Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Qupperneq 8
20 - Föstudagur 14. febrúar 1997
|Dagur-®TOttmt
rnœlir með
Fargo
Frances McDormand er sko frábærasta kona í heimi eða löggukon-
an sem hún leikur í Fargo, þeirri mögnuðu mynd sem nú er fáan-
leg á spólu. Snjórinn og blóðið eru ágengustu og áþreifanlegustu
hlutirnir í þessari fallegu og átakanlegu mynd sem hér er mælt sér-
staklega með, ætli fólk að fylla sig með vídeóglápi. Jú og je-ið henn-
ar Frances sem kjagar um í smábænum Fargo, kasólétt á slóð hort-
ittalegra bófa, je-ið lifir lengi eftir og í því ómurinn um að heimur-
inn sé þrátt fyrir allt góður!
Kemur hann í nótt?
Málþing um kynferðislegt of-
beldi verður haldið í Há-
skólabíói á laugardags-
morgnum á næstunni frá
klukkan 10-13. Yfirskrift
fyrsta fundarins er Kynferð-
islegt ofbeldi gegn börnum
og er hann á morgun. Fyrir
þá sem vilja vita meira um
viðhorf réttarkerfisins til
vitnisburðar barna, vinnu-
reglur kennara í kynferðisaf-
brotamálum og þá þögn og
bannhelgi sem varðveitir
þetta hræðilega leyndarmál
er mælt með Háskólabíói á
laugardagsmorguninn.
Útiveran
í síðustu viku voru veðrn- válynd fyrir skíðaáhugafólk og því tilvalið
að bregða sér á skíði nú um helgina. Hlíðaríjall ku vera sérlega vel
lagað fyrir sportið en Akureyringar státa líka af gönguaðstöðu sem
er ný og skemmtileg. Verum frísk og fjallieg og tökum undir með
Svanhildi...upp til íjalla ...það var hobsa bobbs! -mar
Smoke
Óvanaleg mynd og eiginlega unaðslega í sinni hráu og einföldu um-
gjörð. I blábyrjuninni virðist leikurinn ætla að verða svona yfir-
borðslegur og ýktur eins og stundum vill verða í myndum sem
reyna að höggva svo ekki verði um villst á tenginguna Bíó-
mynd=Ilollywood en það rennur fljótlega af honum. Fyrir utan það
hvað myndin er manneskjuleg og setur notalegt dútl venjulegra
manna í öndvegi þá er leikurinn alveg snilldarlega tímasettur. Svip-
brigði, látbragð, líkamsbeiting, áherslur og raddhljómur eru svo
ákkúrat að unun er á að horfa. lóa
Veitingahús
Vínveitingum með góðu útsýni. Samkvæmt forsíðufregn blaðsins er
ráð við timburmönnum að vera í góðu skapi þegar maður drekkur.
Ilitt ráðið er að drekka ekki, en vilji menn fá sér agnarögn af drykk
er ekki úr vegi að velja GÓÐAN bar til þess, sleppa búllunum reyk-
mettuðu. Dagur-Tíminn getur mælt með barnum á Fiðlaranum,
frábært útsýni, góð þjónusta og smáréttir fyrir þá sem vilja. í höf-
uðborginni er það barinn á Hótel Holti. Afrep frá skarkala heims-
ins, og útsýnið býr maður til í eigin huga því það er ekkert á staðn-
um. Mórallinn er: drekkið minna, og betur.
Göngutúr
Góðum göngutúr í náttúrunni, óháð veðri. Veðrið skiptir ekki máli,
maður klæðir það og gengur af sér. Á eftir: Heitt bað og góður mat-
ur sem maður hefur unnið til! sjh
Málað á Dag-Tímann
Hollendingurinn Joris Rademaker
(búsettur á Akureyri) sýnir í Ný-
listasafninu um helgina og stendur
sýningin til 16. febrúar og er opin
frá 14 -18. í list Jorisar er áhersla
lögð á rými og hreyfingu. Fjögur
verk eru á sýningunni, öll unnin á
pappír. Fyrsta myndverkið í For-
salnum er veggverk, 3-12 metrar á
stærð og er það málað á dagblöð
Dags-Tímans. Notuð eru fígúru-
tákn sem eru óbreytanleg en bak-
grunnurinn eru fréttir liðins tíma,
síbreytilegar. Þá eru á sýningunni
36 mynda sería þar sem litadufti
og vatni er blásið á pappír. Þyngd-
arkrafturinn og vindurinn skapa
hér myndirnar.
■
|ɧs
Bostonmálverk Hallgríms
Hallgrímur Helgason, tvílistamaður, verður þess heiðurs aðnjót-
andi í kvöld kl. 21 að setja upp fyrstu sýninguna í nýju galleríi við
Þingholtsstræti 2-4. Salurinn hefur hlotið nafnið Gallerí miðhæð
og á sýningunni verða málverk Hallgríms frá Boston. Galleríið
verður rekið í tengslum við nýja kaffibarinn Nelly’s café (í höfuð-
ið á henni Nelly í Húsinu á sléttunni), þar sem áður hafa verið til
húsa ýmis konar kántrfbarir, og bráðlega verður 3. og efsta
hæðin einnig opnuð. Aðstandendur Neilly’s café stefna að því
að hafa ýmsar menningaruppákomur í miðri viku og um helgar.
Á laugardagskvöldið, kl. 22, spilar Óskar Guðjónsson, saxófón-
leikari og kl. 17 á sunnudaginn lesa þrjú Ijóðskáld upp úr verk-
um sínum, þær Elísabet Jökulsdóttir, Didda og Auður Jónsdóttir.
Ljósmyndasýning á Kaffi Karólínu
Ásgrímur Ágústsson sýnir Ijósmyndir á Kaffi Karólínu um þessar mundir
og stendur sýningin yfir í tvær vikur. Ásgrímur er Ijósmyndari hjá Norður-
mynd á Akureyri.
Innréttinga- og
parketsýning
Sýning á innréttingum og parketi
verður að Dalsbraut 1 á Akureyri
um helgina, á laugardag klukkan
10-16 og á sunnudag klukkan
13-16. Nýjungar í sýningarsal og
innréttingar við allra hæfi.
Sérfræðingar frá Parket og gólf
verða á staðnum og leiðbeina
fólki um val á parketi.
Abstraktmyndir íÁsmundarsal
Gunnar Kr. Jónasson opnar myndlistarsýningu í Ásmundarsal í Listasafni
ASÍ á morgun, iaugardaginn 15. febrúar. Gunnar er Akureyringur og er
þetta fjórða einkasýning hans. Gunnar var við nám í Myndlistarskólanum
á Akureyri í 214 vetur. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu á Akureyri árið
1993, sýndi í Listasafni ASÍ '94 og í Pálshúsi á Seyðisfirði árið 1995. Auk
þess að sinna myndlistinni starfar Gunnar sem framkvæmdastjóri Auglýs-
ingastofunnar Stíls sem hann er jafnframt meðeigandi að.