Dagur - Tíminn Akureyri - 12.04.1997, Qupperneq 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 12.04.1997, Qupperneq 6
6 - Laugardagur 12. apríl 1997 |Ditgur-®órcimt Þau báðu mig að standa mig á bessu ári §ÍlBf Á allt eins von á að sitja inni í 16 ár en það er sama hve langur sá tími verður. Ég mun nýta hann vel,“ segir Sigur- geir Bcrgsson, sem varð sambýlismanni móður sinnar að bana á nýársnótt. Myn&.E.ói. Sigurgeir Bergsson, 19 ára gamall, varð manni að bana á ný- ársnótt í Sandgerði. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg og á von á þung- um dómi fyrir brot sitt. Sig- urgeir er hins vegar ekki sáttur við fréttaflutning af því sem gerðist. Rétt skai vera rétt, segir hann og því segir hann sögu sína í einkaviðtali við Dag-Tím- ann. Hver er hann, hvað gerðist þessa nótt, hvað fylgdi á eftir? Hvað bíður 19 ára gamals manns sem verður sambýlismanni móður sinnar að bana? „Allt mitt líf hefur einkennst af ístöðuleysi. Ég er búinn að flytja 49 sinnum, fékk mjög slæmt upp- eldi og leið mikið vegna uppeldis- aðstæðna þegar ég var 6-16 ára gamall. Ég var kúgaður bæði and- lega og líkamlega og þurfti að sæta innilokun og barsmíðum. Fyrir vikið reyndi ég að sh'ta mig algjörlega frá umhverfinu, mér tókst ekki að eignast neina vini fyrr en fyrrum fósturfaðir minn og mamma skildu. Þegar mamma kynntist Sigur- jóni breyttist allt. Hann vildi gera allt sem hann gæti til að bæta líf mitt, fór virkilega vel með mömmu og var góður maður. Hann reddaði mér vinnu og gaf mér pening þótt þau væru blönk. Sjálfsmorðshvöt Ég hafði aldrei treyst neinum fyrr. Hafði búið hjá ellefu öðrum Ijöl- skyldum, bæði án foreldra og með, og var mjög þunglyndur. Til að mynda reyndi ég x'trekað að stytta mér aldur og var sendur í sveit eftir að ég reyndi að kveikja í mér og brenndi í leiðinni skúr hjá Shppnum í Keflavík. Reiðin beind- ist samt bara gegn sjálfum mér og ég lenti mjög sjaldan í átökum. Ég tjáði aldrei neinum tilfinningar mínar, enginn vissi hvert líf mitt í raun var. Ég skammaðist mín mikið, lifði í einangrun og fékk oft ekkert að fara út eftir að ég kom úr skólanum. Þegar skólafélagar mínir spurðu hvort ég væri til í að koma á diskótek eða í opið hús, bjó ég alltaf til afsakanir, laug því að ég væri að fara í heimsókrt eða eitthvað. Það breyttist allt þegar ég kynntist Sigurjóni. Hann talaði um alla hluti við mig á rólegum nótum en ég var lengi að treysta honum. Ég var hræddur um að hann væri að gera grín að mér. Hann og mamma gerðu samt allt til að breyta viðhorfmu hjá mér, ég var alveg hættur að treysta fullorðnu fólki. Kvöldið örlagaríka Gamlárskvöld. Ég er björgunar- sveitarmeðlimur í Garðinum og var að vinna ásamt félögum mín- um við brennu. Þegar því lauk fór ég heim, settist heima með Sigga og mömmu. Við hlustuðum á tón- list og horfðum á áramótaskaup- ið. Ég drakk ekki mikið. Klukkan 12 fórum við út og ég skaut upp nokkrum flugeldum. Við skáluð- um og ég faðmaði Sigga og mömmu og við óskuðum hvert öðru gleðilegs nýs árs. Þau báðu mig m.a. að standa mig á þessu ári. Eftir miðnætti bað ég um að fá að skreppa út með félögum mín- um og þau leyfðu það. Það fannst mér mjög skrýtið því það var nýtt fyrir mér. Ég fór út til vina minna, var burtu í einn og hálfan tíma og kom svo heim um klukkan korter yfir tvö. Þá voru þau farin, ég náði mér í tvo bjóra og svo fórum við fjögur, þrír strákar og ein stelpa, á „Vitann" í Sandgerði en þar var fátt fólk. Við reyndum að finna partý en það gekk ekki og um hálfþrjú fór ég heim, fékk mér að borða og sofnaði fyrir kl. þrjú. Um hálfsexleytið vaknaði ég við að mamma og Sigurjón komu heim. Ég fór í mjög þungt skap vegna ákveðinna atburða og hugsana, fann þunglyndið blossa upp og afréð að stytta mér aldur. Á þessum tíma var ég með byssu- sting í herberginu til skrauts, sem hékk uppi á vegg, og ég tók hann niður. Með byssustinginn í hendinni Þá kom Sigurjón labbandi inn í herbergið, settist við hliðina á mér í rúminu, tók utan um mig og bað mig að koma fram að tala við sig. Ég sagði nei. Var hundleiður á lífmu og