Dagur - Tíminn Akureyri - 03.05.1997, Page 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 03.05.1997, Page 2
14- Laugardagur 3. maí 1997 Jlagur-'SmTtm-t LIFIÐ I LANDINU Bamahomid Kannski skiptir ekki mestu máli hvað er gert heldur hitt að eyða saman Ijúfum stundum með börnunum. Hér koma samt nokkrar tillögur . Fimm ára og eldri Kvikmyndasýningar fyrir börn og unglinga halda áfram í Nor- ræna húsinu. Á sunnudaginn verður sýnd norska myndin „I begynnelsen pa en historie". Sögusviðið er í lok ílmmta ára- tugarins. Marin er lítil stelpa sem býr á eyju og segir frá síð- asta sumrinu hennar heima áð- ur en hún er send í heimavist- arskóla. Myndin er ætluð börn- um fimm ára og eldri og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Anna Mjöll Ólafsdóttir syngur með Julio Iglesias í Las Vegas í næstu viku. Hún segir að hann sé mjög aðlaðandi og hafi mikið vit á tón- list. Hann hafi mikla þörf fyrir snertingu og hafi kysst sig eftir að þau hafi sungið saman dúett í fyrsta skipti. Heilsar upp á bra bra Gönguferð að Tjörninni í Reykjavík eða að Andapollinum á Akureyri stendur alltaf fyrir sínu. Fínasta líkamsrækt og börnin hafa gaman af áð heilsa upp á endurnar og jafnvel gefa þeim svolítið brauð séu þær svangar. Sunnudagsbíltúr Hér er eitthvað sem allir geta gert, hvar sem er á landinu. Eftir tilbreytingarleysið í miðri viku lífgar það heilmikið upp á tilveruna að stökkva upp í bfl og bregða sér af bæ - bara eitt- hvað út í bláinn. Ef börnin eru treg í taumi þarf ekki annað en að lofa að stoppa í ísbúð og þá eru allir með! Tölvuleikir og videó Er einhver búinn að fá nóg af öllum þessum „úti“ uppástung- um? Þó vorið sé komið er allt í lagi að vera stundum inni. Spila t.d. tölvuleiki og horfa á video. „Jú, og tala við börnin, það er best,“ sagði pabbi einn þegar barnahornið leitaði til hans eftir hugmyndum. Ath! Barnahornið þiggur með þökkum ábendingar frá öllum þeim sem eru að skipuleggja eitthvað sniðugt og skemmtilegt fyrir litla fólkið. Endilega sendið okkur fax og látið okkur vita (númer 460 6171). að er svolítið fyndið að sýngja með honum dúett því að hann vill koma við mann á meðan við erum að syngja, halda utan um mann og láta halda utan um sig. Það get- ur verið ruglandi þegar maður er að reyna að gera allt rétt en hann var voða ánægður og kyssti mig þegar við vorum bú- in að syngja dúett saman í fyrsta skiptið. Það var ágætis merki,“ segir Anna Mjöll Olafs- dóttir, söngkona í Bandaríkjun- um. Fyrir tveimur vikum var hringt í Önnu Mjöll og hún beð- in um að koma í áheyrn fyrir Julio Iglesias, hjartaknúsarann fræga, því að hann væri að leita að ljóshærðri söngkonu í sýn- ingu hjá sér. Hún fékk sent efni og lærði það á einni viku, fór í áheyrnina ásamt fjórum öðrum og sló í gegn. Hún fékk sendan flugmiða til Los Angeles og flaug svo til Miami fyrir viku til að æfa. Æfingarnar hafa farið fram með Iglesias eins og um alvöru sýningu væri að ræða. í næstu viku fer svo hópurinn til Las Vegas. Þar verða sýning- arnar fimm að þessu sinni. Anna Mjöll ber hjartaknús- aranum Iglesias vel söguna, segir að hann sé mjög fyndinn og skrýtinn, „hoppandi og skoppandi um allt“ og hafi mik- ið vit á músíkinni. „Hann veit hvað hver einasti maður er að spila - er ekki bara að þykjast vera einhver stjarna. Hann er alltaf brosandi og almennilegur og voðalega viðkunnanlegur náungi. Hann er mjög léttur og heillar allar konur upp úr skón- um,“ segir hún. Starfsmenn Iglesias eru um 30. Æfingarnar hafa verið tekn- ar upp og verður sýnt frá þeim á vídeóskérmum sitt hvoru megin við sviðið í Vegas. Sýn- ingarnar sjálfar verða á hótel- inu Cesar’s Palace og standa í tvær klukkustundir hverju sinni. Nýjasta plata Iglesias heitir Tango og mun par sýna tangódans auk þess sem tvær magadansmeyjar leika listir sínar. -GHS Jón Laxdal sýnir Myndlistarmaðurinn Jón Laxdal Halldórsson opnar í dag sýningu á Café Karólínu á Ak- ureyri. Jón hefur einungis fengist við svonefnt „Collage" (klippi- myndir) og jafnan leitað fanga í prentuðu máli, dagblöðum, bókum og því um líku. Sýningin á Café Karólínu er 17. einka- sýning hans og er að mestu handunnir dúkar. AI Jón Laxdal Halldórsson. Opið hús í Bifröst Opið hús verður í Samvinnu- háskólanum á Bifröst í dag frá klukkan 13 til 16. Kenn- arar og nemendur taka á móti gestum, leiða þá um húsakynni og kynna starfsemina. Kaffisala verð- úr í höndum nemendafélagsins. Sýning verður á hugmyndum sem bárust í samkeppni að nýju merki skólans. Hátíðarsamkoma hefst klukkan 16 og þar verða flutt ávörp og tónlist. Leiðrétting Eins og sagt var frá í blaðinu á fimmtudag (í grein undir fyrirsögninni „Holtin hittast") ætla árgangar sem fæddir eru milli 1940-1960 og bjuggu sem börn í Holtahverfinu að hittast í dag. Rétt er að taka fram að ætlunin er að hittast klukkan 21 en ekki níu um morguninn eins og sagt var í greininni. Fundarstaður er Iðnaðar- mannahúsið og verða miðar seldir við innganginn. Vantar þig íbúðarhús? Við byggjum ódýr og vönduð hús sem eru flytjanleg í heilu lagi. Mjög hagkvæmur kostur því húsin halda verðgildi sínu hvar sem þau eru staðsett á landinu. Höfum hús til afhendingar í vor. Yfir 20 ára reynsla í smíði flytjanlegra húsa. ■“-'V' . f l nr1 , !*•-«» T,- |- f ,TRÉSMIÐJAN MOGIL SF. rm SVALBARÐSSTRÖND • 601 AKUREYRI lU SlMI 462 1 570 Grunnmynd neðri hceðar

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.