Dagur - Tíminn Akureyri - 12.04.1997, Page 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 12.04.1997, Page 2
2 - Laugardagur 12. apríl 1997 jEtagurÁEmTtrat w Ipottinum var verið að tala um blaðamannafund Hag- stofunnar í gær. Menn sögðu hann hafa markað nokkur tímamót í nútímasögu ís- lands, því þar hafi fundar- boðendur augljóslega verið að reykja rétt fyrir fundinn og það pípu. Þetta er í fyrsta sinn um árabil að tóbak, eða tóbakslykt, er á opinberum blaðamannafundi....... w Ipottinum ræða menn mik- ið um ágreininginn innan ríkisstjórnarinnar vegna nið- urstöðu Samkeppnisstofnun- ar. Yfirlýsingar Halldórs Ás- grímssonar í Degi-Tímanum í gær eru hafðar til marks um að framsóknarmönnum þyki nóg um hvernig samstarfs- aðilar þeirra láta. Þá hafa menn í pottinum lagt talsvert út af því að Halldór kaus að líkja Samkeppnisstofnun við heilbrigðiseftirlit, og þeir hörðustu í kremlólógíunni fullyrða að samlíkingin hafi verið vandlega valin - fram- sóknarmönnum finnist við- bröð íhaldsins hálf sjúk... Hermt er í heita pottinum að Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Lands- bankans og framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, hafi nú fengið tilboð frá flokknum um að taka að sér bankastjórastöðu í Lands- bankanum. Það fylgir jafn- framt sögunni að hann geti nánast fengið stöðuna þegar hann óski eftir. Hins vegar er fullyrt að hann hafi ekki áhuga á að vera bankastjóri heldur vilji vera bankaráðs- formaður áfram en bæta við sig stjórnarformannsstöð- unni hjá VIS. Það telja pott- ormar auðsótt mál fyrir hann.... F R É T T I R | Hagstofan Meðalútgjöld heimila 200 þús. kr. á mánuði Neysluvísitala á nýjum EES-grunni. Skyndibitakaup hafa aukist á kostn- að kjöts og fisks. Kassakvittanir í neyslukönnun. Neyslukönnunin sýnir það að þetta eru um 200 þús- und króna meðalútgjöld á heimili á mánuði," segir Hall- grímur Snorrason hagstofu- stjóri. í gær voru kynntar niður- stöður úr neyslukönnun Hag- stofu íslands árið 1995 og nýr grunnur vísitölu neysluverðs sem hefur verið samræmdur þeim sem viðgengst í EES-ríkj- um. Verðbreytingar samkvæmt nýju vísitölunni mælast þó svip- aðar og í þeirri gömlu. Sem dæmi þá sýnir nýi grunnurinn 0,2% lægri verðbreytingu en sá gamli miðað við verðbreytingar frá ársmeðaltali 1995 til mars 1997. Þessi munur er það lítill að hann hefur ekki áhrif til lækkunar á skuldum sem eru vísitölubundnar. Helmingur í mat og drykk í neyslukönnuninni kemur fram að helmingur útgjalda heimila fer í mat, húsnæði og bifreiðar. Um 13% útgjaldanna fer í tóm- stundir og menningarmál. Meðalútgjöld heimilanna voru 2,3 milijónir króna. í dreifbýli voru útgjöldin 2 milljónir kr. 2,3 á höfuðborgarsvæðinu og 2,4 í öðru þéttbýli. Samkvæmt nýja vísitölugrunninum fara 17% út- gjalda heimila til kaupa á mat og óáfengnum drykkjarvörum, 17,3% til reksturs húsnæðis og 15,8% til ferða og flutninga. íbúar í dreifbýli greiða hærra hlutfall af heimilisútgjöldum í mat en íbúar höfuðborgarsvæð- isins, eða 21,3% á móti 16,8%. Ilúsnæðiskostnaður er hinsveg- ar hærri á höfuðborgarsvæðinu en í dreifbýli, 18,5% á móti 16%, þrátt fyrir að hita- og raf- magnsútgjöld séu 70% hærri í dreifbýli. Það orsakast m.a. af hærra