Dagur - Tíminn Akureyri - 14.01.1997, Side 7
|Dagux-®tmhttt
Þriðjudagur 14. janúar 1997 - 7
FRETTASKYRING
Auðiindin
Um 19.000 tonna aflakvóti
hefur skipt um kjördæmi
Tæp 7% botn-
fiskskvótans eða
18-19 þúsund
tonn hafa skipt
um kjördæmi á
áratugnum, aðal-
lega til Reykjavík-
ur og Akureyrar
frá Suðurlandi,
Austurlandi og
Vestfjörðum.
Tæplega 7% botnfiskskvót-
ans tilheyra nú öðrum
landshlutum heldur en í
upphafi þessa áratugar, eða
sem svarar 18-19 þús. tonnum
miðað við botnfiskskvóta yfir-
standandi árs. Mestir hafa
þessir kvótaflutningar verið til
Reykjavíkur (eins og hjá man-
fólkinu). Norðurland-eystra
(Akureyri) hefur einnig aukið
sinn hlut jafnt og þétt og Vest-
urland líka náð í sæmilega
sneið. Sunnlendingar hafa mátt
horfa á eftir flestum tonnum og
Austfirðingar litlu færri. Vest-
firðingar hafa nú þegar misst
meira en eina Guggu og
Reykjanesið hálfan togara.
Botnfiskkvótinn var nánast
sá sami fiskveiðiárið 1990/91
eins og nú 1996/97 eða kring-
um 280 þúsund tonn, þannig að
hver hundraðshluti (%) hans
sem einstakir staðir hafa misst
eða aflað sér til viðbótar þýðir
sama tonnafjölda og í upphafi
áratugarins.
Kvóti Akureyrar auk-
ist um 43%
Höfuðborgin hefur verið „feng-
sælust" hvernig sem á það er
litið; aukið hlut sinn um hátt í
40% úr 22.100 tonnum upp í
34.400 tonn frá upphafi áratug-
arins. Kvóti Norðlendinga eystri
Sjávarútvegur
Tfu stærstu útgerðirnar
ráða þriðjungi kvótans
Haraldur Böðvars-
son hf. ræður yfir
10,7% loðnukvót-
ans en vægi upp-
sjávarfiskakvóta
eykst stöðugt í
heildarmagninu
Fiskveiðiheimiidir 10
stærstu útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækja
landsins hefur aukist um
25% á milli fiskveiðiáranna
1995/1996 og 1996/1997,
eða úr 27% af heildinni í
34%.
Samkvæmt úttekt í nýjasta
tbl. FISKIFRÉTTA er Samherji
hf. á Akureyri með 26.300
þorskígildistonn eftir kaupin á
Hrönn hf. á ísafirði og er fyrir-
tækið með mestar fiskveiði-
heimildir allra útgerðarfyrir-
tækja hérlendis, eða 5,8% af
heildinni sem er 456 þúsund
þorskígildistonn. Næst kemur
Haraldur Böðvarsson hf. á
Akranesi með 24.600 tonn en
fyrirtækið ræður yfir 10,7%
loðnukvótans en Miðnes hf. í
Sandgerði sameinaðist HB á sl.
ári. Vinnslustöðin hf. í Vest-
mannaeyjum er næst með
16.500 tonn eftir kaupin á
Meitlinum hf. í Þorlákshöfn.
