Dagur - Tíminn Akureyri - 12.04.1997, Síða 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 12.04.1997, Síða 7
,®agur-®mrám Laugardagur 12. apríl 1997 - 7 ERLENDAR FRETTIR Áfríka 1 i í||f f < ' ', . JS ; £ ^ *yl ► » |: M, f \ H ?•! w ! /km Her Mobutus á undanhaldi frá Kisangani: Nærri gersigraður. Stríð og bandalög Baksvið Dagur Þorleifsson s friður geisar víða í Mið- Afríku, í Saír, Suður-Súd- an, Norður-Úganda og á eitthvað lægri nótum í Búrúndi, Rúanda, Eþíópíu o.fl. löndum. Stríð þessi eru í nógu miklum tengslum hvert við annað til þess að hægt sé - með vissri einföldun - að halda því fram að þetta sé allt saman eitt stríð. Á bak við þann hernað má greina tvö bandalög, en þau eru óformleg og fara huldu höfði eftir bestu getu. Hinir og þessir aðilar hafa skipað sér í þau af ýmsum ástæðum, vegna tilfallandi sameiginlegra hags- muna, skyldleika, þjóðernis- og þjóðflokkahyggju, kynþátta- hyggju og einnig kemur hér til metingur Afríkuríkja og vest- rænna stórvelda og tafl þeirra um hagsmuni. Andspyrnuher Drottins Úganda, undir stjórn Yoweris Museveni forseta, er í meira áliti en flest ef ekki öll önnur Afríkuríki sunnan Sahara, með hagvaxtarmestu rflcjum heims og eftirlæti Alþjóðabankans og Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins. En þjóðflokkar í norðurhluta þess, einkum Acholi, sætta sig ekki við Museveni, sem er sunnlendingur og af ættbálki skyldum Tútsum, og horfa með vissum söknuði um öxl til stjórnartíðar þekktra fyrrver- andi landsherra, þeirra Miltons Obote og Idis Amin. Peir voru báðir norðlendingar, sá fyrr- nefndi Acholimaður. Acholi- menn eru öðrum þjóðflokkum fjölmennari í uppreisnarherj- um, sem í mörg ár hafa verið í stríði við stjórn Musevenis. Hugmyndafræði uppreisnar- manna þessara, sem um skeið nefndu samtök sín Hreyfingu Heilags anda en kallast nú And- spyrnuher Drottins, er blanda af strangtrúarkristni og inn- lendri heiðni, þar sem trú á fjölkynngi er ofarlega á baugi. Er sagt að stríðsmenn þessir trúi því sumir og stundum að steinar, sem þeir kasti í óvini sína, breytist við það í hand- sprengjur og að engin vopn geti orðið þeim að skaða ef þeir séu smurðir upp úr hnetuolíu er spákonur þeirra og spámenn hafi magnað. Að sögn eins fréttaskýranda hefur And- spyrnuher Drottins boðorðin tíu fyrir hugmyndafræðilegan grundvöll. Lúbar og Lúndar íslömsk og bókstafssinnuð stjórn Súdans styður And- spyrnuher Drottins og nefnir fréttamaður einn það sem dæmi þess, að kristnir og ís- lamskir bókstafstrúarmenn geti vel verið bandamenn. Úganda- stjórn styður á móti kristna og heiðna blökkumenn Suður-Sú- dans, sem lengi hafa verið í uppreisn gegn íslömskum og arabískum valdhöfum Súdans. Þræðir, meira eða minna leyniiegir, tengja saman borgarastríðin í hinum ýmsu löndum Mið-Afríku. Tútsar í her Musevenis áttu drýgsta þáttinn í því, að skæru- stríði sem staðið hafði í fimm ár lauk með sigri hans og valda- töku 1986. bcir sömu hermenn tóku síðan völdin í föðurlandi sínu, Rúanda, með samþykki Musevenis og aðstoð frá hon- um. Mobutu Saírforseti var norðurúgandískum uppreisnar- mönnum og Hútúum, sem herj- uðu á Tútsa í Rúanda og Búr- úndi, hjálplegur, og því styðja Úganda, Rúanda og Búrúndi uppreisnarmenn þá saírsku, sem nú eru næstum búnir að gersigra Mobutu. Kjarni þess uppreisnarhers er tútsískur. Kabila, yfirforingi þess hers, á langan feril að baki sem upp- reisnarmaður og kaupsýslu- maður til skiptis, ef ekki hvorttveggja í senn, og mun hafa skipt við suðursúdanska uppreisnarmenn. Hann er Lúbi, en Lúbar (Luba, Baluba) eru hvað atkvæðamestir þjóða í Shaba (Katanga), mikilvægasta fylki Saírs efnahagslega séð. Pað er þegar að miklu leyti á valdi hers Kabila. Önnur þjóð þar, Lúndar (Lunda, Balunda), sem ekki hefur alltaf verið í vin- fengi við Lúba, kann að eiga sér hauka í horni í Angólu. Undan- farið hafa öðru hvoru sést frétt- ir þess efnis, að Angólumenn muni brátt helja afskipti af gangi mála í Saír, ef þeir séu þá ekki þegar farnir til þess. Skapari bregst sköpunarverki sínu Meðan kalda stríðið var studdu