15.00. Þar
verða sýnd
bæði málverk
og bókverk.
Málverkin fjalla
um gróðursnauða og hrjóstruga náttúru íslands, fjöll, eld-
stöðvar, sanda og vötn. í þessu eyðilega landslagi eru ör-
smáar mannverur á ferli sem sýna smæð mannsins gagnvart
náttúrunni. Þetta eru ekki myndir frá ákveðnum stöðum á
landinu en eflaust munu margir finna þar sitt fjall og sitt vatn.
Bókverkin í Gryfjunni eru fremur myndlistarverk en bók-
menntir. Þau eru gerð úr japönskum pappír, leðri, roði, vír og
öðru tilfallandi efni. Hver bók hefur sitt eigið efni og inntak og
það er aðeins til eitt eintak af hverri.
Sýningin stendur frá 24. febrúar til 11. mars og er opin alla
daga nema mánudaga frá kl. 14-18.
íslenskir stólar
Stólar sem rugga, stólar sem braka Vandaðir stólar, stólar úr gulli
stólar á hjólum til þess, að aka. stólar með alls kornar blettum og sulli.
Stólar svo hraustir, stólar svo slappir Örlitlir stólar og stólar sem passa
stólar með rókókókókflöskulappir. fyrir stóra og breiða og níðþunga rassa.
(Þórarínn Eldjárn)
Sýningin Islenskir stólar verður opnuð í Menningarmiðstöðinnni Gerðubergi laug-
ardaginn 24. feb. kl. 15.00. Á sýningunni verða sýnishorn af íslenskri stólahönnun
frá upphafi síðustu aldar til dagsins í dag. Þar má sjá Ráðherrastól Guðjóns Sam-
úelssonar, Apollóstól
Gunnars Magnússonar
og Fellistól eftir Óla Jó-
hann Ásmundsson
sem vakti mikla athygli
í (slenska skálanum á
heimssýningunni í
Hannover. Auk þess
eru stólar eftir Svein
Kjarval, Erlu Óskars-
dóttur og fleirí af helstu
húsgagnahönnuðum
[slands.
Dean Ferrel kontra-
bassaleikari leikur við
oþnun.
Pflfl ER KOMIN HELGI
Hvað
ætlar þú að
gera?
Einar Bárðarson.
Nema Áslaug í mötuneytinu
„Á föstudagskvöldið er ég gestur þáttarins í
þættinum Björn og félagar á Skjá einum. Þar
ætla ég að ræða víð Björn Jörund Friðbjörnsson
um sjálfan mig og lagið mitt, Birtu,“ segir Einar
Bárðarson markaðsstjóri og höfundur Birtu -
framlags íslands í Eurovision þetta árið. „Á
laugardagskvöldið verð ég veislustjóri á árshátíð
Frjálsrar fjölmiðlunar sem að þessu sinni er
haldin á Hótel Sögu. Eg er einn af fjölmörgum
starfsmönnum þessa risastóra fvrirtækis, þegar
ég tók að mér fyrir svona mánuði að stjórna
árshátfðinni var ég mest hræddur um að cng-
inn þekkti mig en það hefur heldur betur
breyst eftir allt þetta Júró-rugl. Eina konan í
fyrirtækinu sem þekkti mig með nafni fyrir
keppnina var Áslaug í mötuneytinu. Sunnudag-
urinn verður til sælu og reynt að slappa af eftir
strangar tarnir síðustu dægrin.“
Bíó og sminkuvakt
„Eg er á sminkuvakt alla helgina," segir Eva Sól-
an sjónvarpsþula. „Er þá að farða fréttamenn,
táknmálstúlk og aðra sem fram koma í útsend-
ingum Sjónvarpsins og þessar vaktir standa frá
því ldukkan tólf á hádegi og jafnvel fram til
klukkan hálftíu um kvöldið. Þegar vinnu lýkur
ætla ég að gera eitthvað skemmtilegt og það er
ofarlega á blaði hjá mér að fara í bíó, hef sett
stefnuna að fara í Háskólabíó að sjá myndina
Billy Elliot sem hefur verið tilefnd til tólf Bafta-
verðlauna og þriggja Oskarsverðlauna. Svo má
líka vel vera að ég fari niður í bæ til þess eins að
heyra lifandi tónlist, því þessa dagana er ég
hreint ekki spennt frrir diskótekum."
