Dagur - Tíminn Akureyri - 12.04.1997, Síða 11
ÍDagur-ÍEtmmn
Laugardagur 12. apríl 1997 - 11
Fljótt breytist
fj árhagsáætlun
Sigurður J.
Sigurðsson
bœjarfulltrúi á
Akureyri skrifar
Rekstrarniðurstöður ársins
1996 liggja nú fyrir hjá
Bæjarsjóði Akureyrar.
Reikningar verða kynntir innan
skamms og fara þá væntanlega
fram um þá nokkrar umræður
í bæjarstjórn. Það er þó þegar
ljóst að sú áætlun sem gerð var
fyrir síðasta ár gekk ekki eftir
að öllu leyti með þeim hætti
sem að var stefnt. Tekjur urðu
þónokkuð hærri en gert var ráð
fyrir, en því miður fór svo að
rekstur gleypti þessa íjármuni
alla. Pó ekki sé um háar pró-
sentur að ræða þá er ljóst að
milljónatugir runnu út í gegn-
um rekstur og virðist sem
meirihlutinn hafi ekki gert sér
grein fyrir því hvert stefndi. í
fyrstu niðurstöðum koma eftir-
farandi tölur í ljós. Sjá töflu.
Af þessu sést að tæpar 58
milljónir í auknum tekjum, um-
fram áætlun, hverfa með öllu í
umframkostnað í rekstri. Þetta
er þeim mun alvarlegra þegar
haft er í huga að við end-
urskoðun fjárhagsáætlunar á
haustdögum benti ekkert til
slíks aukakostnaðar og upplýs-
ingar sem lágu fyrir við gerð
fjárhagsáætlunar rétt fyrir ára-
mót sýndu þetta ekki. A tímum
stöðugleika og öflugs upplýs-
ingastreymis eiga slík umfram-
útgjöld ekki að leynast neinum í
fastmótuðum rekstri eins og
bæjarfélags.
Peningana sem átti
að nota tvisvar
Fjáhagsáætlun fyrir yfir-
standandi ár var sett saman
með þeim forsendum að hægt
yrði að flytja nokkra fjármuni
milli ára til framkvæmda á ár-
inu 1997. Því miður verður sú
niðurstaða ekki með þeim
hætti, eins og að framan grein-
ir. Fresta verður ákveðnum
framkvæmdum og auka fé til
annarra til að endar nái sam-
an. Þetta verður gert með þeim
hætti að hækka verður fjárveit-
ingar til nokkurra verkefna og
lækka aðrar á móti.
Hér virðist sem meirihlutinn
hafi ætlað að nota sömu pen-
ingana tvisvar, en slíkt getur
gengið erfiðlega, jafnvel þótt
gæðastjórnun hafi verið komið
á framkvæmdir.
Nú er kallað eftir enn
frekari fjármunum til
framkvæmda
Blekið á Qárhagsáætlun er
varla orðið þurrt þegar kallað
er eftir frekari fjármunum til
framkvæmda. Framkvæmda-
nefnd kallar nú eftir 26 millj.
króna til frekari verkefna í
nýju íbúðahverfi í Giljahverfi.
Þrátt fyrir að ljárveiting til
framkvæmda hafi verið aukin
verulega með sölu hlutabréfa
dugar það ekki til. Jafnframt
er ljóst að engir fjármunir hafa
enn verið settir til uppbygging-
ar iðnaðarsvæða þrátt fyrir að
ljóst er að vaxandi þörf er fyrir
slíkt.
Á undanförnum mánuðum
hef ég ítrekað hvatt til þess að
þær lóðir á iðnaðarsvæði vest-
an Hörgárbrautar yrðu gerðar
fýsilegri fyrir atvinnurekstur,
en þær eru í dag. Jarðvegsdýpi
er mikið og ljóst að til ein-
hverra ráða þarf að grípa til að
gera þessar lóðir byggingahæf-
ar. Engar fjárveitingar eru í
þetta verkefni, né önnur verk-
efni tengd iðnaðarsvæðum.
Verði eitthvað gert á þessum
svæðum mun það líka kalla á
viðbótar ljármuni.
Að framansögðu má ljóst
vera að ekki hefur tekist að
halda þannig á stjórnun fjár-
mála að sú mikla tekjuaukning
sem varð á sl. ári skilaði sér til
aukinna framkvæmda, en hefur
í þess stað horfið í aukinn
rekstrarkostnað. Það er líka að
koma á daginn að fram-
kvæmdahugmyndir og for-
gangsröðun verkefna fellur
ekki að gerðri fjárhagsáætlun.
