Alþýðublaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 2
2 26. febrúar 1967 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐID Guðbjartur Gunnarsson: SJÓNVARPSSPJALL Tilraunir ineð litsjónvarp hafa staðið lengi yjir. Litsjón- varp hefur verið í fullum gangi um nokkurt árabil, t. d. I Bandaríkjunum. Litsjónvarp hefur verið notað við kennslu, til dæmis við læknaháskóla í París og Marseilles, þar sem lokað kerfi tengir kennslustof- urnar við skurðstofur spítal- anna. Flest gömlu stiidióin í Hollywood eiga nú alla afkomu sína undir framleiðslu dag- skrárefnis fyrir sjónvarp — og sl. ár var meira en helming- ur allrar framleiðslunnar í lit- um. Hollywood Palace-dagskrá- in í Keflavikursjónvarpi er tekin í litum, enda þótt lítið fari fyrir þeim í svart-hvítri útsendingu. Litajafnvægi í þeirri útsendingu er þó býsna gott. Þvi nefni ég þetta atriði, að hér er komið inn á grund- vallaratriði í sarnbandi við lit- sjónvarp, hvort sem efnið er tekið upp á myndsegulband eða filmu: litajafnvægi innan svart hvíta stigans er býsna erfitt að ■halda, þegar unnið er með svart-hvítt, en vandinn marg- faldast, þagar unnið er með lit. Litsjónvarp þarf að vera liægt að senda út bæði fyrir svart-hvítt móttökutæki og lit- móttökutæki. Það væri því verr farið en heirna setið, ef litirn- ir breyttust svo í hinum elec- tronisíza búningi, að í sv/hv tæki greindust aðeins svartir og hvítir tónar, en millitónar hyrfu, en í litsjónvarpinu væru litirnir meira og minna mtlaus- ir. En einmitt á þessu sviði hef- ur vandinn legið, vegna þess, hve sumir litir eru varasamir í lýsingu, jafnvel grár litur, sem oft tekur á sig furðuleg- ustu blæbrigði, ef lýsingin er ekki hárnákvæm. Litkvikmynd- un fyrir sjónvarp lýtur sérstök- um lögmálum varðandi lýs- ingu: filman þarf að vera „þynnri” en t. d. fyrir bíó- sýningar. Það þarf fjórum sinnum öfl- ugri lýsingu við litsjónvarp en svart-hvitt og styrkleiki „hvíta Ijössins” í litrófinu er þar höf- uðatriði (color temperature). Nægir hér að minna á hvernig litirnir breytast á litfílmu, þeg ar myndir eru teknar t. d. hálf- tíma fyrir sólarlag. Rauða slikj- an, sem kemur á myndina er vegna þess, að styrkleiki hvíta Ijóssins í litrófinu er kominn niður' fyrir þau mörk, sem lita- jafnvægi filmunnar er reiknað fyrir (color balance). Svíðs- bygging, málning oog andlits- förðun, verður því að byggj- ast á vísindalegri nákvæmni, ekki síður en lýsingin. Kostnað- ur við litsjónvarp' er gróflega áætlaður þrefaldur kostnaður sv/hv. sjónvarps og fellur að- allega á hina tæknilegu hlið. HÚSBYGGJENDUR Hjá okkur getið þér fengið næstum allt efni í bygginguna á ernum stað. Góð bílastæði og auðvelt að komast að. Góðfúslega kynnið yður verð og vöruval hjá okkur. — Það sparar yður sem vöruvalið er mest. tíma og fyrirhöfn að verzla þar Timbur, járn o.fl. þungavörur sími 41010 Verzlúnin sími 41849 Skrifstofan sími 40729 Byggingavöruverzlun Kópavogs Kársnesbraut 2 — Kópavogi. Trésmiðir — JHúsgagnasmiðir — Bólstrarar Á rshátíð félaganna verður haldin að Hótel Borg föstudaginn 17. marz. — Nánar í bréfi. Skemmtinefndir. Vön vélritunarstúlka, óskast strax til byggingafyrirtækis. Þarf að kunna þýzku og/eða ensku. Góð laun. Umsækj endur komi til viðtals nk. mánudag eftir há- j degi. Strabag Bau A/G c/o Sigurður Hannesson & Co. hf., Hagamel 42 Símar 2231« og 1718«. SERVÍETTU- PRENTUN SfMX S240L Koparpípur og Rennilokar. Fittings. Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki. Burstafell bysrgingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3. Simi 3 88 40. TILKYNNING FRÁ HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS Húsnæðismálastofnun ríkisins vill hér með benda umsækjendum/væntanlegum umsækj endum um íbúðL;rJán á neðangreind atriði: 1. Einstaklingar og sveitarfélög, sem hyggjast hefja byggingu íbúða á árinu 1967 svo og einstaklingar, sem ætla að festa kaup á í- búðum, og sem koma vilja til greina ,við veitingu lánsloforða húsnæðismálastjórnar árið 1967, sbr. 7. gr. A., laga nr. 19/1965 um Húsnæðismálastofnun ríkisins, skulu senda umsóknir sínar, ásamt tilskildum gögnum og vottorðum, til Húsnæðismála- stofnunar rílíisins eigi síðar en 15. marz 1967. Umsóknir, sem síðar kunna að ber- ast verða ekki teknar til greina við veit- ingu lánsloforða á árinu 1967. 2. Þeir, sem þegar eiga umsóknir hjá Hús- næðismálastofnuninni og fengið hafa skrif lega viðurkenningu fyrir að umsókn þeirra sé lánshæf, ÞURFA EKKI að endur nýja umsóknir. 3. Umsóknir um viðbótarlán verða að hafa borizt stofnuninni eigi síðar en 15. marz n.k. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS Þjóðdansafélag Reykjavíkur - ÁRSHÁTIÐ Þjóðdansafélags Reykjavíkur iverður í Lind arbæ föstudaginn 3. marz kl. 19,30. Þorramatur — Skemmtiatriði. — Komið í þjóðbúningum. — Aðgöngumiðar seldir í Úra- og skartgripa verzluninni Skólavörðustíg 21, mánudaginn 27. febrúar og í Alþýðuhúsinu sama dag kl. 20—23. Skemmtinefndin. Krísuvík Jörðin Krísuvík Hafnarfirði ásamt gróðurhús um er til leigu. Tilboð um leigu á jörðinni í heild eða einstökum hlutum hennar skulu send Bæjar skrifstofunum fyrir 20. marz nk. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.