Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Page 3
íkgur-®mmm
Föstudagur 14.febrúar 1997 - 15
HEILSULÍFIÐ í
L A N D I N U
Nú er okkar fólk búið að brenna fitu og
styrkja líkama sína í 6 vikur og kílóin
reytast af yfirvegað en örugglega. Hjá
Vaxtarrœktinni fyrir norðan er allt í sóm-
anum, Guðmundur Lárus hefur misst 11
kíló frá byrjun og Halla 6 kíló, Páll er
Raúl, sem þjálfar okkar fólk í Reykjavík.
stunginn afmeð KA til Ungverjalands. í
Airobic Sport er einnig allt á niðurleið:
Magnús Ólafsson þjálfar nú sem vitlaus
vœri, er búinn að missa 23 kíló síðan í
haust og Halldóra hefur lést um tœp 10
kíló. Sannkallaðar hetjur holdsins!
Magnús Ólafsson er kom-
inn niður í 142 kíló og
hefur misst fimm kíló
síðustu tvær vikurnar. Raúl
þjálfari segir að Magnús sé orð-
inn svo meðvitaður um heilbrigt
líferni að hann hafi ákveðið að
fara að þjálfa fimm sinnum í
viku í stað þrisvar og þá hafi
kilóin byrjað að fjúka. „Þegar
hann byrjaði sagði ég honum
að svona þungur maður þyrfti
að þjálfa fimm sinnum en hann
vildi byrja á því að koma þrisv-
ar. Hann hefur náð ótrúlegum
árangri, þetta var maður sem
gat varla gengið í fimm mínútur
án þess að standa á öndinni en
núna hamast hann í 60 mínútur
án þess að finna verulega fyrir
því.“
Halldóra er nú 72 kfló og
hefur því misst um þrjú kfló frá
því að við athuguðum gang
mála fyrir hálfum mánuði. Hún
þjálfar líka fimm sinnum í viku.
En hvað segir Raúl er það aðal-
málið að þjálfa svona oft, fimm
sinnum í viku?
„Ég held að ef menn vilja.
koma fitubrennslunni í gang þá
sé ijórum til fimm sinnum í viku
lágmarkið. Til þess að viðhalda
þyngd og þoli er þrisvar sinnum
í viku aftur á móti nægjanlegt."
Allir þurfa fitu
Gullvæga samsetningin, hreyf-
ing og rétt matarræði, gildir
auðvitað enn, þetta tvíeyki
sveimar um eins og allsherjar-
uppgötvun þessa dagana og
vonandi eitthvað áfram því allir
sem „vit hafa á málunum" eru
sammála um að jörðin er
kringlótt! Raúl þrælar því liðinu
ekki bara út heldur fylgist
grannt með mataræði Magnús-
ar og Halldóru, enda er hann
næringarfræðingur.
„Aðalvandi Halldóru var t.d.
sá að hún borðaði of mikið af
kolvetnum, eða um 80% af inn-
töku hennar var kolvetnaríkur
matur. Hún borðaði t.d. of mik-
ið af brauði, ég kom betra jafn-
vægi á mataræðið og núna er
hún á 60% kolvetnum, 30%
prótínum og 10% af fítu.“
Já fitan er nauðsynleg segir
Raúl. „Líkaminn þarfnast fitu
þar sem fitan er næst stærsti
orkugjafinn. Til að fylgjast vel
með mataræðinu hjá þeim þá
skoða ég matardagbækur
þeirra og get þannig fylgst vel
með.“
Konan hringdi, svo
ánægð með sinn
mann
Fyrir hálfum mánuði sagði Raúl
lesendum Dags-Tímans frá sjó-
manni sem ákvað að breyta lífs-
stfl sínum algjörlega. Ilann er í
þjálfun hjá Raúl og passar líka
vel upp á matarræðið. „Hann
hefur misst 12 kfló í allt. Hann
er núna úti á sjó og vegna þess
hve fæðið er oft þungt á sjónum
tók hann mat með sér sem
hann getur borðað á milli stóru
máltíðanna. Þannig þarf hann
ekki að borða eins mikið í einu
og heldur brennslunni
gangandi. Já, hann hefur al-
gjörlega breytt um stfl og konan
hans hringdi meira segja í mig
til að þakka mér fyrir.“
En getur hann þjálfað á sjón-
um?
