Dagur - 09.03.2001, Blaðsíða 21
Vagttr
FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 - 21
Burtfarartónleikar í Salnum
Á burtfarartónleikum í Salnum á morgun laugardaginn 10.
mars kl. 14:00 leikur Gunnar Leó Leosson á flautu. Undirleikari
hjá honum á píanó er Porsteinn Gauti Sigurðsson. Flutt verða
verk eftir Hoffmeister, Reinecke, Hjálmar H. Ragnarsson,
Gaubert, Ibert og Hindemith.
Á burtfarartónleikum sunnudaginn 11. mars kl. 14:00 leikur
Eva Þyri Hilmarsdóttir á píanó, verk eftir Bach, Beethoven,
Messiaen, Albeniz og Chopin.
Borg framtíöarinnar
Opin borgarafundur verður fyrir ungt fólk í Tjarnarsal Ráð-
húss Reykjavíkur laugardaginn 10. mars. Yfirskrift fundarins
er: Borg framtíðarinnar - Vatnsmýrin og flugvöllurinn? - sjón-
armið unga fólksins.
Fundurinn hefst kl. 15.00. Að framsöguerindum loknum kl.
16.10 verður kaffihlé og að því loknu pallborð og umræður.
Fundarstjóri er Þóra Arnórsdóttir.
Fundurinn er undirbúinn af Áhugsamtökum stúdenta um
flugvallarmálið og skipulag Reykjavíkur og Félagi framhalds-
skólanema í samvinnu við Reykjavíkurborg.
Menntaskólinn í Þórshöfn í heimsókn
Kór Menntaskólans í Þórshöfn endurgeldur heimsókn Kór MA til Færeyja fyrir
tveimur árum og dvelur á Akureyri dagana 9. til 16. mars. Kórinn telur rúmlega 40
félaga og er hingað kominn meðal annar til að skemmta sér og öðrum og kynna
færeyska tónlist og dans.
Almenningi gefst kostur á að hlýða á og sjá sýningu kórsins mánudagskvöldið 12.
mars kl. 20.30 á Gamla sal Menntaskólans og er aðgangur ókeypis. Kór MA mun
einnig flytja fáein lög Færeyingum til samlætis.
Áskriftarsíminn er 800-7080
TÓNLIST
Tónleikar í Laugaborg
Laugardaginn 10. mars rerða haldnir
tónleikar í Laugarborg. Þar koma fram
nemendur píanódeildar Tónlistarskól-
ans á Akurevri og flytja íslenska og er-
lenda samtímatónlist. Tónleikarnir
hefjast kl. 14.00 og er aðgangur ókeyp-
is.
SÝNINfíAR
Kakómuffinssleikjótrúðasýning í
Deiglunni
Leikfélag Akureyrar og Villausi
leikhópurinn hefja sýningar á nýju
barnaleikriti „Tveir misjafnlega vit-
lausir" í Deiglunni, Listagili á sunnu-
dag ] 1. mars og hefst sýningin kl.
15.00. Þar sem oft heyrist, að lítið sé
gert fvrir börnin í bænum, ]tá fannst
aðslandendum sýningarinnar Tveir
misjafnlega vitlausir, alveg tilvalið að
færa hluta Ieikhússins nær hjarta bæj-
arins og búa til eitthvað öðruvísi og
spennandi fyrir börnin. Nú verður sem
sagt boðið upp á leiksýningu, kakó,
muffins og sleikjó eða kakómuffins-
sleikjótrúðasýningu og er allt innifalið
í miðaverði sem er kr. 1000 fyrir alla.
Linn heppinn áhorfandi fær óvæntan
glaðning í Iok sýningarinnar. Miðasala
verður eins og áður í leikhúsinu, nema
sýningardaginn, þá verður hún í Deigl-
unni frá kl. 13.30. Sírninn í leikhúsinu
er 462-1400 og í Deiglunni 461-2609.
Sem fvrr eru það trúðabræðurnir Aðal-
steinn Bergdal og Skúli Gautason sent
eru í hlutverkum Skralla og Lalla.
