Dagur - Tíminn Akureyri - 12.04.1997, Page 5
Jlagur-®tmtmt
Laugardagur 12. apríl 1997 - 5
V ARNARLIÐIÐ
Saklausir þjófkenndir
og enn engin afsökun
Rannsókn á rýrnun
upp á hundruð þús-
unda dollara í Navy
Exchange virðist
benda til bókhalds-
mistaka í Norfolk, en
þjófnaður starfsfólks
talinn útilokaður.
Enginn hefur verið
beðinn afsökunar á
„njósnum“ á vinnu-
staðnum.
Rýrnun sem verslun varn-
arliðsmanna, Navy Ex-
change á Keflavíkurflug-
velli, varð fyrir árið 1995 var í
fyrstu talin nema 800 þúsund
dollurum, - það er verðmæti
vara sem myndu fylla allt að
tuttugu 40 feta gáma sam-
kvæmt meðaltalsútreikningi, en
tölur um rýrnunina voru og eru
mjög á reiki. Þetta var mikið
áfall fyrir verslunardeild flota-
stöðvarinnar, sem ítrekað hafði
fengið fyrstu verðlaun fyrir góð-
an rekstur.
Lögreglan: Engir ís-
lendingar sannir að sök
íslendingar telja sig hafa sætt
ofsóknum Bandaríkjamanna á
Vellinum. Sýslumaður lét kanna
meintar „njósnir" og skilaði
litlu í þá umræðu. Sýslumaður
kveðst aldrei hafa heimilað eft-
irlit með myndavélum, ekkert
samráð haf! verið við hann
haft.
Staðgengill sýslumanns á
Vellinum sagði í gær: „Pað hef-
ur ekkert komið í ljós að íslend-
ingar hafi verið viðriðnir lög-
brot þarna, þarna er eitthvað
annað á ferðinni sem ég veit
ekki hvað er,“ sagði Sævar
Lýðsson.
„Það er hætt að vinna að
þessu máli hjá okkur fyrir þó-
nokkru síðan. Við bfðum eftir
bréfi frá rannsóknarlögreglu
Vallarins, Navy Criminal In-
vestigation Service. Meðan get-
um við ekkert sagt,“ sagði Sæv-
ar.
Formaður VS: Undir-
lægjuháttur íslensku
toppanna
„Eftir upplýsingum sem ég hef
undir höndum en ekki fengið
staðfestar, þá var þarna ekki um
að ræða þá rýrnun á Vellinum
sem menn töldu, heldur mistök í
bókhaldi í Norfolk. Með mynda-
vélaeftirlitinu var ýtt undir
grunsemdir um að rýrnunin
væri af völdum starfsfólksins, og
fólkið nánast þjófkennt," sagði
Jóhann Geirdal, formaður Versl-
unarmannafélags Suðurnesja, í
gær. „Ég vil fá það mjög skýrt
fram frá sýslumanni eða til þess
bærum yfirvöldum hér að rann-
sókn sé lokið og ekkert hafi
komið fram sem kallaði á grun-
semdir gagnvart íslenska starfs-
fólkinu. Það verður að hreinsa
mannorð þess,“ sagði Jóhann.
Jóhann sagðist oft furða sig
á „undirlægjuhætti" íslenskra
toppa á Vellinum gagnvart
Varnarliðinu. „Kannski er það
þetta hugarfar sem gerir menn
að toppum, það að vera sífellt
tilbúnir að beygja sig í duftið,"
sagði Jóhann Geirdal.
Rannsókn Sýslumannsins á
Keflavíkurflugvelli er ekki
traust að mati Jóhanns. Hann
segir að sú könnun hafi engan
veginn verið fullnægjandi, en ís-
lenskir lögreglumenn sáu að-
eins eina myndavél, enda þótt
ljóst væri að myndavélar höfðu
verið vítt og breitt um vinnu-
staðinn.
Bókhald í koppum og
kirnum
Viðbrögðin við rýrnuninni voru
sterk í flotastöðinni eins og
flestir vita. Farið var að fylgjast
grannt með starfsfólki með
njósnamyndavélum sem komið
var fyrir á nokkrum stöðum í
húsakynnum Navy Exchange. f
starfsmannahópnum eru um 30
íslendingar.
Áður en til þessa kom fóru
yfirmenn NE, Crotty, þá aðstoð-
arforstjóri, nú forstjóri, og
Down, til Norfolk í byrjun árs
1996. Þar hefur bókhaldið verið
fært síðustu fimm árin. Þar kom
í ljós að bókhald var í megnustu
óreiðu, í kössum, koppum og
kirnum að sagt var. Var þeim
tjáð að vonlaust væri að komast
til botns í bókhaldinu og með
bókhaldsgögnin fóru þau aftur
til íslands.