Koma og kíkja á karlinn
„Helgarnar eru ekkert öðruvísi hjá mér en aðrir
dagar,“ segir Páll Arason frömuður og reður-
gjafi á Bugi í Hörgárdal. „Um helgina tek ég á
móti gestum, hingað koma á milli 300 og 400
manns á ári og kíka á karlinn og kofann. Eg
hlusta mikið á útvarp um helgar, mér finnst
besti útvarpsmaðurinn vera Finnbogi Her-
mannsson á ísafirði en Jónas Jónasson er leið-
inlegur. Hvað kemur okkur alltaf við hver er
maðurinn á bak við glerið, eins og hann er að
reyna að fá fram hjá viðmælendum sínum.
Besta sjónvarpskonan er svo vinkona mín hún
Eva María Jónsdóttir. Annars er ég von bráðar
á leiðinni suður til Reykjavíkur og ætla þar að
vera í svo sem vikutíma en megintilgangur ferð-
arinnar er að bregða mér á aðalfund Eimskip."
HVAD ER Á SEYDI?
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
TÓNLIST
Kawal-kvartettinn í Hafharborg
Sunnudaginn 25. febrúar mun Kawal-
kvartettinn halda tónleika í Hafnarborg
kl. 20.00. Kvartettinn skipa þau Björn
Davíð Kristjánsson, Kristrún H. Bjöms-
dóttir, Petrea Oskarsdóttir og María
Cederborg á þverflautu. A tónleikunum
verða leikin verk eftir Kuhlau, Bozza,
Berthomieu, von Koch, Chance og
JeanJean. Tónleikamir eru styrktir af
Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar.
AðgangsevTÍr er kr. 1200, en fvrir börn,
nemendur og eldri borgara kr. 800.
Slökun frá amstri dagsins
Sunnudagskvöldið 25. febrúar KL 20:30
verða haldnir tónleikar í Kristskirkju við
Landakot. Þar koma fram Kuran
Kompaní-hópurinn, en að honum
standa Sz\Tnon Kuran fiðluleikari og
Hafdís Bjarnadóttir rafgítarleikari. Tón-
leikunum er ætlað að vera slökun frá
amstri hversdagsins án þess að vera trú-
arlegs eðlis, tónlistin er undir áhrifum
frá miðalda- og endurreisnartónlist. Efn-
isskráin er blönduð frumsömdum verk-
um, spuna og lögum eftir aðra. Asamt
Szymon og Hafdísi leika þeir Grímur
Helgason á klarinett, Albert Oskarsson á
saxófón og söngkvartett skipaður þeim
Ingiríði Olgeirsdóttur, Guðlaugu Krist-
jánsdóttur, Kristjáni Helgasyni og Gesti
Svavarssyni. Allir eru velkomnir meðan
húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis.
Föstudagsbræðingur
Föstudagskvöldið 23. febrúar verður
hinn vikulegi föstudagsbræðingur hald-
inn á Geysi Kakóbar. Þar munu koma
fram hljómsveitimar Lúna, Kaktus og
Dögun. Þær ætla að leika Iágstemmda,
flæðandi rokktónlist íyrir strönduð ung-
menni. Tónleikamir heQast upp úr átta
og allir 16 ára og eldri velkomnir og
auðvitað er aðgangur ókeypis.
Kammertónleikar
í Bústaðarkirkju
Camerarctica heldur tónleika í Bústaða-
kirkju sunnudaginn 25. febrúar kl.
