Alþýðublaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 14
14 26. febrúar 1967 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐfO Greiðslujöfnuður Framhaia áí i. siOu. aðstæðna í sjávarútveginum fóru að koma fram. Þannig var inn- flutningsaukningin á fyrsta árs- fjórðungi 1966 31% miðað við sama tíma árið áður, en aðeins 7% síðasta ársfjórðunginn. í þessum samanburði er frá talinn innflutningur skipa og flugvéla, svo og innflutningur vegna Búr- fellsvirkjunar, en þetta Ihvort tveggja nam um 780 millj. á ár- inu. Fyrir árið í heild nam inn- flutningsaukningin um 16%. Sú þróun útflutnings og inn- flutnings, sem nú hefur verið rak in, hlaut að ‘hafa í för með sér allverulega rýrnun greiðslujafn- aðarins miðað við 'árið 1965. Samkvæmt skýrslum Hagstofunn ar var heildarhallinn á 'vöru- skiptum við útlönd um 806 millj. kr. á árinu 1966, en þá er inn- flutningur reiknaður cif. þ.e.a.s. að meðtöldum flutningsgjöldum, tryggingum og öðrum innflutn- ingskostnaði. Sé bæði innflutn- ingur og útflutningur reiknaður á sama grundvelli, eins og eðli- legt er að gera í greiðslujafnað- aryfirliti, og sé einnig við inn- flutningstölur Hagstofunnar bætt 100 millj. kr. vegna kostnaðar við lengingar á flugvélum og skipum, sem áttu sér stað á ár- inu, verður heildarniðurstaðan sú, að vöruskiptajöfnuðurinn hafi verið óhagstæður um nálægt 250 millj. kr. á árinu 1966. Eru þá með taldar í innflutningi þær 780 millj., sem varið var á ár- inu til innflutnings skipa og flug véla og til Búrfellsvirkjunar. Einnig er litlit fyrir, að nokk- ur halli hafi orðið á duldum greiðslum á árinu, en með þeim Færeyingum tryggð aukin sjálfstjórn? teljast gjöld vegna skipa og flug- véla, ferðalaga, tekjur af varn- arliðinu, vaxtagjöld o.fl. Sam- kvæmt bráðabirgðaáætlun Seðla bankans virðist hæfilegt að á- ætla, að um 350 millj. kr. halli hafi verið á viðskiptajöfnuðinum í heild, þ.e.a.s. á viðskiptum bæði með vörur og þjónustu á árinu 1966. Er þetta svipaður halli og á árinu 1964, en mun lakari afkoma en 1965, en þá varð rúmlega 200 millj. kr. hag- stæður jöfnuður. Á móti hallanum á viðskipta- jöfnuði ársins 1966 komu ýms- ar fjármagnshreyfingar, er námu nettó 'svipaðri fjárhæð. Var hér einkum um að ræða lán til langs tíma, bæði vegna skipa- og flug- véiakaupa og þeirra virkjana- framkvæmda, sem þá hófust. Niðurstaðan varð því sú, að heildargreiðslujöfnuðurinn, eins og hann kemur fram í gjaldeyr- isviðskiptum bankanná, var í jafnvægi á árinu, sem kom -fram í því, að nettógjakleyriseign bankanna hélzt svo til óbreytt, ef frá eru taldar árstíðasveiflur. Nam hún í árslok 1966 1915 millj. í árslok 1965. Er þctta í fyrsta skipti síðan 1959, sem ekki hefur orðið teljandi aukning á gjaldeyrisforða þjóðarinnar. ♦Kaupmannahöfn 25. 3. (NTB-RB) Jens Otto Krag forsætisráð- herra hefur tjáð sig fúsan til að ræða við yfirvöld á Færeyjum um liugsanlegar breytingar á lieima- stjórnarlögunum, að því er frá var skýrt í morgun. Krag hefur sagt í viðtali við færeyska útvarpið, að stjórninni sé kunnugt um afstöðu Færeyj inga og að það hljóti að vera grundvöllur fyrir árangursríkum samningaviðræðum um lausn á vandamálum Færeyinga, m.a. um breytingar á heimastjórnarlögun um » Verkakvenna- •félagið Framsóknj Aðalfundur félagsins verð- ur haldinn þriðjudaginn 27; febrúar kl. 8,30 s.d. Konur f jölmennið og mæt- ið stundvíslega. SMURSTÖÐIN Sætúni 4— Sími 16-2-27 BDUnn er smurður íljótt cg Vd. Stéjam allar teguaair srf tftnurollú Maximlíian Framhald úr opnu. Umsátrið um Queretaro varði þó í þrjá mánuði. Keisarinn og herforingjar lians gerðu sér vonir um að fá liðsstyrk frá höfuðborg- inni, en þær vonir virtust ekki ætla að ræt- ast. 1. apríl sendi Escobedo, hershöfðingi lýð- veldismanna, tilboð um uppgjöf og lofaði þar að Maximilian fengi að fara frjáls ferða sinna. Þessu tilboði hafnaði keisarinn, enn í þeirri von að liðsauki væri væntanlegur. En þessi liðsauki kom ekki, og um miðjan maí féllst Maximilian á tilmæli Tómasar Mejia hershöfðingja, að þeir reyndu að brjótast út úr