Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Qupperneq 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Qupperneq 6
18 - Föstudagur 14. febrúar 1997 |Dagur-'35nróm MENNING O G LISTIR Kaffileikhúsið: ÍSLENSKT KVÖLD með Þorra, Góu og þrœlum. Höfundar: Árni Björnsson og Vala Þórsdóttir. Tónlist: Sigurður R. Jónsson. Leikstjórh Brynja Benediktsdóttir. Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir. Ljósahönnun: Jóhann B. Pálmason. Frumsýnt í Hlaðvarpanum 9. febrúar. Vala Þórsdóttir (Góa), Diddi fiðla og Harald G. Haralds (Þorri) f hlutverkum sínum. Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Laugard. 15. febr. Id. 20.00. Laugard. 22. febr. Id. 20.00. Sunnud. 23. febr. kl. 16.00. Föstud. 28. febr. kl. 20.00. Laugard. 1. mars kl. 20.00. Athugið breyttan sýningartima. Afmælistilboð Miðaverð 1500 krónur. Börn yngri en 14 óra 750 krónur. Undir berum himni eftir Steve Tesich Sýningar ó „Renniverkstæðinu" (Strandgötu 49) Föstud. 14. feb. kl. 20.30. Næst siðasta sýning Föstud. 21. feb. kl. 20.30. Uppselt. Síðasta sýning Sýningin er ekki v/ð hæfi barna. Ekki er hæat að hleypa gestum inn , í salinn efiir að sýning er hafin. Miðasalan er opin alla virka daga nema mónud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími i miðasölu: 462 1400. Jagur-®tmtrm - besti tími dagsins! ÞJÓDLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00 ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson í kvöld, föstud. 14. febr. Nokkur sæti laus. Sunnud. 23. febr. - Sunnud. 2. mars Ath. Fáar sýningar eftir. VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Á morgun. laugard. 15. febr. Uppselt. Fímmtud. 20. febr. Nokkur sæti laus. Laugard. 22. febr. Uppseit. Laugard. 1. mars. Uppselt. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson Sunnud. 16. febr. fösfud. 21. febr. Uppselt fimmtud. 27. febr. LITLl KLÁUS OG STORI KLAUS eftir H.C. Andersen Sunnud. 16. febr. kl. 14.00. Nokkursæti laus. Sunnud. 23. febr. kl. 14.00. Sunnud. 2. mars kl. 14.00. Laugard. 8. mars kl. 14.00 Sunnud. 9. mars kl. 14.00 Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Laugard. 15. feb. Uppselt. föstud. 21. feb. Nokkur sæti laus. laugard. 22. feb. Nokkur sæti laus. fimmtud. 27. feb. - laugard. 1. mars Athygli skal vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir aö sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson í kvöld, föstud. 14. febr. sunnud. 23. feb. - sunnud. 2. mars Síðustu syningar Ekki er hægt að hleypa gestum inn í saiinn eftir að sýning hefst. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeím tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frákl. 10 virka daga. ■Gunnar Stefánsson skrifar að er full ástæða til, eins og leikhússtjóri Kaffileik- hússins sagði í upphafi frumsýningar á sunnudags- kvöldið, að horfa í eigin garð og hafa nú íslenskt kvöld eftir hið gríska og spænska, áður en lengra er haldið út í heim. Og hvað er svo sem þjóðlegra en þorrinn, leiddur fram af Árna Björnssyni? Hann hefur samið fróðleikinn sem er uppistaða íslenska kvöldsins og flytur hann sjálfur í gervi lærdóms- manns, að vísu ekki þjóðlega búinn heldur líkastur enskum lærimeistara. Oft er maður bú- inn að hlusta á Árna miðla þessu í útvarpi og fletta rit- verkum hans um efnið. En sjaldan verður góð vísa of oft kveðin og Árni hefur lag á að setja fróðleikinn fram á léttan og aðgengilegan hátt. Hann sagði frá uppruna hugmynd- anna um