Dagur - 09.03.2001, Side 5
FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 - S
VgfUT.
FRÉTTIR
Hlíf endurfj árfesti
70% sjóðsins í fyrra
Lífeyrissjóðurinn Hlíí
gerði upp árið 2000
með 3,9% hreiimi
raunávöxtuu. Öðrum
sjóðum tekst ekki öll-
um að ná yfir núllið.
Á sama tíma og stórir lífeyris-
sjóðir neyðast til að gera upp árið
2000 með raunávöxtun jafnvel
neðan við núllið getur Lífeyris-
sjóðurinn Hlíf sent út tilkynn-
ingu um 3,9% hreina raunávöxt-
un í fyrra. Mesta athygli vekur
19% raunávöxtun innlendra
hlutahréfa. En margir væru lík-
lega nokkuð ánægðir með 7,4%
raunávöxtun á öllu verðbréfa-
safni lífeyrissjóðsins, þó tap af
vaxta- og gjaldmiðlaskiptasamn-
ingum hafi síðan minnkað það í
3,9% sem áður segir. Lífeyris-
sjóðurinn Framsýn, sem er nær
15 sinnum stærri, neyddist til
dæmis til að senda frá sér árs-
uppgjör með raunávöxtun 0,6%
í mínus núna í vikunni.
Út úr sjávarútveginum
„Þetta er bara val á fyrirtækjum
sem eru að gera það gott,“ svar-
aði Valdimar Tómasson fram-
kvæmdastjóri sjóðsins, spurður
hvernig honum hafi takist að ná
19% raunávöxtun á innlendum
hlutabréfum í fyrra þegar mark-
aðurinn virtist aðallega á niður-
leið. „Almennt fórum við út úr
sjávarútveginum og yfir í tækni.
Það sem gaf okkur best var Is-
lenski hugbúnaðarsjóðurinn."
Valdimar telur virka stýringu
aðalatriðið. „Við vorum mikið á
vaktinni, bæði hérlendis og er-
lendis. Ef við höldum að eitt-
hvað fari að lækka þá förum við
út og leitum að öðru sem gefur
ekki bara á næstu árum heldur á
næstu mánuðum. Við endurfjár-
festum 70% af sjóðnum í fyrra,
vegna þess að við erum alltaf að
Ieita að bestu bréfunum fyrir
næstu 2-3 mánuði, en ekki bara
að kaupa bréf til að liggja á
þeim." Valdimar segir þetta
spurningu um tímasetningar á
sölum og endurfjárfestingu. Og
líka uppsafnaða reynslu, eftir 18
ára stjórn sjóðsins.
Fljótir að hirða hagnaðinn
Margir fóru líka flatt á erlenda
markaðnum í fyrra, þar sem Hlíf
kemur þó ágætlega út. ,/Etli það
sé ekki vegna þess að við erum
svo fljótir að hirða hagnað og
fara í eitthvað annað. Þótt lífeyr-
issjóðir séu langtíma fjárfestar
þá gerir maður meira af því, þeg-
ar markaðurinn er eins og í fyrra,
að hlaupa út þegar hagnaðurinn
var kominn í svona 5 til 10% og
leita að næsta tækifæri. Höldum
að eitthvað fari að lækka þá för-
um við út og leitum að öðru sem
gefur von um betra, ekki bara á
næstu árum heldur á næstu
mánuðum. Þetta er öðruvísi en
aðrir vinna og skilar okkur
kannski betri árangri," segir
Valdimar.
Tveir í plús - jirír í mrnus
Heildareignir Lífeyrissjóðsins
Hlífar voru um 3,3 milljarðar í
lok síðasta árs, eftir rúmlega 300
milljóna hækkun á árinu. Eins
og hjá flestum öðrum sjóðum var
1999 metár hjá Hlíf, með 22%
raunávöxtum, sem þá var um 5%
yfir meðalávöxtun lífeyrissjóð-
anna, samkvæmt ársskýrslu Fjár-
málaeftirlitsins. Raunar segir
Valdimar Hlíf hafa verið með
hæstu raunávöxtun lífeyrissjóða
síðustu tíu árin. Af ársuppgjör-
um fimm annarra sjóða sem
hann hefur frétt af í ár væru 2
aðeins í plús en 3 í mínus. — HEI
Rekstarleyfi
í tiskeldis
Veiðimálastjóri skrifaði í gær
uppá rekstrarleyfi til Salar ls-
landica hf., sem hvggst setja á
Iaggirnar fiskeldi í Berufirði.
