Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Síða 10
22 - Föstudagur 14. febrúar 1997
Akureyri
Athyglisverðir
tónleikar
/ Athyglisverðir tónleikar
1 verða á Akureyri um
næstu helgi, en þá
munu Mariola Kowalczyk
mezzósópran og Jerzy Tosik-
Warszawiak píanóleikari halda
einsöngstónleika. Tónleikarnir
verða í A-sal Tónlistarskólans á
Akureyri sunnudaginn 16.
febrúar og heljast kl. 17:00.
Á efnisskránni eru m.a. lög sem
sjaldan heyrast á íslandi þannig
að hún er að hluta til óvenjuleg
fyrir íslenska áheyrendur. Á
henni eru lög eftir Biset,
Chopin, Dvorák, Karlowicz,
Moniuszko, Mozart, Musgorski,
Obradors, Rossini, Schubert,
Verdi og íslensku tónskáldin
Björgvin Guðmundsson, Eyþór
Stefánsson, Maríu Brynjólfs-
dóttur, Sigvalda Kaldslóns og
Þórarinn Guðmundsson.
Bingó Norðurlands-
deildar SÁÁ
ip-jps^-^jNorðurlandsdeild SÁÁ
verður með bingó
laugardaginn 14. febrúar kl. 15
í húsi Aldraðra á Akureyri.
Góðir vinningar í boði.
í Hollandi við Jan van Eyck
Akademíuna. Aðalstarf hennar
hefur verið myndlist og ritstörf.
Hún hefur víða sýnt og eftir
hana liggja nokkrar bækur og
vídeóverk.
ísafjörður
Einar Garibaldi sýnir í
Slunkaríki
Laugardaginn 15.
0/ _°) janúar opnar Einar
Garibaldi Eiríksson
myndhstarsýninguna „Bönd“ í
Gallerí Slunkaríki á ísafirði.
Einar stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands og Brera Akademíuna á
Ítalíu. Þessi sýning mun vera
áttunda einkasýning hans, en
einnig hefur hann tekið þátt í
fjölda samsýninga. Á sýning-
unni á ísafirði verða átján ný
málverk sem Einar hefur unnið
með sérstöku tilliti til sýningar-
staðarins. Yfirskrift sýningar-
innar er ætlað að vísa til þeirra
margvíslegu banda er hnýta
saman menn og staði. Bönd
sem geta hvorutveggja í senn;
aukið samskipti og fjötraö í ein-
angrun
Sýningin er opin fimmtudaga
til sunnudaga á milli kl. 16.00 -
18.00. Henni lýkur hinn 9. mars
næstkomandi.
Kaffihlaðborð og söngur í Lóni
Kaffisala verður í Lóni v/Hrísalund nk. sunnudag frá kl. 15.
Karlakór Akureyrar-Geysir syngur nokkur létt lög kl. 16
undir stjórn Roars Kvam við undirleik Richards Simm.
Glæsilegt kaffihlaðborð og söngur á kr. 700 fyrir fullorðna,
hálft gjald fyrir börn.
Karlakór Akureyrar-Geysir, Kvennaklúbburinn.
Fræðslufundur
FAASAN
Fræðslufundur verður haldinn
hjá FAASAN, félagi aðstand-
enda Alzheimersjúklinga á Ak-
ureyri og nágrenni, laugardag-
inn 15. febrúar kl. 13 í Dvalar-
heimilinu Hlíð. Gestur fundar-
ins verður séra Svavar A. Jóns-
son. Allir velkomnir.
Flóamarkaður
Hjálpræðishersins
Flóamarkaður Hjálpræðishers-
ins verður opinn í dag, föstu-
dag, frá kl. 10-17. í hverri viku
er mikið af nýjum vörum og
alltaf hægt að gera góð kaup
því verðið er mjög lágt. Mark-
aðurinn er í húsnæði Hjálpræð-
ishersins á Hvannavöllum 10.
Ásta Ólafsdóttir sýnir
í Gallerí+
Yfir helgina er opin
sýning Ástu Ólafsdótt-
ur í Gallerí+, Brekku-
götu 35, Akureyri. Sýningin
stendur til og með 23. febrúar.
Galleríið er opið laugar- og
sunnudaga frá kl. 14-18 eða
eftir samkomulagi.
Ásta Ólafsdóttir stundaði
nám við Myndlista- og handíða-
skóla íslands og framhaldsnám
Höfuðborgar-
svæðið
Félagsvist
Breiðfirðingafélagsins
Félagsvist verður spiluð sunnu-
daginn 16. febrúar kl. 14 í
Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Kaffiveitingar. Allir velkomnir.