Þorra og Góu í nor- rænni heiðni, frá þvf hversu það aflagðist sem hver önnur forneskja að blóta vættir þess- ar þegar kristni var lögtekin. Og svo loks hvernig rómantísk fornaldardýrkun vakti upp þorrablót á nítjándu öld í hópi menntamanna í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Söngtextar voru nokkrir sungnir og kom þar til tónlist- arstjórn Sigurðar Rúnars sem er manna færastur sem allir vita. Ekki var síður gaman að heyra frásögn Sigurðar af hinni gömlu íslensku tveggja- strengjafiðlu og leit hans að uppruna þess hljóðfæris aust- an hafs og vestan, en því var skotið inn eftir hlé. Það er því óhætt að segja að þessir tveir kunnáttumenn, Árni og Sigurð- ur, hafi séð fyrir faglegri menningarkynningu í Kaffleik- húsinu. En hvað þá um leikinn sjálf- an? Þar er þáttur Völu Þórs- dóttur mikill. Hún hefur samið leiktextann og fer með annað tveggja hlutverka í sýningunni, Harald G. Haralds leikur hitt. Vala hefur sérhæft sig í trúð- leik og undir handleiðslu Dario Fo. Því er það, eins og leik- stjórinn segir, sem þessu öllu er steypt í einn pott, fræðum, tónlist og leik „í anda comedia dell arte eins og leikatriðin eru skrifuð, ...en áheyrendur verða líka að krauma með í þeim potti.“ Það var nú reyndar að- allega í því fólgið að taka undir viðlögin. Þarna er því unnið með andstæður og mótsagnir inn- byggðar í sýninguna. Hér er rekinn áróður fyrir rækt við Sú hugmynd að láta fornöld og samtíma slá saman, eins og auðvit- að gerist í þorrablótum og ýmsum öðrum göml- um siðum, er að sönnu góð og skemmtileg, en bara grunnur sem þarf að byggja ofan á. þjóðlegar erfðir og skopast að innflutningi útlendra siða, en jafnframt eru hinar þjóðlegu fígúrur, Þorri og Góa, klæddar í búninga sem vissulega eru ætt- aðir af suðlægum breiddar- gráðum. Margt var vel gert í leikat- riðunum, ekki síst af hálfu Völu, sem er, eins og áður hef- ur komið í ljós í Kaffileikhús- inu, fær leikkona og kunnáttu- söm. Bæði hún og I-Iarald fóru fjörlega með sín hlutverk. Hins vegar þótti mér sjálf textagerð leikatriðanna bregðast og það er nokkuð alvarlegur ágalli. Textinn var einfaldlega of veigalítill, ekki nógu hnyttinn, sumpart raunar tilgerðarlegur og uppskrúfaður. Og hvað sem líður kenningum sumra leik- húsmanna að textinn sé bara einn þáttur léiksýningar, þá held ég að texti sýningar sé undirstaða sem ekki verði fram hjá horft. Engin færni í leikbrögðum getur breitt yfir bláþræði í liugsun textagerðarinnar. Sú hugmynd að láta fornöld og samtíma slá saman, eins og auðvitað gerist í þorrablótum og ýmsum öðrum gömlum sið- um, er að sönnu góð og skemmtileg, en bara grunnur sem þarf að byggja ofan á. Leikurinn sjálfur h'afði ekki afl á móti hinum skemmtilega og efnismikla fyrirlestri Árna. Það var helst þar sem Árni segir frá íslenskum hirðskáld- um og ólund þeirra út í leikara sem lýst er í vísum Mána skálds. Þar eru möguleikar á að leika á andstæðurnar og þessar vísur eru hluti af leik- stjórnarhugmynd Brynju Bene- diktsdóttur, eins og hún lýsir í leikskránni. Hér er skemmti- legt efni á ferð og hefði mátt vinna betur úr því. En hvað um það: Margt var fjörugt í Kaffileikhúsinu á ís- lenska kvöldinu og sviðsnotkun hugvitsamleg í hvívetna, eins og vænta mátti af þeim sem að stóðu. Og vísast er að ýmsir munu sækja sér fróðleik og skemmtun í þennan andstæðu- leik í Hlaðvarpanum næstu helgar þegar hnígur húm að Þorra.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.