Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Síða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Síða 11
^Dagur-tlImrám Föstudagur 14. febrúar - 23 FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ Undirsáti Klein í Amsterdam Sumir geta þetta, eru svona, tala svona, ganga svona og myndast svona. Og þá er bara að öfunda þá. Mark Vanderloo á íbúð í París, aðra íNew York, er einn dag- inn í Barcelona og þann nœsta í Sao Paulo - en hvergi finnst honum betra að vera en íAmsterdam. Vanderloo er reyndar getinn og fœddur í þessu láglenda landi þótt œskunni hafi hann varið í Kenía þar sem faðir hans starfaðl Fyrir þá sem ekki þekkja gjörla til starfa og einkalífs Vanderloos má gela þess að hann á þann kynþokkafulla líkama sem selur Eternity-ilmvatnið frá Náttúrulegur maður eins og Mark endar daginn oft á Obibio, búð sem sel- ur aðeins vistvænar vörur. Á efstu hæðinni er testofa sem hefur yfir 30 te- tegundir á boðstólum. Og þótt maður heiti Mark Vanderloo og sé fyrir- sæta hjá Klein þá tekur maður nú samt af sér skóna þarna - því hér eru allir jafnir. Leiðarvísir Marks um Amslerdam: Calvin Klein. Kafíihús: The Christmas Brother’s Backstage Utrchlsed-Warsstraat 6. Veitinqahús: Kapitein Zeppo’s, Gebed Zonder End 5 (lifandi tónlisl og flœmskur matur). Bókabúð: Scheltema Holkema Vermeulen, Koningsplein 20. Kyrrð og þögn heillar Mark. Á morgnana fer hann gjarnan í Ríkis- listasafnið, áður en holskefla túr- ista skellur á safninu, og teygar verk hollenskra meistara. Þegar hávaðinn er að æra hann er Bijen- hof-hverfið honum griðastaður. En þegar blóðið ólgar og nóttin brest- ur á er tónleikastaðurinn Paradiso, fyrrum kirkja, efstur á lista. Tvíburarnir Gary og Greg eiga vinsælustu kaffibúlluna í bænum (búllan heitir Backstage fyrir þá sem geta fetað í fótspor Marks og skroppið til Amsterdam á næstunni). Þeir eru sviðsleikarar frá Bandaríkjunum en leist svo vel á Amsterdam á einhverri leikferðinni að þeir skutu rótum og keyptu kaffihús. Clatar&ífið Teitur Þorkeisson skrifar Valentínus- ardagur Hvað gengur eiginlega á, verða allir að vera ástfangnir í dag eða hvað? Geta konur hiklaust afskrifað eiginmenn sína og elskhuga ef þeir láta ekki blóm- um og silkinærfötum rigna yflr þær, bjóða þeim út að borða í kvöld og elskast heitt með þeim í alla nótt? Er dagurinn jafnvel íluttur inn og markaðssettur af leynifélagi veitingastaðaeigenda og blómasala? Ekki alveg. Þessi dagur elskenda er upprunninn í Evrópu, þaðan sem hann flutt- ist vestur um haf með landnem- um Ameríku. Einhverra hluta vegna gleymdist hann svo í Evr- ópu þangað til byrjað var að ílytja hann aftur yfir hafið á þessari öld. Og ísiand er einmitt á leiðinni yfir hafið. Og eins og jólin og aðrar hefðir er vissu- lega hægt að gera hann að söluvöru. En það breytir ekki því að dagurinn í dag er tilefni til að gera eitthvað fyrir þann sem maður elskar. Og eins og á jólunum er það hugurinn sem skiptir mestu máli. Það getur varla verið svo erfitt að eiga nokkrar klukkustundir saman, og ef þú átt ekki pening er allt- af hægt að teikna blómvöndinn, semja ástarljóð. Blóma- og silkinærfataregnið er náttúrulega í góðu lagi líka. Svo maður tali nú ekki um kvöldverðinn og svona eins og næturlangan ástarfund. Er ekki laugardagur á morgun hvort eð er? Þegar fætur Marks gerast lúnir eftir vafrið um stræti Amsterdam tekur hann stundum sjálfan sig á orðinu og leigir sér bát. ^Dagur-^Eúttmrt ———...... ......... - besti tími dagsins! JJ'' TILBOÐ A SMÁAUGLÝSINGUM FYRSTA BIRTING 800 KR. ENDURBIRTING 400 KR. Ofangrelnd verö miðast vlö staögreiðslu eöa VISA I EURO Sími auglýsingadeildar er 460 6100 ________ ShSSi Fax auglysingadeildar er 460 6161 | Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. febrúar 1997 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 25. útdráttur 1. flokki 1990 - 22. útdráttur 2. flokki 1990 - 21. útdráttur 2. flokki 1991 - 19. útdráttur 3. flokki 1992 - 14. útdráttur 2. flokki 1993 - 10. útdráttur 2. flokki 1994 - 7. útdráttur 3. flokki 1994 - 6. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 14. febrúar. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKIAVÍK • SÍMI 569 6900 I

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.