Starfsmenn grunaðir
um stórfelldan þjófnað
Ekki var mikið reynt að fara of-
an í saumana á bókhaldinu að
sagt er, en þess í stað var rann-
sóknarlögregla flotastöðvarinn-
ar fengin í málið síðastliðið
haust. Settar voru upp mynd-
bandsupptökuvélar á mörgum
stöðum, við flestar dyr, inni á
skrifstofum, lagernum, snyrti-
herbergi kvenna og kaffistofu
starfsfólks. Eftirlitsmenn höfðu
aðsetur í litlu herbergi svo h'tið
bar á. Þegar allt komst upp og
hávaði kominn í málið voru
myndavélar Qarlægðar. Banda-
ríkjamennirnir viðurkenndu
eina myndavél, en kaplar lágu
að götum víða um húsið og
bentu eindregið til að þarna
hefðu einnig verið myndavélar.
Árangur af þessari banda-
rísku rannsókn, sem starfs-
menn á Vellinum segja að hafi
beinst mest að íslensku starfs-
fólki verslunarinnar, var helst
sá að tveir hópar þelþökkra
bandarískra starfsmanna voru
staðnir að því að verðlækka
vöruna í gegnum kassana.
Þóttafullar spurningar
um íslendinga
Starfsmenn sem rætt hefur ver-
ið við telja sýnt að yfirmannin-
um, Crotty, sé lítt um íslendinga
gefið af einhverjum ástæðum.
Hann hafi þrásinnis látið það f
ljós. Meðal annars telji hann ís-
lendinga of dýrt vinnuafl. Allir
erlendir starfsmenn Navy Ex-
change voru að sögn yfirheyrðir
af Security, almennri banda-
rískri lögreglu Vallarins. Þeir
voru spurðir spurninga um
samskiptin við íslendinga,
hvernig þeir kynnu við þá,
hvort þeir treystu þeim, - og
hvort þeir hefðu séð íslendinga
stela vörum í búðinni.
„Hvað hefði verið sagt í
Bandaríkjunum, ef hvítir menn
á vinnustað hefðu verið spurðir
slíkra spurninga um svart fólk,
hvort það kynni við svarta fólk-
ið, og hvort það hefði séð það
stela,“ spurði einn starfsmanna
á Vellinum, sem rætt var við.
Viðkomandi sagði ljóst að
Crotty væri rúinn öllu trausti á
Vellinum með ofsóknum gegn
íslendingum.
Við vörutalningu í NE kom í
ljós að rýrnun var hreint ekki
eins mikil og upphaflega var
lagt upp með og nú virðist
vandinn liggja vestanhafs, í að-
alstöðvum flotans í Norfolk.
Ýmsar skekkjur fundust í bók-
haldinu og málið farið að
hjaðna talsvert.
Starfsfólk segir að ekki hafi
því verið gerð nein grein fyrir
niðurstöðum rannsóknarinnar
né heldur hafi það verið beðið
afsökunar á „njósnum" um sig.
-JBP
Þú sérð himininn betur
sumar sem vetur
í N-Þíng.
Á Kópaskeri (1.-7. b.), í Lundi í Öxarfirði (1.-10. b)
eru lausar stöður við grunnskólana. Skólarnir hafa
töluverða samvinnu sín á milli og við vel mannaða leik-
skóla og tónlistarskóla í sama húsakosti hvors staðar
um sig. Um er að ræða:
Sex stöður í almennri kennslu, list- og verkgreinum og
stöðu sérkennara.
Upplýsingar gefa Hildur Jóhannsdóttir, form.
skólanefndar í 465 2212.
Skólastjórar: Finnur M. Gunnlaugsson, Lundi, 465
2244 (heima 465 2245), Halla Óladóttir, Kópaskeri,
465 2105 (heima 465 2185).
Jafnframt staða skólastjóra í Lundi.
Upplýsingar gefur Hildur í síma 465 2212.
Umsóknarfrestur er til 23. apríl.
Hringdu nú, í góðri trú!
Skólanefndirnar.
Menntamálaráðuneytið
Norrænir starfs-
menntunarstyrkir
Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands og Nor-
egs veita á námsárinu 1997-98 nokkra styrki handa ís-
lendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum lönd-
um. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms
eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbún-
ings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskóla-
kennara, svo og ýmis konar starfsmenntunar sem ekki
er unnt að afla á íslandi. Einnig er gert ráð fyrir að
sams konar styrkir verði í boði til náms í Svíþjóð á
næsta ári. Fjárhæð styrks í Danmörku er 20.500 d.kr.,
í Finnlandi 27.000 mörk, í Noregi 22.400 n.kr. og í Sví-
þjóð 14.000 s.kr.
Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum afritum próf-
skírteina og meðmælum, skulu sendar menntamála-
ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 13.
maí nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið, 11. apríl 1997.