kvínni. Undirbúningur var hafinn undir gagnárás á lýðveldismenn, og var ráðgert að aðgerðin færi fram aðfaranótt 16. maí. Af þessu varð þó ekki, því að nóttina áður fór liðsforingi að nafni Lopez á laun á fund F.s- cobedos, og samþykkti að leiðbeina hersveit- um hans inn í borgina fyrir 7 þúsund peseta borgun Þessi svik heppnuðust svo vel, að fyr ir dögun hafði Escokedo náð mestallri borg- inni á sitt vald og Maximilian og Mejia voru teknir höndum. Maximilian krafðist þess að með liann væri farið sem stríðsfanga, og féllt Escokedo á það. En þrátt fyrir loforð Escokedos, var Maximil ian samkvæmt skipun Juarez leiddur fyrir herrétt, og sömuleiðis yfirhershöfðingjar hans tveir, Miramon og Mejia. Þeir voru báðir bornir ýmsum sökum, sem nálguðust land- ráð sumar, og 15. júní voru þeir dæmdir til dauða. Þegar fregnir bárust út um dóminn, rigndi yfir Juarez tilmælum og áskorunum um náðun fyrir Maximilian, en fórsetinn var óhagganlcgur. Aftökurnar skyldu fara fram 19. júní. Síðustu vikur ævinnar komu eðliskostir Maximilians veí í ljós. Þegar lýðveldisherirn ir brutust inn í Queretaro var honum boðið að leita skjóls, en hann svaraði stoltur að hann færi'ekki í felur Áður en herréttur inn kæmi' saman var undankoma úr fangelsinu skipulögð fyrir hann, en hann neitaði í fyrstu að lítillækka sig til að flýja. Þegar hann síð ar féllst á að reyna þetta, neitaði hann þó að fara nema félagar hans, Mejia og Miramon færu með honum, en því var ekki unnt að koma í kring. Og eftir að dómur var fall- inn fór hann án árangurs fram á að liers- höfðingjunum tveimur væri þyrmt, en hann einn tekinn af lífi. 19. júní var farið með hann og hershöfð- ingjana til aftökustaðarins. Þegar hann steig út úr vagninum mælti hann: — Ákaflega er veðrið gott. Mig hefur alltaf langað til að deyja í svona veðri. Er þeir voru leiddir upp að aftökuveggnum krafðist hann þess að Mir amon tæki heiðurssessinn í miðjunni og við foringja aftökusveitarinnar, sem táraðist og bað hann fyrirgefningar sagði hann: „Þú ert hermaður og verður að gera skyldu þína!“ Hann skipti því fé, sem hann hafði meðferðis, milli hermannanna í aftökusveitinni og bað þá að miða á hjartastað, og hrópaði síðan: „Ég dey fyrir réttlátan málstað, frelsi og sjálfstæði Mexikó. Megi blóð mitt binda enda á ógæfu míns nýja föðurlands. Lifi Mexikó!“ NÝ TILRAUN hefur ekki verið gerð til að koma keisarastjórn á í Mexíkó eða annars staðar í Ameríku Þótt lýðræði hafi þar oft verið af skornum skammti, hefur engum dott ið í hug að koma þar á öðru stjórnarformi. en lýðveldi. Juarez ríkti sem einvaldur yfir Mexíkó eftir fall Maximilians, og um margt; var stjórn hans ábekk þeirri stjórn sem erki‘ hertoginn austurríski hafði viljað koma á hinni köínm'A sMó>'nartíð sinni. KÓPAVOGUR ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar blaðburðarbörn í Austurbæ. Upplýsingar í síma 40753. Glæsilegur og traustur einkabíll með frábæra ökuhæfileika. Innifalið í verði m.a. 74 HA. VÉL — SÓFASTÓLAR — ALTERNATOR GÓÐ MIÐSTÖÐ — TOYOTA RYÐVÖRN ÞYKK TEPPI — BAKKLJÓS — RÚÐU- SPRAUTA. Japanska bifreiðasalan hf. Ármúla 7 — Sími 34470. TOYOTA CORONA Faðir okkar og fósturfaðir, BERGUR PÁLSSON, SKIPSTJÓRI Bergrstaðastræti 57, andaðist í Landakotsspítala 24. þ.m. GUÐRÚN J. BERGSDÓTTIR, JÓN Þ. BERGSSON. LÁRA BERGSDÓTTIR, HELGI BERGSSON ÓLAFUR H_ GUÐMUNDSSON. Við þökkum innilega öllum, er sýndu okkur samúð og vináttu í veikindum, við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, stjúpföður. tengdaföður og afa, INGIMARS MAGNÚSAR BJÖRNSSONAR MARÍA HANNESDÓTTIR, JÓHANNA Þ. INGIMARSDÓTTIR, HERDÍS JÓNSDÓTTIR HANNES JÓNSSON, KARIN W. JÓNSSON OG BARNABÖRN. Innilegar þakkir viljum við færa þeim einstaklhigum, félög- um og starfsmannaliópum, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför inannsins míns og föður okkar INGÓLFS JÓNSSONAR, loftskeytamanns, Sérstakar þakkir viljum við færa Póst- og símamálastjórn. inni, fyrir virðingu þá, sem hún sýndi hinum látna. PETRA ÞÓRLINDSDÓTTIR OG BÖRNIN. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.