Alþýðublaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 11
Sunnudags AtÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. febrúar 1967 11 Alþýðuílokksfélag Kópavogs •heldur aðalfund þriðudaginn 28. febrúar 1967, kl. 8,30 síðdegis í Félagsheimilinu Auð brekku 50 Dagskrá: 1. Ræður, Emil Jónsson formaður félags ins og Jó'n Ármann Héðinsson við skiptafræðingur. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Stjórnin. Ensk gólfteppi og teppamottur Nýkomin í fjölbreyttu úrvali mjög fallegir litir. TEPPADEILDIN. Vinnuvélar TIL LEIGU. Leigjum út pússninga-steypu- hrærivélar og hjólbörur. Rafknúnir grjót- og múrhamrar meö borum og fleygum. Steinborar — Vibratorar. Vatnsdælur o.m.fl. LEIGAN S.F. Sími 23480. FJÖLIÐJAN • ÍSAFIROI I-----------------1 5EÖJRE EINANGRUNARGLER FIMM ÁRA ÁBYRGÐ Söluumboð: SANDSALAN S.F. Sími 3012Ó. Pósthólf 373. Elliðavogi 115. Verslunin Hof ER FLUTT Í Hafnarstræti 7. Árshátíð Meistarafélag húsasmiða, Félag pípulagningameistara og Félag veggfóðrarameistara halda árshátíð að Hótel Borg, föstudaginn 3. marz n.k. og hefst hún með borðhaldi kl. 19 Dagskrá: 1. Skemmtunin sett. 2. Ræða 3. Söngur 4. Gamanþáttur 5. Dans. Aðgöngumiðar eru seldir hjá Landssam bandi iðnaðarmanna, Meistarasambandi bygg ingamanna og á skrifstofum félaganna Skip holti 70. Borðapantanir að Hótel Borg daglega. Lyfjaverzlun ríkisins óskar að ráða bílstjóra. — Upplýsingar á skrifstofunni Borgartúni 7, mánudag 27. febr úar, kl. 10—12 f.h. Ég- þakka af hjarta ættingjum mínum öllum, vinum mín um og öðrum, er glöddu mig svo innilega á tíræðisafmæl- inu 20. febrúar sl. með heimsóknum, skeytum, blómum og gjöfum. Gott er góðra að minnast. Kristrún Finnsdóttir. Smásaga Framhald af 6. síðu. — Við hittum J. P. Morgan síðdegis í dag, segir hann. — Maður hér á gisti- húsinu, sem ég þekki, kynnir okkur fyrir honum. Hann er einn af vinum mínum. Hann segir að Morgan hafi gaman af að hitta menn frá Vesturríkjunum. — Það er ákaflega vingjarnlegt af hon- um, segi ég. — Mér þætti gaman að kynn- ast herra Morgan. — Það væri ekki verra að kynnast ein- um milljónamæringi, segir Silver. — Ég verð að játa, að mér geðjast vel að því, hversu New-York-búar eru gestrisnir menn. Maðurinn, sem Silver þekkti, hét Klein. Klukkan 3 kom Klein með vin sinn frá Wall Street inn á herbergi Silvers til þess að heilsa upp á okkur. Herra Morg- an leit út alveg eins og á myndum og hafði gðngustaf. — Herra Silver og herra Pereud, segir Klein. — Það virðist hlægilegt að Vera að kynna stærsta auðkónginn okkar. .. — Ó, hættið nú, herra Klein, segir herra Morgan. — Það gleður mig að kynnast þessum herrum. Ég hef mikinn áhuga á Vesturríkjunum. Klein segir mér, að þið séuð frá Little Rock. Ég held, að ég eigi eina eða tvær járnbraut- lr þar vestra. — Það var þetta með málverkið, segir Morgan. — Ég sendi erindreka til Evr- ópu til þess að kaupa það. Mér bara datt það svona í hug. Hann símaði mér í morg- un, að þetta málverk væri ekki til á ít- aliu. Ég skyldi gjarnan borga 50 þúsund dollara fyrir þessa mynd, jafnvel 75 þús. und dollara. Ég hef gefið erindrekanum fullt vald til þess að kaupa það, hvað sem það kostaði. — En, herra Morgan, segir Klein, — ég hélt að þú ættir allar myndir da Vincis. — Hvernig lítur þessi mynd út, herra Morgan? spyr Silver. — Hún .hlýtur að vera