bæði Bandaríkin og Frakkland Mobutu, sem raunar hefur ver- ið kallaður sköpunarverk CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. En nú er kalda stríðinu löngu lokið og Mobutu, sem naut álits í Washington sem harður and- kommúnisti, hvergi nærri eins mikilvægur í augum banda- rískra ráðamanna og var. Er nú svo að heyra að Bandaríkin hafi endanlega gefið þennan ger- spillta valdhafa upp á bátinn. Franska stjórnin, sem í yfir- standandi ófriði í Saír hefur stutt við bakið á Mobutu eins og hún hefur þorað eða getað, tel- ur að á bakvið þá afstöðubreyt- ingu Bandaríkjanna séu vélræði af þeirra hálfu gegn Frakk- landi. Ghanamaðurinn Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virðist einnig vilja halda Mobutu eða hans mönn- um við völd og hafði nýlega ekki enn gefið upp alla von fyrir þeirra hönd. Ýmislegt hefur þótt benda til þess, að Annan hafi verið vinveittur Rúanda- stjórn þeirri hútúskri, sem fyrr- verandi hermenn Musevenis steyptu af stóli 1994. Hútúskt herlið hefur barist með her Mo- butus í saírska borgarastríðinu. í Búrúndi geisaði fyrir skömmu (og geisar kannski enn) skæru- og hryðjuverka- stríð milli Hútúa og Tútsa. Og frá því að hútúskir flóttamenn í Saír fóru þaðan í hundruðþús- unda tali til fyrri heimkynna sinna í Rúanda hafa öðru hvoru borist frá síðarnefnda landinu fréttir um hryðjuverk hútúskra skæruliða og átök milli þeirra og tútsíska stjórnarhersins. Dalb heimili aldraðra Forstöðumaður Laus er staða forstöðumanns við Dalbæ heimili aldraðra á Dalvík. Á Dalbæ eru íbúar 144, þar af 20 á hjúkrunardeild. í tengslum við heimilið er einnig rekin dagvistun fyrir aldraða. Forstöðumaður sér um daglegan rekstur heimilisins, gerð fjárhagsáætlunar og er ábyrgur gagnvart stjórn heimilisins. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í stjórnunar- störfum. Umsóknarfrestur er til 29. apríl nk. og skal umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf senda til formanns stjórnar Dalbæjar, Sigurlaugar Stefánsdóttur, Sunnubraut 3, Dalvík, sem einnig veitir nánari upplýs- ingar í síma 466 1482 eftir kl. 18. :ÍP Grunnskólar Hafnarfjarðar sfis Námsráðgjafar Óskum að ráða námsráðgjafa að grunnskólum Hafnarfjarðar. Samtals er um að ræða VA stöðugildi í eftirtalda skóla: Lækjarskóla 430 nemendur í 1.-10. bekk Víðistaðaskóla 560 nemendur í 1.-10. bekk Setbergsskóla 650 nemendur í 1.-10. bekk Hvaleyrarskóla 530 nemendur í 1 .-10. bekk Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af kennslu og sé með viðbótarnám í námsráðgjöf. Nánari upplýsingar veita skólastjórar í viðkomandi skóla og deildarstjóri þjónustudeildar Skólaskrifstofu í síma 555 2340. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist undirrituðum að Strandgötu 31, 220 Hafn- arfirði, fyrir 28. apríl nk. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Grunnskólinn á Blönduósi Kennarar óskast! Við Grunnskólann á Blönduósi vantar nokkra kennara til starfa næsta vetur. Við höfum þörf fyrir kennara í: % Almenna bekkjarkennslu. Sérkennslu. * Stærðfræði og raungreinar. * íþróttir. íif Mynd- og handmennt. í Grunnskólanum á Blönduósi eru um 170 nemendur í einsetnum skóla sem einnig hefur upp á að bjóða góða aðstöðu fyrir starfsfólk. Ef þú ert að hugleiða að koma út á land eða færa þig um set og vilt taka þátt í skemmtilegu og gefandi skólastarfi þar sem áhersla er lögð á skólaþróun og mótun skólanámskrár, hafðu þá samband við okkur! Upplýsingar veita Erling Ólafsson, skólastjóri í síma 452 4229 og Skúli Þórðarson, bæjarstjóri í síma 452 4181. Á Blönduósi eru fbúar um 1000. Blönduós er þjónustu- kjarni fyrir Húnavatnssýslur og þar eru fjölbreyttir mögu- leikar til leiks og starfa. Blönduós er fjölskylduvænt sveit- arfélag sem liggur vel við öllum samgöngum og er mið- svæðis milli Akureyrar og Reykjavíkur. Á Blönduósi er m.a. nýlegt íþróttahús í fullri stærð, leikskóli, tónlistarskóli, sjúkrahús og heiisugæsla ásamt annarri fjölbreyttri þjón- ustu og verslun. Vertu velkomin(n) til Blönduóss!

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.