langaði ekkert til að halda þessu áfram. Hann vissi ná- kvæmlega hvað ég var að hugsa og bað mig ítrekað að koma fram, en ég neitaði alltaf. Þetta endaði með því að ég stóð upp, hækkaði röddina og skipaði honum að fara fram. Hann neitaði og spurði: Ilvað ætlarðu að gera ef ég fer ekki fram? Ætlarðu að stinga Ég fór í mjög þungt skap vegna ákveðinna atburða og hugsana, fann þunglyndið blossa upp og afréð að stytta mér aldur. mig? Ég svaraði ekki, en hann lét strax fylgja á eftir: Stingdu mig þá. Á því augnabliki stend ég í herberginu en hann situr í rúm- inu. Ég sleppi hendinni minni og rek hnífinn í hann. Hann horflr á mig með sakieysissvip sem minnir mig á þegar dót er rifið af litlu barni. Hann hleypur út úr her- berginu inn í eldhús og nær í viskastykki og fer síðan upp á efri hæð til mömmu. Ég hleyp inn í stofu og hringi á Neyðarlínuna. Ég er ofsalega hræddur en það eina sem ég get gert er að bíða eftir lögreglunni. Ég hugleiði aft- ur sterklega að stytta mér aldur og er með hnífinn í hendinni þeg- ar lögreglan kemur. Sigurjóni blæðir út og hann lést um sjöleyt- ið, um hálftíma eftir að ég stakk hann. Grét og grét Hvað hafði ég gert? Ég og Sigur- jón höfðum aldrei rifist og engan skugga borið á samskipti okkar. Hann gerði ailt fyrir mig. Ég náði hins vegar ekki að átta mig í raun hvað gerst hafði fyrr en daginn eftir þegar presturinn kom til mín í fangaklefann í Keflavík. Þá fyrst losnaði ég úr móðunni sem hafði umlukið mig. Ég grét og grét og gat ekki sofið. Ég hafði ekki rænu á að biðja um svefnlyf og allt hringsnerist í höfðinu. Ég bað prestinn að skila kveðju og vildi fara í jarðaríorina en fékk ekki. Presturinn ráðiagði það, enda hefði það verið mjög erfitt fyrir aðstandendur Sigur- jóns. Núna hef ég fengið leyfi til að fara með mömmu að gröfinni og kveðja hann þar. Ég bíð bara eftir því tækifæri. Allir góðir Við mamma erum nýbúin að hitt- ast eftir þennan atburð og ég held hún hafi fyrirgefíð mér. Hún veit að þetta var ekki viljaverk, ég hef aldrei ætlað að gera neinum mein. Hvað sjálfan mig varðar á ég mjög erfxtt með að sætta mig við gjörðir mínar en ég er búinn að leita mikið til trúarinnar og hef fengið mikla hjálp. Það hafa allir verið mér góðir. Lögreglan í Keflavík gerði allt til að létta mér Hvað hafði ég gert? Ég og Sigurjón höfðum aldrei rifist og enginn skuggi fallið á samskipti okkar. h'fið og þegar ég kom hingað, tóku á móti mér fangaverðir, læknar, sálfræðingar, fangelsispresturinn og samfangar. Þeir hafa allir gert mér mjög gott. Ég er búinn að vera hér í Hegningarhúsinu síðan 8. janúar og er á góðri uppleið. Séra Hreinn [Hákonarson] hef- ur bent mér á að fyrirgefningin sé það sterkasta sem manninum er gefið. Sigurjón veit það best af öll- um í dag hvað kom fyrir og ég veit að hann er búinn að fyrirgefa mér það sem ég gerði. Það eina sem ég get gert núna er að bíða eftir dómnum og vona það besta. Ég ætla að nýta mér þennan tíma til að læra, byggja mig upp og finna sjálfan mig í fyrsta skipti. Ég hætti í 10. bekk í skóla en núna hefur Njarðvíkurskóli gefið mér námsbækur og fólk sendir mér bréf og styrkir mig áfram. Starfsfólkið á fyrrum vinnustað mínum er líka að vinna í að hægt verði að kaupa tölvu fyrir mig. Mig langar að þakka öllu því fólki sem veitt hefur mér stuðning. Forsetinn hvatti mig Það skiptir mig líka miklu máli að ég skrifaði Ólafi Ragnari forseta bréf og sagði honum sögu im'na. Hann skrifaði mér á móti og hvatti mig með þeim orðum að ef ég vildi tjá mi'nar tilfiinningar frekar, væri mér velkomið að skrifa honum aftur. Ég bjóst aldrei við að fá svar frá honum en þarna sá maður greinilega hvern- ig maður Ólafur er.“ Búið er að framlengja gæslu- varðhald Sigurgeirs til 31. maí en það er aðeins toppurinn á ísjak- anum, hans bíða ár bak við lás og slá. „Ég byggi á því að ég fái 16 ára dóm og allt undir því gerir mig ánægðan. Ég er ákærður fyrir manndráp en spár manna eru mismunandi. En það er sama hve langur afplánunartíminn verður. Hann mun nýtast mér vel.“

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.