jafnstór og veggur á skýskafa. — Ég er hræddur um, að þér hafið litla þekkingu á málverkum, herra Sil- ver, segir Morgan. — Málverkið er 27 þumlungar sinnum 42 og heitir Hinn þögli tími ástarinnar. Það er af nokkrum tízkumeyjum, sem dansa tostep á fagur- grænum árbakka. í símskeytinu var mér sagt, að það væri ef til vill komið hingað til New York. Málverkasafn mitt verður aldrei fullkomið nema ég nái í þessa mynd. Well, herrar mínir! Við stórkapít- alistar förum snemma að hátta. / Herra Morgan og herra Klein fóru sam- an í bíl. Við Silver skeggræddum um það fram og aftur, hversu blátt áfram og elskulegir þessir miklu menn væru. Og Silver fór að tala um það, hvað það væri mikil synd að svíkja fé út úr jafnmikl- um sómamanni og herra Morgan; og mér fannst sjólfum sem það væri dálítið ó- viðkunnanlegt. Klein kom aftur að stund- arkorni liðnu og stingur upp á því, að við fáum okkur dálítinn göngutúr eftir mið- degisverðinn. Svo göngum við þrír niður Sjöundu götu til þess að athuga lífið. — Klein kemur auga á skyrtuhnappa í glugga hjá veðlánara og fer að dást að þeinu Við förum allir inn í búðina og hann kaupir hnappana. ÞEGAR VIÐ VORUM komnir aftur á gistihúsið og Klein var farinn, segir Sil- ver skjálfandi af æsingu. — Sástu það? segir hann. — Sástu það, Billy? — Málverið. sem Morgan vantar. Það hangir hjá veðlánaranum fyrir innan búðarborðið. Ég vildi ekki segja neitt, af því að Klein var þarna. Þetta er áreiðan- lega málverkið, ég er ekki í neinum vafa um það. Hvað sagðist herra Morgan vilja gefa fyrir það? Ó, við skulum ekki tala um það. Veðlánarinn veit áreiðanlega ekki, hvílíkan dýrgrip hann hefur. Þegar veðlánarinn opnaði búðina morg- uninn eftir stóðum við Silver þar, eins og okkur riði lífið á því að veðsetja smókingana fyrir morgunbitter. Við rölt-' um inn og fórum að skoða úrfestar. — Þetta er nú meira málverkið, sem þér hafið þarna hangandi, segir Silver eins og af tilviljun við veðlánarann. — Ég er alveg vitlaus í þessa stelpu þarna með nöktu axlirnar. Haldið þér, að þér fengjuð slag af gleði, ef ég byði yður tvo dollara til að losna við það? Veðlánarinn brosti og hélt áfram að sýna okkur úrfestarnar. — Þetta málverk var veðsett hér, segir hann, — fyrir einu ári síðan. Það var ít- alskur herramaður, sem kom með það. Ég lét hann hafa fimm hundruð dollara fyrir það. Það heitir Hinn þögli tími ást- arinnar, og er eftir Leonardo da VincJ. Fyrir tveimur dögum féll það í gjalddaga og er orðið óinnleyst veð. Hérna höfum við úrfestar, sem eru hæstmóðins núna. Að hálfum tíma liðnum höfðum við Silver keypt málverkið fyrir tvö þúsund dollara og lögðum af stað með það. Silv- er fór með það inn í bíl og stefndi að skrifstofubyggingu Morgans. Ég fór á gistihúsiS til þess að bíða eftir honum. Að tveimur tímum liðnum kom Silver aftur. — Hittirðu herra Morgan? spyr ég. — Hvað borgaði hann þér fyrir það? Silver sezt niður og fer að hamra hnil- unum ó borðplötuna. — Ég hitti ekki herra Morgan, segir hann, — því að herra Morgan hefur verið í Evrópu í mánaðartíma. En það sem veldur mér áhyggju, Billy, er það. að allar búðir í þessu hverfi hafa svona myndir til sölu. Þær kosta innrammaðar 3,43 dollara, en aðeins í’ammarnir kosta 3,50 dollara. Það er þetta, sem ég botna ekkert í.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.