Dagur - Tíminn Akureyri - 12.04.1997, Blaðsíða 8
8 - Laugardagur 12. apríl 1997
^Ðagur-®tOTmn
PJÓÐMÁL
JOctgur-Βmmtt
Útgáfufélag: Dagsprent hf.
Útgáfusfjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein
Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson
Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson
Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík
Símar: 460 6100 og 563 1600
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði
Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað
Prentun: Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja
Grænt númer: 800 70 80
Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 460 6171
Alþýðleg menning
I fyrsta lagi
„Veriði sæl.“ í gær var til moldar borinn ástæll og
virtur útvarpsmaður, Sigurður Sigurðsson. Þús-
undir og aftur þúsundir íslendinga eiga litríkar
minningar um samverustundir með íþróttafrétta-
manninum sem var frumherji á sínu sviði. Hann
haíði hinn sérstaka heim útvarpsins á valdi sínu,
fangaði augnablikið og hreif hugi og hjörtu lands-
manna í sigri og vonbrigðum, þegar landinn atti
kappi við mótherja heima og erlendis. Sigurður
Sigurðsson lagði stóran skerf til þjóðlegrar, lifandi
og skemmtilegrar alþýðumennningar og uppskar
samkvæmt því.
í vikunni heiðraði Félag bókasafnsfræðinga annan
mann, sem lagt hefur drjúgan skerf til þjóðlegrar
og lifandi alþýðumenningar. Árni Björnsson hefur
verið ötull fræðimaður á sínu sviði, en því til við-
bótar verið ólatur alþýðufræðari af bestu tegund.
í stað þess að lokast inni í heimi safna, skóla og
minja hefur hann reynst fjölmiðium bóngóður, við
stór tækifæri og smá, til að miðla þjóðararfinum
til almennings. Skiptir þá ekki máli hvort um er
að ræða hraðfleyga sjónvarpsþætti eða léttpopp-
aða útvarpssímatíma - fræðimaðurinn hefur náð
til fólksins og ekki talið eftir sér.
í þriðja lagi
Spivtninfy dctg^Utó
Eiga allir meðlimir Þjóðkirkjunnar að hafa
atkvaeðisrétt í biskupskjöri, einsog ungir
framsóknarmenn leggja til í ályktun?
Já, vegna þess að
embætti biskups er
það mikilvægasta
innan Þjóðkirkjunnar.
Tryggja þarf að vilji al-
mennings ráði þegar
valinn er biskup. Núver-
andi fyrirkomulag
tryggir það engan veg-
inn. Það er trú mín að
með almennum kosn-
ingum sé hægt að færa
kirkjuna nær fólkinu í
landinu.
Sr. Sváfnir
Sveinbjarnarson
prófastur
á Breiðabólstað
í Fljótshlíð
Fyrir mitt leyti
finnst mér að
rýmka ætti þetta
þannig að kjörmönnum
fjölgaði. Einsog er nú
kemur einn kjörmaður,
úr hópi leikmanna, úr
hverju prófastdæmi - en
þeir mættu vera fleiri.
Stíga mætti það skref að
einn kjörmaður kæmi úr
hverju prestakalli eða
sókn. En ég vil að þetta
sé fulltrúakjör, en ekki
almennt þjóðkjör.
♦
♦
prestur á Reynivöllum
og frambjóðandi
í biskupskjört
Biskup er fyrst og
fremst prestur
prestanna og því
eðlilegt að þeir kjósi
biskup. En hann er jafn-
framt prestur allrar
kirkjunnar og því eðli-
legt að fleiri en prestar
taki þátt í kosningunni.
Mér flnnst eðlilegt að sá
þáttur verði tekinn til
endurskoðunar, og hef
komið með slíkar hug-
myndir á Kirkjuþingi.
Sr. Sigríður
Guðmarsdóttir
preslur í Ólafsfirði
Nei, Biskupinn er
tákn um sameig-
inlegan arf kirkj-
unnar, en ekki vinsældir
og fylkingar einsog í
venjulegum kosningum.
