Dagur - Tíminn Akureyri - 14.01.1997, Side 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.01.1997, Side 1
Seðlabankastjóri Leggstgegn álveri í Hvalfirði Steingrímur Hermannsson, seðlabankastjóri og fyrr- verandi forsætisráðherra, Ieggst gegn fyrirhuguðum ál- versframkvæmdum í Hvalfirði. Hann hefur lýst því yfir við odd- vitann í Kjós að hann sé sam- mála athuga- semdum hans og heima- manna. „Já, þetta er út af fyrir sig rétt. Ég tel að svona ál- bræðsla sé miklu betur staðsett úti á Keilisnesi. Það á ekki að staðsetja stóriðjur inni í íjörð- um, það er liðin tíð að mínu mati. Þótt byggja þyrfti ein- hverja höfn ætti tvímælalaust frekar að ráðast í framkvæmdir á Keilisnesi," sagði Steingrímur í samtali við Dag-Tímann í gær- kvöld. En hefur hann einhverj- ar athuga- semdir um framgöngu rík- isstjórnar og iðnaðarráðherra í málinu? „Nei, ég hef ekki sagt orð um það og skipti mér ekki af slíkum hlutum.“ BÞ „Það á ekki að stað- setja stóriðjur inni í fjörðum.“ Miðgarðsmálið 18 mánaða fangelsi Pilturinn sem sló skagfirsk- an pilt með hafnabolta- kylfu á dansleik í Miðgarði í desembermánuði sl. hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi og til greiðslu sakar- kostnaðar að upphæð 190 þús- und krónur af Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðár- króki. Pilturinn segist hafa náð í hafnaboltakylfuna til að hræða Skagfirðinginn en þrátt fyrir það greiddi hann honum mikið högg með kylfunni. Hann segist enga skýringu geta gefið á ár- ásinni en hann var undir áhrif- um áfengis. Sá sem fyrir árásinni varð hlaut alvarleg höfuðmeiðsl, m.a. brot á hnakkabeini og blæðingu milli heilahimna og heilayfirborðs. Hann var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð. GG Akureyri Kroppað í selkóp Krummarnir á myndinni gæddu sér á dauðum kóp á Pollinum á Akureyri í gær. Vakna upp spurningar hvort um sé að ræða selkópinn sem flatmagaði um hríð fyrir fram- an veitingahúsið Við Pollinn í vetrarbyrjun, en sneri svo aftur til sjávar. Burtséð frá því er ljóst að eitthvað annað en óregla hefur dregið kópinn á myndinni til dauða. BÞ/mynd GS Akureyri Ekki voru margir í Hlíðarfjalli við Akureyri í gær þegar Ijósmyndari Dags-Tímans átti leið um, en vertíðin er þó byrjuð og útlit fyrir ofankomu á næstu dögum. Börnin á myndinni biðu óþreyjufull eftir að komast í brekkurnar og eru ekki ein um að hlakka til útrásarinnar sem skíðaiðkun fylgir. MyndGs. Saka'má! Heilt ár í dönsku gæsluvarðhaldi íslensk stúlka um tvítugt, Valdís Ósk Hauksdóttir, hefur nú setið í gæsluvarð- haldi í dönsku fang- elsi síðan í febrúar í fyrra, grunuð um að- ild að stórfelldu al- þjóðlegu fíkniefna- máli. Að sögn Pauls Gadagaard, saksóknara ríkisins í málinu, er hann nú að leggja lokahönd á ákærima og munu réttarhöld heijast þann 10. febrúar, n.k. „Ég treysti mér ekki til að fara út í efnisatriði sem stendur, en ákæruatriðin eru ijölmörg, enda er þetta um vafasama félagsskap og stórt mál og teygir anga sína víða um lönd,“ sagði Gadegaard í samtali við Dag-Tímann í gær. Karlmaður frá Gambíu situr einnig inni í Danmörku vegna þessa máls, sem snýst um viða- mikið smygl á heróíni og kóka- íni og nær, auk fslands og Dan- merkur, til Hollands, Þýska- lands, Englands, Spánar, Suð- ur-Ameríku og Bandaríkjanna. Meintur höfuðpaur hrings- ins er Nígeríumaður, sem enn leikur lausum hala, enda lifir hann, samkvæmt heimildum Dags-Tímans, „eins og tatari," er á sífelldu flakki um heiminn og hefur skamma viðdvöl á hverjum stað. Talið er að íslenska stúlkan hafi þekkt höfuðpaurinn og ver- ið í slagtogi með nánustu vin- um hans, en hún mun ekki hafa dvalið lengi í Danmörku áður en hún virðist hafa lent í þess- talið er að hún verði ákærð bæði fyrir smygl og að hafa fengið aðra til liðs við smygl- hringinn. Þegar þetta mál kom upp voru nokkrir einstaklingar handteknir vegna þess á ís- landi, en þeim var íljótlega sleppt og hefur enginn þeirra verið ákærður. Margt bendir þó til að ísland hafi verið hlekkur í þessu alþjóðlega neti fíkniefna- smyglara og mun það hafa ver- ið þetta mál, sem sænski Inter- pol lögregluforinginn Christer Bannerud vísaði til í heimsókn sinni hingað fyrr í vetur. En þá sagði Bannerud m.a. að ísland gæti orðið æ fýsilegri kostur fyrir fíkniefnasmyglara og að þess væru nú þegar dæmi að íslendingar væru mun hærra settir í alþjóðlegu smyglhringj- unum en í hlutverki „burðar- dýra“. H.H.S. Bls. 9 V>, " '%.t N. | Framtíð \ land- vinnsiu 11§ | Lífið í landinu Fjarnámið sækir á SÍMANÚMER Á RITSTJÚRN ER 460 6100

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.