Alþýðublaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 13
Sunnudags AIÞÝÐUBLAÐIÐ -• 26. febrúar 1967 13 sæISbíP , siml 5018«. GYDINGAR - TONLISTARMENN Þreyttur eiginmaSur ítölsk-frijnsk djörf gamanmynd. Sýnd kl. 7 og 9_ Bönnuð börnum. BÓFA - SKIPIÐ Amerísk gamanmynd. Sýnd kl. 5. VENUSARFERÐ BAKKABRÆÐRA — Sýnd kl. 3. Synir Kötu Elder. Víðfræg amerísk litmynd. íslenzkur texti. John Wayne Sýnd kl. 9. KONUMORÐINGJARNIR Hin bráðskemmtilega mynd með Peter Seller. Sýnd kl. 5 og 7. PÉTUR í FULLU FJÖRl með Ole Neiímann... Sýnd kl. 3. ÞAÐ ER almenn skoðun, að hæfileikar ýmsir og eiginleikar séu einkennandi með þjóðum, svo sem það, að Englendingar séu þrautseigir, Frakkar örir, Þjóðverjar ná- kvæmir, Grikkir gáfaðir og námfúsir, ein þjóð sé hagari en önnur. Sumar þjóðir skara fram úr öðrum í sérhæfðum atvinnu- greinum, vísindum eða listum, nefna má ítalska fiðlusmiði, tékkneska glerblásara, finnska arkitekta og fer þetta mjög eftir aðstæðum á hverjum tíma. Mörg lönd geta státað af þróttmiklu tón- listarlífi, en séu þeir skoðaðir ofan í kjöl- inn, sem víða hafa náð lengst bæði í sköp- un og túlkun, kemur í ljós, að undramarg- ir eru Gyðingar, þótt lífið hafi síður en svo leikið við þá þjóð um aldir. Hvað það er, sem gerir ótrúlega marga Gyðinga fjár- jnálasnillinga, eðlisfræðinga og tónlistar- menn, skal látið ósagt, en hinu er ekki að neita, að tónlistargáfa virðist leggjast í ættir eins og glöggt má sjá í landi persónu- sögunnar, íslandi. Tónlistarhæfileikinn er „eitthvað extra”, sem ekki er öllum gefið. Pétur eða Páll getur ekki tekið sig til og ákveðið, að nú skuli hann læra að verða tón- snillingur, jafnvel þótt hann hafi góðar almennar gáfur og geti lært nóturnar, ef hann vantar neistann. Hins vegar verður undrabarnið það oft fyrirhafnarlítið að vísu með ögun og aðhlynningu. Suma snertir tónlistin alls ekki, verkar aðeins sem hvim- leiður hávaði, jafnvel þótt þeir leggi sig eftir henni, en aðra hrífur hún ósjálfrátt, jafnvel kornabörn. Til sönnunar því, hve tónlistarhæfileik- inn er ríkur í Gyðingum, skal tekinn fróð- legur kafli úr bókinni The Oxford Com- panion to Music eftir Scholes. Við íslend- ingar höfum reyndar notið góðs af starfi margra Gyðinga og er þáttur sá, sem þeir STÉTTARFÉLAG VERKFRÆÐINGA AÐALFUNDUR Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verð ur haldinn í Tjarnarbúð, uppi, þriðjudaginn 28. þ.m. kl. 20,30. Fundarefni samkvæmt félagslögum. Félagsmenn fjölmennið. Stjórnin. KÓPAVOGUR Alþýðublaðið vantar blaðburðarbörn í Aust- urbæ. Upplýsingar í síma 40753. Mjög ódýr frímerki frá Austurríki 2800 vel með farin frímerki og minningarmerki að sannvirði 320 mörk fást af sérstökum ástæðum fyrir aðeins 300 mörk. Hægt er að greiða með íslenzkum krónum meðan birgðir endast. Utanáskriftin er: MARKENZENTRALE, Dempscher- gasse 20, 1180 Wien. Tilboð óskast í