Dagur - Tíminn Akureyri - 12.04.1997, Blaðsíða 3
ÍDagur-ÍEmTtmT
Laugardagur 12. apríl 1997 - 3
F R E T T I R
Alþingi
Efnahagsnefnd margklofin
Stjórnarandstæðingar eru á móti bankafrumvörpum ríkisstjórnarinnar.
Efnahags- og við-
skiptanefnd hefur
afgreitt bankafrum
vörp ríkisstjórnar-
innar. Þau eru að
mestu óbreytt, en
stjórnarliðar eru
klofnir í málinu.
Efnahags- og viðskipta-
nefnd margklofnaði í af-
stöðu sinni til frumvarp-
anna um banka og sjóði ríkis-
ins, sem afgreidd var frá nefnd-
inni í fyrradag. Stjórnarliðar
leggja til að frumvarp-
ið um hlutafélagavæð-
ingu ríkisbankanna
verði samþykkt að
mestu óbreytt. Það
kemur nokkuð á óvart
í ljósi yfirlýsinga t.d.
Vilhjálms Egilssonar,
formanns nefndarinn-
ar, og fleiri Sjálfstæð-
isþingmanna um að
kaup Landsbankans á
Vátryggingafélagi fs-
lands, kölluðu á hrað-
ari einkavæðingu. Nokkrir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
vildu að 35% hlutafé ríkisins í
Búnaðarbankanum yrði selt, í
stað þess að bjóða út nýtt hluta-
fé eins og frumvarpið gerir ráð
fyrir. Þingflokkar stjórnarinnar
voru kallaðir saman á fund í
fyrrakvöld, en eftir því sem
næst verður komist þverneituðu
framsóknarmenn að fallast á
þessa breytingu.
Stjórnarandstæðingar eru á
móti frumvarpinu og sitja
væntanlega hjá við endanlega
afgreiðslu þess. Þeir hafa ýmis-
legt við útfærsluna að athuga
og hefðu m.a. viljað sjá tryggða
dreifða eign á nýju hlutafé. Þeir
lögðu einnig til að kveðið yrði á
um það, að bankastjórar yrðu 1
í hvorum banka, en ekki þrír
eins og nú er, en það var fellt í
nefndinni. Þingmenn úr báðum
stjórnarflokkunum höfðu lýst
yfir að þeir teldu fáránlegt að
vera með marga bankastjóra og
reyndu að fá ríkisstjórnina til
að fallast á þessa tillögu, en ár-
angurslaust. f nefndaráliti
stjórnaliða segir
aðeins að það sé
„gott að hafa
einn skipstjóra á
hverri skútu," og
það látið nægja.
Stjórnar-
liðið klofið
Stjórnarliðar í
nefndinni klofn-
uðu í afstöðu til
Fjárfestinga-
bankans og
styðja 4 frum-
varpið, en Gunn-
laugur Sig-
mundsson,
Framsókn-
arflokki, og Pétur
Blöndal, Sjálf-
stæðisflokki, eru
á móti stofnun
nýs banka í eigu
ríksins. Það eru
stjórnarandstæð-
ingar einnig og
samstíga í þvi.
„Þetta er tímaskekkja. Við hefð-
um frekar kosið að þessir 3
sjóðir hefðu verið felldir inn í
rfldsviðskiptabankana til að
styrkja þá. Það hafa engin rök
komið fram fyrir nauðsyn þess
að hafa sérstakan fjárfestinga-
lánasjóð," segir Ágúst Einars-
son, þingmaður Jafnaðar-
manna. Hann er einnig andvíg-
ur Nýsköpunarsjóðnum sem á
að stofna. „Það er verið að setja
á laggirnar hallærislegan við-
bótarsjóð, sem kemur því miður
ekki að neinu gagni.“
Stjórnarliðar standa saman
að Nýsköpunarfrumvarpinu, en
ætla að breyta því þannig að 5
milljarðar, en ekki 4, verði sett-
ir í sjóðinn og þar af verði einn
milljarður eyrnamerktur upp-
byggingu á landsbyggðinni.
„Stjórnarliðar treysta ekki
Byggðastofnun, sem fer með
þetta hlutverk að öllu jöfnu, og
þessi milljarður dugði til að
binda stjórnarliðana saman í
stuðningi við málið. Meginnið-
urstaðan er að stjórnarhðar eru
handjárnaðir í þessum málum
öllum. Þau eru keyrð í gegn svo
að segja án breytinga," segir
Ágúst Einarsson. -vj
Ágúst Einarsson
þingflokki Jafnaðarmanna
„Stjórnarliðar eru
handjárnaðir í
þessum málum öll-
um. Þau eru keyrð
svo að segja án
breytinga. “
Akureyri
Eigendur hins nýja hótels f.v. Kristján Arnason, Héðinn Beck og
Snæbjörn Kristjánsson.
