Dagur - 09.03.2001, Page 16
16- FÖSTUDAGVR 9. MARS 200 1
Á hverfanda hveli í
sænska skerágarðinum
Laufin íToscana eftirLars
Norén verðurfrumflutt í
Þjóðleikhúsinu í kvöld í leik-
stjóm Viðars Eggertssonar.
I Toscana á Ítalíu er dalur sem nefnist
Vallombrosa, en það mun þýða Skugga-
dalur. I Paradísarmissi Miltons segir að
laufin í Vallombrosa séu jafnmörg og sálir
fordæmdra í Víti.
Leikritið Laufin í Toscana eftir Lars
Norén, sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í
kvöld, gerist þó ekki í Toscana heldur í
sænska Skerjagarðinum. Þar segir frá
borgaralegri stórfjölskyldu sem kemur
saman á hverju sumri til þess að treysta
böndin, en ýmsar blikur eru á lofti. Fjöl-
skyldufaðirinn er að dauða kominn, dæt-
urnar tvær standa frammi fyrir skilnaði
og meiningin er að selja sumarhús Qöl-
skyldunnar í Skerjagarðinum.
Lars Norén er eitt afkastamesta leik-
skáld Norðurlanda, hefur samið nálægt
fimmtíu leikrit og nýtur bæði virðingar
og vinsælda. Laufin í Toskana er íjórða
leikritið eftir hann sem sýnt er hér á
landi. Hin eru Seiður skugganna, Hræði-
leg hamingja og Bros í djúpinu.
Andi Tékovs
Andi Tékovs svífur yfir vötnum í Laufun-
um í Toscana, því mikið er um beinar og
óbeinar tilvísanir í leikrit hans, og raunar
fleiri leikritahöfunda.
„Hann er alltaf að leika sér að því að
líkja saman lífinu og leikhúsinu," segir
Viðar. „Hann er í raun og veru að fást
við spurninguna um það hvort hægt sé
að leika lífið, er lífið eitthvað sem hægt
er að pakka inn og setja inn í umgjörð á
sviði?“
„Þarna heldur á penna maður sem er
búinn að skrifa ótal verk um samskipti
innan íjölskyldunnar," segir Viðar enn-
fremur, „hinar sjúku myndir sem sam-
skipti geta tekið á sig milli svo náinna
manneskja sem myndað hafa ijölskyldu-
tengsl. Þegar þarna er komið stendur
Norén á ákveðnum tímamótum og ætlar
sér að líta lengra í samfélaginu, skoða
hvernig Ijölskyldan tengist út á við öðru
hlutum."
Leikritið er tímasett fáeinum árum
eftir fall Berlínarmúrsins, þannig að
þetta gerist á tíma mikilla umbyltinga og
upplausnar bæði innan fjölskyidunnar
og utan hennar.
Pað er Erlingur Gíslason sem leikur
íjölskyldul'ööurinn, sem er alvarlega
veikur og á ekki langt eftir. Dætur hans
eru þær Sonja, sem Ragnheiður Stein-
dórsdóttir leikur og leikkonan Lena sem
Guðrún S. Gísladóttir leikur, en bróðir
þeirra er leikinn af Hjalta Rögnvalds-
syni.
Sigurður Skúlason leikur Friðrik, sem
er læknir og eiginmaður Sonju, en Valdi-
mar Örn Flygenring leikur Ólaf, leik-
skáld sem hefur verið fáein ár í sambúð
með Lenu.
Báðir verða þeir ástfangnir af hinni
fögru Klöru, sem Nanna Kristín Magnús-
dóttir leikur. Klara er hins vegar ekki
heil á geði, en hún er bróðurdóttir
þeirra Sonju og Lenu. Atli Rafn Sigurð-
arson leikur aftur á móti ungan rithöf-
und, Samúel, sem telur sig vera sýktan
af alnæmisveirunni, og Stefán Jónsson
leikur íjölskylduvin sem hefur misst at-
vinnuna. Þetta eru því heilmiklar og
dramatískar ílækjur sem eiga sér stað í
leikritinu.
Talað í kross
„Það cr gaman að því hvernig maður með
svona þroskaða sýn heldur utan um þess-
ar persónur þannig að þetta verði trú-
verðug samskipti þrátt fyrir allar þessar
tilvísanir í önnur leikrit," segir Viðar.
„Skírskotanirnar mega aldrei yfirtaka
verkið, þær verða að vera undiralda, og
það ræður svolítið forminu á uppsetning-
unni hjá okkur. Við leysum það svolítið
upp, þannig að persónurnar Ieika ekki
bara á sviðinu heldur leika þær út af svíð-
inu og þær flæða ínn á svíðið og samein-
ast áhorfendum nánast. Það er til þess að
undirstrika svolítið þessa upplausn, en
við reynum að halda alltaf sjóninni á þró-
un persónanna."
