Dagur - Tíminn Akureyri - 14.01.1997, Síða 9
JDítgur-®ítithm
Þriðjudagur 14. janúar 1997 - 9
Þ J Ó Ð M Á L
Framtíð landvinnslu
Birgir
Guðmundsson
skrifar
Fjölmennur hádeg-
isverðarfundur á
Akureyri í gær
ræddi grundvallar-
atriði í sjávarútvegi.
Það er til marks um áhuga
manna á möguleikum
landvinnslu í sjávarútvegi
að hádegisverðarfundur um
málefnið, sem haldinn var á
Akureyri í gær, sprengdi utan af
sér húsnæðið í sal á efstu hæð
veitingahússins Fiðlarans.
Flytja þurfti fundinn milli hæða,
í stærri sal til að rúma þá rúm-
lega 100 gesti sem mættu til að
heyra hvað Guðbrandur Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri Út-
gerðarfélags Akureyringa, hafði
um málið að segja. Framtak
fundarboðenda, sem voru at-
vinnumálanefnd Akureyrar,
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar,
Dagur-Tíminn og Rannsóknar-
stofnun Háskólans á Akureyri,
var greinilega tímabært.
Taprekstur
Rekstrarerfiðleikar í vinnslu á
botnfiski í landi hafa birst
landsmönnum með ýmsum
hætti að undanförnu og í frétta-
tímum ljósvakans og á síðum
dagblaðanna hafa dæmin talað:
Þingeyri, Hofsós, Ólafsfjörður.
Þrátt fyrir heldur ókræsilega al-
menna stöðu botnfiskvinnsl-
unnar í landi og erfiðleika sem
þessi grein sjávarútvegs stend-
ur frammi fyrir er fram-
kvæmdastjóri ÚA bjartsýnn á
framtíðina á þessu sviði.
í erindi sínu fór Guðbrandur
yfir stöðu landvinnslunnar eins
og hún er í dag og hvernig hún
stendur í samanburði við aðrar
greinar sjávarútvegs. Taprekst-
ur er verulegur á botnfisk-
vinnslu þó hann sé miklu minni
í ár en í fyrra. Landfrysting hef-
ur á síðustu tveimur árum
heldur verið að dragast saman
sem hlutfall af heildarverðmæti
útflutts botnfisks á meðan hlut-
deild sjófrysts fisks hefur tekið
kipp. Söltun hefur verið á svip-
uðu róli undanfarin ár á meðan
útflutningur ísfisks hefur dreg-
ist mjög verulega saman.
Asíumarkaður
Fram kom í máli Guðbrands að
vöxtur sjófrystingar hefur hald-
ist í hendur við vaxandi mark-
aðssókn fyrir sjávarafurðir í As-
íu og að þessi tegund vinnslu
henti afar vel á Asíumarkað.
Landfrystingin hins vegar sé að
framleiða afurðir á hefðbundn-
ari markaði í Bandaríkjunum
og Evrópu, þar sem vöxturinn
hafi ekki orðið með neinum
hætti sambærilegur. Raunar
taldi Guðbrandur það sérstakt
áhyggjuefni fyrir landfrysting-
una að hún skuli ekki eiga
stærri hlutdeild í sókninni inn á
Asíumarkað en raun ber vitni.
Hagræðing er lykilorð til að
fyrirtækin í landfrystingu tryggi
viðunandi framlegð. Guðbrand-
ur nefndi á fundinum í gær eitt
og annað úr þeirri deildinni:
Hagkvæmni í innkaupum og
bætta nýtingu á hráefni. Hann
talaði um afköstin og þörfina á
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA, segist bjartsýnn á möguleika landvinnslunnar. MyntsnGs
um landfræðilega markaði
heldur líka hvar menn hugsa
sér að staðsetja sig gagnvart
hinum ýmsu markhópum. Ólík-
ir hópar hafa ólíkar þarfir og
breytingarnar á þörfum hinna
ýmsu hópa eru orðnar hraðari
en áður var. Allt kallar þetta á
framhaldsvinnslu á aflanum,
t.d. „bitun og brauðun" og stór-
tæka og stöðuga vöruþróun,
sem eykur framleiðsluverðmæt-
ið. Styttri líftími afurða en áður
var undirstrikar enn þörfina á
sívakandi vöruþróun. Það er í
þessu sem möguleikar land-
vinnslunnar umfram sjófryst-
ingu felast fyrst og fremst.