20.00 á vegum Kammermússíkklúbbs-
ins. A efnisskránni eru tvö verk:
Strengjakvartett nr. 9 í Es-dúr op 117
eftir Dmitri Shostakovich og Strengja-
kvartett nr. 8 í e-moll op. 59.2 eftir Lud-
vvig van Beethoven. I Camerarctica eru
þau Hildigunnur Halldórsdóttir 1. fiðla,
Sigurlaug Eðvaldsdóttir 2. fiðla, Guð-
mundur Kristmundsson lágfiðla og Sig-
urður Halldórsson knéfiðla.
Dagur tónlistarskólanna 24. feb.
Opið hús og hljóðfærakynning verður í
Tónskóla Sigursveins að Hraunbergi 2
frá 13-15. Gefst þar tækifæri til að
skoða og prófa flest þau hljóðfæri sem
kennt er á í skólanum. Nemendur og
kennarar muriu einnig kynna hljóðfærin
á stuttum tónleikum kl. 13.40. Letta er
skemmtilegt tækifæri f^TÍr nemendur
forskólans sem eru að velja sér hljóðfæri
fyrir framtíðina en einnig tilvalið fyrir þá
sem vilja kynna sér hljóðfæri og hljóð-
færanám. A efri hæð skólans í Café Risi
verður boðið upp á góðgjörðir. Allir eru
velkomnir að heimsækja skólann af
þessu tilefni.
Tónskóli Eddu Borg verður með þrenna
nemendatónleika í Seljakirkju. Hefð-
bundnir tónleikar eru kl. 11.00 og
12.00. Kl. 14. verða svo tónleikar sem
bera yfirskriftina „Popptónlist“ Forskóla-
deild skólans mun koma fram og leika
ineð undirleik hljómsveitar. petta er
tólfta starfsár Tónskóla Eddu Borg og
eru nú um 200 nemendur sem stunda
nám við skólann. Allir eru velkomnir.
SÝNINGAR
Gallerí Geysir
GuiIIermo Martinez frá heimsborginni
Madrid á Spáni opnar einkasýningu í
Gallerí Geysi laugardaginn 24.02.
kl: 16:00.-18:00. Sýningin er ljós-
myndainnsetning ásamt pcrforinance
(bodv art) þar sem Iistamaðurinn er
hluti af sýningunni og er hægt að leigja
hann út í Iistrænum tilgangi dagana: 26,
28 feb, 2,5,6,8, og 9 mars á milli kl:
10:00.-17:00. Guillermo hefur verið
með sýningar á Spáni og Portugal. Sýn-
ingin stendur til 11.03. Allir v elkomnir á
opnun.
Asgeir Lárusson í Listhúsi Ofeigs
Laugardaginn 24 febrúar kl. 15.00 opn-
ar Ásgeir Lárusson sýningu á verkum
sinum í Listhúsi Ofeigs, Skólavörðustíg
5. Verkin á sýningunni eru öll máluð
með olíulitum á MDF-plötur og nefnir
Ásgeir sýninguna „Tvalitir". Auk þessara
verka er á sýningunni ein ávaxtarenna til
augnayndis. Samspil litanna og tilvísanir
þeirra í náttúru og tungumálið hafa ver-
ið meðal viðfangsefna Ásgeirs á undan-
förnum sýningum en nú athugar hann
samspil tveggja lita á hreinum flötum.
Sýningin er opin á verslunartíma og
stendur til 14. mars.
