Alþýðublaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 5
Sunnudags AIÞÝÐUBLAÐJÐ - 26. febrúar 1967 ð ŒO^íIÍO) Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnar- fulltrúi: Eiður Guðnason. Ritstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Áskriftartgj. kr. 105.00. — í Iausasölu kr. 7.00 eintakið, Frið í Vietnam UNDANFARIN misseri hefur mátt sjá þess mörg merki, að unga fólkið hafi hraðvaxandi áhuga á utanríkismálum og hin uppvaxandi kynslóð hugsi ekki aðeins um heimaland heldur vandamál lalls mannkyns. Hvers konar samtök hafa látið í Ijós skoðanir á nýlendu- stefnu, kynþáttakúgun, lífsbaráttu va'n- þróaðra landa og mörgu öðru, en þó framar öllu ófriðnum í Vietnam Þessi hreyfing er nú að berast hing að til lands. Stofnuð hafa verið sam- tök til að berjast fyrir friði í Vietnam, og er kjarni þeirra þrjú stúd.entafélög og þrjú pólitísk æskulýðsfélög. Halda þessi samtök ráðstefnu nú um helgina, og verður þar fjallað um ófriðinn frá ýmsum sjónarmiðum. Almenningsálit um allar jarðir gerir nú vaxandi kröfu til þess, að ráðamenn stríðsaðilja bindi endi á ófriðinn. Jafn vel í Bandaríkjunum eru þessar raddir háværari en þær hafa verið í nokkrum fyrri ófriði, sem það land hefur dregizt inn í. Grimmd og miskunnarleysi þessa ó- friðar er með fádæmum. Sprengjuárás ir Bandaríkjamanna með nýjustu tækni valda stórfélldu manntjóni óbreyttra borgara, og launárásir Vietcong hlífa engum í Suður-Vietnam. Báðir aðilaí segjast vilja frið, en samt virðist ó- kleift að fá þá að samningaborði. Ófriðnum í Vietnam verður að ljúka Eftir það verður að tryggja frið og frelsi þar í landi á vegum Sameinuðu þjóðanna, og reyna að mynda valdajafn vægi í Suðaustur-Asíu, svo að friðar horfur batni á sama hátt og í Evropu. Loks verða hinar efnaðri þjóðir að hefja stórfellda hjálp við Vietnam til að reisa landið úr rústum ófriðarins og hæta þjóðinni tjón áratuga stríðs — að svo miklu leyti, sem það er hægt. Sameinuðu þjóðirnar eru enn áhrifa litlar í máli sem þessu, enda er heiðar legt alþóða samstarf í bernsku. En hér gefst tækifæri til að nota bandalagið til góðs og beita því til að hefta þá tor tryggni, sem hefur gert Suðaustur-Asíu að púðurtunnu. Áskriftasími Alþýðublaðsins er 14900 FRÁ BÚRFELLSVIRKJUN Verkstjórar- Flokksstjórar Vegna virkjunarframkvæmda við Búrfell ósk um vér eftir að ráða verkstjóra og flokksstjóra við eftirtalin störf: 1. Verkstjóra með góðri reynslu við sjálfvirka steypustöð og grjótmulningsstöð. (Frá 15. 3. 1967). 2. Verkstjóra fyrir trésmíðavinnu í stöðvar- húsi. Góð reynsla áskilin. (Einn mann frá 1.3. 1967). (Einn mann frá 1.4. 1967). 3. Verkstjóra með góða reynslu við steypu vinnu við stór og margbrotin mannvirki. (Einn mann frá 1.3. 1967). (Einn mann frá 20. 4. 1967). 4. Verkstjóra með góða reynslu við að steypa inn stálrör, við skriðmót og fóðringar í jarð göngum. (Frá 15.5 1967). 5. Flokksstjóra við trésmíðavinnu í stöðvar húsi. Góð reynsla áskilin. (Einn mann frá 1.4. 1967). (Tvo menn frá 1.5. 1967). 6. Flokksstjóra með góða reynslu við steypu vinnu við morgbrotin mannvirki. (Einn mann frá 1.3. 1967). (Tvo menn frá 1.5. 