Dagur - Tíminn Akureyri - 12.04.1997, Síða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 12.04.1997, Síða 1
HELGARUTGAFA Verð í lausasölu 200 kr. fflanur- QLímíxm Laugardagur 12. apríl 1997 - 80. og 81. árgangur 69. tölublað Blað 1 Fréttir og þjóðmál Akureyri Framhaldsskólar Varnarliðið Sakamál Sjá einstætt viðtal við 19 ára sakamann sem bíður dóms fyrir að hafa ban- að sambýlismanni móður sinnar. Bls. 6 Mynd:E.úi. Vorið er komið „Eigum við ekki að segja að vorið sé kornið," sögðu þeir á Veðurstofunni í gær en þá var heitasti dagur ársins til þessa. Löggiltir mælar sýndu 14 gráður á Akureyri um miðjan gærdag en íbúar þóttust sjá ívið hærri tölur á sín- um mælum eins og gengur. Á Egilsstöðum var 13 stiga hiti. Áframhaldandi hlýindi eru í kortunum allt fram á fimmtudag. BÞ/Mynd jhf Kennarar saka Bjöm um svik Slakað á kröfum um nám í kennslu- og upp- eldisfræði til að öðlast starfsheiti sem fram- haldsskólakennari. Kennarar eru mjög reiðir út í þá ákvörðun menntamálaráðherra að kennari með mikla fagmenntun þurfl aðeins að taka 15 eining- ar í kennslufræði í stað 30 til að geta fengið lögverndað starfsheiti sem framhaldsskóla- kennari. Kennarar telja að með þess- ari ákvörðun ráð- herra hafl verið gengið á svig við það sem áður hafði verið ákveðið í þessum efnum. í frumvarpi til laga um lög- verndun á starfsheiti og starfs- réttindum kennara og skóla- stjóra er þessi breyting rökstudd með því að nauðsynlegt sé að auðvelda samskipti atvinnulífs og skóla. Þessi breyting gildir líka um kennara í iðngreinum sem að mati ráðuneytisins búa yfir dýrmætri reynslu og sér- þekkingu á sínu sviði. Peir sem uppfylla ekki þessi skilyrði verða hinsvegar að taka 30 einingar í kennslufræði eins og verið hefur. „Við vildum ekki að það yrði dregið úr kröfum um nám og kunnáttu í kennslu- og uppeld- isfræði. Við vissum ekki betur en það væri orðið samkomulag um það í nefndinni. Þannig að þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu og við erum mjög ósátt við það,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varaformaður KÍ. Hún var annar af tveimur fulltrúum kennara í starfshópi ráðuneytisins sem vann að end- urskoðun gildandi laga. Guðrún Ebba segir að öðru leyti séu kennarar að mestu leyti sáttir við efni frumvarpsins. Meðal annarra nýmæla í frumvarpinu er að skólastjórum verður heimilt að ráða sérfræð- ing til kennslu í sinni starfsgrein þótt hann sé löggiltur fram- haldsskólakennari. Þessi heim- ild miðast við að ekki sé kennt meira en sex tíma á viku. Þá verður heimilt að meta kennslu- reynslu sem hluta af kennslu- fræði til kennsluréttinda. -grh Guðrún Ebba Ólafsdóttir varaformaður KÍ „Kemur okkur í opna skjöldu. “ Ráðuneytið hund- skanunar herinn Samráð um lögreglurann- sókn vegna meintrar vöru- rýrnunar í verslun Varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli var ekki með þeim hætti sem skyldi, segir í bréfi varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins til Verslunarmannafélags Suður- nesja. Ráðuneytið harmar óþæg- indi sem myndavélaeftirlit hefur valdið verslunarfólki á Vellinum. í bréfinu setur það ofan í við Varnarliðið og embætti sýslu- manns á Vellinum. Þórður Ægir Óskarsson hjá varnarmálaskrif- stofu segir sérlega gagnrýnivert hvernig staðið var að leynilegu myndavélaeftirliti í verslun Varnarliðsins. „Varnarliðinu hefur verið tilkynnt um að slíku eftirliti séu mjög þröngar skorður settar í íslenskum lögum og að í flest- um tilfellum þurfi atbeini dóm- ara,“ segir í bréfinu. Þá var það ítrekað við Varnarliðið að sam- ráð við íslensk stjórnvöld þarf um svonalagað. Einnig er þess kraflst að allar upplýsingar um myndavélaeftirlitið verði sendar sýslumanninum. Varnarmálaskrifstofa sendi sýslumanni einnig áminningu og ítrekaði að formlega rétt samráð yrði að hafa um svona lögregluaðgerðir. Þá er hann minntur á þá skyldu sína að til- kynna íslenskum starfsmönnum Navy Exchange- verslunarinnar um niðurstöður rannsóknar, umfang eftirlitsins og fleira. Jóhann Geirdal, formaður Verslunarmannafélagsins, kvaðst ánægður með áminning- arbréfið, en hann vill nánari skýringar. „Eftir upplýsingum, sem ég hef reyndar ekki fengið stað- festar ennþá, er komið í ljós að það var ekki um neina rýrnun að ræða, heldur mistök í bókhaldi úti í Nor- folk. Ég vil fá það mjög skýrt fram frá yfirvöldum hór að þessari rannsókn sé lokið og að það hafi ekki verið neitt sem kallaði á grun- semdir gagnvart íslenska starfs- fólkinu. Það verður að hreinsa mannorð fólksins." -JBP Sjá bls.5 Jóhann Geirdal form. Verslunarmannafél Suðurnesja Utanríkisráðuneytið átelur Varnarliðið fyrir leynilegt eftirlit með íslenskum starfsmönnum. Þeir voru grunaðir um þjófnað og vilja afsökunarbeiðni Lífið í landinu Jóhannes með nýjan pistil fylgja blaðinu dag Neysluvfltnsdælur SINDRI -sterkur í verki 222 • BREFASIMI S62 1024

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.