Nýtt hótel opnað í
Hafnarstrætinu
s
dag opnar nýtt hótel á
Akureyri undir nafninu
Hótel Ákureyri. Eigendur
eru veitingamenn á Fiðlar-
anum, þeir Héðinn Bech og
Snæbjörn Kristjánsson,
ásamt Kristjáni Ármanns-
syni sem mun sjá um rekst-
ur hótelsins.
Hótelið stendur við Hafn-
arstræti 67 og er sama hús
og þar sem Hótel Óðal var.
Húsið var byggt árið 1925
og hefur ýmisskonar starf-
semi farið þar fram gegn
um árin. Um skeið var þar
t.d. rekið bíó og Bókaútgáf-
an Skjaldborg hóf starfsemi
sína í þessu húsi.
í hótelinu eru 19 her-
bergi, þar af tvö eins
manns, og eru þau öll vel
búin. Ætlun nýju eigend-
anna er að leggja áherslu á
almennan hótelrekstur og
að veita gestum góða og
persónulega þjónustu og
hagstætt verð. Einnig er
hugmyndin að bjóða upp á
aðstöðu fyrir ráðstefnur og
fundi, einkum utan hefð-
bundins ferðamannatíma og
þá í samvinnu við Fiðlarann
þar sem aðstaða til funda-
halda er mjög góð. AI
Dísarfellið
Skipstjóriim fær morð-
ásakanir í síma
Nafnlausar hring-
ingar á heimili skip-
sfjóra Dísarfellsins.
Kemur ekki óvarl
og býst allt eins við
frekari hringingum.
s
vikunni hefur tvívegis verið
hringt heim til Kristins Aa-
degard, skipstjóra Dísar-
fellsins, þar sem hann hefur
verið úthrópaður sem morðingi.
í báðum tilfellum var um nafn-
lausar hringingar að ræða en
Kristinn segist þekkja annan
þeirra sem hringdi og segir
hann ekki heilan á geði. Sá
þakkaði Kristni fyrir að hafa
drepið tvo menn.
Kristinn býst allt eins við að
fá fleiri slíkar upphringingar á
næstunni eftir það sem á undan
var gengið. Hann var hinsvegar
ekki með skipið þegar það
fórst. Skipstjóri í þeirri örlaga-
ríku ferð var Karl Arason.
„Ég hef sæmilega þykkan
skráp þannig að þetta liggur
ekkert þungt á mér,“ segir
Kristinn um áhrif þessara sím-
hringinga á hann. Þá segir
hann að þessar símakveðjur
komi sér ekki á óvart með tilliti
til þess hvernig sögusagnir fara
af stað.
í því sambandi bendir hann
á að þeir sem hafa látið að því
liggja að útgerðin og stjórnend-
ur skipsins hafi vitað um mis-
fellur í öryggi Dísarfellsins
byggi það á því að viðgerðar-
menn hafi einatt verið í kring-
um skipið og m.a. kafarar.
Kristinn segir að á sömu for-
sendum sé hægt að halda því
fram að flugvélar séu hættuleg-
ur farkostur fyrir það eitt að
flugvirkjar hafi komið nálægt
þeim! Að öðru leyti ítrekar
hann gagnrýni Samskipa á mál-
flutning Sjómannafélags
Reykjavíkur í sambandi við Dís-
arfellið. -grh
Dánarbætur
Ökumenn dýrmætari en sjómenn
Dánarbætur fyrir sjómann
eru um 1936 þúsund
krónur. Til samanburðar
má geta þess að þegar ökumað-
ur ferst í bflslysi nema bæturn-
ar 8-10 milljónum króna vegna
ábyrgðartrygginga ökumanna.
Hingað til hefur viðleitni sjó-
manna til að fá þessar bætur
hækkaðar ekki borið neinn ár-
angur. Þá hefur nefnd, sem
samgönguráðherra skipaði
1994 til að endurskoða ákvæði
siglingalaga um bótarétt sjó-
manna vegna líf- eða líkams-
tjóns, ekki skilað neinum tillög-
um. Talið er að ágreiningur í
nefndinni standi starfi hennar
fyrir þrifum og m.a. vegna and-
stöðu útvegsmanna. Þar fyrir
utan er ekki talið að ráðherra
sé líklegur til að beita sér fyrir
úrbótum í þessu máli. í það
minnsta er það skoðun Kristins
H. Gunnarssonar, alþingis-
manns Alþýðubandalagsins á
Vestfjörðum. Að hans mati virð-
ist það ekki skipta máli fyrir
ráðherra eða nefndina þótt Al-
þingi hafi ályktað að þörf sé á
endurskoðun á bótarétti sjó-
manna með samþykkt þings-
ályktunartillögu þar að lútandi í
maf 1994.
Sævar Gunnarsson, formað-
ur Sjómannasambands íslands,
segir að þrátt fyrir að trygg-
ingabætur fyrir sjómenn séu
ekki hærri en þetta, þá hafi það
reynst þrautin þyngri að fá þær
hækkaðar í samningum við út-
gerðina. Hann segir að útvegs-
menn hafi ætíð borið fyrir sig
auknum kostnaði þegar þessi
mál hafa verið til umræðu við
gerð kjarasamninga. -grh