Kvennakirkjan í
Reykjavík
Kvennakirkjan heldur messu í
Neskirkju sunnudaginn 16.
febrúar kl. 20.30. Þann 14.
febrúar eru fjögur ár síðan
Kvennakirkjan var stofnuð og í
messunni munu þrjár konur
ræða tengsl sín við Kvenna-
kirkjuna; þær Rannveig Jóns-
dóttir kennari, Gyða Baldurs-
dóttir hjúkrunarfræðingur og
Heiðrún Sverrisdóttir leikskóla-
ráðgjafi. Séra Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir flytur stutta pred-
ikun.
Námskeið um
Ijóðagerð
rEnd urmenn tun ars t o f'n un
Háskóla íslands mun á
næstu tveimur mánuðum
bjóða áhugafólki um ljóðagerð
upp á kvöldnámskeiðið Listin
að yrkja.
Námskeiðið fer fram næstu
sjö miðvikudagskvöld og er ætl-
að þeim sem hafa áhuga á að
þjálfa sig í ljóðagerð. Kennari
verður Þórður Helgason bók-
menntafræðingur og rithöfund-
ur, lektor við KHÍ. Upplýsingar
og skráning í símum 525 4923
og 525 4924, myndsíma 525
4080 og tölvupósti end-
urm@rhi.hi.is
Námskeið í kínversku
Námskeiðið
„Kínversk
frásagnarlist - skáldsögur
frá seinni öldum“ verður
haldið fimm mánudagskvöld og
hefst þann 17. febrúar. Kennari
verður Hjörleifur Sveinbjörns-
son, en hann nam við Peking-
háskóla ’76-’81.
Þá verða byrjenda- og fram-
haldsnámskeið í Kínversku, þar
sem kennd verða undirstöðuat-
riði kínverskrar tungu. Byrj-
endanámskeiðið er níu kvöld,
hefst 26. febrúar og stendur til
23. apríl, kennari verður Hjör-
leifur Sveinbjörnsson. Fram-
haldsnámskeiðið hefst 18. mars
og stendur í níu kvöld til 13.
maí, leiðbeinandi á því verður
Edda Kristjánsdóttir BA í kín-
versku og heimspeki frá Pek-
ingháskóla og BA frá Kaup-
mannahafnarháskóla í Austur-
landasögu.
Nánari upplýsingar og
skráning í símum 525 4923, -
24, og -25, myndsíma 525 4080
og tölvupósti endurm@rhi.hi.is
Myrkir músíkdagar
n / Sunnudagskvöldið 16.
Lf febrúar kl. 20.30 verða
Myrkir músíkdagar í
Gerðarsafni. Þar frumflytur Örn
Magnússon, píanóleikari, Svip-
myndir, flokk píanóverka eftir
Pál ísólfsson. Verkin voru gefin
út á nótum árið 1994 af ís-
lenskri tónverkamiðstöð en
hafa ekki verið leikin á tónleik-
um enn. Verð aðgöngumiða er
1.000 krónur og verða þeir
seldir við innganginn.
Tölvuleikjapopp í
Hinu húsinu
Hin frábæra hljómsveit Bag of
Joys heldur síðdegistónleika í
Hinu húsinu þann 14. febrúar
kl. 17.00. Bag of Joys er tríó úr
Breiðholtshverfi sem skipað er
tveimur strákum og einni
stelpu, og saman framleiða þau
tölvuleikjatónlist.
Félag eldri borgara
Kópavogi
Spiluð verður félagsvist að
Fannborg 8 (Gjábakka) föstu-
daginn 14. febrúar kl. 20.30.
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Félagsvist í Risinu kl. 14 í dag.
Guðmundur stjórnar.
Leika fjórhent á píanó
Um þessar mundir
1 stendur yfir tónlistarhá-
* -l tíð í Garðabæ í tilefni af
því að liðin eru 200 ár frá fæð-
ingu austurríska tónskáldsins
Franz Schubert. Þriðju tónleik-
ar hátíðarinnar verða haldnir
laugardaginn 15. febrúar, kl.
17. Þar munu Jónas Ingimund-
arson og Gerrit Schuil leika
fjórhent á píanó verk eftir
Schubert. Tónleikarnir eru
haldnir í safnaðarheimilinu
Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í
Garðabæ. Forsala aðgöngumiða
er í Bókabúð Máls og menning-
ar, Laugavegi 18, en miðasala
|Dagur-'3ImTtmt
er opin í Kirkjuhvoli við Vídal-
ínskirkju í Garðabæ milli 15-17
tónleikadaginn. Miðaverð er
1.400 krónur.
Gallerí Sævars Karls
s^o-ö-5x Sigurborg Stefánsdótt-
j) ir opnar sýningu í Gall-
eríi Sævars Karls
föstudaginn 14. febrúar. Sigur-
borg stundaði nám hjá Hans Cr.
H-jer, listmálara í Kaupmanna-
höfn og Skolen for Brugskunst
(Danmark Design skole) í sömu
borg og lauk þaðan prófi úr
teikni- og grafíkdeild 1987. Sig-
urborg hefur starfað sem kenn-
ari við Myndlista- og handíða-
skóla íslands frá 1989.