Hins vegar ættu djáknar
og leikmenn að eiga
fleiri fulltrúa með kosn-
ingarétt.
Sagtuwu~
Þessi tvö dæmi um ólík framlög til lifandi menn-
ingar eru áminning til hinna yngri ijölmiðla- og
fræðimanna um að vanda til verka. Við eigum að
nýta okkur alla nýja boðskiptatækni sem býðst í
heimi ört vaxandi möguleika. En við eigum að
gera það á eigin forsendum, með eigin hefðum,
umbreyta og skapa, ljá nýrri ijölmiðlaveröld inn-
tak og sál. Tökum eftir því og heiðrum þá sem
auðga íslenska menningu á þennan hátt. Sigurður
Sigurðsson hefði seint búist við að vera sæmdur
titlinum menningarforkólfur. En það var hann.
Það skiptir svo miklu hvort maður heilsar „háv dú
jú dú“ eða: „Komiðisæl". _# „ ,, „ , # .
Stefan Jon Hafstein.
Skammast sín ekki
„Þess vegna þarf enginn að
skammast sín fyrir Alþýðublað-
ið. Þó það sé lítið, fátækt og
smátt hefur það ekkert af öðrum
haft. Það dó ekki drottni sínum
með lestina fulla af líkum. Þvert
á móti, þá lifir það enn án nokk-
urra líka í sinni lest.“
- Sighvatur Björgvinsson um Alþýðu-
blaðið í Alþýðublaðinu.
Paradís á jörð
„Á landsbyggðinni eru hvorki
morðóðir brjálæðingar né óþol-
andi mikið af hagfræðingum
eða lögfræðingum. Á lands-
byggðinni er ekki þessi eilífa
rigning sem fylgir suðvestur-
horninu. Á landsbyggðinni er
alltaf gott veður.“
- Páll Óli Jónsson í Alþýðublaðinu í gær.
Náskyldir
„í töflu er greint frá markaskor-
urum liðsins í vetur og þar kem-
ur fram að leikmaður að nafni
=wngoal hefur gert tvö mörk...
Ekki kemur skrifari þessum
leikmanni fyrir sig í fljótu
bragði, dettur helst í hug að
hann sé frændi Replays nokk-
urs, sem stöðugt verður betri
leikmaður og meira áberandi."
- Víkverji í Mogganum um grein í Helg-
arpóstinum.
Stórt er spurt
„En hver er það þá sem kippir
svo fast í spottana að ráðherrar
og alþingismenn Sjálfstæðis-
flokksins, með sjálfan forsætis-
ráðherrann í fararbroddi,
sprikla eins og strengjabrúður í
höndunum á riðuveiku hkams-
ræktartrölli?"
- Helgi Haraldsson í Degi-Tímanum í
gær.
s
sínum tíma kleif Nýsjálending-
urinn Sir Edmund Hillary hæsta
ijallstind á jörðu fyrstur manna
ásamt Sjerpanum Tensing og hlaut fyr-
ir heimsfrægð. Klifrið á Everesttind í
Himalayaljöllum þótti tíðindum sæta
hér á íslandi og sjálfsagt vegna þess að
íslendingar eru í eðli sínu fjallamenn.
Þjóðin fæðist og vex úr grasi við ljalls-
rætur. Stundum hugsa menn í fjöllum á
íslandi og oft koma ráðamenn af íjöll-
um.
Sagan segir frá því að engin ljós-
mynd sé til af kappanum á tindi ver-
aldar heldur bara fylgdarmanninum
Tensing. Ástæðan er einföld: Sjerpinn
kunni ekki á myndavélina og þess
vegna kom í hlut Sir Edmund að ljós-
mynda fylgdarmann sinn.