Áður hafði fyrirtækið fengið
starfsleyfi lrá umhverfisráð-
herra. Leyfi þessi eru ýmsum
skilyrðum háð og ekki framselj-
anleg. Með þessa pappíra uppá
vasann hyggjast forráðamenn
fyrirtæksins fara í kaup á meðal
annars kvíum og seyðum, en
áætlanir þeirra gera ráð fyrir alls
að 8.000 tonna framleiðslu á
laxi á ári - sem eða á milli 30 og
40 tonn á dag. — SBS
Metgróði
hjá SPRON
Rekstur Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis gekk vel á síðasta
ári og nam hagnaður fy'rir skatta
1150,2 milljónum króna, en
813,4 milljónum þegar tekið
hefur verið tillit til skatta. Er
það hærri fjárhæð en áður hefur
þekkst hjá fyrirtækinu.
Hefðhundin starfsemi gekk
mjög vel og fjölgaði viðskiptavin-
um mikið. Á móti kom að tals-
vert gengistap var á ýmsum teg-
undum markaðsverðhréfa eins
og hjá fleiri fyrirtækjum á fjár-
magnsmarkaði. Það sem eink-
um skapar þann mikla hagnað
sem áður er getið er gengishagn-
aður af hlutahréfaeign í Kaup-
þingi, en helmingur hlutabréfa-
eignar SPRON f félaginu hefur
verið færður til markaðsvirðis.
Á SPRON því enn óinnleystan
verulegan hagnað af þessari
hlutabréfaeign.
Nú er unnið hördum höndum við vinnu við mislæg gatnamót á mótum Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar. í
gær unnu þessir tveir brúarsmiðir að því að taka niður mót sem búið var að setja upp en gleymst hafði að húða
þau með sérstöku efni. Sannaðist þar hið fornkveðna að kapp er best með forsjá! - mynd: hilli
Eftirlitskerfið verði styrkt
Borgaryfirvöld telja að það þurfi
að styrkja eftirlitskerfi borgarinn-
ar og m.a. með verklegum fram-
kvæmdum. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri telur að
skýrsla Borgarendurskoöunar um
framkvæmdir við tengibyggingu
Borgarleikshúss og Kringlu og
Listasafns Reykjavíkur í Hafnar-
húsinu renni stoöum undir þá
skoöun. I skýrslu Borgarendur-
skoðunar eru lagðar fram ýmsar
tillögur til betri stjórnsýslu og
ábyrgðar með vcrklegum fram-
kvæmdum.
I skýrslunni kemur m.a. fram
að heildarkostnaður borgarsjóðs
vegna tengibyggingar Borgarleik-
húss og Kringlu hafi hækkað um
89% frá því sem gert hafði verið
ráð fyrir, eða úr 106,5 milljónum
króna í 205 milljónir. Þá hefði
kostnaður vegna Hafnarhússins
aukist um 28%, eða úr 580 millj-
ónum króna í 740 milljónir.
Borgarendurskoöun telur aö
stærsta hluta frávikanna vegna
tcngibyggingarinnar megi rekja til
ntagnaukningar og þensluáhrifa. I
skýrslunni er gagnrýnt að upplýs-
ingar um kostnaðarhækkanir hafi
skilað sér seint og illa til borgar-
ráðs. Þá hafi ótvírætt óhagræði
hlotist af því að hönnun og fram-
kvæmd lutu ekki sömu stjórn. Þá
hefðu boðleiðir verið llóknar og
ábyrgð með kostnaði ekki verið
fyllilega ljós vegna þess að Eignar-
haldsfélag Kringlunnar sá um
framkvæmdina. Ennfremur hefði
sá flýtir sem var á framkvæmdinni
komið sér illa (ýrir borgarsjóð.