fasteignaverði í þéttbýli. Meira á kaffihúsum Þótt litlar breytingar hafi orðið á samsetningu vísitölugrunnsins er nokkur breyting á einstökum ílokkum. Útgjöld til kaupa á mat- og drykkjarvörum eru nær sama hlutfall af heildarútgjöldum og áður. Hinsvegar eykst hlutfall ferða og flutninga en húsnæðis- kostnaður minnkar. Athygli vek- ur að útgjöld til kaffihúsa hafa aukist. Hið sama gildir um skyndibitakaup. Þau hafa aukist á kostnað annarrar matvöru og þá ekki síst kjöts og fisks. Alls tóku 1.375 heimili með 4.159 einstaklingum þátt í neyslukönnuninni þar sem safnað var saman öllum út- gjöldum, smáum sem stórum á landsvísu. Sú nýbreytni var við- höfð að þátttakendur gátu skil- að kassakvittunum í stað þess að skrá nákvæmlega öll útgjöld. Það auðveldaði gerð könnunar- innar og gerði hana um leið áreiðanlegri. -grh Hilmir Snær Guðnason lék strákinn Davíð sem stökk upp úr baði og hljóp nakinn á eftir fötunum sínum í beinni útsendingu á sýningunni Þrek og tár í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem Sjónvarpið sýndi leikrit í beinni útsendingu. Græskulaus nekt Nekt hefur lítið tíðkast hér enda er það yfirleitt ekki mjög nauðsynlegt að leikararnir séu naktir. Þarna er meira græskulaust gaman - lítið og stutt atriði þar sem nektin er í sjálfu sér ekkert aðalatriði,“ seg- ir Ililmir Snær Guðnason, leik- ari, en hann lék strákinn Davíð sem varð fyrir smá hrekk þegar vinkona hans hnuplaði fötunum af honum í baði og lét hann hafa fyrir því að stökkva upp úr bað- inu til að sækja þau. Hann segist vera fyrir löngu hættur að hugsa um það hvort hann sé nakinn á sviðinu eða í sjónvarpsútsend- ingu eða ekki. „Þetta er ekki mikið atriði því að fókusnum er ekki beint á nektina." -GHS Sjóslys Þrír menn björguðust Vélbáturinn Haukur sökk skammt frá Hornafirði í gærkvöld. Þrír menn voru um borð og var þeim bjargað um borð í bátinn Hafrúnu sem var skammt undan. Orsök slyssins lá ekki fyrir í gærkvöld, en ágætis veður var á þessum slóðum. Reykjavik Sun Mán Þri Mið m,n Akureyri 5- 0- -5 SV2 VSV2 SSV3 V3 VSV3 SV3 SSV3 S3 VSV3 1-15 10 - 5 0 Sun Mán Þri Mið mm -10 - 5 o VSV3 SV3 SV3 VSV3 SV3 SV3 SV3 SSV4 VSV3 Stykkishólmur Egilsstaðir °c Sun Mán Þri Mið mm_ 10-1-------- —— — — -----------M5 5- 0 -5 °? Sun Mán Þri Mið mm 10*1-------- --------- --------- ---------h15 -10 - 5 0 SV4 VSV3 SSV4 VSV4 VSV3 SV3 SSV4 SSV4 VSV4 Bolungarvík °f Son Mán Þri Mið m™ 5- -10 0- ■ 5 „5 llffiBI «mvJ . ..Usl lgggglmvr.nl 0 V3 A2 SV2 V2 VSV2 SSV1 S2 VSl/3 VNV2 Kirkjubæjarklaustur \ ''X -15 -10 - 5- 10- 5- 0- " IftPSXX ggjggl -5- m SV4 SV2 SSV3 VSV4 SV3 SV2 SSV3 SSV4 SV3 V3 VNV2 VSV2 VNV2 VNV2 VSV3 V 3 SSV3 V3 Blönduós Stórhöfði °c Sun Mán Þri Mið mm 10*1-------- --------- --------- ---------1-15 5- 0- -5 Sun Mán Þri Mið mm_ -10 5 0 SV2 SV2 SSV2 VSV2 SV2 SV3 SSV3 SSV4 SV3 5 0- -5 15 -10 - 5 0 VSV5 V4 SV4 VNV4 V4 SV4 VSV4 SS V5 Vestan og suðvestan kaldi eða stinningskaldi, skýjað og víða þokuloft og súld við suðvestur- og vesturströndina en annars þurrt. Hlýtt í veðri og vor í lofti! Línuritin sýna Qögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Færð á landinu Allir þjóðvegir lcmdsins fœrir

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.