Alþýðublaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 16
Frelsisskeröing og fleira Frétta- yfirlit vikunnar ÞEGAR þetta kemur á þrykk verður búið að frumsýna Rauðu skikkj- una í einum tveimur kvik- myndahúsum her á landi. Um síðustu helgi .bárust þær fregnir frá Kaupmannahöfn, að íslenzki textinn, sem settur var inn í myndina til þess að Reyk- víkingar skildu hana, hefði bætt myndina til mikilla muna. Dönsk- um gagnrýnendum kom saman um það, að danska útgáfan af myndinni væri harla klén, en hins vegar þykir þeim íslenzka útgáfan vera hið ágætasta verk. Ástæðan getur tæpast verið önnur en sú, að í íslenzku útgáf- unni hafa þeir ekki skilið, hvað sagt var! Snemma í vikunni setti ís- lenzkur togari heimsmet í afla- sölu, en þess ber að gæta í því sambandi að þar er um að ræða skip, sem er að berjast fyrir lífi sínu. Hafa verið uppi ráða- gerðir um að selja þetta skip úr landi, en skipin vita sínu viti, eins og alkunnugt er, og hefur því lagt sig allt fram um að fiska sem mest, svipað og hundur eða hestur, sem gerir sér far um að þóknast húsbónda sínum, er hann heyrir að til standi að fella sig. Hins vegar er engan veginn víst, að þetta dugi skipinu, því að þeir sem vilja selja, hafa bitið það í sig og það eru aðilar, sem skipta ekki um skoðun fyrr en í fulla hnefana. Þeir eru á sinn hátt methafar, eins og skiþið; þeir eiga sjálfsagt heimsmet í þver- móðsku. Deilur hafa verið með eðli- legu móti í vikunni. Trúmála- deiluna er að vísu nokkuð farið að lægja, en niður við Austur- völl kveðast þingmenn á, og út- varpsráð brá á leik í vikunni. Þar var talsvert deilt um það, hvort sjónvarpið væri tilrauna- sjónvarp áfram eða orðið alvöru sjónvarp. Var meirihlutinri á að það væri tilraunasjónvarp enn, en minni hlutinn vildi ekki viðurkenna að þar væru * gerðar neinar tilraunir og hlyti það því að vera alvörusjónvarp. Þetta er sjálfsagt mikið alvöru- mál, en þó sýnist sumum að ekki þurfi að skipta svo ýkja miklu máli, hvort sjónvarpið sé tilraunastofnun eða ekki; hitt er meira um vert, að það verði ekki hálfgerð raunastofnun áð- ■■■■■■aa ■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■ !■■■■■■■■■■ !!■■■■■■■■■■■■ Orðabók háðskólans METVEIÐI: Áfall fyrir sumar útgerðir. BÓKAMARKAÐUR: Staður þar sem fólk rífur út bækur, sem það lít ur ekki við í bókabúðum. FULLBJARTUR: Heiti á þeim sem hefur verið á Fulbright-styrk í Ameríku. HRINGBORÐSRÁÐSTEFNA: Samkunda, þar sem alvarlegir menn tala af ábúðarmiklum þunga um mál, sem þeir hafa hvorki áhuga né þekkingu á. Sá spaki segir... Auðvitað eiga menn að að fá skattfrá- drátt fyrir kostnaði við andlitssnyrtingu eiginkvenna sinna. Það er eðlilegast að bóka það sem viðgerð arkostnað. Skopmynd vikunnar V estur-Þýzkaland tók sem kunnugt er nýlega upp aukin viðskipti við Austur-Evr- ópu. Þessi mynd birtist í þvi sam- bandi nýlega í þýzku blaði, og textinn undir henni var: Kurt Moses Kiesinger fer yfir Rauða hafið. ur en vanr. Enn hefur blossað upp deila um hægrihandaraksturinn, sem búið er að lögleiða og á að koma til framkvæmda á næsta ári. Þetta er eitt af þeim deilumál- um, sem aldrei getur lokið, en merkilegast við þessa deilu er þó ekki að sumir skuli vilja aka vinstra megin á veginum, en aðrir hægra megin (þótt raun- ar væri kannski rétt að byrja á því að kenna sumum að halda sig á veginum), heldur hitt, að allir skuli vera sammála .um að setja reglur um að" menn aki öðrum hvorum megin. Hvar er nú öll einstaklingshyggjan og frelsisástin, sem íslendingar eru taldir eiga til að bera í rík- ari mæli en aðrar þjóðir? Það er fullkomið brot á persónulegu frelsi einstaklingsins, að menn skuli ekki fá að aka hvar sem þeim sýnist sjálfum. Sannir frelsisvinir hljóta þess vegna að mótmæla hægrihandarakst- urslögunum, ekki af því að það sé neitt verra að aka ' á hærgri kanti en þeim vinstri, heldur af hinu að slík lög eru fjötur á heilbrig[t einstaklingsframták og frelslsskerðing af því tagi, sem enginn frjálsborinn og stór huga maður getur þolað. Á ÚTMÁNUÐUM Dagana lengir; liðið er talsvert á góu; Iéttist brúnin á fólki, því von er á nógu skemmtanalífi á komandi kosningavori, er kjördæmin fyllast af atkvæðasmölum og mori af frambjóðendum, sem kyssa og umfaðma alla, en eiga flestir það hlutskipti í vændum að falla. Og gleðilegra er ekkert en einmitt það, að allir skuli ekki þurfa að komast að. SÍRA SIGMUNDUR S P A U G .• ._.*s Guðmundur er alltaf svo geysilega hræddur við vatnavexti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.