Laugardagsgangan
Vikuleg laugardagsganga Hana
nú í Kópavogi verður á morgun.
Lagt af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.00
húskjallarans nk. mánudags-
kvöld tileinkaða nútímaleikrit-
um eftir breskar konur.
Dagskráin hefst kl. 21 en
húsið er opnað kl. 20.30. Að-
gangseyrir er 600 krónur, en
400 krónur fyrir meðlimi Lista-
klúbbsins.
Evróputónleikar í
Langholtskirkju
J Mánudaginn 17. febrú-
1 ar kl. 19.30 efnir Ríkis-
útvarpið til Evróputón-
leika í Langholtskirkju. Tónleik-
arnir eru framlag Rflcisútvarps-
ins til tónleikaraðarinnar
„Söngmessan", sem skipulögð
er af Evrópusambandi útvarps-
stöðva. Tónleikunum verður út-
varpað beint til fjölmargra út-
varpsstöðva á meginlandi Evr-
ópu. Tónleikarnir hefjast, stund-
víslega kl. 19.30 og verða miðar
seldir við innganginn.
Skækjan á leiklistarhátíð
í Svíþjóð
Þjóðleikhúsinu hefur verið boðið með sýninguna Leitt hún
skyldi vera skækja, í leikstjórn Baltasar Kormáks, á leiklist-
arliátíð í Stokkhólmi í lok maí. Hátíð þessi er haldin árlega
á vegum sænska ríkisleikhússins og er stærsti viðburður af
þessu tagi á Norðurlöndum. Um fjörtíu leiksýningar verða í
boði, frá írlandi, Noregi, Þýskalandi, Rússlandi, Argentfnu,
íslandi og Svíþjóð. Meginviðfangsefni hátíðarinnar er „leik-
húsið og framtíðin” og verða íjölmargar námsstefnur tengd-
ar því efni.
Þrítugasta sýningin er á laugardaginn 8. febrúar.
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Göngu-Hrólfar fara frá Risinu
kl. 10, laugardag, létt ganga
um borgina. Snúður og Snælda
frumsýna í Risinu leikritið
Ástandið kl. 16 á morgun, sýn-
ingar sunnudag, þriðjudag og
fimmtudag. Miðaafhending við
inngang og á skrifstofu félags-
ins.
Fyrirlestur um J.P.
Jacobsen
f' / í fyrirlestraröðinn i Ork-
jjú anens 0je: Sunnudaginn
16. febrúar mun Siri
Karlsen sendikennari í dönsku
við Háskóla íslands halda fyrir-
lestur í Norræna húsinu. Fyrir-
lesturinn nefnist „Roserne og
J.R Jacobsen". í fyrirlestrinum
ætlar Siri Karlssen lektor að
segja frá danska skáldinu J.P.
Jacobsen (1847-1885) og skáld-
skap hans.
Verðlaunuð
stríðsmynd
Nk. sunnudag, 16. febrú-
ar kl. 16, verður kvik-
myndin „Uppgangan"
(Voskhozdenie) sýnd í bíósal
MÍR, Vatnsstíg 10. Mynd þessi
var gerð í Moskvu árið 1976 og
byggð á skáldsögunni
„Sotnikov” eftir Vasilí Bykov.
Skýringar á ensku. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
„Breskir villikettir“
Hópur ungs leikhúsfólks verður
með dagskrá í Listaklúbbi Leik-
Jazzkvartett Reykja-
víkur í Gerðarsafni
J Mánudagskvöldið 17.
! febrúar kl. 20.30 verða
haldnir jazztónleikar í
Listasafni Kópavogs - Gerðar-
safni. Fram kemur Jazzkvartett
Reykjavíkur, en kvartettinn hef-
ur nýlokið við að leika fyrir um
5.000 skólabörn í Kópavogi og
Árnessýslu á undanförnum
tveimur vikum á vegum ís-
lenskra skólatónleika - Tónlist
fyrir alla. Verð aðgöngumiða er
1.000 krónur og verða þeir
seldir við innganginn.
Sýning Morten
Krogvolds
Laugardaginn 1. febrúar var
opnuð sýning í Norræna húsinu
á Ijósmyndum eftir Norð-
manninn Morten Krogvold.
Sýningunni lýkur á sunnudag
16. febrúar og er hún opin um
helgin frá kl. 14-19.
Útsaumuð kirkjuklæði
/ Elsa E. Guðjónsson held-
JLf ur fyrirlestur um útsaum-
uð kirkjuklæði á íslandi í
safnaðarsal Hallgrímskirkju á
sunnudaginn kl. 17. Gömul
kirkjuklæði hafa hreint ekki
fallið í gleymskunnar dá og
hafa margar nútímakonur not-
að þau sem fyrirmyndir við út-
saum enda mörg þeirra sérlega
falleg. Fimm útsaumuð klæði
verða til sýnis í forsal kirkjunn-
ar.