Úr einkasafni
Sverris í Gerðarsafni
Laugardaginn 24. febrúar kl. 16:00 opn-
ar í Listasafni Kópavogs Gerðarsafni
sýningin Ur einkasafni Sverris Sigurðs-
sonar. I þessu mcrka einkasafni eru verk
eftir 68 listmenn, allt frá frumheijum ís-
lenskrar málaralistar til myndlistar-
manna samtímans. Að þessu sinni eru
um 130 listaverk til sýnis úr einkasafn-
inu, málverk, teikningar, vatnslitamvmdir
og þrívið verk eftir marga fremstu mynd-
listarmenn þjóðarinnar. Einstakt safn af
verkum Þorvaldar Skúlasonar og fleiri
myndlistarmanna af abstraktkynslóð-
inni, einnig úrvalsverk eftir helstu
myndhöggvara okkar. Þótt Sverris sé
kominn á tíræðisaldur heldur hann
ótrauður áfram að kaupa listaverk og
yngsta verkið á sýningunni er frá árinu
2001. Sýningin er opin alla daga nema
mánudaga frá 11:00 - 17:00 og hún
stendur til og með 31. mars.
Fjórar njjar í Nýló
Laugardaginn 24. febrúar kl. 16 verður
opnuð sýning fjögurra listamanna í Ný-
listasafninu við Vatnsstíg. I Gryfju sýnir
Steingrímur Eyfjörð innsetningu undir
yfirskriftinni „Breitt ástand“, ásamt 9
öðrum listamönnum. I forsal sýnir
Ragna Hermannsdóttir bókverk og
myndir unnar í tölvu. Á palli sýnir
Finnur Amar Arnarsson innsetningu
sem samanstendur af 5 ljósmyndum og
vídeóverki og í SUM-sal sýnir Hulda
Stefánsdóttir 7 ljósmyndaverk sem unn-
in eru beint á veggi safnsins. Sýningin
stendur )íir til 25. mars og er safnið
opið alla daga nema mánudaga frá kl.
12 til 17. Sunnudaginn 25. febrúar
verða allir listamennirnir á staðnum á
milli kl. 14 og 16.
Kjartan í Gallerí Fold
Kjartan Guðjónsson opnar málverkasvTi-
ingu í baksalnum í Gallerí Fold, Rauðar-
árstíg 14-16 laugardaginn 24. febrúar
kl. 15.00. Kjartan er einn úr upphaflega
Septemberhópnum svokallaða sem
sýndi fyrst saman 1947 í Listamanna-
skálanum. Sú sýning vakti mjög mikla
athvgli og hafði viðtæk áhrif á myndlist
hér á landi um langt árabil.
Síðasta sýning Eyðibýlanna
Síðsta sjmingarhelgi sýningarinnar Eyði-
býli í Ljósmyndasafni Revkjavikur
Tryggvagötu 15 er nú um helgina. Um er
að ræða samsýningu ljósmvmdaranna
Nökkva Elíassonar og Brian Svveeney,
sem samanstendur af á Qórða tug ljós-
mynda, svart hvitum og litmyndum,
teknum af eyðibýlum víðs vegar á Is-
landi. Sýningin er opin alla virka daga frá
kl. 10-16 og um helgar frá kl: 13-17 og
stendur til 1. mars. Aðgangur ókeypis.
Sýningalok í Hafnarborg
Sýning Rutar Rebekku Siguijónsdóttir á
málverkum í Sverrissal lýkur mánudag-
inn 26. febrúar. Hennar viðfangsefni
eru mannslíkaminn, línur og hreyfing
eins og það birtist í dansinum. I aðalsal
stendur yfir yfirlitssýning á Krísuvíkur-
myndum Sveins Björnssonar. Krísuvíkin
mín heitir sýningin og er haldin í sam-
vinnu Hafnarborgar og Sveinssafns.
Sýning Sveins Bjömssonar stendur til 5.
mars. Hafnarborg er opinn frá kl. 11 -
17 alla daga nema þriðjudaga.
Fávitinn í MÍR
Kvikmynd byggð á fyrri hluta skáldsögu
Fjodors Dostojevskí, Fávitanum verður
sýnd í bíósal MÍR, Vantsstíg 10, næst-
komandi sunnudag, 25. febrúar kl.
15.00. Myndin er frá árinu 1958. Leik-
stjóri er ívan Pyriev sem var þekktur fyr-
ir söngleikjamyndir sínar en síðustu árín