Dagur - Tíminn Akureyri - 12.04.1997, Qupperneq 4
4 - Laugardagur 12. apríl 1997
J3agur-®œróm
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Rauðakrossdeildar Húsavíkur og ná-
grennis verður haldinn í Nausti, húsi Rauða kross-
ins á Húsavík, þriðjudaginn 15. apríl kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
Aðalfundur
Aðalfundur Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur verður haldinn mánu-
daginn 21. apríl kl. 20.30
á Grand Hótel Reykjavík.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
Auglýsing
Okkur vantar herbergi eða litla íbúð fyrir starfs-
mann í sumar, einnig kæmi til greina að leigja her-
bergi og kaupa fæði á sama stað.
Atvinna
1. Framtíðarstarf við afgreiðsiu og fleira í sjoppu, vakta-
vinna.
2. Framtíðarstarf við bensínsölu og fleira, æskilegt er að
viðkomandi hafi meirapróf.
Við leitum að áhugasömu starfsfólki sem er eldra
en 20 ára og getur bjargað sér á ensku.
3. Okkur vantar dugmikla og sjálfstæða menn með
reynslu af almennri verkamannavinnu.
4. Tækjamann með vinnuvélaréttindi.
Störfin krefjast þess að menn geti unnið sjáifstæti.
5. Bílstjóra á hópbíla, æskilegt er að viðkomandi geti
bjargað sér á ensku.
Starfið gæti hentað t.d. vel fyrir aðila sem á nokkr-
ar vikur í sumarleyfi.
Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu okkar að Héðinsbraut
6. Húsavík.
SSm BJÖRN SIGURÐSS0N
HÚSAVÍK
Námskeið
Grænmetisréttir
Tvö námskeið
Sýnikennsla
Matreiddir verða gómsætir l<orn-,
bauna- og grænmetisréttir.
Innifalið í námskeiðsgjaldi eru uppskriftir,
leiðbeiningar og smökkun á réttum.
Aukin grænmetisneysla stuðlar að betri heilsu!
Bætt heilsa, betra líf!
Leiðbeinandi er Sigrún Ólafsdóttir.
Laugardaginn 19. apríl kl. I4 og sunnudaginn 20. apríl kl. I4.
Verð kr. 3.900,-
Upplýsingar og skráning í Heilsuhorninu í síma 462 1889.
Skipagötu 6
600 Akureyri
Sími/fax 462 1889
F R É T T I R
Sjávarútvegur
Sameinast Bakki og
Vinnslustöðin ?
Töluverð alvara er komin
í sameiningarviðræður
milli eigenda Hraðfrysti-
hússins hf. í Hnífsdal og
Frosta hf. í Súðavík, en Bakki
hf. í Bolungarvík, sem einnig
var nefndur til sögunnar, hef-
ur dregið sig út úr viðræðun-
um og snúið sér annað.
Á nýafstöðnum aðalfundi
Hraðfrystihússins hf. var Einar
Valur Kristjánsson kjörinn
stjórnarformaður í stað Aðal-
björns Jóakimssonar, fram-
kvæmdastjóra Bakka hf., sem
situr þó áfram í stjórn. Einar
Valur er barnabarn Einars
Steindórssonar, eins stærsta
eigenda Hraðfrystihússins hf.
en Aðalbjörn er sonur Jóakims
Pálssonar, sem einnig á stóran
hlut í frystihúsinu, og segja má
því að afkomendur Einars
Steindórssonar hafl tekið völd-
in, sem m.a. kann að valda því
að Bakki hf. er ekki inni í sam-
einingarviðræðum milli llrað-
frystihússins hf. og Frosta hf.
„Þessi þrjú fyrirtæki hafa
ekkert verið að ræða saman en
viðræður hafa verið í gangi
milli Hraðfrystihússins og
Frosta um sameiningu, en við-
ræðurnar eru skammt á veg
Viðræður í gangi um
sameiningu Hrað-
frystihússins hf. í
Hnífsdal og Frosta
hf. í Súðavík, en eru
skammt á veg
komnar.
komnar. Fyrr í haust voru fleiri
fyrirtæki inni í umræðunni,
m.a. Kambur á Flateyri, sem
sameinaðist Básafelli, og íshús-
félag ísfirðinga, sem ekki er
lengur með í umræðunni,"
sagði Ingimar Halldórsson,
framkvæmdastjóri Frosta hf.
Aðalbjörn Jóakimsson, fram-
kvæmdastjóri Bakka hf., hefur
hins vegar átt í viðræðum við
Sighvat Bjarnason, fram-
kvæmdastjóra Vinnslustöðvar-
innar hf. í Vestmannaeyjum,
um sameiningu fyrirtækjanna.
Sighvatur Bjarnason segir að
verið sé að ræða um samstarf
fyrirtækjanna í útgerð, en sam-
eining fyrirtækjanna sé nokkuð
stærra mál og flóknara. Sam-
kvæmt heimildum Dags-Tímans
hafa þau mál þó verið rædd og
áhugi á framhaldi þerra við-
ræðna.
Hafa átt sér stað viðrœður
milli eigenda fyrirtœkjanna um
sameiningu?
„Um það vil ég ekkert segja,
það verður að koma í ljós,“
sagði Sighvatur Bjarnason.
GG
Selfoss
Vilja handrið á Ölfusárbrú
Bæjarstjórn Selfoss hefur
samhljóða samþykkt til-
lögu Kristjáns Einarsson-
ar, bæjarfulltrúa Framsóknar-
flokks, þar sem skorað er á
samgönguráðherra að Vega-
gerð setji upp handrið á göngu-
stíg yfir Ölfusárbrú.
í greinargerð með tillögu
Kristjáns Einarssonar segir að
frá því að gólf brúarinnar var
endurnýjað 1992 hafi staðið til
að setja upp handrið milli akst-
urs og göngubrautar, en það
ekki verið gert. Mjög brýnt sé
að setja handriðið upp, þar sem
því sé ætlað að vernda
gangandi vegfarendur sem eigi
leið í þann hluta Selfossbæjar,
sem er á vestari bakka Ölfusár.
-sbs.
Hamar
félagsheimili Þórs:
Salir til leigu
Tilvaldir til hvers
konar íþrótta- og tóm-
stundaiðkana.
Gufa - Pottur -
Búningsaðstaða
Hamar
sími 461 2080
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Mánudaginn 14. apríl 1997 kl.
20-22 verða bæjarfulltrúarnir
Þórarinn E. Sveinsson og Sig-
fríður Stefánsdóttir til viðtals á
skrifstofu bæjarstjóra að Geisla-
götu 9, 2. hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara
símaviðtölum eftir því sem að-
stæður leyfa.
Síminn er462 1000.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
REYNIR GUÐMUNDSSON,
Ljósheimum 10a,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. apríl
kl. 15.
Svafa Kjartansdóttir,
Gretar Reynisson, Margrét Ólafsdóttir,
Rúnar Reynisson, Þorbjörg Magnúsdóttir,
Erla Reynisdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlý-
hug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu,
LÁRU SIGURJÓNSDÓTTUR.
Valdís Þorsteinsdóttir, Alfreð Konráðsson,
Kristín Þorsteinsdóttir, Jóhann Guðmundsson,
Steinar Þorsteinsson, Mari Frydendal,
Þóra Þorsteinsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSGRÍMUR STEFÁNSSON,
skipasmiður,
Flögusíðu 5, Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð þann 10. aprfl síðastliðinn.
Jarðað verður í kyrrþey.
Guðmunda Ingólfsdóttir, Erlingur Pálsson,
Stefán Ingólfsson, Kristín Matthíasardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.