Dagur - Tíminn Akureyri - 04.04.1997, Blaðsíða 9
Jbigur-®íntmn
Föstudagur 4. apríl 1997 - 21
JOagur-CLttittttn
Lífog^þcV
mælir með...
...mælir ekki með
myndinni Evíta sem
sýnd er í Laugarás-
bíói. Vissulega er tón-
listin skemmtileg en
hana er hægt að
hlusta á af geisladiski
og njóta prýðilega.
Tilþrif stórstjarnanna
í Evítu hvað leik varð-
ar eru af skornum
skammti og því engin
ástæða til að sitja yfir
myndinni í tæpa þrjá
klukkutíma.
...Völundarhúsi
Sigga Páls í Borgar-
leikhúsinu fyrir 6 ára
pjakka. Einn slíkur
gaf (óumbeðinn) leik-
ritinu hvorki meira né
minna en ***** og
mælir eindregið með
sýningunni (og líklega
ekki síður sýningar-
tímanum þar sem
háttatíminn dróst úr
hömlu). Einkum
hreifst hann af reykn-
um sem fyllti sviðs-
rýmið og hve tilkomu-
mikil steypan var
þegar hún hrundi úr
loftinu. (Fullorðinn
fylgdarmaður var
eitthvað nískari á
stjörnugjöfina).
DELERÍUM BÚBÓNIS
/ /
SYNTIBORGARNESI
Leikdeild Ungmennafélags-
ins Skallagrfms frumsýnir
gamanleikritið „Deleríum
Búbónis" eftir Jónas Árnason
og Jón Múla Árnason í leik-
stjórn Jóns Einars Gústafssonar
þann 5. apríl næstkomandi.
Leikritið er kunnur gamanleik-
ur sem notið hefur vinsælda í
áratugi en það var síðast sett á
svið í Borgarnesi fyrir réttum
þrjátíu árum. Þá leikstýrði ann-
ar höfundurinn, Jónas Árnason,
sýningunni og fór einnig með
hlutverk jafnvægismálaráðherr-
ans. Mikið er sungið í leikritinu
og sem dæmi um lög má nefna
„Einu sinni á ágústkvöldi“ og
„Úti er alltaf að snjóa“.
„Deleríum Búbónis" gerist í
Reykjavík árið 1960. Ægir Ó.
Ægis forstjóri og jafnvægis-
málaráðherrann, mágur hans,
reyna að fresta jólunum til þess
að forða sér frá yfirvofandi
gjaldþroti. Á sama tíma eyðir
eiginkona Ægis öllum peningum
hans í að fjármagna ballett sem
dóttir þeirra fer með aðalhlut-
verk í.
Leikritið er sýnt í samkomu-
húsi Borgnesinga, Félagsmið-
stöðinni Óðali.
...fimm klukkustunda stans-
lausri skemmtan sem hafa má
af meinlausa greyinu Flosa Ól-
afssyni sem enn er sæmilegur
til heilsunnar og riijar upp
æskuminningar og bersöglismál
á þriggja snælda hljóðbók í
kvosinni sem var að koma út.
(Að vísu þurfa menn í fyrstu að
vera félagar í Hljóðbókaklúbbn-
um til að geta gripið hana upp
af boðstólunum en hún hlýtur
að koma á almennan markað
innan tíðar).
Jh s * * I
Hjá okkur finnur
þú m.a. ferSabækur
barnabækur • handbækur
IjóS • hestabækur • kyniífsbækur
• ævisögur
spennusogur
myndabækur • ættfræSirit
fræSsluefni • spennuefni
afþreyingu • skáldskap • heilafóSur
Áemmtun • útivist • dulspeki • tækni
landkynningarefni • ferSalög • íþróttir
• matreiSslubækur og margt fleira.
I Bókamarkaðurinn stendur
L aðeins yfir i nokkra daga.
■—i Ekki láta þatta
einstaka tækifæri
framhjá þér fara.
bókatitlar
OPID DAGLEGA10-19
Hafnarstræti 93
(Áiur Vöruhús KEA)
Gengið inn hjá Stjörnuapóteki
Hinn áriegi bókamarkaður
Féiags islenskra bókaútgefenda stendur nú yfir á Akureyri,
Símar 898-5868 og 897-6427.
24 . mais-7, a m
24. MARS TIL 7. APRÍL i