Síðan koma Grandi hf. með
16.200 tonn og Útgerðarfélag
Akureyringa hf. með 15.800
tonn en hvorugt þessara fyrir-
tækja ræður yfir umtalsverðum
uppsjávarfiskakvóta, þ.e. sfld
eða loðnu en það eiga hins veg-
ar fyrirtæki sem þau eiga stór-
an hlut í, t.d. Faxamjöl hf. í
Reykjavík og Tangi hf. á Vopna-
firði. Sfldarvinnslan hf. er með
12.800 tonna þorskígildiskvóta
og á 7,5% hlut í loðnukvótanum
og íshúsfélag Vestmannaeyja
með sama magn, 12.800 tonn,
en íshúsfélagið ræður yfir 10%
loðnukvótans. f 8. til 10. sæti
eru Hraðfrystihús Eskifjarðar
hf. með 11.500 tonn, Fiskiðjan-
Skagfirðingur hf. með 9.700
tonna kvóta en því sameinaðist
Hraðfrystihús Grundarljarðar
hf. á sl. ári með tvo togara og
síðast kemur nýja, ísfirska út-
gerðar- og fiskvinnslufyrirtækið
Básafell hf. með 9.100 þorsk-
ígildistonn. Til sanns vegar má
því færa að kvótinn sé stöðugt
að færast á færri hendur. í upp-
hafi fiskveiðiársins voru Sam-
herji hf., Grandi hf. og ÚA með
mesta aflamark en aðeins á 4
mánuðum hefur sá listi riðlast
verulega, bæði vegna aukning-
ar loðnukvóta um 70% og
vegna sameiningar fyrirtækja í
sjávarútvegi. GG
hefur aukist um 1/6 en samt
litlu minna í tonnum talið. Öll
viðbótin hefur farið til Akureyr-
ar og raunar meira til, enda
Akureyrarkvóti aukist um 43%
á þessum árum (í 28.000 tonn).
Vesturland hefur aukið hlut
sinn um 8% eða um 2.200 tonn
sem flest hafa farið á Akranes.
Norðlendingar vestri hafa aukið
hlut sinn lítillega, en þar hafa
þó fyrst og fremst orðið veru-
legir tilflutningar milli ein-
stakra staða, frá Blönduósi og
Siglufirði til Sauðárkróks og
Skagastrandar.
Árborgarsvæðið misst
1/4....
Flest tonnin hafa verið flutt frá
Suðurlandi, um 6.200 tonn eða
meira en 7. hver fiskur. Nærri
helmingur þeirra hefur horfið
frá Vestmannaeyjum. Stokks-
eyri hefur misst 3/4 af sínum
kvóta, Eyrarbakki helminginn
og Þorlákshöfn þúsund tonn.
Árborgarsvæðið hefur þannig
misst fjórðunginn af kvótanum
sínum á þessum árum eða rúm
3.300 tonn.
....og Stöðfirðingar
og Breiðdælingar
mega varla veiða í
soðið.....
Þróunin hefur verið áþekk á
Austurlandi þar sem 5.700 tonn
hafa kvatt kjördæmið. Kvóti er
allur horfinn frá Stöðvarfirði og
Breiðdalsvík, eða úr 3.000
tonnum niður í 130 tonn. Um
40% af kvóta Seyðfirðinga er
farinn sömu leiðina, 1/3 kvóta
Fáskrúðsfirðinga og fjórðungur
kvótans (2.200 t.) frá Horna-
firði.
Missir Vestfirðinga er einnig
mikill, um 4.200 tonn frá upp-
hafi áratugarins. ísfirðingar og
Bolvíkingar mega að vísu veiða
meira en áður. En kvótinn hef-
ur hrunið á flestum öðrum
stöðum í kjördæminu.
Reyknesingar hafa séð á eftir
um 1.600 tonnum á þessum
áratug. Kópavogur hefur misst
allan sinn kvóta, kvóti Sand-
gerðinga hefur minnkað um
fjórðung, Hafnfirðinga um 1/6
(1.900 tonn) og Grindvíkinga
umtalsvert. Þar á móti hafa
menn bætt verulega sinn hlut í
Garðinum og Keflavík og í Vog-
um mega menn nú veiða þrisv-
ar sinnum meiri bolfisk en í
byrjun áratugarins.
Bolfiskaflamark
fiskiskipa tonn:
Kjördæmi:
Reykjavík
Vesturland
Vestfirðir
Nl.-vestra
Nl.-eystra
Austurland
Suðurland
Reykjanes
1990/91
22.100
26.100
38.800
22.000
49.300
34.700
41.100
44.000
1996/97
30.400
28.300
34.600
22.900
57.200
29.100
34.900
42.400
AIls
278.100 279.800