Um Hafnarhúsið telur Borgar-
endurskoðun aö helstu ástæðuna
fyrir framúrkeyrslunni þar megi
rekja til þess að hönnun átti sér
stað samtímis framkvæmdum. Þá
hefði borgarráð ekki verið nægi-
lega upplýst um árlega kostnaðar-
stöðu og líklegan heildarkostnað.
Auk þess hefði vfirferð og greiðsla
reikninga ekki farið fram með
nægilega reglubundnum hætti.
- GRH
HÆSTIRÉTTUR
Siininn sýknaóur
í Vatnsendamáli
Hæstiréttur hefur sýknað Lands-
símann af kröfum Þorsteins
Hjaltested, en Þorsteinn krafðist
þess að fellt yrði úr gildi eignar-
nám á 70 hcktara spildu úr landi
jarðarinnar Vatnsenda, sem fram
fór árið 1947. Þorsteinn taldi að
lagaheimild hefði skort til þess að
eignamámið færi fram, en ef full-
nægjandi lagaheimild hefði verið
lýTÍr hendi bæri eigi að síður að
ógilda það nú, „enda hcfði fvrir-
huguð nýting þess eignarnumda
ekki gengið eftir".
Þorsteinn hélt því l’ram að
Landssíminn hefði nú í hyggju að
selja hið eignarnumda land undir
íbúðabyggð í stað þess að nýta það
í samræmi við eignarnámsheim-
ild. Hæstiréttur taldi hins vegar að
fram hefði farið skilyrðislaus eign-
aryfirfærsla á landinu, sem hefði
verið „tekið til notkunar í eðlilegu
samræmi við tilgang eignarnáms-
ins“. Þorsteinn tók við aðild máls-
ins af föður sínum Magnúsi, sem
lést í desember 1999. — FÞG
Fauti fékk 6 mánuði
Hæstiréttur hefur staðfest 6 mán-
aða fangelsisdóm undirréttar yfir
Sigurði Stefáni Almarssyni, en
honum var gefið að sök að hafa
veist að manni með þeim afleið-
ingum að hann varð fyrir talsverð-
um áverkum og hlaut meðal ann-
ars beinbrot á kjálka og fingri. Sig-
urður neitaði staðfastlega sakar-
giftum, en með hliðsjón af fram-
burði vitna og gögnum sem lágu
fýrir þótti sannað að hann hefði
valdið manninum þeim áverkum
sem hann varð fyrir.
Lengd fangelsisdómsins skýrist
af því að um hegningarauka er að
ræða vegna umferöarlagabrots í
apríl í fýrra, en þess utan á Sigurð-
ur langan afljrotaferil að baki. 1
þessu líkamsárásarmáli þótli
sannað að Sigurður hefði í íbúð
við Baldursgötu veist að manni,
„slegið hann hnefahögg í andlitið,
snúið upp á hendur hans og er
[maðurinn] gekk niður stiga að
útidyrum hússins, hrint honum
niður stigann með þeim alleiðing-
um að [maðurinn] hrasaði niður
stigann og loks slegið [manninn]
mörg hnefahögg í andlitið þar sem
hann lá við útidyr". — FÞG
Slapp með hassmolann
Hæstirétlur hcfur dæmt smá-
krimma nokkurn í tveggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi fvrir
þjófnaði, en hann slapp mcð dóm
f\TÍr að hafa átt tæpt eitt gramm
af hassi sem fannst í bíl hans,
vegna slakra vinnubragða lögregl-
unnar.
Maðurinn var í samræmi við
játningu sakfelldur fyrir að hafa
stolið samtals 183 þúsund krón-
um í sex tilvikum, úr söluuppgjöri
í afgreiðslu Sundlaugar Árbæjar. 1
lögregluskýrslu gekkst ákærði við
að eiga hassmolann sem fannst í
bíl hans, en hann dró þá játningu
til baka. Engin vitni komu fram
nema lögreglumenn, þótt farþegi
hafi verið í bílnum, og ekki var afl-
að gagna til að staðrevna hvort
ákærði hefði handleikið fíkniefnið
eða fá vísbcndingar um hvenær
eða hvernig það gæli hafa komist
á þann stað, sem það fannst.
Hæstiréttur taldi sögu ákærða um
að einhver annar ætti efnið ekki
(jarstæðukennda. — fþg