„Formið á samtölunum gefur líka
þessa upplausn dálítið skemmtilega til
kynna,“ segir Ragnheiður, „því fólk er oft
að tala í kross á sviðinu. Það varpar ein-
hver fram spurningu og síðan eru
kannski sagðar fimm setningar urn allt
annað efni og þá kemur svarið við
spurningunni. Það er því mjög flókið að
vinna þetta, þetta er eitthvað það flókn-
asta sem maður hefur lent í í sambandi
við textavinnu.“
„Stundum eru samtölin höfð skýrt að-
skilin en stundum lýstur þeim saman,“
segir Viðar.
„Þetta er mjög spennandi vinna, að
reyna að halda þræðinum í þessum sam-
tvinnuðu samtölum og „stilla fókusinn"
rétt. Svona gerist oft í lífinu sjálfu, en
það er flóknara mál aftur á móti að færa
það upp á sviðið og koma því þannig fyr-
ir að áhorfandinn geti fylgst með á öllum
vígstöðvum," segir Ragnheiður.
Á ystu nöf
„Hann er líka alveg ósmeykur að leita í
smiðju Tékovs,'1 bætir Viðar við. „Persón-
urnar í þessu leikriti minntu mig strax
þegar ég las það mjög á Mávinn, aðstæð-
urnar eru úr Kirsuberjagarðinum en
strúktúrinn er svipaður og í Sumargest-
um eftir Gorkí. En kannski nær Lars
Norén að sýna okkur þetta fólk á sama
hátt og Tékov sýndi fólkið sitt sínum
áhorfendum fyrir einni öld. Hjá Tékov
var fólk líka, einni öld áður, á sams konar
upplausnartíma. Lars Norén ýtir persón-
unum svolítið lengra fram á brúnina, en
það er af því að við þurfum þess kannski.
Mér finnst það svo makalaust að þurfa
ekki að taka Tékov-leikrit og setja það í
nútímabúning heldur að eiga höfund sem
getur skrifað með þessum hætti um okk-
ur. Fyrir vikið verður þetta ennþá áhuga-
verðara vegna þess að þetta erum við."
Ástin og draiunuxinn uin ástina
„Hjá Tékov dreymir fólk gjarnan um
Moskvu, því finnst að lífið vrði betra ein-
hvers staðar annarsstaðar - grasið er
alltaf grænna hinum megin við girðing-
una," segir Ragnheiður.
„Þess vegna missir fólk sjónar á gild-
unurn sem eru fyrir framan á augunum
á þeirn. Það missir sjónar á þeim sem
það raunverulega elskar. Það getur
aldrei notið þess sem það hefur vegna
þess að það hefur alltaf búið sér til aðra
mynd af lífinu," segir Viðar.
„Ég hef t.d. lúmskan grun um, að
Friðrik, sem Sigurður Skúlason leikur, sé
í raun og veru alls ekki ástfanginn af
þessari ungu stúlku, Klöru, heldur hrífist
hann af draumsýninni um ástina," segir
Ragnheiður. „Hann er á miðjum aldri, og
þá leita oft ýmsar spurningar á fólk um
eigið líf, tilgang þess og lífsfyllingu. Sig-
urður er sjálfsagt ekki sammála mér,
enda hef ég oft strítt honurn á því að
hann hefði betur haldið sig við hana
Sonju sína. En ég ætla ekki að kvarta,
því allt verður þetta Sonju til góðs, hún
verður sjálfstæðari og sjálfsmynd henn-
ar styrkist eftir þessi miklu straumhvörf
í lífi þeirra beggja."
Blóð úr sjúltri æsku
„Margt er þarna líka svolítið kaldhæðnis-
legt. Tveir miðaldra menn verða ást-
fangnir af þessari ungu stúlku, það er
eins og þeir sækist eftir því að fá að
spegla sig í æsku hennar, að fá nýtt hlóð.
En þetta blóð er sjúkt því hún er veik.
Eins er það með Ieikkonuna sem Guðrún
Gísladóttir leikur og er komin að enda-
stöð í sínum ferli og þarf að finna eitt-
hvað nýtt. Hún þráir að vinna með þess-
um unga rithöfundi sem gæti géfið henni
eitthvað nýtt og bitastætt. En hann er
líka sjúkur, með sjúkt blóð. Þetta er svo-
lítið kaldhæðnislegt að fólkið sem ætlar
að sjúga æskuna og blóðið úr unga fólk-
inu er að sjúga það úr sjúkri æsku," segir
Viðar.
„Já, þetta er kannski dekksti tónninn
í þessu verki, að æskan skuli vera sjúk,"
segir Ragnheiður. „Og allir virðast óttast
það að eldast. En í nútíma neysluþjóðfé-
lagi þar sem allir vilja vera ungir, ríkir
og frægir þá er hollt að vera minntur á,
að kannski felst hamingjan bara í því að
einhver skuli vilja „smíða handa manni
hilluskáp". Ef einhver elskar þig og þú
elskar á móti, hvað þarftu þá fleira?"
„Sonja er sú eina sem að lokum nær
því að koma auga á þetta," segir Viðar.
„Já, en ég held að það sé samt alls
ekki meðvitað hjá henni, hún streitist
ekki á móti heldur tekur bara þeim
breytingum, sem verða í lífi hennar,"
segir Ragnheiður. - gb