sölu á: Eldhúsinnréttingum. Eldhúsvöskum. Þakefni. í byggingar Framkvæmdanefndar byggingar áætlunar í Breiðholtshverfi. Útboðsgagna-má vitja á skrifstofu vora gegn Kr. 2000,- skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 POSTULÍNSVEGGFLÍSAR Ensku postulínsflisarnar komnar aftur Stærð: 7J/>xl5 og 15x15 cm. — Gott verð. LITAVER Grensávegi 22 og 24. eiga í uppbyggingu tónlistarlífs hér á þess- ari öld, óskráður enn. „Meðal tónskálda af Gyðingaættum má nefna Ferdinand Ries, Meyerbeer, Halévy, Mendelssohn, Ferdinand Hiller, Moscheles, Offenbach,- Ferdinand David, Rubinstein, Goldmark, Bruch, Cowen Moszkowski, Korngold, Mahler, Dukas, Sehönberg, Schreker, Ornstein, Milhaud, Kurt Weill, Lourié, Eisler, Toch, Frankel, Jacobi, Will- iam Schuman, Diamond, Lukas Foss, Le- onard Bemstein, Gruenberg, Blitzstein, Alexander, Julian og Gregory Krein, Max- imilian Steinberg, Castelnuovo-Tedesco, Morton Gould, Bernard Hermann, Zopatni- kof, Schillinger, Elie Siegmeister, Wein- berger, Gniessin, Tausman, Saminsky, Achron, Copland, Bloch, Irving Berlin og George Gershwin. Fiðlan virðist hafa sterkt aðdráttarafl á Gyðinga. Meðal frægra fiðlusnillinga þeirra eru: Reményi, Joaehim, Auer, Kreisler, Huberman, Heifetz, Elman, ' Zimbalist, Seidel, Menuhin. Nýir og nýir fiðluleikar- ar koma fram og er stór hluti þeirra af Gyðingaættum. Af frægum selloleikurum má nefna Pop- per og Feuermann. Píanóleikarar: Anton og Nicholas Rubin- stein, Godonsky, Bauer, Moritz Rosental, Fanny Bloomfield Zeisler, Sauer, Ignaz Friedman, Arthur Rubinstein, Schnabel, Serkin, Lhevinne, Solomon, Moiseiwitseh, Harold Samuel, Horowitz, Myra Hess, Ir- ene Scharrer og Harriet Cohen. Söngvarar eru fjölmargir: Pasta Brham, Schorr, Selma Kurz, Kipnis, Tauber, Hen- schel o. fl. í öllum tónlistarskólum um allan heim er fjöldi Gyðinga við nám. Hljómsveitarstjórar: Damrosch, Hertz, Bruno Walter, Klemperer, Leo Blech, Ron- ald Koussevitzky, Szell, Monteux og Do- browen. Tónlistarfræðingar og gagnrýnendur sömu þjóðar eru margir, einkanlqga í Þýzkalandi. Nokkur nöfn mætti nefna. í Þýzkalandi og Austurríki: Adler, Alfred Einstein, Curt Sachs, Paul J. Bekker, Hornbostel, Idel- sohn, Eric Werner og Robert Lachmann, sérfræðingur í Austurlandatónlist, í Eng- landi Kalissh. Mjög margir fyrirgreiðendur tónlistar- manna og stjórnendur hljómleikahúsa eru Gyðingar, svo og útgefendur tónverka." Eins og kunnugt er, stendur tónlistarlíf í ísrael með miklum blóma. Árið 1948 var stofnaður tónlistarskóli með hundrað nem- endum; — 1950 voru þeir orðnir átta hundruð. Árið 1936 var Palestínu-symfóníu- hljómsveitin í Tel Aviv stofnsett og vígð af sjálfum Toscanini. Þrátt fyrir smæð landsins og ýmsa erfið- leika hefur framgangur tónlistar verið með ólíkindum í landi hörpuleikarans, Davíðs konungs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.