Reykjavíkur aðstoðar félagsmenn við
gerð einfaldra skattframtala þriðjudag-
inn 20. mars, en eklú föstudaginn 9.
rnars eins og áður hefur verið auglýst
vinsamlegast pantið tíma á skrifstofu
FEB í síma 588-2111. Laugardaginn
10. mars n.k verður haldiö annað
fræðsluerindið á vegum Félags eldri
borgar undir yfirskriftinni „Heilsa og
hantingja": Svala Thorlacius hrl. talar
um erfðamál. Sigrún Þórarinsdóltir og
Sigrún lngvarsdóttir félagsráðgjafar,
hjá Félagsþjónustu Reykjavfkur, ræða
um algengustu erfðamál sent berast
féiagsþjónustunni. Fræðslufundirnir
verða haldnir í Asgarði Glæsibæ og
hefjasl kl. 13.30. Allir cru velkomnir.
Ferðin til Jóníu og Istanbul
Grikklandsvinafélagið Hellas hyggst
standa fyrir tveggja vikna ferð um
grískt sögusvið á Eyjahafsströnd Litlu-
Asíu í vor. Af því tilefni \'erður efnt til
kynningafundar um ferðina í Norræna
húsinu laugardaginn 10. mars kl.
14.00, þar scm ferðaáætlun verður
skýrð ýtarlega. Einnig verður sýnt stutt
myndband úm Jóníu-sv'æði. A fundin-
um fer svo fram endanleg skráning í
ferðina. Allir velkomnir.
LANDIÐ
Listasafnið á Akureyri
Laugardaginn 10. mars kl. 16 verða
opnaðar sýningar á verkum Kristins G.
Jóhannssonar og Jónasar Viðar í Lista-
safninu á Akureyri. Sýning Kiistins ber
yfirskriftina „Garðljóð“ en sýning Jón-
asar „Portrait of lceland“. Kristinn (f.
1936) nam mvndlist á Akureyri, í
Reykjavík og Edinborg og hélt sína
fyrstu málverkasýningu 1954, aðeins
sautján ára að aldri. Allar götur síðan
hefur Kristinn verið \irkur á sýningar-
\ettvangi jafnframt þvi að hafa starfað
sem skólastjóri, ritstjóri og pistlahöf-
undur. Hann leitar fanga í fíngerðar
Iífæðar náttúrunnar milli þess sem
hann dregur upp svipmiklar myndir af
mannlífinu og húsunum í bænum.
Sögusýning um ofsóknir nasista
á hendur biblíunemendum
A morgun verður opnuð í Iiáskólanum
á Akurevri sýningin „Milli andspyrnu
og píslarvættis - vottar Jehóva í ofsókn-
um nasista." Sýningin verður opnuð í
dag kl. 16:30 í húsnæði Háskólans á
1 Hvernig
| verður
skóli fram
tíðarinnar?
Vil taka
áhættu
-segir Guðjón Pedersen
leikhússtjóri í helgarviðtali
Bragðgóðar blöndur
Bíladellan
í blóðinu
Tíska, dómsmál, kynlíf, krossgáta,
bíó, bridge og fleira
Sólborg. Stutt erindi verða flutt um
ástand mála á Norðurlöndum á nas-
istatímanum og um mikilvægi þess að
sagan falli ekki í gleymsku. Sýnd verð-
ur heimildarmynd sem nefnist Stað-
festa votta Jehóva í ofsóknum nasista.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor, ræðir
síðan um mannréttindi og trúfrelsi og
opnar sýninguna að því búnu. Boðið
verður upp á léttar veitingar að dag-
skrá lokinni. Sýningin stendur til 18.
mars 2001 og er opin frá kl. 8 til 22 á
virkum dögum og frá kl. 10 til 17 um
helgar. Aðgangur er ókeypis.
OG SVQ HITT...
Gjugg í sveit
Laugardagskvöldið 10. mars ætlar
Sögufélagið Sálubót að standa fyrir
sjávarréttahlaðborði, skemmtun og
dansleik í Stórutjarnaskóla. Uppistað-
an eru um 30 óvenjulegir og sjaldséðir
fiskréttir. Yfirkokkur er Gunnar Smári
Björgvinsson. A meðan á borðhaldi
stendur verður boðið upp á fjölda
skemmtiatriða s.s. eistneskan þjóðlaga-
söng, vísnaspjall, hugleiðingar og kór-
söng. Veislustjóri er Steingrímur J.
Sigfússon. Hljómsveitin Folk High-
lights Orchestra kemur frá Eistlandi
og leikur fyrir dansi ásamt Jaan
Alavere. Miðaverð er kr. 3800. Nánari
uppl. í s. 464-3327.
Hvað er á seyöi?
Tónleikar, sýningar,
fyrirlestrar o.s.frv...
Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbrófi eða hringdu.
ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100
Útvörður upplýsinga
um aiit iand.
cr
Askriftarsíminn er 800-7080