Vöruþróunin og framhalds-
vinnslan getur ekki flust út á
sjó með auðveldum hætti.
Menntun og mjólkin
Guðbrandur minntist á það í
máli sínu að menntun skipti
miklu máli í þessu sambandi og
að menntun í sjávarútvegi væri
almennt of h'tU. Hann sagðist
alltaf hafa litið öfundaraugum
til mjólkuriðnaðarins sem hefði
nánast eingöngu fagmenntað
fólk í vinnu. Sú tilvísan ÚA
framkvæmdastjórans fékk ef-
laust marga til að hugsa til
endalausra raða nýrra mjólkur-
afurða sem berast á borð neyt-
enda með sífellt minna millibili.
í svari við fyrirspurn frá
Tómasi Inga Olrich alþingis-
manni taldi Guðbrandur það
ótrúlegt að frystiskip gætu
nema í undantekningartilfellum
farið út í framhaldsvinnslu sem
eitthvað kvæði að. Aðstæður
allar og möguleikar í landi
væru einfaldlega miklu betri til
þess.
Sölusamtök
Nánari tengsl framleiðenda
sjálfra við markaðinn voru Guð-
brandi afar hugleikin í þessu
sambandi. Það vekur athygli að
á sama tíma og hann telur
brýnt að koma upp vöruþróun-
ardeildum hjá framleiðendum
sjálfum og að framleiðendur
verði í sem bestum tengslum
við markaðinn, þá telur hann
það síður en svo trufla eða
minnka gildi stóru sölusamtak-
anna. Þvert á móti telur hann
hlutverk þeirra mikilvægt og
svaraði m.a. spurningu Stefáns
Jóns Hafsteins fundarstjóra um
efnið þannig að ef samkomulag
framleiðanda og sölusamtaka
væri á annað borð gott, væri
gildi sölusamtakanna ótvírætt.
Þegar Guðbrandur dró upp
framtíðarsýn sína sá hann fyrir
sér að hvort tveggja gerðist
samtímis að í landfrystingunni,
byggðust upp stórar og afkasta-
miklar einingar sem byggðu á
framhaldsframleiðslu en sam-
tímis yrðu til litlar og ákaflega
sérhæfðar einingar sem hefðu
yfir að ráða miklum sveigjan-
leika. Dæmi um það síðar-
nefnda er þá framleiðsla á
ferskum fiskafurðum sem flutt-
ar eru út með flugi.
Framtíðin
Framtíð landfrystingarinnar og
möguleikar hennar felast því í
að framleiða sérgreinda vöru,
vöru sem kallar á ákveðna
þekkingu, vöruþróun, vinnuafl
og markaðsrannsóknir. Slík
framleiðsla kæmi í staðinn fyrir
einfaldari vinnslu, sem býður
jafnvel upp á framhalds- eða
fullvinnslu annars staðar. f því
liggja einmitt takmarkanir sjó-
frystingarinnar, sem margt
bendir til að sé komin að endi-
mörkum síns vaxtar. Blikur eru
þar á lofti í markaðsmálum og
trúlega lag að landvinnslan
hasli sér völl við að vinna áfram
sjófrystan fisk.
Kjarninn í bjartsýni Guð-
brands á framtíð landvinnsl-
unnar virðist manni því felast í
möguleikunum á framhalds-
vinnslu fiskafurða. Sé skynsam-
lega staðið að rekstri, fundnar
leiðir til hagræðingar og rækt
lögð við markaðsstarf og vöru-
þróun, er fyrir hendi það svig-
rúm sem þarf til þess að hægt
sé að reka fiskvinnslu með
hagnaði í landi.
aukinni sjálfvirkni til að
stórlækka hlutfall launa í fram-
leiðslukostnaði, sem auðvitað
þýðir þá fækkun starfsfólks. Og
Guðbrandur talaði um nauðsyn
þess að nýta þá fjárfestingu
sem menn hafa lagt út í, svo
eitthvað sé nefnt.
Framleiðsluverð-
mætið
En það sem kannski er áhuga-
verðara en aðhald og hagræð-
ing er hin hliðin á málinu,
hvernig framleiðsluverðmætið
er hægt að auka. Þar hafði Guð-
brandur ýmsu að miðla. Hann
benti t.d. á mikilvægi þess að
hugsa um staðsetningu á mark-
aðnum. Ekki einvörðungu hin-
Mikið fjölmenni var á fundinum á
Fiðlaranum - og ekki bara karlar!