1967). Skriflegar umsóknir með upplýsingum um fyrri störf og meðmælum sendist ráðningar- stjóranum. FOSSKRAFT Suðurlandsbraut 32 — Sími 38830. Kjallaragreinina ritar að þessu sinni Örlygur Geirsson skrifstofustjóri, og fjallar hún um störf og markmið Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, en Örlygur á sæti í stjórn LÍV. stuttu eftir inngöngu sína í Al- þýðusamband íslands er þeir háðu sitt fyrsta verkfall í des- ember 1963, en í kjölfar þess náðust verulegar kjarabætur. Það má segja að nú næstum tíu árum frá stófnun sámtak- anna, standi verzlunarmenn stéttarlega vel að vigi. Samtökin eru vel skipulagslega uppbyggð með aðild að atvinnuleysistrygg ingarsjóði, sterkum lífeyrissjóði aðildarskyldra félaga og tengsl- um við heildarsamtökin. Verzlunarmenn eru því vel undir það búnir að vinna að þeim markmiðum sem fram undan eru. í þingi Landssambands ís- " ienzkra verzlunarmanna, sem haldið var nú um síðustu helgi, kom glögglega í ljós hver verða meginmarkmið samtak- anna. ÞaB er staðreynd, að megin- hluti skrifstofu- og vérzlunar- fólks- verður að teljast í hópi himia lægra launuðu þjóðfélags- þegna. Því verður lögð höfuð- áherzla á aukinn kaupmátt launa. Afgreiðslufólk í verzlunum hefur mun lengri vinnutíma en skrifstofufólk, ,svo að sex tíma ber á milli. Stytting á vinnutíma afgreiðslufólksins er því sann- girnismál, sem vinna ber að. — Hins vegar er mönnum ljóst, að slíkar leiðréttingar nást ekki fram nema með samningi um vinnutímastyttingu í áföngum. Auk þessa hafa verzlunarmenn orðið útundan í þeirri þróun sem átt hefur sér stað í fjöl- mörgum atvinnugreinum hér á lándi sem annars staðar að stytta vinnuvikuna um einn dag. Því verður stefnt að styttingu dag- vinnutímans, og miðað við fimm daga vinnuviku. Þetta eru liin tvö veigamestu markmið í næstu kjarabaráttu verzlunarmanna. En hin vel menntaða stétt verzlunarfólks leitar eklfl eingöngu nýrra mark miða í kjarabaráttunni, héldur æskir hún einnig meiri fræðslu. Þinig Landssambands ísl. verzl unarmanna beinir óskum til verzl unarskólann um aukna hagnýta kennslu, Landssambandið æskir samstarfs við þá-og fleiri aðilja um námskeiðahald, m. a. fyrir endurhæfingu 1 starfi, sér- hæfingarnámskeið ýmis konar og námskeið fyrir trúnaðarmenn verzlunarfélaganna. Það æskir jafnframt samstarfs við þessa aðila auk bréfaskóla SÍS og A- SÍ um að gefnir verði út ritling- ar og upplýsinga-handbækur — hvorutveggja til notkunar við námskeiðahalds og til almennra nota. Verzlunarmenn leggja þó mesta áherzlu á varanlega upp- byggingu fræðslu og útbreiðslu starfa samtakanna. Þeir telja því eitt veigamesta framtíðar- verkefni sitt vera stofnun fræðslumiðstöðvar er annist námskeiðahald og faglega útgáfu starfsemi verzlunarstéttarinn- ar. Slík fræðslumiðstöð er réði yfir góðu tæknibókasafni — og kennslutækjum ósamt tækni- menntuðum kennurum og erind- .rekum mundi stórbæta fræðslu mál íslenzkrar verkalýðshreyf- ingar, sem því miður hefur van- rækt þessi mál algjörlega. Það verður því með athygli fylgzt með því á hvern veg liin veigamestu hagsmunamál verzl- unarstéttarinnar þróast á næstu árum. Það verða þessi mál sem skera úr um hvort Landssamband ísl. verzlunarmanna færist í forystu sveit íslenzkrar verkalýðsstétt- ar. ‘ ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.