Dagur - Tíminn Akureyri - 04.04.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 04.04.1997, Blaðsíða 2
14 - Föstudagur 4. apríl 1997 JkgurJ3líntttm Um þessar mundir er verið að vinna að svokallaðri mála- skrá lögreglunnar en þar er ekki að finna myndir af grunuðum brota- mönnum. Hins vegar er í smíðum per- sónulýsingakerfi þar sem œtlunin er að hafa ítarlegar upp- lýsingar um grun- aða og dœmda af- brotamenn. Persónulýsingakerflð er enn í smíðum og sagði Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra frá gerð þess í svari við fyrirspurn Magnúsar Aðalbjörnssonar, varaþing- manns jafnaðarmanna í Norð- urlandskjördæmi eystra, um fíkniefnamál á alþingi fyrir skömmu. f svarinu kom fram að upplýsingarnar í hinu nýja kerfí, þar með taldar myndir af dæmdum og grunuðum af- brotamönnum, yrðu aðgengi- legar öllum lögregluembættum í samræmi við reglur sem dómsmálaráðuneytið og ríkis- lögreglustjóri myndu móta. „Sbkt miðlægt persónulýsinga- kerfí á tölvutæku formi hefur að sjálfsögðu marga kosti og getur reynst lögreglunni um allt land ómetanleg hjálp við lausn gera lögreglunni auðveldara fyrir með að hafa hend- ur x hári þeirra sem eru að eitra íyrir æsku þjóðar- innar. „Ef lög- reglan hefur myndir af dæmd- um fíkni- efnasölum og þeim sem flytja inn er mun auðveldara að fylgjast með og þá er ég með lögregl- brotamála", segir í svarinu. - En ekki er búið að ákveða hverjir muni hafa aðgang að upplýsingunum. Myndir af fíkni- efnasölum Spurning Magn- úsar var hvort myndir af fíkni- efnasölum yrðu inni á málaskrá lögreglunnar og hvort skráin yrði þá tölvutengd þannig að lög- reglan úti á landi hefði að henni greiðan aðgang. „Ég spurði þessa m.a vegna sam- bandsleysisins á milli lög- regluemb- ætta í land- inu. Það hef- ur sýnt sig að samvinnan á milli er oft erf- ið og þegar úti- hátíðir eru haldnar, og kjörinn vett- vangur fyrir fíkniefnasala myndast, er lögreglan óviðbúin að takast á við vandann. - Eins og t.d. gerðist á Halló Akur- eyri. Þar var það þannig að um leið og kom maður frá fíkmefnadeildinni í Reykjavík þá var hægt að byrja að hirða upp þekkta fíkniefnasala. Hann einfaldlega þekkti þá í sjón.“ Magnús segir að það þurfí að una úti á landi sérstaklega í huga.“ Myndbirting í blöðunum Magnús var sáttur við svar dómsmálaráðherra og vonast til að persónulýsingakerfið komist í gagrnð fljótlega. „Það þarf að koma á kerfisbundnu upplýs- ingakerfi á milli lögreglustöðva og auka samstarf. Ég held að það yrði til bóta ef rannsóknar- menn væru hreyfanlegir í starfi og ynnu tímabundið í öðrum umdæmum. Eins er ljóst að það þarf að efla þjálfun lögreglu- manna og tryggja rannsóknar- mönnum úti á landi jafnan að- gang að námskeiðum erlendis.“ Þá segir Magnús að það verði að binda með einhverjum hætti í lög þær óhefðbundnu rann- sóknaraðferðir sem hafa verið mikið í umræðunni núna. „Síð- an hafði ég orð á því að það væri til bóta ef birtar yrðu myndir af dæmdum fíkniefna- sölum t.d. í blöðunum. Það gæti fælt menn frá því að stunda þetta.“ Persónulýsingakerfið er enn í prófun hjá RLR og hefur ekki farið í almenna prófun. í dag skannar RLR inn myndir af þeim brotamönnum sem þeir hafa hvort er eð tekið myndir af þannig að í rauninni er um að ræða tölvuvæðingu á þeim upp- lýsingum. Miklar vonir eru bundnar við að kerfið muni auðvelda eftirlit með afbrota- mönnum og gera samvinnu á milli lögregluembætta mark- vissari. -mar íagnús Aðalbjörnsson vill bœtta starfshœtti í lögreglunni, aukafé til lög gœslumála og samrœma vinnubrögð á milli embœtta. - Eða m.ö.o. gera kerfið þannig að lögreglumenn eigi auðveldara með að vinna. 11 •2 fl-l

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.