Virðist sem nú sé verið að
leggja meira kapp á að sýna
miklar framkvæmdir, en að
horfa til hagræðingar í rekstri.
Sífellt er verið að fjölga starfs-
mönnum og bæta við rekstur.
Þessar framkvæmdir eru:
Hækkun:
Leikskólinn Lundarsel......................kr. 7.500 þús.
Sundlaug Akureyrar.........................kr. 11.400 þús.
Gámastöð v/Réttarhvamm.....................kr. 8.500 þús.
Gatnagerðarframkv..........................kr. 2.000 þús.
Eignakaup..................................kr. 9.000 þús.
Lækkun:
Breytingar á jarðh. Geislagötu 9, (Ráðhúss) .kr. 38.400 þús.
Áætl. 1996 Raunt. 1996 Mismunur
Rekstrartekjur: kr. 1.731.700 þús. kr. 1.789.364 þús. kr. 57.664 þús.
Rekstrarkostn. kr. 1.333.058 þús. kr. 1.390.790 þús. kr. 57.732 þús.
Dalvíkurskóli
Laus er til umsóknar staða aðstoðarskóla-
stjóra og kennarastöður í eftirtöldum
greinum: Raungreinum á unglingastigi,
hannyrðum, tónmennt og almennri bekkj-
arkennslu.
í skólanum er um 280 nemendur í 1.-10. bekk.
Við auglýsum eftir metnaðarfullu og áhugasömu fólki
sem vill vinna með okkur að þróunar- og uppbyggingar-
starfi.
Starfsfólki skólans gefst kostur á að sækja námskeið
innanlands og utan.
í skólanum ríkir góður starfsandi, starfsaðstaða er góð
og vel er tekið á móti nýju starfsfólki.
Umsóknarfrestur er til 21. apríl.
Upplýsingar um stöðurnar, húsnæði og fl. gefur
skólastjóri í síma 466 1380 (81) og í síma 466 1162.
TRYGGINGASTOFNUNQ7 RÍKISINS
Átt þú rétt á
uppbót á lífeyrí?
Samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins dagsettri 4. apríl 1997 er heimilt
að greiða frekari uppbót til þeirra lífeyrisþega sem
hafa í heildartekjur að meðtöldum bótum almanna-
trygginga allt að kr. 80.000,00 á mánuði. Heimild
þessi er afturvirk og gildir frá 1. janúar 1997.
Þeir elli- og örorkulífeyrisþegar sem misst hafa upp-
bótina eða hafa verið lækkaðir í greiðslum vegna
tekna og telja sig nú vera undir nýjum tekjumörkum,
eru beðnir um að senda ný gögn til lífeyristrygginga-
deildar, svo að hægt sé að meta rétt til greiðslna.
Vegna mats á rétti til greiðslna þarf að skila inn
gögnum sem snerta t.d. umönnunarkostnað, sjúkra-
eða lyfjakostnað og einnig húsaleigukvittanir, eigi líf-
eyrisþegi ekki rétt á húsaleigubótum.
Þeir sem þegar hafa sent inn ný gögn og fengið synj-
un eru beðnir um að hafa samband við lífeyristrygg-
ingadeild og óska eftir endurskoðun.
Hægt er að hringja í eftirtalin símanúmer þjónustu-
sviðs vegna þessa: 560 4555, 560 4573, 560
4561.
Frá starfsmannafélagi
Áburðarverksmiðjunnar hf.
Óheftur innflutningur á áburði í skjóli
verndaðrar graenmetisframleiðslu.
Áburðarsalan ísafold kynnir sig í auglýsingum
sem fyrirtæki í eigu bænda.
í frétt Morgunblaðsins þann 9. apríl sl. segir
sölustjóri ísafoldar að garðyrkjubændur eigi ísa-
fold og að þeir séu hinn nauðsynlegi bakhjarl til
þess að ísafold geti náð til sín góðum hluta af
áburðarmarkaðinum. Missi Áburðarverksmiðjan
stóran hluta af markaðinum mun það stefna
störfum starfsmanna hennar í hættu.
Áburðarviðskipti eru frjáls en garðyrkjubændur
Iifa og starfa í skjóli ofurtolla. Eru störf starfs-
manna Áburðarverksmiðjunnar minna virði en
störf garðyrkjubænda?
Starfsmenn Áburðarverksmiðjunnar hf.