„Já, þeir eru með hlaupa-
bretti og hjól þannig að ég setti
saman þjálfunarprógram fyrir
þessi tæki. Hann ætlar að æfa í
20 mínútur á dag en ég sagði
honum að hvfla sig um helgar,
enda er hann í erfiðri vinnu.“
Saltið ekki hræðilegt
Iljá fólkinu sem við fylgjumst
með í Vaxtarræktinni á Akur-
eyri er allt í góðum gangi. Sig-
urður Gestsson þjálfari segir að
Guðmundur Lárus hafi nú misst
11 kfló í allt eða á sex vikum.
Halla hefur misst tvö kfló á síð-
asta hálfum mánuði og er núna
77 kfló. „Tvö kfló hjá henni á
þessum tíma er einmitt eins og
við viljum hafa það, það er ekki
raunhæft að hún léttist hraðar."
Sigurður segir að það sé
mikilvægt þegar fólk svindlar
aðeins að gefast ekki upp. „Ef
fólk borðar óhóflega einu sinni,
kannski í veislu, á það að hugsa
sem svo að það tefjist bara um
einn dag og halda ótrautt
áfram.“
Einhver góð ráð?
„Það er fyrst og fremst að
gefast ekki upp þótt menn tefj-
ist aðeins. Það koma alltaf dag-
ar eins og bolludagur og
sprengidagur og við verðum að
taka þátt í þeim. Það er líka
ríkjandi misskilningur þetta
með saltið. „Menn álíta alltaf að
salt hafi með fitubrennslu að
gera en það er ekki rétt, menn
geta borðað salt eins og þeir
vilja. Ef menn borða alltaf mik-
ið salt myndast ákveðið jafh-
vægi í lflcamanum þannig að
það er bara hætta á að salt
bindi vatn í líkamanum ef salt-
neysla er stöðugt að breytast.
-mar
Hlaupið á
staðnum
- með góðum
árangri
Sannir skokkarar eru
sennilega sammála um
að fátt sé leiðinlegra en
hlaupa á hlaupabretti. Þeir
vilja hlaupa úti, anda að sér
ferska loftinu og njóta þess
að takast á við veður og
vinda. En á landinu okkar
góða koma dagar þar sem
jafnvel hörðustu útiskokkar-
arnir beygja sig fyrir veður-
öflunum og játa sig sigraða.
Aðrir höfða til skynseminnar
og hreinlega sleppa því að
hlaupa úti þegar frostið er
sem mest, hálkan sem verst
og snjóruðn-
ingar uppi á
öllum gang-
stéttum, enda
er svo sem
engin ástæða
til þess að
bjóða hættunni
heim og haltra síðasta spöl-
inn með snúinn ökkla.
Hlaup á vefnum
En engin ástæða er til þess
að hætta að hlaupa þótt skil-
yrðin úti fyrir séu ekki þau
allra bestu. Illaupabrettin
geta nefnilega verið stór-
skemmtileg og fjölbreytt æf-
ingatæki sem geta meira að
segja bætt árangur skokkara
umtalsvert. Hér er ein
skemmtileg og krefjandi æf-
ing sem á rætur að rekja
gegnum veraldarvefinn alla
leið til Runners world.
Þessi æfing tekur innan við
klukkutíma og ætti því að
vera hentug fyrir skokkara í
þokkalegri þjálfun. Ekki er
talið ráðlegt að fara offari við
þessa æfingu frekar en aðrar,
tvær æfingar í viku og létt
skokk á brettinu þess á milli
þykir hæfilegt.
Hraðaleikur
Hitaðu þig vel upp með ró-
legu skokki í 10 mínútur.
Auktu síðan hraðan, þannig
að hann verði 20 sekúndum
meiri á klukkustund en með-
alhraði þinn í
5 km. hlaupi.
Hlauptu þrjár
lotur á þess-
um hraða í 3
mínútur með
þriggja mín-
útna mjög ró-
legu skokki á milli. Að þess-
um lotum loknum tekur við 5
mínútna rólegt skokk og síð-
an endurtekning á lotunum
þremur og síðan rólegt skokk
í 5 mínútur til að kæla sig
niður.
Mundu að erfiðið skilar
sér með betri árangri og
teygjur eru nauðsynlegar í
lok hverrar æfingar.
Þorsteinn G. Gunnarsson
IÞROTTIfl FVHIR RLLR