En skaðinn er bættur. Seinna var
stofnaður þróunarsjóður fyrir byggðir
Sjerpa í Nepal og kenndur við Sir Ed-
mund Hillary. Fræðslumynd um sjóðinn
er nú á öldum ljósvakans í Evrópu og
þar er sá gamli fjallbrattur. En áhorf-
endur sjá líka hvernig Sjerpar herja á
landið sitt og eyða gróðri í búsmala og
eldivið. Jarðvegurinn flosnar upp og
áður grösugar fjallshlíðar molna ofan í
lækjarfarvegi og berast burtu með
straumnum. Eftir stendur gróðurlaus
auðn í hæsta fjalli veraldar og engum
að gagni.
Myndin kemur kunnuglega fyrir
sjónir og margt virðist líkt með íslend-
ingum og Sjerpum þó fleiri íslenskir
ljallamenn kunni
sjálfsagt á myndavél-
ar. Islendingar tóku
við gróðurvin á land-
námsöld og breyttu
henni í örfoka land
með ofbeit og skóg-
arhöggi. Landið fýk-
ur burt, syngur Helgi Pétursson í Ríó
tríói við raust og er hvergi ofmælt.
Kynslóðir fyrri alda hafa nokkrar
málsbætur að ganga af landi sínu
dauðu í mestu harðindum íslandssög-
unnar. En ekki seinni tíma árásarmenn
sem halda áfram að drepa landið á
þessari öld. Jafnframl hófst ný tangar-
sókn gegn náttúru íslands og perlum
hennar drekkt í uppistöðulónum eða
mokað upp á vörubfla í vegagerð. Vot-
lendið varð brátt fyrir barðinu á þessu
fólki og mýrar ræstar fram til að rýma
fyrir offramleiðslu á sauðfé. Og mýrar-
fuglinn er ekki eini íbúi landsins sem á
um sárt að binda:
Refir og minkar eru ennþá hundeltir
af árásarsveitum fyrir að gegna kalli
náttúrunnar og bíta stöku sauðkind úr
offramleiðslunni. Sel-
urinn Snorri var skot-
inn niður og limlestur
í fjörunni og fé lagt til
höfuðs honum af
sjálfri hringorma-
nefnd íslenska ríkis-
ins. Borgarstjórn
Reykjavíkur varð þjóðinni til skammar
fyrir að vilja útrýma heimilisdýrinu
hundinum í borginni. Og nú síðast heimt-
ar svona fólk að örninn, konungur fugl-
anna, verði skotinn niður fyrir að fá sér í
svanginn eins og aðrir íbúar landsins.
En árásarmenn láta ekki staðar
numið við sjávarsíðuna og fiskistofn-
arnir umhverfis landið hafa aldeilis
orðið fyrir barðinu á þeim. Nú er svo
komið að vernda þarf fiskinn í sjónum
með kvótanum ljóta og öðrum boðum.
Fyrir bragðið eru milljarðar ungra
fiska drepnir að óþörfu og fleygt aftur í
sjóinn. Og áfram klæjar árásarmenn í
gikkfingurinn að klára að drepa hval-
ina í úthafinu við fyrsta hanagal.
Ekki fær sjálft hafið betri útreið.
Norður-Atlantshafið er notað undir úr-
gang eins og hver önnur öskutunna.
Saur manna og dýra er skipulega dælt í
sjóinn um stórvirkar dælustöðvar. Skip
losa olíur á siglingu um viðkvæma firði
og skipshræjum er sökkt á heldur meira
dýpi. Lengi tekur sjórinn við, segja menn
og finnst það skortur á lífsreynslu að
hafa aldrei migið í saltan sjó.
Óhamingja íslendinga er fólgin í
hæð fjallstinda landsins yfir sjávarmáli.
Risi Bárðarbunga, Esjan eða jafnvel
Öskjuhlíðin hærra en Everesttindur
væri saga umhverfismála ekki lengur
rituð með blóði náttúrunnar. Strax eftir
að Sir Edmund hefði klifið Öskjuhlíðina
hefðu komið hingað útlenskir menn til
að vernda sögufrægt fjallið fyrir mann-
kyni landsins.
CiðCfevL
Manneð