Dagur - Tíminn Akureyri - 04.04.1997, Blaðsíða 7
Jktgur-'ðSmtmt
Föstudagur 4. apríl 1997 -19
^Dagur-®temm
Akureyri/Norðurland
Helgin
framundan
„Með baráttuanda til leiks“
Skemmtilegast vœri auðvit-
að að heiðra Alfreð með því
að vinna íslandsmótið.
Það er auðvitað engin allsherjar-
lausn til á því hvernig maður á að
standa sig í marki. En við mun-
um auðvitað koma til leiks með sama
baráttuandanum og verið hefur í vet-
ur,“ segir Guðmundur Arnar Jónsson,
markvörður í handknattleiksliði KA.
Síðdegis á sunnudag munu leikmenn
KA og Aftureldingar í handknattleik
etja kappi x fyrsta lykilleiknum í bar-
áttunni um íslandsmeistaratitilinn í
handknattleik. Sá leikur verður háður
í Mosfellsbæ og hefst kl. 16.
„Nei, ég vil engu spá fyrir um úrslit
þessa leiks,“ sagði Guðmundur Arnar, -
en bætti við að lið Hauka, Afturelding-
ar og KA væru öll mjög svipuð að
styrkleika. Væru léttleikandi og skipuð
hörkuviljugum og öflugum leikmönn-
um.
„Nei, við leikmenn KA höfum ekkert
talað um að heiðra Alfreð Gíslason
þjálfara eftir þá samveru sem við höf-
um átt með honum síðustu ár. Um það
verður rætt að mótinu loknu. En
skemmtilegast væri auðvitað að heiðra
hann með því að vinna mótið og ná
okkur í íslandsmeistaratitil," sagði
Guðmundur Arnar Jónsson. -sbs.
Harpa Elín Haraldsdóttir og Hadda Hreiðarsdóttir í hlutverkum sínum,
Leikfélag Menntaskól-
ans á Akureyri frumsýn-
ir leikritið Sjö stelpur
eftir sœnska höfundinn
Erik Torstensson í Sam-
komuhúsinu á morgun
kl. 20.30. JJm 20 nem-
endur taka þátt í sýn-
ingunni og er leikstjóri
Guðbjörg Thoroddsen.
Leikritið fjallar um sjö
stelpur sem búa á ung-
lingaheimili vegna of-
neyslu áfengis og vímu-
efna og baráttu þeirra
við hið daglega líf. Þá
koma starfsmenn heim-
ilisins einnig við sögu.
Miðaverð er kr. 500 og
hœgt er að panta miða í
síma 4624075 klukkan
16:30 - 19:00. (2. og 3.
sýning eru á mánudags-
og þriðjudagskvöld).
m--------i---►
Asvið!
Leikfélagið Búkolla í Suður-Þingeyj-
arsýslu œtlar í leikferð til Blönduóss.
Þar á að sýna á laugardagskvöld
gamanleikritið „Á svið!(í, sem fjallar
um ýmsar þœr raunir sem áhuga-
leikfélag getur ratað t á cefingum og
sýningum. Leikstjóri er
Skúli Gautason og sýningin
hefst kl. 20.30.